Morgunblaðið - 07.10.1949, Blaðsíða 5
Föstudagur 7. okt.
1949.
MORGYJTSBLÁélÐ
$ ]
Stjórn Hreyfiis.
.'ÞES3IR MENN eiga nú sæti í stjórn Bifreiðastjórafjelagsins
Hreyfill. — Talið frá vinstri í fremri röð eru: Ólafur Jónsson
ritari, Ingimundur Gestsson formaður og Jón Jóhannsson vara-
iform. — I aftari röð, einnig frá vinstri eru meðstjórnend-
itirnir: Gestur Sigurjónsson, Ilaukur Bogason, Sveinbjörn Ein
arsson og Birgir Helgason.
FJelag bilstfóra Hreyfill
var 15 ára í gærdag
BIFREIÐ AST J OR AF JEL AGIÐ
Hreyfill varð 15 ára í gær. —
Fjelagið mintist afmælisins
ímeð hófi í Sjálfstæðishúsinu og
var þar margt fjelagsmanna,
enda er Hreyfill með alstærstu
stjettarfjelögum bæjarins.
Bifreiðastjórafjelagið Hreyf-
íll var stofnað á fundi í Iðnó,
er haldið var að kvöldi þess
6. okt. 1934. Stofnendur fjelags
ins teljast vera 40, en bílstjóra
stjettin var þá orðin talsvert
fjölmennari, enda leið ekki á
löngu, uns bílstjórar skyldu
þann mátt sem í fjelagssamtök
um þessum fólst. Síðan hefir
Hreyfil stöðugt vaxið ásmeg-
inn og eins og fyrr segir er það
nú orðið eitt fjölmennasta
stjettarfjelag landsins, með um
300 meðlimi.
Fyrsta stjórnin
í fyrstu stjórn Hreyfils áttu
sæti þessir menn: Bjarni Bjarna
son formaður, Ásbjörn Guð-
mundsson, Sigurður Sigurðs-
son, Gunnar Sigurðsson, Gunn-
ar Gunnarsson og Páll Þorgils-
son. Allir þessir menn, að Ás-
ibirni undanteknum, munu nú
vera hættir akstri. Það er ekki
úr vegi, úr því minst er fyrstu
stjórnar Hreyfils, að geta þá
jafntramt þeirra, er verið hafa
formenn fjelagsins. Af einstök-
um þeirra hefir núverandi for-
maður, Ingimundur Gestsson,
skipað formannssætið lengst.
Af Bjarna Bjarnasyni, er var
ífyrsti formaður Hreyfils, tók
við Sæmundur Ólafsson, þá
Hjörtur Helgason og síðan
Fjetur Guðmundsson. Núver-
andi formaður fjelagsins, Ingi-
ynundur Gestsson var form.
fjelagsins fyrst á árunum 1941
og 1942 og svo á ný árið 1947
og hefir hann gegnt því starfi
BÍðan. — Bergsteinn Guðjóns-
:son var formaður Hrevfils í
jprjú ár eða frá 1943 til 1946.
ÍDeiIdir fjelagsins
lnnan vjebanda Hreyfils eru
allir þeir bílstjórar, er aka
fólksbifreiðum, bílstjórar á á-
œtlunarbílum og loks vagn-
stjórar. hjá
Heykjavíkur. Fyrir þessar
deildir fjelagsins hefir fjelag-
l'ð samið um kaup og kjör, en
slíkt samningsstarf er jafnan
vandasamt. Hafa slíkar samn-
ingsgerðir jafnan verið eitt af
veigamestu störfum fjelagsins
frá stofnun þess, en fyrsta
kjarasamning sinn gerir fjelag'
ið við atvinnurekendur vetur-
inn 1934.
