Morgunblaðið - 07.10.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.10.1949, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 7. okt. 1949. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavik. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakiO, 71 aura mc9 Letbél Tveir heimar FYRST NÚ upp á síðkastið eru menn hjer á landi farnir að átta sig á því, að þeir sem í hjarta sínu eru kommúnistar, þeir eru í allri hugsun og skapgerð alt annað fólk en aðrir Islendingar. Þeir lifa í öðrum hugarheimi, hafa aðrar ósk- ir og hvatir, eru íslendingum svo fjarskyldir að þeir eiga enga samleið með þjóð sinni, frekar en öðrum menningar- þjóðum í hinum vestræna heimi. Fylgi það, sem kommúnistar hafa haft að fagna hingað íil hjer á landi, byggist að mestu leyti á því, að almenning- ur hefir ekki enn skilið stefnu þeirra, ekki gert sjer grein fyrir því, hversu fráleitt það er, að íslensk þjóð geti sætt sig við kommúnismann í framkvæmd, eins og kommúnist- ar óska eftir að hann verði framkvæmdur hjer. . Kjósendafylgi hinnar íslensku flokksdeildar kommúnista- flokksins skiftist í tvennt. Annarsvegar eru þeir menn, sem vita til fulls hvert hinn alþjóðlegi kommúnistaflokkur stefnir. Að hann er skipulagður um heim allan, til þess að vinna að heimsyfirráðum Kreml-stjórnarinnar, einveldi Stalins. Sá hluti kjósendanna, sem gerir sjer þetta fyllilega ljóst, er ekki nema lítill minnihluti þeirra, sem hingað til hafa fylgt kommúnistaflokknum. Hinn hlutinn eru þeir, sem gera sjer enga grein fyrir hinni raunverulegu stefnu hins alþjóðlega kommúnistaflokks, halda kannske t. d. enn í dag, að kommúnisminn eigi eitt- hvað skylt við frelsi manna eða jafnrjetti. Halda að kommún istar vinni fyrir hagsmuni verkalýðsins, þar sem þeir hafa náð völdunum í sínar hendur. Og eru jafnvel svo starblind- ir á alt sem máli skiftir í heiminum í dag, að halda að þær þjóðir, sem kommúnistar stjórna geti notið sjálfstæðis. Þeir menn, sem eru haldnir af svo algerðum misskiln- ingi, snúa ekki baki við kommúnistum, fyrr en þeir hafa öðlast rjettan skilning á starfi þeirra. Þeim tekst það fyrr eða síðar. Fyrirlitning þeirra á stefnu og starfi kommúnista, og öllu athæfi þeirra verður með tímanum eins mikil, eins og dálæti þeirra er, á meðan kommúnistum tekst að blekkja þá. — Eftir blekkingamoldviðri kommúnistanna, fals þeirra og íagurgala, sem blindað hefir nokkuð marga hjer á landi, kemur gleggri skilningur á starfsemi þeirra er læknar menn af hinni kommúnistisku villu. Þetta er eins víst og dagur rennur eftir nótt. Það þarf ekki annað en líta í Þjóðviljann til þess að sjá, að þeir menn sem þar skrifa, hafa aðrar málvenjur en aðr- ir landsmenn. Algeng hugtök eru afskræmd eða þeim brenglað. Þar er t. d. talað um hið skefjalausasta einræði, eins og það sje ákjósanlegt lýðræði og frelsi, kúgun verka- lýðsins í Sovjetríkunum er kölluð jarðnesk sæla og undir- okun þjóða kölluð náðargjöf frelsis. Heimsvaldasinnar, sem leggja hverja þjóðina af annari í fjötra, eru kallaðir friðar- vinir og mannkynsfrelsarar og alt fram eftir götum. Svo skipulögð eru þessi öfugmæli um allan heim, þar sem deildir kommúnistaflokksins starfa, að yfirstjórn flokksins hefir gefið út einskonar orðabók eða alfræðibók í áróðri, þar sem hvert hugtak og heiti í stjórnmálum er útskýrt, eftir því sem Sovjetstjórnin hefir fyrirskipað. Eftir þessum orðaskýringum eru öll málgögn kommúnistaflokksins skrif- uð um allan heim. Óg hinir íslensku flokksdindlar temja sjer þær málvenjur eins og fyrir þá er lagt. Slíkur undir- lægjuhátttur hefir aldrei þekkst meðal íslenskra manna og mun ekki geta átt sjer langan aldur. Þar eð einvaldsstjórnin austræna verður sífelt að aka segl- um eftir vindi, breyta um afstöðu sína til manna og mál- efna, eftir því hVernig best hentar