Morgunblaðið - 01.09.1949, Side 8

Morgunblaðið - 01.09.1949, Side 8
8 MORGUTSBLAfílÐ Finmitudagur 1. sept 1949. i JHmpguttfrlðfrifr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. 1Jílzuem óhripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Er púðurtunnan á Balkan ? SÍÐAN Moskva og Kominform settu Tito marskálk og komm- únistaflokk Júgóslavíu út af hinu pólitíska sakramenti, hef- ur sambúð Júgóslava og Rússa stöðugt verið að versna. Rússar hafa gert allt, sem þeir hafa getað til þess að spilla sambúð þeirra við aðrar Balkanþjóðir og torvelda þeim viðskipti við þær. í þessari viðleitni hafa Rússar notið dyggi- legs atbeina Kominform. Hin upprunalega ástæða þess að til fjandskapar dró milli Sovjetstjórnarinnar og Titos marskálks var sú að Rússar töldu að Júgóslavar hefðu ekki verið nægilega tillitssamir við umboðsmenn þeirra í Júgóslavíu. Rússneskar hernaðar- sendinefndir og starfsmenn þeirra hefðu jafnvel orðið fyrir ýmiskonar hnýsni af hálfu júgóslavneskra yfirvalda. Töldu Rússar ennfremur að stjórnarstefna Titos miðaðist meira við hagsmuni þjóðar hans en Moskvu og hins alþjóðlega kommúnisma. Þess vegna var honum gefið að sök að hann hefði svikið Marxismann og gengið „auðvaldinu“ á hönd. Tito svaraði hins vegar með því að ásaka Sovjetstjórnina íyrir að vinna markvíst að því að undiroka Júgóslavíu og gera hana algerlega háða Rússum efnahagslega. Engum áhorfanda þessara viðskipta milli Moskvu og Titos hefur komið þau á óvart eftir að vitað var að stjórn Júgóslavíu vildi varðveita sjálfstæði landsins gagnvart Rúss- landi. Þau hafa sannað það eins áþreifanlega og frekast er unnt að kommúnistastjórnin rússneska krefst þesá af öllum kommúnistastjórnum að þær setji velferð og hagsmuni hins rússneska heimsveldis ofar hagsmunum sinna eigin landa. Ef þær ekki gera það, þá sétur Moskva og verkfæri hennar, Kominform, þær út af sakramentinu. Þetta er það, sem gerst hefur gagnvart Tito. Hans yfirsjón var sú að halda að sjálf- stæð og óháð Júgóslavía gæti samræmst kommúnistiskri yfir- stjórn og þátttöku í alþjóðasamtökum kommúnista. En Moskva er stöðugt að herða sóknina gegn Júgóslavíu. Ásakanir Stalins á hendur Tito verða stöðugt ofsafengnari. Minna þær greinilega á aðfarir Hitlers gagnvart smáríkj- um þeim, sem hann hugði á að leggja undir sig og rændi að iokum sjálfstæði. Síðustu daga hafa hótanir Moskvavaldsins verið hvað ofsa- legastar. Verður varla annað sjeð en að Stalin hafi í hyggju að ganga milli bols og höfuðs á stjórn Titos jafnvel þó að það kosti vopnuð átök. Margt bendir þó til þess að Rússar muni fremur kjósa að beita nágrönnum Júgóslava, Ungverj- um og Rúmenum, fyrir sig og láti þá verða til þess að egna til óeirða til þess að fá ástæðu til að skerast sjálfir í leikinn. Auðsætt er að Rússar ætla ekki að þola Tito að standa upp í hárinu á Moskva og.Kominform. Hefur það ekki síst vakið reiði Stalins að Tito hefur orðið að leita fyrir sjer um aukin viðskipti og jafnvel lán í Bandaríkjunum. Ennfremur hafa töluverð viðskipti tekist við Ítalíu þrátt fyrir deiluna um Trieste. Það er þess vegna eðlilegt að spurningunni um það, hvort púðurtunnan, sem ógnar heimsfriðnum, sje ekki einmitt á Balkan, skjóti upp. Vopnuð innrás Rússa og leppríkja þess i Júgóslavíu væri hnefahögg framan í hina alþjóðlegu frið- arviðleitni innan samtaka Sameinuðu þjóðanna. Þau sýndu, greinilegar en að um yrði villst, hvað Rússar hyggjast fyrir. Eru ýmsir þeirrar skoðunar, að ef Rússar rjeðust inn í Júgó- slavíu nú í haust, þá myndu þeir jafnhliða gera Finnlandi svipuð skil. Er vitað að eftir kosningaósigur finnskra komm- únista í síðustu kosningum hafa verið uppi háværar kröfur frá hinni finnsku fimmtuherdeild um vopnaða innrás Rússa j Finnland. Er talið líklegt að verkföll þau, sem kommún- istar