Morgunblaðið - 08.09.1949, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAfílÐ
Fimmtudagur 8. sept. 1949.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
Rödd bænda
AÐALFUNDUR Stjettasambands bænda, sem haldinn var
að þessu sinni norður í hinni fögru Mývatnssveit er nýlega
lokið. Sýndi þessi fundur að meðal fulltrúa bændastjettar-
innar ríkir hinn mesti einhugur um mál hennar. Þó margar
ályktanir væru gerðar á fundinum er það þó einkum tvennt,
sem þar gerðist, sem athyglisvert er.
Það er í fyrsta lagi sú skoðun, er kom þar fram um að
nauðsyn beri til þess að stækka búin og auka tæknina til þess
að geta lækkað framleiðslukostnaðinn og þar með verð af-
urðanna til neytendanna.
Formaður stjórnar stjettarsambandsins orðaði þessa skoð-
un þannig:
„Við bændur þurfum að kosta kapps um að við getum
stækkað búin svo framleiðslukostnaðurinn lækki með því
móti, að hægt verði að framleiða meiri afurðir en nú, með
sama tilkostnaði. Við þurfum að geta aukið töðufallið á
næstu árum um éina miljón hestburða“.
Þetta er vel mælt og skynsamlega og öll þjóðin mun áreið-
anlega fagna þeim stórhug, sem bak við þessi orð liggur.
Framleiðsla landbúnaðarafurða þarf að stóraukast, meðal-
búið þarf að verða miklu stærra og framleiðslukostnaður
þess að verða hlutfallslega lægri. Það er leiðin til þess að
tryggja í senn bændum lífvænlega aíkomu og neytendum
i.ægilegt magn af landbúnaðarafurðum með viðráðanlegu
verði.
Það er sjerstök ástæða til þess fyrir Sjálfstæðismenn að
íagna þessari skoðun stjettasamtaka bænda. Fyrverandi
landbúnaðarráðherra, Pjetur heitinn Magnússon, sem manna
best skyldi þarfir landbúnaðarins, lagði grundvöllinn að stór-
auknum innflutningi vjela og tækja til landbúnaðarins. í
stjórnartíð hans og Ólafs Thors var hafinn mikill innflutn-
ingur þessara tækja. Ber að fagna því að honum hefur ver-
ið haldið áfram síðan. En bændur vantar ennþá mikið af alls-
konar tækjum. Þessvegna fer því fjarri að fullnægt hafi ver-
ið þörfum þeirra í þessu efni. Verður að vænta þess að vax-
andi hluta af Marshallfje verði varið til kaupa á landbún-
aðarverkfærum.
Hitt atriðið, sem athygli vekur af málum þeim, er fundur
&tjettasambandsins ræddi, er samþykkt hans um verðlags-
mál.
I henni lýsa stjettasamtökin því yfir að þau telji það skipu-
lag, sem nú er á þessum málum óviðunandi og krefjast þess
að það verði í aðalatriðum afnumið. — Segií í samþykkt
fundarins um þetta mál á þessa leið:
„Að fenginni reynslu á framkvæmd laga Um framleiðslu-
ráð landbúnaðarins o. f 1., skorar fundurinn á stjórn stjetta-
sambandsins að vinna að því við þing og stjórn að gerðar-
dómsákvæðin verði úr lögum numin á næsta þingi og
bændur geti einir ákveðið verð á framleiðslu sinni á grund-
velli þeirra fullkomnustu skýrsla, 'sem fáanlegar eru um
framleiðslukostnað og með hliðsjón af launakjörum ann-
ara stjetta".
Hvað þýðir þessi yfirlýsing Stjettasambands bænda?