heimsvaldaáformunum, og allir tryggir fylgismenn flokksins verða að skifta um skoðun, eftir því sem flokksstjórnin fyrriskipar, er hætt við að gera þurfi árlegar breytingar í orðavali og útskýr- ingum áróðursbókarinnar. Alt þetta er hægðarleikur fyrir flokksstjórnina, þar sem í hlut eiga erindrekar eins og hún á hjer á landi, er hafa tileinkað sjer náttúru páfagaukanna, að hafa alt eftir, sem þeim er sagt. Sjálfstæð sannfæring kommúnista er óþekkt fyrirbrigði. Udwerji óbrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Ágengni FLUGFJELÖGIN haf verið að auglýsa, að áhöfnum flugvjela sje óheimilt að taka pakka fyr it fólk, hvort sem er til út- landa. eða heim til íslands. — Þessar auglýsingar eru ekki birtar að ástæðulausu. Það er alveg lýgilegt, hvað menn geta verið ágengnir í þessum efnum og hefur það stundum komið sjer illa fyrir góð^jarna flugmenn, sem hafa lent í bölvun fyrir greiðasemi. Þægilegt er að koma pakka milli landa með flugvjelum, en með þeim hömlum, sem allstað ar eru er nú ekki hægt að senda þá fneð áhöfnum flug- vjela, heldur verða þeir að fara rjetta leið, í pósti, eða sem flutningur. • Gera heiðarlegt fólk að smyglurum VERST er vitanlega þegar menn biðja flugmenn að taka fyrir sig pakka undir fölsku yfirskyni, Segja, að ekkert sje í pakkanum, sem tollskylt sje, en fela svo verðmæta hluti, eða bannvöru í þeim. Margar sögur eru til um slíka grikki, sem heiðarlegum og hjálpsömum flugmönnum hafa verið gerðir. Einn var beðinn fyrir dagblaðapakka og sagt, að ekkert væri í honum, nema gömul dagblöð. í erlendri flughöfn skoðaði tollþjónn pakkann og kom þá í Ijós, að nylonsokkum hafði verið vafið innan í blöðin. Stórsektir og álitshnekkir ÞAÐ liggja vitanlega stórsektir við smygli og ekki er tekið á bví með silkihönskum er slíkt kemst upp. Það er engin misk- unn hjá Magnúsi og sá, sem með pakkann er verður að greiða stórfje í sektir, ef það kemst upp, að hann hefur verið með smyglvöru. Þá er það að sjálfsögðu álits hnekkir bæði fyrir viðkom- andi flugmann, fjelag hans og þjóðina í heild. Og nú er sem sagt svo kom- ið, að ekki þýðir, að biðja á- hafnir flugvjela um að taka fyrir sig pakka, hversu sak- laust, sem það kann að vera. Ófyrirleitið fólk hefur sjeð fyrir því og eyðilagt fyrir mörgum heiðárlegum mannin- um, eins og oft vill verða. • Ófagrar bænir EF að þið gangið fram hjá bíl- stjóra, sem er að bogra við bíl- inn sinn að kvöldlagi og sjer- staklega, ef hann er að hleypa af honum kælivatninu, þá get- ið þið verið viss um, að hann er eitthvað að tar-ta í barm sjer. Líklegast er að hann sje að biðja innflutningsyfirvöld- unum á þessu landi heldur ó- fagurra bæna. Og að morgni, þegar hann þarf að fara að setja vatn á vatnskassann, hefst án efa sami söngurinn. Ástæðan til þess er að hann hefur ekki getað fengið frost- lög á vagninn sinn, er sú að það drógst svo,' að veita inn- flytjendum leyfi, að lögurinn kemur ekki í verslanir fyr en um næstu mánaðamót,. eða síðar. e Nýtt fyrirkomulag UNDANFARNA vetur hefur það verið svo, að þeim innflytj endum var veittur innflutning- ur, fem bestu kaupin gátu gert og síðan vai' lögurin'n skamt- aður. Að þessu sinni fá fleiri inn- flytjendur leyfi til innflutnings og panta því sitt hverja tegund- ina- Það veldur því einnig heila brotum um hvað sje best. Og nú verður frostlögurinn ekki skamtaður, svo hver verð ur að ota sínum tota, eftir því sem best hann getur. Hætt við að einhver verði því afskiftur. Nokkrar birgðir cyðileggjast LOKS hljóta talsverðar birgðir af frostlegi, sem eru í einka- eign frá í fyrra að eyðileggj- ast. vecma þess að menn fá ekki aftur sömu tegund, eða aðra, sem hægt er að blanda saman við gömlu birgðirnar. Þetta er í rauninni miklu len<?ra mál, þótt ekki verði rakið frekar að sinni, en minst er á þetta til að benda á, hve