efndu til í landinu fyrir skömmu standi í sambandi við þessar krofur. Kjarni málsins er sá að heimsfriðnum og frelsi og öryggi þjóðanna stafar í dag fyrst og fremst hætta af heimsveldis- og drotnunarstefnu Rússa og hins alþjóðlega kommúnisma. Stalin marskálkur hefur sett púðrið í tunnuna. Hvenær ber hann tundrið að henni? Undir smásjánni KYNSTUR HEFIR verið skrif- að um okkur í ensk blöð í sum ar. Nýlega hefi jeg komist yfir safn úrklippna úr ensku blöð- unum frá júlí og ágúst og minn ist jeg ekki að hafa áður sjeð svo margar gieinar frá jafn stuttum tíma. I þessum greinum um land okkar og þjóð kennar margra grasa — satt og logið eins og þar stendur. Höfundarnir eru fex'ðamenn, blaðamenn, konur og kaxlar. • Útsvarsskráin I EINNI smágrein, sem birtist í blaðí í Newcastle segir frá því að sígarettupakkinn á ís- landi kosti hátt á sjöttu krónu og þar sje sá undarlegi siður viðhafður, að gefin sje út bók með nöfnum skattgreiðenda og upphæðum sem þeim er gert að greiða í ríkiskassann. Bókin sje vitanlega metsölubók af þeim ástæðum að allir hafi gam an að hnýsast í annara hagi. Greininni lýkur með því, að fullyrða að íslensk stjórnar- völd fari ákaflega sparlega með almenningsfje! Fjekk egg í vörpuna í FRJETTUM Morgunblaðsins i gærmorgun er skýrt frá því, að Akurey hafi fengið 27 feta langan hákarl í vörpuna út af Eldey. Það hefir verið voðaleg skepna og býst jeg við að Kristján skipstjóri hafi orðið undrandi, þótt ekki hafi hann haft neitt á móti að fá 9 tunn- ur af lifur alveg óvænt. En hugsið ykkur svipinn á skipstjóranum á breska togar- anum Lord Sands, sem var að veiðum hjer við land í sumar og fjekk fuglsegg í vörpuna. • „Óskiljanlegt“ BRESKI togaraskipstjórinn, sem heitir Thomas Fox, fór; með eggið til Hull, fjekk það hendur sjerfræðingum og sagð ist ekkert skilja í þessu. Því miður Tekja þresku blöð in, sem frá þessu skýrðu, ekki söguna um eggið, sem veiddist við íslandsstrendur lengra, svo ekki er vitað hvaða fuglsegg það var. • „Oop Takcn“ og ,,opin“ OG ÞAR SEM jeg virðist hafa alla viskuna í dag úr breskum blaðaúrklippum, er best að halda áfram að segja sögurnar. Næst verður þá fyrir grein herra W. K. Holmes, sem birt ist í Glasgow Citizen. Höfundur gefur mönnum ýms góð ráð, sem ætla að ferðast til íslands og segir xjettilega, að þeir geti ekki búist við neinum ,,luxus“ þar, en þeir, sem hafi gaman af að losna við hann geti skemt sjer vel þarna norður frá. Og svo kennir höfundur les- endum sínum að segja ,,oop Takin“, sem þýði „frátekin“ og „opin“, sem hann segir að þýði það gagnstæða. • Saga gamla skipstjórans LIVERPOOL DAILY POST birtir viðtal við einn af elstu togaraskipstjóranum í Fleet- wood, sem George Birch heitir í tilefni af því að hann og kona hans áttu 75 ára hjúskaparaf- mæli. Fyrir rúmlega 50 árum sigldi Birch-karlinn á Islands- mið, segir hann í viðtalinu. „Þá voru engir vitar til við strendur íslands, nema við Reykjavík, en á þeim vita var ekki kveikt nema þegar von var á póstbátnum. • íslendingar nefndir ,,skinnfætur“ OG BIRCH GAMLI skipstjóri heldur frásögrí sinni áfram. ,,í þá daga veiddum við spröku og kola eins og við vildum. Þeg r við fengum þorsk og rusl- ífisk eins og maður sjer nú koma af Islandsmiðum, fleygð- um við ruslinu í sjóinn, eða gáf um íslendingum til að jeta“. „Breskir sjómenn kölluðu þá íslendinga ,,Skinnfætur“, þar sem það var ekki nema einn maður af fimmtiu, sem gekk í stígvjeium, hinir voru i heima gerðum skinnskóm“. „Ysoroddur“ JA, það kennir margra grasa í þessum úrklippum og hefir ver ið krafsað úr þeim hitt og þetta hjer. En nokkrar eru eftir og þar á meðal sagan um Ysorodd- u: Cjurmundsson, sem kom til Giasgow í sumar. Það nafn hefi jeg aldrei heyrt á Islandi fyr. Eða þá sagan um hundinn ,.Martz“. Það er ekki gott að