Morgunblaðið - 08.10.1949, Blaðsíða 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
Laugardagur 8. október 1949.
OLD EH1 SIÐA!\Í CHOPIILEIO
Til minningar um það (ara nú fram
margþætl hátíðahöld í Póllandi
Alexander Jóhannesson prófessor:
ÍSLENSK ÆTTARSAGA
eftir Vincent Buist, frjettaritara
Reuters.
VARSJA — Chopin-samkeppn
in, sú fjórða í röðinni, er hjer
í undirbúningi. í he»ni munu
taka þátt 70 píanóleikarar, en
aðeins íárra þeirra bíður frægð
og sigrar í hljómleikahöllum,
sem umbun fyrir frábæran
leik.
Hundrað ára dánarminning.
Samkeppnin, sem stendur frá
18. sept. til 15. okt., er hluti
Chopin-hátíðahaldanna, sem
fram fara vegna hundrað ára
dánarafmælis hins fræga tón-
skálds.
Nöfn hinna fáu, sem vinna
lárviðarsveigana, verða tilkynnt
í lok keppninnar tveimur dög-
um fyrir hina raunverulegu
minningarhátíð um dauða
Chopins, en hann ljest í París
hinn 17. okt. 1849.
Hátíðahöldin eru ekki ein-
ungis hundrað ára dánarminn-
ing tónskáldsins, heldur eru
þau fyrstu alþjóðlegu Chopin-
hátíðahöldin, sem haldin eru
eftir styrjöldina, en þau stóðu
áður á fimm ára fresti, frá því
1927 og fram að stríðinu.
Aldurstakmörkin, er sett eru
til að menn megi taka þátt í
keppninni, hafa verið færð út
vegna þeirra, sem urðu af
keppni af völdum styrjaldarinri
ar. Allir þeir, sem eru á aldr-
inum 16 til 32 ára mega þreyta
keppnina, ef þeir hafa lokið
hljómlistarnámi eða hafa kom-
ið fram fyrir almenning.
Tilhögun keppninnar.
Keppnin fer fram í þrennu
lagi. Fyrst keppa þeir, sem ekki
hafa verið valdir úr í sam-
keppni í heimalandi sínu.
Þá keppa þeir sem eftir eru
á þann hátt, að þeir verða að
flytja almenningi 7 eða 8 verk,
sem valin eru til að skéra úr,
hve mikið vald keppandinn hafi
á tónverkum Chopins 1 heild.
Loks er þriðja stigið, þar sem
keppandinn verður að flytja
fyrir almenning' píanókonsert
eftir Chopin með aðstoð hljóm-
sveiar.
Prófdómendur verða 20 frá-
bærir hljómlistarmenn frá 16
löndum,
Þeir, sem áður hafa unnið
verðlaun í þessari samkeppni
eru hinn blin li píanóleikari
Imre Unger, tveir Pólverjar
Malcuzynski og Szpinalski og
Rússarnir Rosa Tamarkina og
Zak.
Keppendur á þessu ári koma
frá 15 löndum auk Póllands.
Bretland og Bandaríkin senda
hvort um sig tvo keppendur
Júgóslavía sendir fimm, allt um
þann fjötur, sem Kominform
setur landinu um fót.
Aðrar þjóðir, sem þarna eiga
fulltrúa, eru Austurríki, Braz-
ilía, Búlgaría, Tjekkóslóvak’a,
Frakkland, Ungverjaland, ítal-
ía, Mexíkó, Þýskaland, Sviss,
Uruguay og Rússaveldi.
Bresku fulltrúarnir eru: Eric
Harrison, 31 árs og Robin Wood
25 ára að aldri. Keppendur
Banadaríkjanna eru Laura Lee
Lucas og Maria Balagno-Lund-
quist.
Hljómlist Chopins
bönnuð.
Meðan Þjóðverjar hersátu
Pólland, bönnuðu þeir hljómlist
Chopins og færðu þau rök fyrir
því, að þau væri of pólsk-sinn-
uð. Ekki komst heldur fæðing-
arstaður hans hjá spjöllum styrj
aldarinnar, en hann fæddist í
litlu þorpi 35 mílur vestan Var-
sjár.
Þjóðverjarnir rúðu heim-
kynni hans öllum húsgögnum
og öðrum þeim, hlutum, sem
eitthvert gildi höfðu. Þegar
Chopin-stofnunin tók til að
safna munum hans þar 1946,
fannst þar einungis brotin slag-
harpa, leifar þess hljóðfæris,
sem tónskáldið hafði æft sig
fyrst á.