Hún þýðir það, að bændastjettin krefst þess að það skipu-
lag, sem Framsóknarflokkurinn kom á við myndun núver-
andi ríkisstjórnar, verði afnumið. Jafnvel Tíminn þorir nú
•tkki annað en að hjala um að bændum sje „mikil þörf á
að herða samtök sín og knýja fram bætta skipun þessara
mála“, eins og hann orðar það í forystugrein sinni 1. sept.
s. 1. Þannig hefur Framsóknarflokkurinn orðið að gleypa í
einum munnbita allar fullyrðingar sínar um ágæti þess
skipulags afurðasölu og verðlagningar landbúnaðarafurða,
sem hann kom á fyrir tveimur árum. Pjetur Magnússon
íjekk fulltrúum bænda verðákvörðunarvaldið. Bjarni Ás-
geirsson fjekk það embættismanni í Reykjavík og sagðist
,gera það til að tryggja hagsmuni bænda!! Tíminn hefur í
tvö ár tönnlast á þeirri speki. Nú kemur Stjettasamband
bænda og krefst þess að yramsóknarskiþulágið .vefði áf-
numið. Þá gugnar Tíminn og fer að jóðla um „bætta skipan
þessara mála“. , . ,
En bændur hafa talað, rödd þeirra er skýr og ákveðin.
Þeir hafa valið stefnu Pjeturs Magnússonar.
1Álwerfi ól’rijar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Yrki-sjúkdómar.
ÞAÐ verður að hafa það þótt
ait verði vitlaust útaf þessu
orði, sem hjer stendur fyrir of-
an þessar línur. — Jeg reikna
með að^ glímuskjálfti komi í
Hjörvar að minsta kosti. (Sbr.
Yrki-skólaþingið).
En það var ekki tilgangur-
inn að búa til neitt nýtt orð,
heldur minnast á alvarlegt mál,
sem mjer kom til hugar, er jeg
las frjett frá norsku frjetta-
stofunni í fyrrakvöld.
•
Kalk veldur
blindu.
FRJETTIN er í stuttu máli sú,
að samk'væmt upplýsingum frá
ríkisspítalanum norska koma
árlega fjöldi sjúklinga í spítal-
ann með kalkeitrun í augum.
Eru það einkum bændur og
vinnumenn í sveit, sem fá þessa
augnveiki er þeir eru að kalka
gripahús, eða sýsla með kalk á
annan hátt.
Nokkrum sinnum hefir það
komið fyrir, að menn hafa al-
veg mist sjónina af þessari
kalkeitrun.
•
Varúðarráðstafanir.
ÞÓTT kalk sje ekki mikið not-
að hjer á landi, þykir rjett, að
benda mönnum á þessa hættu.
Norska frjettastofan ráðlegg-
ur mönnum, sem sýsla með
kalk að verja augun vel með
bjettum gleraugum og gæta
þess, að kalkið komist ekki í
augu þeirra.
•
Yrki-sjúkdómar
hjer.
í ÞESSU sambandi er fróðlegt
að velta því fyrir sjer, hvað
gert er hjer á landi til að koma
í veg fyrir yrki-sjúkdóma. Hvar
hættan er mest í þeim efnum.
Það heyrist afar lítið um þetta
mál, en varla kemur til að við
sjeum lausir við yrki-sjúkdóma
frekar en aðrar þjóðir.
En þarf ekki að aðvara menn
sem vinna á þeim stöðum, þar
sem yrkisjúkdómahætta er og
hver gerir það. — Er nokkuð
hugsað um þetta vandamál af.
heilbrigðisyfirvöldunum ?
Menn vilja gjarnan fá svar
við þessum spurningum.
•
Hátíð í vændum.
ÞAÐ er enginn ágreiningur um
það, að braggarnir eigi einhvern
tíma að hverfa með öllu úr bæn
um, svo að það verði ekki einn
1 einasti eftir. — Það verður vafa
laust langt þangað til, en þeg-
1 ar síðasti bragginn fellur, þá
ættu Reykvíkingar að balda
hátíð og dansa á götunum langt
fram á nótt, þótt það verði úr-
hellisrigning.
Já, því miður má búast við,
að það verði langt þangað til
sú hátíð verður haldin, en með
hverri braggaskömminni, sem
fer liður nær þeim degi.
