Morgunblaðið - 11.09.1949, Side 1

Morgunblaðið - 11.09.1949, Side 1
12 síður og Lesbók 36. árgangur. 207. tbl- — Sunnudagur 11. september 1949. Prentsmiðja Morgunblaðsins Gjöf iil Lisiasafnsins. KRISTSMYND Júlíönu Sveinsdóttur, er hún hefur gefið Lista- safninu. Sjá grein á bls. 12. Haiidfökiiifi ©iiii- þá Biaidið áfram í Lngverjalandi sakaðir m njésnir íy ir erlenf ríki Einkaskeyti til Mbi. frá Reuter. BUDAPEST, 10., sept. — Tilkynnt var opinberlega hjer í Buda- pest í dag, að þrír þekktir ungverskir kommúnistar hefðu ver- ið handteknir fyrir að njósna „fyrir erlent heimsveldissir.nað iíki“. Þessir kommúnistar, sem' nú hafa fallið í ónáð, eru hátt scttur hershöfðingi, ritstjóri og fyrverandi þingmaður. Ritstjórinn var aðalritstjóri hins opinbera málgagns ung verskra verkalýðssambands ins. Opinber frambjóðandi Allir þrír mennirnir voru kjörn ir á þing í maí síðastliðnum, sem opinberir frambjóðendur, þ.e. fulltrúar þjóðfylkingar kommúnista. Þeir hafa nú verið reknir úr kommúnistaflokknum. YerkfaiS s Gessua GENUA, 10. sept.: — Skyndi- verkfall, sem sjómenn í gser gerðu á skipum í höfninni í Genua, hefir valdið því, að ekk- ert ítalskt skip hefir getað b.aJd ið þaðan í sólarhring. — Sjó- mennirnir krefjast hærri launa. f £rjfr* ■ í Edinborg lýkur í d«j gesfir ssi nokkr mm fp EDINBORG, 10. sept.: — Tóm listarhátíðinni. í Edinb., þeirri þriðju, sem haldin hefir verið Ivkur á morgun (sunnudag). Fleki aðgöngumiðar hafa ver- ið seldir ao hátíðinni en nokkru sinr.i fyrr, erlendir gestir orðið mun fleiri en áður og blöð og útvarpsstöðvar getið hennar rækilegar og betur en tveggja fyrstu hátíðanna. Af erlendum gestum hafa Bandaríkjamenn verið fjöl- menr.astir. ;— Reuter. Kommúnistar endurskipuleggjo fræðslukerfið í Tjekkóslóvukíu Laszlo Rajk BÚDAPEST, 10. sept: — Rjettarhöldin yfir Laszlo Rajk, áður konmiúnista- foringja, eiga að hefjast lfi. sept. n.k. Það var vit- að fyrir löngu, að Rajk var fallinn í ónáð hjá Moskvavaldinu. Það hcfir hinsvegar vakið nokkra undrun, að meðal sjö annarra manna, . sem dregnir verða fyrir rjett á sama tíma, er m.a. Laz- ar Brankov fyrrum sendi- herra Ungverja í Júgó- slavíu. Fyrir mánuði lýsti Brankov því opinberlega yfir, að hann væri trygg ur Moskvavaldánu og á móti Tito. Kemur það því nokkuð á óvart, að hann er nú ásakað'ur um njósn ir og landráð. — Reuter. illilljónir kommúnistiskra kennslubóka í skólum; „nýr maður“ takmarkið Grundvöllurinn: rrSósíalisfisk fræðsia" effir sovjefrússneskri fyrirmynd Einkaskeyti til Mbl. frá Reuíer. PRAG — Yíirvöld kommúnista í Prag eru staðráðin í að ,,skapa“ í Tjekkóslóvakíu „hinn nýja mann — kommúnista- manninn“. Þetta er samkvæmt yfirlýsingu rauðu quislinganna. sem falið hefur verið að endurskipuleggja allt fræðslukerfi Tjekkóslóvakíu. Þeim hefur gengið þetta framar öllum vonum, í yfirborðinu að minnsta kosti, enda ötulir og ósjerplægnir. Þeir hafa sjeð svo um, að þeir Tjekkar, sem setjast á skólabekkina í ár — þeir yngri, engu síður en þeir eldri —■ byrja námið með splúnkunýjar bækur. Það eru kommúnistar sem hafa samið þess- ar bækur. En þeir hafa ekki látið þar við sitja. Nýjar myndir eru komnar á veggina í skólastofunum, myndir af Stalin og Gottwald. Og í framtíðinni, boða kommúnistar, mun skólafólk í Tjekkóslóvakíu hlýða