Hugmyndin að tónlistarhátíð
í Varsjá, þar sem flutt væri
verk Chopins, á prófessor Ge-
orge Zurawlew. Bar hann hana
fram um 1920, Hann sá sem
'var, að ein helsta aflfjöður 20.
aldarinnar er samkeppnin. Hví
þá ekki að nota hana til að
stuðla að eflingu tækni þeirra,
er ijeki verk Chopins?
Þessi keppni er nú
mikill tónlistarviðburður.
Fyrsta keppni þessarar teg-
undar fór fram 1927 og komu
þá einungis 26 píanóleikarar til
hennar frá 9 löndum. Dómnefnd
ina skipuðu þá pólskir hljóm-
listarmenn og gagnrýnendur
einvörðungu.
Önnur hátíð þessarar tegund
ar var haldin 1932. Var þá svo
komið, að hún taldist heimsvið-
burður á sviði tónlistarinnar.
Tóku þátt í henni 70 píanó-
leikarar frá 19 löndum. Dóm-
nefndin hafði einnig fært út kví
arnar, svo að nú áttu sæti í
henni kunnir gagnrýnendur frá
öðrum löndum en Póllandi.
Seinasta samkeppnin fyrir
stríð fór fram árið 1937 sam-
kvæmt þeirri áætlun, að hún
skyldi haldin á 5 ára fresti.
I henni tóku þátt 80 keppendur
En eftir því sem hátíðahöld-
in urðu umfangsmeiri, óx og
vandi dómaranna. Frá upphafi
sætti dómsstarfið gagnrýni eink-
um af hálfu rússneskra kepp-
enda, sem kvörtuðu um
hlutdrægni pólsku keppendun-
um í hag. Að þessu sinni mun
#ngin kenna dómnefndina um
hlutdrægV. þar sem þeir, sem
í henni cru, geta aðeins heyrt
keppcndurna. en ekki sjeð.
Háíí uppi á svölum hljóm-
listar,’. Ilar Varsjáborgar verða
þ ir Gúkaðir af, svo að þeir
vita ekki hver leikur hverju
sir." i.Aðeins einn starfsmaður við
I O'Vninn mun hafa tök á að vita,
j liver er við hljóðfærið, en hann
rnun engin áhrif hafa á at-
kvæðagreiðsluna.
Þar að auki og til frekari ör-
yggis verða þau atkvæði talin
frá, sem dómendur greiða sam-
löndum sínum.
Frh. á bls. 12
ÞAÐ má teljast merkur við-
burður í íslensku bókmennta-
lífi, að þessa dagana kemur út
íslensk ættarsaga, Utnesja-
menn, eftir hinn góðkunna
prest Nessafnaðar sjera Jón
Thorarensen. Þetta er mikið rit,
410 bls., og lýsir sögu Kirkju-
bæjarættarinnar í 220 ár eða
frá því 1694—1914. Ekkert rit
í íslenskum bókmenntum er
sambærilegt um viðfangsefni, er
nær yfir svo langt tímabil, og
verður helst jafnað, að þessu
leyti, til erlendra rita eins og
Forsyte saga eftir Galsworthy
eða Buddenbrooks eftir Thomas
Mann.
Rit sjera Jóns iýsir sterkum
ættarstofni sátu niðjar hans
sömu jarðirnar ma:in fram af
manni, afburða sjómenn, hraust
ir og harðfengir, er söfnuðu
auð og völdum. reyndust mann-
kostamenn, er fóru vel með hjú
sín og veittu fátækum líkn og
aðstoð, en lentu í margskonar
mannraunum og svaðilförum,
leikföng örlaganna, eins og virð j
ist um margan mann. Sögunni
lýkur, er ættin deyr út, jarðirn-
ar leggjast í eyði og hinn nýi
tími' heldur innreið sína. „Þetta
er skarbyrt fólk, en önnur
manntegund kantsett hefir tek-
ið við. Þessi tvö orð lýsa allri
hugsun um þetta“. „Sje nú kom
ið heim að höfuðbólum Kirkju-
bæjarættarinnar, blasa við
mannlausir staðir, ryðgað járna
rusl og gamlir útihúsaræflar,
þar sem allir veggir, hljóðir og
óvanir mönnum, halla sjer hver
inn að öðrum, leiðir og þreytt-
ir á lífinu og tilverunni, fegn-
ir að mega falla og hverfa burt
af braut tímans".