•
Hægt að gera betur.
ÓSANNGIRNI væri að halda
því fram, að bæjaryfirvöldin
hefðu ekki sýnt vilja til að
losna við braggana. Tugum sam
an hafa þeir verið rifnir og
reynt hefir verið að dytta að
hinum, sem eftir verða að
standa af illri nauðsyn.
A Skólavörðuhæð geta menn
sjeð, hvað hægt er að gera til
fegrunar umhverfis bragga-
hverfin, ef áhugi er fyrir hendi.
En það er hægt að gera bet-
ur. Víða standa braggar, sem
ekki eru notaðir. T. d. við síma
‘mannabústaðina á Melunum.
Þeir og allir hermannakofar,
sem mögulegt er að rífa, á að
láta hverfa undir eins.
Grænlendingarnir
skemta sjer vel.
GRÆNLENSKA fjölskyldan
frá Scoresbysundi, sem hjer er
með Grænlandsfarinu Sværd-
fisken, skemtir sjer vel á með-
an á hinni óvæntu dvöl hennar
í Reykjavík stendur. í blað-
inu í gær var sagt frá þvi er
blaðamaður frá Morgunblaðinu
fór með fjölskylduna viða um
bæinn.
Þótti mörgum gaman að lesa
þá frásögn því þessir sjaldsjeðu
gestir frá nágrannalandinu,
hafa vakið mikla athygli í bæn
um.
Þótti gaman að sjá
Dómkirkjuna.
HANSARA-hjónunum þótti
gaman að sjá Dómkirkjuna i
Reykjavík, því þótt þau hafi
hjer aldiei komið fyr hafa þau
hlýtt á messu frá kirkjunni
gegnum útvarpið.
íslenska útvarpið heyrist vel
á austurströnd Grænlands og
oft er hlustað þar, einkum á
ljettari tónlist og kirkjusöng.
Böll á laugar-
dagskvöldum.
OG stundum kemur það fyrir,
þegar hlustunarskilyrði eru góð
á laugárdagskvöldum, að Græn
lendingar slá upp balli og nota
dansmúsik frá Reykjavík sem
undirleik fyrir dansinum.
Hansara er kunnur veiðimað-
ur á austurströnd Grænlands,
en hann hefir líka orð fyrir-
það meðal hvítra manna, sem
til hans þekkja, að hann sje
einstakur heimilisfaðir og fáir
Grænlendingar hugsi betur um
börn sín en hann.
IMIIIIIIMMIIM1VII
IMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMI*t.i»..MMMMMMMMMIMMMMMMMMMMI
MIMIMMMIM
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . .
mmmmmimimmimimmmiiiiimiiiimmimiiiiiimiiimmmimimimimimiiiiimmmiimiiimmiiiiiimmmiimmmiimmmimimmmiimIi
heitir borgin Gottwaldow og hótelið í höfuðið á Ma
Eftir Sydney Brooks,
frjettaritara Reuters.
PRAG — Erlendir verslunar-
menn kvarta mjög yfir því, að
erfitt sje að eiga viðskifti við
Tjekkóslóvakíu, vegna þeirrar
stöðugu skipulagsbreytingar, er
tjekkneskir kommar nú beita
sjer fyrir í iðnaðinum. Þetta
skipulagningaræði gengur jafn-
vel svo langt, að breytt er um
nöfn á flestum þeim fyrirtækj-
um, sem falla undir þjóðnýt-
inguna. *
Árangurinn er sá, að erlerxd-
ir verslúnarmenn eiga erfitt
með að skilja í vitleysunni,
,,týna“ gömlum viðskiftasam-
böndum og kannast ekki við
nýju verksmiðjuheitin og vöru-
merkin, sem koma í stað þeirra
gömlu og þekktu.
