Morgunblaðið - 16.10.1949, Qupperneq 1
16 ssður og LesErók
36. árgangur.
236. tbl. — Sunnudagur 16. október 1949.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
V
ÞESSI mynd var tekin á dögunum er ailsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna kom saman í New York. Sjást fremst á myndinni
fulltrúar Indiands og íslands, B. N. Rau, ambassador Indlands og
'I’hor Thors sendiherra íslands, en þeir eru sessunautar á þing-
inu.
Þar sern orð SfeSins tona
s sfaS !iga og rjeffar
Kommúnisfi gefur góða lýsingu á þvír hvsrnig
leppsfjérnin í á. Þýskalandi á aé sfarfa
Á þingi Sameinuðu þjóianna.
Fordæmi Noregs
NORÐMENN fengu að
kenna á ofbeldi nasismans
á stríðsárunum. Þjóðin var
kramin undir járnhæl kúg
arans. En norska þjóðar-
sálin varðveitti manndóm
sinn og hetjulund. Hún Ijet
aldrei bugast og kom út úr
stríðinu heil á sálinni, —
hetjulegur sigurvegari.
Norska þjóðin hefur
líka kynnst hálfbróður
nasismans, — kommún-
ismanum. Hún gerði upp
sakirnar við þessa pólit-
ísku meinvætt í kosning-
unum fyrir nokkrum dög-
um. Áhrif kommúnismans
voru á einum degi þurk-
uð út úr norskum stjórn-
málum! Flokkurinn, sem
átti 11 þingmenn, tapaði
10 þingsætum í kosning-
unum!
í Danmörku tönuðu
kommúnistar 1947 40% í
kosningum! I Svíþjóð, í
september 1948, íöpuðu
kommúnistar 42%! í Finn
landi töpuðu kommúnist-
ar 60% af fylgi sínu!
Fylgjum fordæmi Norð-
urlandanna! Islendingar
mættu vera stoltir af því
að fylgja fordæmi Noregs
og þurka burt áhrif komm
únismans í íslenskum
stjórnmálum á sunnudag-
inn kemur.
Einkaskcyti til Mbl. frá Reuter.
LONDON, 15. október — Blöðunum verður enn í dag tíðrætt
um þingið í Austur-Þýskalandi og þá furðulegu óskammfeilni
kommúnista, að dirfast að halda því fram, að ,,þingmennirnir“
fari með umboð austur-þýskra borgara.
í þessu sambandi ritar einn^
af stjórnmálaritstjórum Lund-
úna:
Góð lýsing.
,,Það er í rauninni engin
nauðsyn að leggja á ný áherslu
á það, hveisu ólýðræðislegt
þingið er í Austur Þýskalandi.
Wilhelm Pieck (forseti Anstur
Þýskalands) lýsti því ef til vill
best sjálfur, í ræðunni, sem
hann flutti við setningu þessa
þings.
tíamingjuóskir.
Hann óskaði hinni nýju ,,al-
þýðudeild“ til hamingju með
það, að hún skyldi umræðu-
laust og samhljóða samþykkja
ályktunina, sem lögð var fyrir
hana. Og hann ljet þá von í
ljós, að allar framtíðarákvarð-
anir hlytu jafn samhljóða stuðn
ing.
Þetta er kaldhæðnisleg lýs
ing á því hvernig inálum er
í raun og veru komíð í hinni
nýju þingdeild. Hún er ekki
til orðin með almennar um-
ræður fyrir augum, heldur til
þess eins að samþykkja á-
kvarðanir og stefnuyfirlýs-
ingar, sem eiga rót sína að
rekja til Kremlin. Og sú ósk
Pieck, að þingmennirnir
verði ætíð sammála, er í raun
og veru aðvörun um, að
aldrei megi bóla á andstöðu.
Hverjum meðlimi þingdeild-
arinnar, sem til hugar kynni
að koma að andmæla eða
gagnrýna rtefnulínuna, hef-
ur verið ráðlagt að gleynta
því ekki, hver urðu endalok
slíkra manna í Tjekkóslóvak
íu, í Ungverjalandi, í Búig-
áríu — allsstaðar þar sem
orð Stalins eru látin koma í
stað laga og rjettar.
DREGID í A FLCKKI
í GÆR var dregið í A-flokki
happdrættisláns ríkissjóðs. —
Er þetta í þriðja sinn, sem
dregið er í þessum flokki, en
sem kunnugt er seldust allir
miðar hans upp á mjög skömm-
um tíma.
Hæsti vinningurinn 75.000
kr. kom upp á miða nr. 19850.
Næst hæsti vinningurinn 40.000
kr. kom upp á miða nr. 122.778
og þriðji hæsti, 15.000 kr. á
miða nr. 23.896.
10.000 kr. vinningarnir þrír
komu upp á þessa miða: 27.466
— 101.558 og 121.052.
Vinningaskráin er birt í heild
á 12. síðu blaðsins í dag.
Lepparíkið hjólpar
HarðerS crtading iil rúmensku sljérnarinnar
Einkaskeyti frá Reuter.