Ritið er í fjórum höfuðköfl-
um og nefnast þeir Rismál
(saga Jóns Þórólfssonar), Stór-
straumur (saga Þorkels Þórólfs
sonar, sonarsonar Jóns og er
Þorkell höfuð ættarinnar),
Öldufaldur (saga Dómhildar
Þorkelsdóttur) og Faliaskipti
(saga Margrjetar Þórólfsdóttur,
er var sonardóttir Þorkels Þór-
ólfssonar, en Margrjet er nefnd
kóróna ættarinnar).
Höfundur leggur ríka áherslu
á, að mannanna börn virðast
háð örlögum er sje fyrirfram
ákveðin, og að enginn megi
sköpum renna. í sögunni er
mikið um drauma og ætíð, má
segja, þegar óvæntir atburðir
ske. Og þetta á einnig við um
framtíð ungra barna. Sólveigu
húsfreyju í Vogi dreymir um
Þorkel son sinn, 9 ára gamlan,
að hún sjái hann krjúpa við
altarið í Kirkjubæjarkirkju:
Tvær drifhvítar álftir stóðu sitt
við hvora hlið hans við altarið
og hjelt hann handleggjunum
utanum háls þeirra beggja og
hölluðust þær upp að honum,
en fyrir Þorkatli átti að liggja,
að hann unni tveim konum sam
tímis og gat börn með báðum.
Þorkel dreymir fyrir dauða sín-
um, er hann er hálfsjötugur, og
oft eru draumar þessir í sam-
bandi við kirkjuna. Þorkel
dreymir, að hann gengur inn í
kirkjuna og sjer þar forfeður
sína, er fagna honum og ganga
með honum til nausta og hrinda
fram sexmannafari og leggja út
á hafið. Þegar Þorkell vaknar, j
veit hann, hvert nú stefnir, og
tekur að smíða sína eigin lík-
kistu. Margir þessara drauma
eru mjög fallegir og lýsingar
þeirra með ágætum, enda er
höfundur sögunnar gagnkunn-
ugur íslenskum sögum og sögn-
um. Draumarnir í sögunni eru
að minnsta kosti tólf og hver
með sínum blæ. En margt er
annað undarlegt í tilverunni,
sem erfitt er að ráða og höf.
lýsir í bók sinni. Tvær ungar
stúlkur sjá kvöld eitt eftir lág-
nætti margt manna fyrir innan
sálaðra hliðið í Kirkjubæ. Sáu
þær, að garðurinn umhverfis
kirkjuna hafði risið og margt
fyrirfólk hins forna tíma hafði
gengið inn í kór kirkjunnar.
Birtu lagði frá hvelfingu kórs-
ins, en fyrir altari stóð vígður
maður, fyrir framan það stóð
annar, og kenndu þær. að þar
var Þorkell lögrjettumaður. Sá,
þeirra tveggja sem ríkia í hold
inu og raska ró vorri hjer við |
dyrnar„ beini jeg því utangarðs
afli, sem með spilverki sínu
seiddi að sjer hin neðri öfl og
contraheraði við þau í jarðvist
sinni“. Kirkjuhurðin fjell þá
aftur, stúlkurnar heyrðu fyrir
norðan garðinn í áhaldi því, er
líktist spiladós, þær urðu skelf-
ingu lostnar og önnur þeirra
greip í klukknastrenginn og
varð þetta þeim til björgunar.
Klukknahringing heyrist frá
kapellu á undan stórviðburðum,
tákn og stórmerki sjást á himn-
um, — og á þenna hátt hefir
höf. tekist að varpa þjóðsagna-
blæ á alla frásögnina, sem er
mjög yiðburðarík og aðlaðandi.
Þessi saga er menningarsögu-
legt heimildarrit um ýmsa siði
og venjur, er áður hafa tíðkast,
en nú eru annaðhvort löngu
gleymdar eða að hverfa. Hann
segir frá þeim ævaforna og
fagra sið, að hella skírnarvatni
í gróandi gras til helminga sitt
hvoru megin við mæninn yfir
rúmi þess, er barnið átti, svo
að barnið í framtíðinni mætti
verða föður sínum til blessun-
ar. Hann segir frá því, er Sól-
veig tengdadóttir Margrjetar
Þórólfsdóttur hinnar eldri í
sögunni, stingur eyruggafiski
upp í Þorkel litla, er hún var
að gefa honum nýjan fisk, en
um þetta segir Margrjet til Sól-
veigar: „Illa gjörðir þú að gefa
barninu þetta. Veistu ekki, að
Jón Vídalín sagði: Engin kona
myndi sínu barni eyruggafisk
gefa, ef hún vissi, hvað það
þýddi. Og jeg sje í þessum
dreng bæði Jón og mig og ein-
hvern stórstraum í ættinni".