• •
YELDUR TÖFUM
ÞEGAR kommúnistar í Tjekkó-
slóvakíu síðastliðið ár luku að
mestu við þjóðnýtingu iðnaðar-
ins (sagt er, að um 95% fram-
leiðslufyrirtækjanna hafi nú
verið þjóðnýtt) ljetu þeir gömlu
nöfnin eiga sig, nema þegar ný
ríkisfyrirtæki voru stofnuð og
sett yfir rekstur heillra verk-
smiðjuflokka. í ár eru komm-
arnir hins vegar teknir til við
að breyta velflestum gömlum.
fyrií’tækjanöfrtuip, enda þótt
þeim ha’fi tií þ*essa láðst að
mestu að geta um ástæður fyrir.
uppátækinu.
Nú kvarta gamiir viðskifta-
vinir meðal annars yfir því, að
nafnabreytingarnar og allt það
umstang, sem þeim fylgir, hafi
haft það í för með sjer, að mik-
ill dráttur hafi orðið á af-
greiðslu ýmissa vörutegunda,
sem löngu var búið að lofa að
afhenda.
• •
GOTTWALDOV
ÞAÐ er athyglisvert í sambandi
við vitleysuna, sem kommún-
istar beita sjer fyrir í „alþýðu-
lýðveldunum", að nýju nöfnin,
sem nú eru tekin upp í stað
þeirra gömlu, eru mörg stjórn-
málalegs eðlis. Bata-verksmiðj-
urnar — stærstu skóverksmiðj-
ur Evrópu — heita nú Zvit (aft-
urelding), og borgin, sem þær
eru í og til skamms tíma var
kölluð Zlin, hefur verið skýrð
upp og heitir Gottwaldov, eftir
Klement Gottwald, núverandi
forseta Tjekkóslóvakíu og mann
inum, sem stjórnaði valdaráni
kommúnista þar í landi.
Óþarfi er að vekja athygli á
því, að tjekknesku kommarnir
hafa hjer tekið herrana í Kreml
sjer til fyrirmyndar, en eins og
kunnugt er, eru þeir manna
hrifnastir af því að skíra allt
milli himins og jarðar í höfuðin
á sjálfum sjer.
• •
MARX-HÓTEL
JAFNVEL hötelin hafa orðið
fy’rir barðinu á „skipulagrtirtg-
unni“ í Tjekkóslóvakíu. • í
Karlovy Vary (sem raunaf til
skamms tíma hefur heitið Carls
-bad) verða aðkomumenn nú
að leita uppi hótel með nýjum
nöfnum á borð við Moskva,
Cracow, Kiev, Sofía, Bucharest,
Kossuth, Pjetur mikli, La Pas-
sionara, Stakhanov.
Þá er í ráði að skíra upp
stærsta hótelið í Karlovy Vary
— það heitir Pupp þessa dag-
ana — og kalla það Marx-
hótel. Loks er ákveðið að end-
urskíra tvö bestu hótelin á
staðnum, Imperial og Rich-
mond, og gefa þeim rússnesk
heiti. I hótelum þessum búa nú
rússneskir stjórnmálamenn og
hermenn.
• •
DIMITROW í STAÐ
TITOS
NAFNABREYTINGARNAR ná
auðvitað engu síður til gatn-
anna í tjekkneskum borgum, og
jafnvel íbúar þeirra eru orðnir
ruglaðir á endaleysunni og eiga
erfitt með að fylgjast með. Það
bætir ekki úr skák, að nú hefur
orðið að breyta öllum Tito-
nöfnunum, sem lengi vel voru
mjög í tísku í Tjekkóslóvakíu.
Allar götur, verksmiðjur o. s.
frv., sem skírðar voru í höfuðið
á Tito, hafa verið skírðar upp,
oftast til heiðurs Dimitrov sál-
uga, sem mjög er i hávegum
hafður.
Að lokum má géta þess, að
stjórnarvöldin tjékkrtesku eru
fokreið vfir' þvi, áð nokkraf
götur héitá eftir Eisenhower,
Montgomery og >Roosevelt. í bú -
ar Prag segja líka í gamni, að
Frh. á bls. 12
i