Morgunblaðið - 08.09.1949, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.09.1949, Blaðsíða 16
TE'ÐURÚTLIT — FAXAFLÖl: ttreyíileg átt og hægviðrL — Sumstaðar skúrir síðdegis. lýr hellir I Heklu leilir Kurelshellir KiARELSHELLIH er ekki aðeins nýfundinn, heldur einnig ný- ekapaður. Hann er í nýja Hekluhrauninu, á þeim slóðum, sem eíðast sást í því glóð og rennsli. Tjekkneskur göngugarpur og ófjáður Hekluskoðari, Karel Vorovka að nafni, fann hann i tfyrra sumar fyrstur manna, en þá var ófært inn í hann vegna bítav En Karel varð þó einnig • fyfstur til að fara inn í hellinn og var það nú í sumar. Varð hann þá að lesa sig á reipi niðui um op á hellisþakinu, því að aðrar dyr eru ekki. Síðar könn- uðu þeir Guðmundur Kjartansson jarðfr. og Ófeigur bóndi i NæfUrholti hellinn, og lýsir Guðmundur honum svo: Lýsing á hellinum Karelshellir er í nýju hrauni royðan við Höskuldsbjalla, ná- lægh því sem gamla hestarjett- indiggur nú djúpt grafin. Hann or því nær bein göng frá austri til vesturs, 130 m. löng, 3—4 ». breið og víðast um 4 m. há- Gólfið er flatt, veggirnir lóð- »>jettir neðst, en ganga að sjer ofar, og þakið er víðast reglu- k'g hvelfing, kröpp, en óbrotin. Veggir og hvelfing eru úr gljá- andi hraunglerjungi og hvelf- alsett dropsteinum úr Siiina efni. Kveðst Guðmundur ongan hraunhelli hafa sjeð jafn #4>liegan. Eitt hið markverð- asta í Karelshelli er þó enn óíalið: Hjer og hvar á hellis- gólfinu liggja hvítir kögglar, á að líta óþekkjanlegir frá snjó. En við nánari athugun reyndist þetta vera salt, þó ckki matarsalt. Guðmundur bShnaðist ekki við bragðið af b-víf en fjekk það efnagreint í Atvinnudeild Háskólans, og reyndist það vera hreint gljá- bersalt (Glauberssalt). r b'úfí Karelshelli. Enn hafa ekki aðrir menn sjeð Karelshelli en þeir þrír, sem að framan getur. En um iiæstu helgi efnir Ferðafjelag íslands til hópferðar í hann. — Verður þá hafður með kaðal- stigi. svo að auðveldara verði að komast niður um opið. Guð- •nundur Kjartansson, jarðfræð »Mgur.-■ verður leiðsögumaður. Ekið verður í bílum að Næfur- hott'r, en þaðan er um 5 klst. gangur upp að hellinum. — Á þeirri leið verður að ganga yfir allbTeiðar hvíslar af nýju brtmni, og er það afar sein- #arið. Fyrir Heklugos var að- cins um 3 klst. gangur frá Næf urholti á þær slóðir, sem hell- érinn er nú. Móflð að Selfóssi Ungir Sjálfstæðismenn á Suðvesturlandi sem ætla að sækja haustmót ungra Sjálfstæðismanna á Sel- fossi á laugardag, þurfa sem allra fyrst að tilkvnna formanni viðkomandi íje- lags þáíttöku sína, því að húsrými er takmarkað. Heimdellingar, sem ætla að sækja mótið, tilkynni það skrifstofu Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík. Dagskrá mótsins verður nánar auglýst hjcr í blað- i.iu á morgun. HeimdaHur eínir fil ferðar að Selfoxsi EINS og skýrt var frá í blaðinu í gær, efnir S. U. S. til haustmóts að Selfossi n.k. laugardagskvöld. Heimdallur mun efna til ferða á mótið. Verður far- ið kl. 7.30 og komið til baka um nóttina að af- loknu mótinu. Nauðsynlegt er að til- kynna þátttöku sína sem fyrst á skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins, en þar fást farmiðar. Verð þeirra er 25 kr. Hannyrðum sfolið í sumarbúsfað í FYRRADAG var hannyrðum og ýmsu öðru stolið úr sumar- bústað við Lögberg. Hjónin í bústaðnum voru fjarverandi í fyrradag frá kl. 1 til klukkan 10,30 um kvöld- ið, en einhverntíma á þessu tímabil, hafa þjófarnir, eða þjófurinn, komið þangað. í sumarbústaðnum var stolið gulri ferðatösku, en í henni voru allar hannyrðir húsfreyj- unnar, púðaborð nokkur, fá- einir ósaumaðir strangar og einnig kjólaefni. Á tímum skömmtunar er slæmt að missa slíkan varning. Talið er sennilegt að einhver hafi orðið var við ferðir hann- yrða-þjófsins, og eru þeir beðn ir að hafa þegar í stað sam- band við rannsóknarlögregl- una, svo og þeir er gætu gefið einhverjar upplýsingar, er leitt gætu til þess að þjófurinn næð- ist. Góðtir afli í reknef KEFLAVÍK — Reknetaveiði hefur verið góð það sem af er. Hæstu bátar sem róa hjeðan eru með um 2000 tunnur. Bátarnir sem stunda þessar vei^Sar eru sex, allir hjeðan af Suðurnesjum. Byrjuðu þeir