Hreyfill beitti sjer fyrir því,
að bifreiðastöðin Hreyfill við
Kalkofnsveg, stærsta leigubíla-
stöðin hjer á landi og sennilega
þó víðar væri leitað, yrði stofn
uð. Auk þess hefir fjelagið
haft forgöngu um að stofnað
var málfunda- og fræðslufjelag
innan bifreiðastjórastjettarinn
ar, en það fjelag á við vaxandi
vinsældib að bua. Loks er starf
andi taflfjelagsskapur og knatt
spyrna hefir verið iðkuð af fje-
lagsmönnum af áhuga og dugn-
aði-
Þá hefir fjelagið og látið til
sín taka umferðarmál Reykja
víkur og er fjelagið að láta gera
kvikmynd í þessu skyni, en
Hreyfill hefir jafnan sýnt það
í verki, að fjelagið er reiðubú
ið að ganga til samstarfs um
þau málefni, sem til góðs geta
orðið öllum almenningi.
Tónlislarskélinn
?S
pj? s gæi
TÓNLISTARSKÖLINN
var
settur í Tripolibíó í gær, kl. 2
e. h. Dr. Páll Isólfsson skóla-
stjóri gat þess í sctningarræðu
sinni, að starfsemi skólans
færi aðallega fram í Þrúð-
vangi, Laufásveg 7, og einnig
að einhverju leyti í Hljómskál-
anum.
Þá lauk hann lofsorði á Þjóð-
leikhúsnefnd fyrir að liafa lán-
að Þjóðleikhúsið undir starf-
semi skólans undanfarna vetur.
Vegna þess, að öll áhersla er
lögð á að fullgera leilíhúsið,
verður ekki hægt að fá inni
þar lengur.
Á þriðja hundrað nemenda
sækja skólann í vetur. — Nýr
kennari ltemur að skólanum,
Páll Kr Pálsson Við setningu
skólans í gær var sjlnd kvik-
Strætisvögnum myndin ,,Mnldau“, en liún fjall-
ar um tjkkneska tónskáldið
Smetana. — Kennsla hefst í
skólanum n.k. mánudag.
Kristín L. SigurSardóttir:
Úlfar í
sauðargæru
ÞJÓÐVILJINN er í gær, að
reyna að snúa út úr samtali við
mig, sem birt er í Morgunbl.
5. þ. mán.
Þótt útúrsnúningar blaðsins
sjeu að rjettu lagi ekki svara-
verðir, þá vill jeg í þetta sinn
svara þeim nokkrum orðum,
vegna þess hvað kommúnista-
óheilindin eru þar auðsæ og úlf
urinn í sauðargærunni gægist
sar fram.
Kommúnistar hafa altaf stært
sig af því, að þeir væru bind-
indissinnaðir og bæru mikla
umhyggju fyrir drykkjusjúku
fólki, afvegaleiddum stúlkum og
fleirum, er hælisvistar þurfa,
og hafa látið, sem þeir vildu
umfram alt, að byggð yrðu hæli
fyrir þetta fólk.
En það er alveg samkvæmt
innræti þeirra og venjum, að
snúast nú gegn því.Þeir hafa alla
tíð snúist gegn öllum góðum
málum, sem andstöðuflokkar
þeirra hafa viljað koma fram.
Ef ritstjóri Þjóðviljans þeltk-
ir ekki ,,vandræðafólk“, vil jeg
ráðleggja honum að koma á lög-
reglustöðina að morgni til,
þegar hleypt er út úr kjallar-
anum, bæði konum og körlum,
kornungum stúlkum og piltum.
Það finnst víst öllum, öðrum en
Þjóðviljanum, að þetta fólk hafi
orðið undir í lífsbaráttunni, bar-
áttunni við áfengið og barátt-
unni við siðspillandi kenningar
kommúnista.
Þetta fólk, sem flækist þann-
ig um meðal manna, heimilis-
laust og allslaust, á við „bág
kjör að búa“ Orsakir til þess,
að svo er komið, fyrir þessu
fólki, og að til er þetta „vand-
ræðafólk“, eru margar. Ein er,
hin skipulagða árás kommúnista
allra landa á siðgæði og menn-
ingu í heiminum. Árás þeirra
á kirkju og kristindóm, helgi
hjúskapar og heimilislífs, ætt-
jarðarást og þjóðernismeðvit-
und.