átta sig á því, hver var að gera grín að hyorum, blaðamaður- inn, eða sá, sem segir frá. Vitur hundur EN SAGAN birtist í einu af út breiddustu Lundúnablöðunum og heimildarmaðurinn er einn af starfsmönnum Ferðaskrif- stofu ríkisins, sem var jað sóla sig i London. Það var einu sinni er hann var að fylgja ferða- mönnum upp á eldfjallið Heklu að hann rakst á hundinn Martz húsbóndalausann og yfirgefinn. Hann tók hundinn að sjer og seppi launaði það vel því nokkru síðar, er leiðsögumað- ur ætlaði að fá sjer að drekka úr lind við Heklurætur. fjekk Martz hann ofan af þvi með því að láta illa. Þremur dögum síðar fann leiðsögumaðurinn þrjár dauðar sauðkindur við lindina. Vatnið í lindinni var auðvitað eitrað og það vjssi vitri hundurinn ,,Martz“, sem bjargaði lifi hús- bónda síns og Ferðaskrifstofu rikisins frá að missa málugan leiðsögumann. .........................................IIIIII1111IIIIIIIIII11IIIII IT*I I »*M|111IIIIII11III11MIII rt IIIIIII11III1111.IIIIIIIIIIIIIIIIII M III MIIMIII11) MEÐAL ANNARA ORÐA .... ..................................... Flóttantannavandamálið að leysasl Eftir frjettai'itara Reuters í Þýskalandi. UM það bil 25,000 flótta- menn flytja mánaðarlega frá Þýskalandi vestur um haf, þar sem þeir vonast til að fá að lifa í friði, lausir undan hinum sífelda stríðsótta. Er þetta lausnin á mjög erf- iðu þjóðfjelagsvandamáli, og hafa Sameinuðu þjóðirnar unn- ið að lausn þess frá stríðs- lokum. • • MARGAR MILJÓNIR FLÓTTAFÓLKS Þegar Þýskaland gafst upp, 1945, voru 8 miljónir flótta- fólks í landinu. Bandamenn urðu að taka á sig það erfiða verk að sjá þessu fólki fyrir fæði, klæðum og húsaskjóli. — Þá var einnig unnið þýðing- armikið starf , við að flytja flóttafólkið til sinna fyrri heim kynna og hjálpa því við að setjast þar að að nýju. Nú hafa sjö miljón flóttamenn fengið fasta búsetu, en mikill hópur býr enn í flóttamannabúðum í Vestur-Þýskalandi. • • KOSTNAÐAR- HLIÐIN Eru þeir nú á vegum Alþjóð- legu flóttamannastofmmarinn- ar (IRO), sem var stofnuð fyr- ir atbeina Sameinuðu þjóðanna. Mikill kostnaður er fylgjandi starfi hennar en á fjárhagsár- inu 1948—49, hafa átján lönd skuldbundið sig til að greiða um 700 miljón krónur til stofn 1 unarinnar. Nýjustu skýrslur sýna, að 427 flóttamenn lifi enn í flótta mannabúðum er unnið að því ýmist að senda þá til sinna fyrri heimkynna eða að gefa þeim kost á að setjast annars- staðar að. Ef nýir flóttamenn geta sannað, að þeir hafi flúið heimkynní sín af pólitískum á- stæðum, geta þeir krafist verndar. Mestur hluti flóttamannanna eru frá Eystrasaltslöndunum, Ukrainu, Póllandi. Tuttugu og eitt prósent af þeim eru Gyð- ingar. • • 100—1000 MANNA FLÓTTAFÓLKS- BÚDIR Flóttamannabúðir eru víðs- vegar í Vestur-Þýskalandi, og mismunandi að stærð Sumar með 100 flóttamenn, aðrar með 10,000. Flóttamennirnir fá enga atvinnu í Þýskalandi — Bæði vilja þeir ekki vinna und- ir þýskri stjórn og auk þess er atvinnuleysi í Þýskálandi. Flóttamannastoínunin hefur unnið með atorku að því, að leysa þetta vandamál. — Hún Ihefur leitað fyrir sjer um inn- flutning til ýmissa landa í öðr- um heimsálfum og er nú far- inn að sjást árangur starfsins. • • BANDARÍKIN TAKA DRJÚGAN SKERF Bandaríkin hafa fallist á að veita móttöku 335,000 flótta- mönnum frá til júlí 1950. Auk þess munu Argentína, Brasilía, Chile, Venesúela, Kanada. Nýja Sjáland, Norður Afríka, Tyrk- land og Ísraelsríki taka við nokkrum flóttamannahópum. PJóttamannastofnunin hefur í sinni þjónustu 36 farþegaflutn- ingaskip, sem nú sigla um öll heimsins höf með fána stofn- unarinnai', grænan og hvítan, við hún, Þau eru að flytja flótta fólkið til annara heimsálfa. — Auk þess ræður stofnunin yfir 30 járnbrautarlestum á megin- landi Evrópu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.