innflutningsyfirvöldin þurfa að líta í mörg horn og athuga sinn gang, þegar þau ákveða leyfin fyrir þessari vörunni, eða hinni. Kvikmyndirnar vcrða betri EITTHVERT bæjarblaðanna var rjett einu sinni að minnast á hve kvikmyndahúsin hafa yf irleitt haft Ijelegar kvikmynd- ir í sumar, Það er rjett. En ástæðan er ekki sú, sem blaðið heldur fram. að kvik- myndahúsin sjeu orðin of mörg í Reykjavík. Það verður einmitt til þess, að kvikmynda- valið hlýtur að batna. Sam- keppnin um hylli kvikmynda- húsgesta ræður því. Aðalástæðan til þess. að kvikmyndirnar þafa verið lje- legar er sú, að kvikmyndahús- in skoríir g.jaldeyri til að leifna dýru myndirnar og þar með þær betri. Gjaldeyrisleyfi þeirra brökkva ekki til að kaupa eintómar fyrsta flokks myndir. Færvi kvikmyndir fró Ameríku. ÞAÐ er staðreynd, hvað sem kvikmvrdaP'ac'nrýnendur þenja sie á móti Hollywood, að ame- rískar kvikmyndir eru vinsæl- ustu kvikmyndirnar. Þær vill fólkið helst hjá. En síðan dollarinn hækkaði í verði verður erfiðara fvrir kvikmvndahúsin, að afla sjer amerískra kvikmvnda og ekki síst vegna hins háa gjalds sem tekið er af gjaldeyri, sem fer til kvikmvndakaupa. Það hefir þegar verið geng- ið of lanet í skattlagningu á kvikmyndir og það hlýtur að hefna sín. • Skemmtun almennings KVIKMYNDIR eru skemmtun almennings. Þegar sú skemmt- un er skattlögð úr hófi fram er verið að skattleggja almenn ing. Verst er þegar það kemur nið'jr á gæðum kvikmyndanna, eins og nú er útlit fyrir. Það er í þessu efni, eins og svo mörgum öðrum. Valdhaf- arnir telia, að þeir hafi í kvik- myndahúsunum einhverja feit ar kvr, sem beir geti mjólkað endalaust eða jetið upp til agna. En það verður almenningur rem 'Horgav brúsann annað hvort i auknum fjárútlátum. á kostnað skemmtanagild- isins. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Æltflokhur, sem iiMan skamms mun deyja úl. Eftir frjettaritara Reuters. WINDHÖK — Dauna Daman ættflokkurinn er að deyja út. Þessi ættflokkur, sem býr í máluðum hellum á Brandberg- svæðinu ekki langt frá Namib- eyðimörkinni í SV-Afríku, er bæði skrýtinn og frumstæður- Honum hefur fækkað svo mjög, að einungis 50 manns teljast til hans nú. Ekki mun líða á löngu, þar til allir ættmenn flokksins hverfa. Þeirn fækkar smám saman án þess nokkur taki eft- ir þeim, deyja frá þessu hrjóst uga landi, þar sem þeir heyja lífsbaráttu sína og eiga engin vopn önnur en þau, sem hæfðu löngu liðnum öldum. • • FÁBROTIN 'Í'ÆÐA ÆTTFLOKKUR þessi lifir fyrst og fremst á veiðum, en einnig nokkuð á aldintinslu. Hvað eina, sem skriður eða flýgur er fólkinu fæða. Það veiðir með frumstæðum trjá- bogum og óyddum viðarörvum. Minstu dýrin, svo sem haga- mýs og eðlur drepa villimenn þessir með steinum. Hinum meiriháttar veiðidýrum sálga þeir með örvum eða í snörum. Hunang finnst þeim lostæti, en þeir kæra sig kollótta, þótt vaxkökurnar sjeu fullar af ví- um. Þeir hella hunanginu, ví- um og öllu saman í ask, blanda það vatni og drekka síðan. Á þeim slóðum, sem þessir menn hafast við, er nóg af upp sprettum, en lítið af grænmeti. Villimennirnir sækja sjer salt til strandar, þar sem þeir veiða og krabbadýr, sem þeir sjóða sjer í ösku. MAURARNIR SAFNA ÞEIM KORNI ÞEIR kveikja eld með því að núa saman tveimur spýtum. Sá snjallasti tendrar þannig eld á fimm mínútum. Eftirlætisstarf þessara manna er að læðast á eftir maurum til að komast að, hvar þeir hafa kornbúr sín, þar sem þeir safna saman miklu af smá korni eftir að hafa afhýtt það. Hismið gefur svo til kynna, hvar þessi kornbúr eru, og fæst ótrúlega mikið úr einstöku ,.búri‘. • • EINFALDIR BÚSTAÐIR OG KLÆÐNAÐUR ÞEIR, sem búa ekki í hellum, hafast við í kofum, sem eru rjett nógu háir undir loft til að hægt sje að sofa í þeim, en þessir villimenn eru allt af Framl ald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.