BELGRAD, 15. okt. —
Stjórn Titos sakaði í dag
stjórnarvöldin í Rúmeníu
um að aðstoða Rússa við til-
raunir þeirra til að koma af
stað innanlandsdeilum í
Júgóslavíu Ásökun þessi
ltemur fram í orðsendingu,
sem afhent var í dag til rúm
cnska scndiráðsins í Bolgrad
í orðsendingunni eru Rúm
enar og sakaðir um ýmiskon
ar annan fjandskap Meðal
annais er fullyrt að þeir liafi
beitt júgóslavneska minni-
hlutann í Rúmeníu „óþolan-
legu lögregluofbeldi", auk
þess, sem þeim er borið á
■ brýn, að hafa á allan hátt
reynt að aðstoða andstæð-
inga Titos í Júgóslavíu.
Fff¥ifniál iitiHfíkiS"
róðherra kommúnista
I Ungverjolandi
mt hengdur í gœr
Tveir menn aðrir voru og iífiátnir
Einkaskeyti til Mbl. frá Rcuter.
BUDAPEST, 15. október — Laszlo Rajk, fyrverandi utanríkis-
láðherra kommúnista í Ungverjalandi, var í dag hengdur hjer
í Budapest. Eins og skýrt hefur verið frá, sökuðu fjelagar hans
fyrverandi hann um landráð
st j ór nar völdunum.
LASZLO RAJK.
Fjelagar hans ljetu hengja
hann í gær.
Brolisi inn í sendiráð
fslands í London
Húsvörðurir.n handsam-
aðl hjéfinn
KL. EITT aðfaranótt 12. þ. m.
varð kona húsvarðarins í sendi-
ráði íslands í London, mrs.
Wackett, þess vör, að einhver
umgangur var í skrifstofu Pjet-
urs Eggerz, sendiráðsritara, en
húsvörðurinn býr í kjallaran-
um og svo hagar til að svefn-
herbergi þeirra hjóna er beint
niður undan skrifstofu Pjeturs.
Frúin vakti bónda sinn, mr.
Wackett, sem fór þegar upp til
að ganga úr skugga um, hvort
hjer hefði ekki verið um mis-
heyrn að ræða. En hann fjekk
fljótt að kenna á því, að svo
hafði ekki verið. Gekk hann
beint fram á innbrotsþjóf, sem
var að verki við skrifborð
Pjeturs. Var þó aðeins búinn
að stinga á sig skrifblýanti og
inniskóm sendiráðsritarans,
þegar hann var staðinn að
verki. En í þessu herbergi eru
einnig fjárhirslur sendiráðsins,
og þangað rnun ferðinni hafa
verið heitið.
Innbrotsþjófurinn veittist
strax að mr. Wackett og hafði
hann undir í fyrstu lotu, en þá
Frh. á bls. 12
og samsærisundirbúning gegn
Alþjóðadómstóll svokallað
ur dæmdi í máli Rajks, en
nokkrir menn aðrir voru
dregnir fyrir rjett ásamt
honum. Allir ^,játuðu“ þeir
sekt sína; sannast að segja
kepptust þeir við að bera
vitni gegn sjálfum sjer. —
Tveir þessara manna, sem
einnig hlutu dauðadóma,
voru í dag líflátnir með
Rajk.
F angelsisdómar
Dauðadómunum var full-
nægt tæplega sólarhring æftir
að vísað var á bug náðunar-
beiðni sakborninganna. — Þá
hafa og verið staðfestir fang-
elsisdómar yfir þrem mönnum,
sem ennfremur voru sakaðir
um launráð við kommúnista-
stjórnina ungversku. — Tveir
þeirra hlutu lífstíðar fangelsi,
en einn níu ára fangelsisdóm.
Síðusfu
ísiisksöSarnar
í SÍÐUSTU viku seldu níu ís-
lenskir togarar afla sinn á mark
að í Þýskalandi, en þeir munu
alls hafa landað þar um 2497
smál.
Undanfarna daga hefur afli
togaranna verið æði misjafn
vegna ótíðar. Allir togararnir
eru nú vestur á Halamiðum.
Af togurunum sem seldu í
síðastl. viku, voru togararnir
Svalbakur og Fylkir með mest
an afla.
Togararnir eru þessir: Kefl-
víkingur með 271 smál., Helga
fell 245, Fylkir 293, Egill Skalla
grímsson 281, Eiliðaey 282,
Surprise 292, Svalbakur 293,
ísólfur 244, og Askur með 292
smálestir.
Nú eru á leið til Þýskalands
10 togarar, þeir eru þessir: Jör-
undur, Geir, Bjarni riddari,
Hallveig Fróðadóttir, Egill
rauði, Karlsefni, Akurey, Ell-
iði, Garðar Þorsteinsson og
Kári. — Þegar hann hefur selt
afla sinn, hafa ísl. togarar far-
ið 200 söluferðir til Þýskalands
á þessu ári.