Þegar þau hjónin Þórólíur og
Sólveig fluttu frá Kirkjubæ að
Vogi, var það með aðfalli og
gengu þau fyrst sólarsinnis
kringum bæinn, Þórólfur tók af
sjer höfuðhettu og bar Vídalíns
postillu og önglakippu fyrst inn
í bæinn, en Sólveig gekk með
honum inn og hjelt á logandi
kerti í eirstjaka. Þannig var
bærinn vígður með aðfalli, full-
trúum hins eilífa og tímanléga
auðs og Ijósi húsfreyjunnar,
sem ávallt á að lýsa heimilinu.
Falleg er lýsingin á fyrstu
sjóferð Þorkeís litla, 9 ára, er
faðir hans leggur honum heil-
ræðin, sjóferðabænin er lesin
og Þorkell dregur Maríufiskinn
sinn, krýpur niður í barkanum
og þakkar Guði fyrir fyrsta fisk
inn og flytur hann síðan kirkj-
unni að gjöf, en kirkjuleg at-
höfn fer þá fram og Snorri með
hjálpari les fornt ritual kirkj-
unnar, þar sem beðið er fyrir
hinuni unga fiskimanni.
Gaman er að brúðkaupslýs-
ingunni, er þau Þorkell og Ás-
dís voru gefin saman í Kirkju-
bæjarkirkju, en í veislunni á
eftir stóð vinnumaður á miðju
bæjardyragólfi og rjetti hverj-
um gesti, er inn kom, staup af
Sandabrennivíni og mælti: „Jeg
er beðinn að segja þjer, að þú
sjert velkominn". En veislan
hófst á því, að borinn var inn
glóðarsteiktur, kryddaður brani
fyrir brúðina og neytti hún
veislan og voru þar margir þjóð
legir rjettir fram bornir, löngu-
skálmar, lúðugota, skyrhákarl,
glerhákarl o. s. frv.
Þegar hafin er smíði á stór-
um teinæring, byrjar skipasmið
urinn á vinnu við aðfall og hef-
ir yfir nokkur orð úr Vídalíns-
postillu og signir sig um leið.
Hann byrjaði að fella blótspón
á kjalarstykkin og gætti þess
vandlega að taka eftir, hvernig
þrír fyrstu höggspænirnir féllu.
En Þeir áttu að falla upp. sem
kallað var, þannig, að þeir
lægju á miðri bungunni með
endana báða upp, en svo fór,
að sá síðasti fjell á grúfu og
kom þá hryggðarsvipur á and-
lit hins lífsreynda manns.
Þannig úir og grúir af lýsing-
um á gömlum venjum og þjóð-
trú í þessu riti sjera Jóns. sem
veitir því sjerstakt gildi. Hann
hefur sjálfur alist unn við sjó-
róðra og kann að lýsa öllum
veðrabrigðum og hamförum
hafsins, en einnig miídum logn-
kvöldum og gróandi jörð. Einn
af Kirkjubæjarættinni var
merkur lögfræðingur, Hjeðinn
Þorkelsson, er dvalist hafði ár-
um saman erlendis, en honum
er lýst þannig, að það var eink-
um þrennt, er jafnan dró hug
hans heilan og óskiptan út af
heimilinu á hverju ári: Hið
fyrsta var að grípa til orfs og
slá í rekju á björtum sumar-
nóttum og njóta þá um leið sam
spils aftureldingar og skýja og
blæbrigðanna frá óttu og fram
vfir miðmorgun. hið annað var
að liggja fyrir stórlúðu á grunni
í seytjándu, átjándu eða nít-
jándu viku sumars og hið þriðja
var að ganga á suðurreka stað-
arins, þegar stórveltubrim var
á vetrum.
í bókinni er allmargt um
sjaldgæf orð og orðatiltæki og
er mikill fengur að þeim. Fáir
íslendingar munu nú vita, að
lúðumagi er kallaður oddhildur
(h'klega afbökun úr oddildi),
steinbítsmagi budda og ýsumagi
dúfa, eða að lúðugarnir voru
kallaðar gormar eða að ,,ref-
arnir voru til þess skornir“ á
Frh. á bls. 12
er fyrir altari var, mælti: „Til.hans ein, en síðan hófst aðal-