á að minnsta kosti einn fyrirlestur á dag um Marxisma og Leninisma og rússneska verður að sjálf- sögðu skyldunámsgrein. Minfcandi aðsfoð yið Japani TOKYO, 10. sept : — Aðstoðar hermálaráðherra Bandaríkj- anna, sem nú er staddur í Jap- an, sagði í ræðu í gær, að að- stoðarframlag Bandaríkja- manna til Japan mundi vænt- anlega verða minkað qð einum fimmta á næsta fjárhagsári. — Engin síldveiði NOKRU áður en Morgunblað- ið fór í prentun í gær, átti það tal við frjettaritara sinn á Siglufirði, um síldveiðarnar. Fyrir sunnan Langanes og við það var gott veður, bæði í fyrrakvöld og í gær. Síldar varð aðeins vart í fyrrakvöld, en í gærdag höfðu ekki borist neinar frjettir um síldveiði. Tjekkneska sijórnin brýtur lög og rjefí á kirkju landsins Brjef erkibiskupsins iii meniamálaráðherrans Einkaskeyti ti! Mbl. frá Reuter. PRAG, 10. sept. — Birt var hjer í dag brjef frá Beran etki- biskupi, sem hann skrifaði fyrir um þrem vikum síðan til menntamálaráðherrans. í brjefi þessu sakar erkibiskupinn tjekk- nesku stjórnina um að brjóta lögin. Sagði í brjefinu, að erindrek-® ar þeir, sem stjórnin hefði korn- i5 inn í kirkjuráðið, gengju íengra en lög heimiluðu með því að gera ýmsar þær ráðstaf- anir, sem væri innan verka- hrings kirkjunnar einnar og þeirra þjóna hennar, sem hún hefði tilnefnt á rjettan hátt. Taka fram fyrir hendur erltibiskups. Erkibiskupinn skírskotaði til ástandsins í sínu eigin kirkiu- ráði. Hann tjáði menntamála- ráðherranum í brjefi sínu að erindreki stjórnarinnar í skrif- stofu sinni dr. Miroslov Houska, gæfi út fyrirmæli, þar sem hánn tilnefndi menn í kirkju- ráð og staðarráðsmenn. Beran sagði. ennfremur, að þótt nú- verandi löggjöf veitti stjóiaiinni yfirumsjón með kirkjunni, þá heimilaði hún engum erindreka stjórnarinnar að taka fram fyr- ir hendur erkibisltups á þenn- an hátt. Andstætt lögum og rjetti. Allar aðgerðir erindrekans eru markleysa frá sjónarmiði kirkjunnar, og það sem mestu máli skiptir: Þær eru í and- stöðu við lög og' rjettlæti. Leikskólar“. Til þess að tryggja það, að enginn fari á mis við það í Tjekkóslóvakíu að verða „nýr maður — kommúnista-maður“, hefur foreldrum verið gert að skyldu að senda börn sín í svo- kallaða „leikskóla“. — Fræðsl- an byrjar snemma hjá komm- únistum. Gamlir nemendur reknir. Stjórnarvöldin hafa einnig sjeð svo um, að þeir meðlimir kommúnistaflokksins sem konm ir eru af barnsaldri, fari ekki á mis við blessanir hins nýja fræðslukerfis. Þessir menn fá upptöku í framhaldsskólana - á kostnað þeirra nemenda, sem ekki þykja „áreiðanlegir“. Þeir eru reknir. Nýjar kennslubækur. Ríkisprentsmiðjurnar — allar prentsmiðjur í Tjekkóslóvakiu eru nú ríkiseign og lúta því al- gerri stjórn kommúnista — til- kynna, að fjórar miljónir nýrra kennslubóka hafi þegar verið prentaðar í ár. Þær búa sig undir að prenta tíu miljónir kennslubóka á ári hverju. Eftir Sovjetkerfinu. Nýju bækurnar, segir í tilkynningu frá fræðslu- málastjórn kommúnista. munu verða í samræmi við ,,þær framfarastefnur, sem nú ber hæst“. Grundvöllur- inn verður „sósíalistisk fræðsla“, sniðin eftir Sovjet- kerfinu, og lögð verður á- hersla á „að sanna fyrir nem- endum yfirburði hins sósíal- istiska skipulags yfir það kapitalistiska“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.