Kommúnistar hafa sett sjer
það mark, að rífa niður alla
guðstrú. Þeir hafa stefn+ mark-
visst að því, að grafa undan öllu
heimilislífi. Þeirra kenning er,
að hver maður eigi að breyta
eftir tilfinningum sínum og
vilja og fylgja trúlega með-
fæddum hvötum og ástríðum.
Hata og lítilsvirða allt, er vitr-
ustu og bestu menn á öllum
öldum hafa kallað siðgæði og
dyggð. — Þessum kenningum
sínum fylgja kommúnistar trú-
lega ennþá, bæði hjer á landi
og annarsstaðar í heiminum.
Það er ekki tilviljun að síð-
ustu árin hefur bókamarkað-
urinn morað af ógeðslegum
„gleðisögum“ og sorpritum. —
Þessar nýtísku bókmentir eru
liður í áætlun kommúnista, til
að skapa vandræðaástand,
jafnt í siðgæðismálum þjóð-
arinnar sem cðrum.
íslenskar mæður munu á-
reiðanlega hugsa um þetta á
ikjördegi 23. október. — Þær
munu ekki kjósa úlfinn í sauð-
argærunni, heldur Sjálfstæðis-
flokkinn, sem kemur hreint til
dyranna.
Háskólafyrirlðstur dr.
Sigfúss Blöndals um IMiku-
lásardýrkun á Islandi
GÆRKVÖLDI flutti dr. Sig-
fús Blöndal annan af fyrirlestr-
um sínum hjer í Háskólanum.
Dr. Einar Ól. Sveinsson bauð
hann velkominn í nafni háskó-
ans og áheyrendur voru eins
margir og húsrúm leyfði.
FyrirleSarinn mintist fyrst á
það, hve gífurleg bylting hefði
orðið í þjóðlífi íslendinga um
leið og kristnin hjelt hjer inn-
reið sína. Og vegna hennar hefði
borist hingað ýmsir straumar
frá menningarlífi annara þjóða,
aðállega kaupmönnum, Vær-
ingjum og pílagrímum. Eitt af
því hefði verið Nikulásardýrk-
unin, sem væri mjög áberandi
í sögu miðaldanna.
Hinn heilagi Nikulás var
fæddur fyrir nærri 1700 árum
suður í Litlu-Asíu. Varð hann
seinna biskup, en fátt segir af
bonum annað en kraftaverka-
sögur hans kenna. Eftir að hann
var tekinn í dýrðlingatölu varð
hann einn af helstu dýrlingum
grísku kirkjunnar og í Grikk-
landi hafa Væringjar fyrst
kynst helgi hans. Þegar Grikk-
ir höfðu lagt undir sig suður-
hluta Ítalíu reistu þeir veglega
kirkju í Bari og helguðu hon-
um. Og í Bari voru einnig Vær
ingjar, Svíar, Norðmenn, Danir
og íslendingar, og íslendingar
nefndu staðinn Bár.
Þegar Tyrkir lögðu undir sig
Litlu-Asíu, var gerður út leið-.
angur frá Bari til þess að bjarga
beinum hins heilaga Nikulás-
ar. Það var árið 1087. Tókst sá
leiðangur svo giftusamlega að
beinin náðust og voru flutt til
Bari og þar geymd enn í dag.
Pílagrímsferðir íslendinga
til Bari.
Upp frá þessu fóru að hefj-
ast pílagrímsferðir til Bari, eða
Bár, og gat fyrirlesarinn um
þrjá íslendinga, er sannanlega
hefði farið þangað pílagrímsför
á 12. öld, þá Nikulás Bergsson
ébóta á Munkaþverárklaustri,
Klæng Þorsteinsson biskup og
Gissur Hallsson lögsögumann.