að róa í byrjun ágústmánaðar. Fram til þessa hefur afli bát- anna verið frystur, en í dag (miðvikudag) hófst söltun. — Talið er víst að fleiri bátar muni á næstunni hefja rekneta- veiðar hjeðan. — Helgi. r ÞESSI ljósmynd var tekin á Norðfirði er útför þeirra, sem fórust í hinu sorglega brunaslysi i Skuggahlíð fór þar fram. — Ljósmyndina tók Björn Björnsson. ISIokkur síld- veiði í GÆRDAG var logn sunn- an Langaness og nokkur síld- veiði, en óhætt er að fullyrða, að veiðin hefði orðið mun meiri, ef ekki væri svartaþoka þar sem síldveiðiflotinn er. Síldarleitin í Siglufirði hafði ekki fengið neinar fregnir af síldveiðinni austur frá í gær- kvöldi. Hlustunarskilyrði voru mjög slæm, og svo eru skipstjór arnir ekki að tefja við talstÖðv- arnar ef síldin er uppi. Og loks ber þess að gæta að svarta þoka var og því varð vel að öllu að gæta. En sem fyrr segir, þá virðist það ekki vera ofmælt, að um nokkra síldveiði hafi verið að ræða eftir daginn í gær. Mest- an afla í gær hafði ísbjörn með um 800 mál. Önnur skip voru með þetta 600 og niður í 100 mál. Arnarnesið frá ísafirði kom í gærkveldi til Seyðisfjarð ar með um 2000 mál síldar. Skipin munu fara inn til Raufarhafnar með afla sinn. Þangað voru í gærkvöldi á leið- inni Helgi Helgason með 1200 mál, Víðir Eskifirði með um 1000 mál og Auðbjörn 150 mál. Þessi skip voru með 2—3 daga gamla síld. Frá rjeflarhöldunum yfir von Mansfein HAMBORG, 7. sept.: — Rjettar höldunum yfir Manstein mar- skálki heldur áfram. I dag var lesin í rjettinum skýrsla tveggja dauðadæmdra manna, sem verið höfð.u á snær um Himmlers. Báru þeir, að all ir Gyðingar í Simferópól á Krím hefði verið skotnir fyrir jólin 1941 eftir skipun 11. hers von Manstein. Segir í skýrslun um, að þeir, sem framkvæma skyldu verk þetta, hafi verið þeirrar skoðunar, að skipunin kæmi frá Manstein sjálfum. — Reuter. Mikil sláfrun verður á Akureyri í hausf Frá frjettaritara Mbl á Akureyri 7. sept.: — Vegna fyrirhugaðra fjárskipta og niðurskurðar á svæðinu frá Hjeraðsvötnum til nokkurra hreppa 1 Eyjafirði. verður í slátUThúsi KEA í haust slátrað nær 29 þúsund fjár, og er það rúmlega 12 þús. fleira en í fyrra. Aðalsláturtíðin stendur yfir frá 19. september til 19. októ- ber. Hefst slátrunin með fje úr Akradeild í Skagafirði. Þær deildir er niðdrskurður hefir ekki áður fatið fram, í, eru Arnarnesdeild, Glæsibæjar- deild, Skriðudeild, Saurbæjar- deild og Öxndæladeild. Færra fje verður slátrað úr þeim deildum í Eyjafirði og nokkrum hluta Þingeyjarsýslu, er niðurskurður hefir áður ver- ið framkvæmdur. — H. Vald. Vildu sends her fil Aibaníu AÞENA, 7. sept.: — Sófókles Veniselos varaforsætisráðherra Grikkja skýrði frá því í dag, að gríska herstjórnin hefði hvað eftix annað áætlað að senda her sveitir inn fyrir landamæri Albaníu til að uppræta her- flokka grískra skæruliða, sem þar höfðu bækistöðvar. Slíkt hefði verið rjettmætt að alþjóða lögum, þar sem fjöldi sannanna hefur fengist fyrir því, að al- banska stjórnin hefir styrkt skæruliðana á allan hátt. Þetta var hinsvegar aldrei gert vegna þess, að breskir og bandarískir fulltrúar báru fram tilmæli um að slík herferð sem ef til vill gæti kveikt nýtt styrjaldarbál, yrði ekki farin. — Reuter. Sforza til Bandaríkjanna. CHERBOURG 7. sept. — Utan- ríkisráðherra Ítalíu, Sforza greifi fór hjeðan í kvöld með ,:Queen Mary“. Fer hann til Washington á íund Atlantshafsráðsins. Góðar uppskeru- horfur í skólagarð- inum UPPSKERUHORFUR í Skóla- garði bæjarins, svo og í leigu- görðunum, er óhætt að telja jgóðar, sagði ræktunarráðunaut ur bæjárins Mbl. í gær. Starfsefni Skólagarðsins í sumar hefur gengið mjög að óskum. Þrátt fyrir rigingar og leiðindatíð, hafa börnin ekki misst áhugann, heldur þvert á móti. j Sumarið hefur verið stutt, en. garðávextir hafa náð miklum þroska og undanfarið hafa skóla garðabörnin farið heim með alls . konar grænmeti, og mjög falleg og börnunum til mikils sóma. 1 Aðaluppskerudagur Skóla- garðsins verður um miðjan september, en þá verður tekið upp úr hinum sameiginlöga •kartöflugarði barnanna og þar með lýkur starfsemi skólans á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.