Erfitt kvað hann þó að segja
um hvenær Nikulásardýrkun
hefði borist hingað til lands, en
scnnilega á 11. öld með Væringj
um, því að Nikulás hefði verið
verndardýrlingur hermanna og
sjómanna. Gat hann þess til að
Haukdælir og Oddaverjar
hefði verið framarlega í flokki
að greiða trúnni á Nikulás
braut. En víst væri, að dýrk-
un hans hefði orðið almennari
hjer en annars, staðar, eins og
á helgan Nikulás kvað fyrir-
lesari vera að finna í ævisögu
köflum Matthíasar Jochumsson.
ar. Kirkjan í Odda var helguð
Nikulási og frá fornu fari var
það trú manna, að hann sendi
altaf við á reka kirkjunnar, þet#
ar hún þyrfti á að halda. Nú
vantaði Matthías máttarviði í
kirkjuturninn í Odda, þegar
hann var að endurbyggja hana.
En þá brá svo við, að stórt trje
kom á reka kirkjunnar.
Bár var á miðöldum talinn
helgur staður hjer á landi og
gætir þess enn í nokkrum máls
háttum (t. d. „Það er út í Bár“)
og tveir bæir hjer á lanai hafa
verið látnir heita í höfuðið á
borginni.
Nikulásarnafnið er koinið
hingað vegna þess að menn hafa
látið heita í höfuðið á dýrlingn-
um, og taldi fyrirlesarinn að
Nikulás Bergsson ábóti mundi
íyrstur hafa borið það natn.
Trúin á Nikulás sem vernd-
ara barna, lifir enn meðal lút-
erskra þjóða, en nafn hans hefir
afbakast. Hjer á landi er það
„jólasveinn“, í Danmörku Nisse
(afbökun úr Niels = Nikulás)
og í enskumælandi löndum St.
Claus, sem færir börnum jóla-
gjafir.
Hannes Hannesson,
Bjargl áltræður
best sæist á því, að 60 kirkjur
og bænhús hjer á landi hefði
verið helguð honum, og væri
það hlutfallslega miklu hærri
tala en í öðrum löndum. Af
þeim kirkjum, scm Nikulási
voru helgaðar, voru margar hjer
á suðvestur kjálkanum (Nes,
Langanes, Viðey, Þerney o. s.
frv.) og annars staðar, þar sem
sjór var sóttur af kappi, og gæti
það staðið í sambandi við það
ao
nií
NikuU
var verndari s
Kr. L. Sigurðanlóttir.
Kirkjan í Odda helguð
Nikulási.
Seinustu lejTarnar af trúnni
ÁTTRÆÐUR ER í dag Hannes
Hannesson, Bjargi, Grímsstaða-
holti. Þar er sómamaður, sem
engan óvin á, en hefir bundið
bönd vináttu við þá, sem hann
hefir kynnst á sinni löhgu lífs—
leið. Það verður því mörgum
hugsað hlýtt heim í litla bæinn
að Bjargi í dag til Hannesar og
konu hans, Ingveldar Magnús-
dóttur, en þau hjónin hafa ver-
ið samvistum í rúm 50 ár í sorg
og í gleði, samhent um velferð
litla heimillsins síns og barn-
anna. Á þetta langri leið hefir
margt á dagana drifið, en með
einstökum dugnaði, festu í raun
um og þeirri háleitu hugsun, ■
að komast af án hjálpar ann-
ara, geta þau nú litið ánægð
yfir farinn veg.
Hannes er Reykvíkingur í
húð og hár, sonur Hannesar
•10~ pósts og Kristínar Árnadóttur
j konu hans, þeirra merkis hjóna.
| Gleðimaður er íiannes i góoum
hóp og var Ijettur á feeti á
yngri árum og stóðu jafnaldrar
Fráfnh. á bls. 12.