Morgunblaðið - 18.10.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.10.1949, Blaðsíða 1
16 siður er flisti Sfáiistae&isilokksins Leita a naðir Bretn Einkaskeyti til Mbl. frá Keuter. EERLÍN, 17. október. — Bresku yfirvöldin í Berlín skýrðu frá því í dag, að þau hefðu veitt 2 rússnesku'm hermönnum dvalar- leyfi í Vestur-Þýskalandi, sem „pólitískum flóttamönnum“. í til- kynningu Breta segir, að hermennirnir sjeu meðal þeirra, ,,sem upp á síðkastið hafa flúið frá rússneska hernámssvæðinu í Þýskalandi“. Rússnesku hermennirnir tveir' hafa að sjálfsögðu skýrt bresku yfirvöldunum frá því, hvers- vegna þeir tóku það ráð að flýja vestur fyrir járntjaldið. Annar hermannanna upp- lýsti það að tveir bræður hans hefðu látið lífið í fang- elsi, einn væri nú fangi í Rússiandi og systir hans og maður hennar í fangabúðum í Síberíu. Hinn hermaðurinn ljet í ljós undrun yfir því, að jafnvel lífs- kjör Þjóðverja gætu verið betri en rússneskra borgara. — Það hefðu þó verið Rússar, sem fóru með sigur úr styrjöldinni, en Þjóðverjar, sem sigraðir voru. MOSKVA —- Hæsti rjettur Sov- jetríkjanna hefur bannað hjóna- skilnaði, nema þegar hjónabönd eru í andstöðu við „siðferðislög- mál kommúnista.“ Kínverskir kommar komnir ai merkjn- lím Iii§ Kong Brelar að heræfingum í nýlendunni. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. HONG KONG, 17. október. — Fremstu hersveitir kínverskra kommúnista eru nú komnar að merkjalínunni við yfirráða- svæði Breta umhvcrfis Hong Kong. Tóku kommúnistaher- deildir í dag þorp eitt, sem landamærin skifta, þannig að Kín- verjar ráða öðrum helmingi þess en Bretar hinum. Enginn af hermönnum komn9* únista hefur enn gert sig lík- legan til að fara inn á breska yfirráðasvæðið. Sýnilegt er þó, að Bretar vilja vera við öllu búnir þarna. í dag efndu þeir þannig til heræfinga skammt fyrir innan landamærin og not- uðu bæði stórskotalið og flug- vjelar. Canton. Frá Canton herma fregnir, að alt sje þar nú með kyrrum kjörum og líf borgarinnar óðum að færast í eðlilegt horf. Bresk skipafjelög í Hong Kong hafa frestað öllum ferðum þangað, þar til „ástandið verður skýr- ara“. Grísliir sltæruliðar segf- ast vera hættir að berjast Sfjórnmálaumræðurnar í útvarpinu í kvöld STJÓRNMÁLAUMRÆÐ- UR verða í útvarpinu í kvöld og hefjast klukkan 8.15. Fyrstur talar Ólafur Thors formaður Sjálf- stæðisflokksins. — Tveim' ur klukkustundum síðar, eða klukkan 10,15 talar Bjarni Bem?diktsson ut- anríkisráðherra. PARÍS, 17. okt.: — Jules Moch skýrði Auriol Frakklandsfor- seta frá því í kvöld, að hann hefði gefist upp við stjórnar- myndun. Moch skýrði eftir á frjettamönnum frá því, að hann hefði „rekist á allskonar erfið- leika!“ Auriol hefir nú boðið Robert Schuman, utanrikisráðherra frá farandi stjórnar, að reyna stjórnarmyndun. — Reuter. Rússar efla lögregl- una í Ausfur- Þýskalandi WASHINGTON, 17. okt.: — í orðsendingu, sem Bandaríkin í dag sendu utanríkisráðuneyti Sovjetríkjanna, vísa þau alger lega á bug þeirri fullyrðingu Rússa, að bandaríska stjórnin hafi brotið gerða samninga, með því að stuðla að því, að þýsk stjórn yrði mynduð í Vest ur-Þýskalandi. Á hinn bóginn saka Bandaríkjamenn rúss- nesku stjórnina um að hafa aukið og eflt lögregluliðið í Austur-Þýskal., sjeð þvi fyr- ir fyyverandi þýskum liðsfor- ingjum sem yfirmönnum og lát ið því í tje mikið af góðum vopnum. í bandarísku orðsendingunni segir ennfremur, að Banda- ríkjamenn voni. að að því komi, að Sovjetstjórnin hætti að þröngva vilja sínum upp á Þjóðverja, en taki í þess stað upp samvinnu við Vesturveld- in, með velferð plls Þýskalands fyrir augum. — Reuter. íslendingar verða að þurka út áhrif kommúnistanna eins og Norðmenn — og losa fúlkið við óttann af hryðjuverkum og ofbeldi kommúnismans. KJÓSIÐ D LISTANN. Hafa 15 til 20 þúsund manna lið utanlands Tilkynning þeirra „sfaSiesiir staSreyndirnar" Einkaskeyti til Mbl. AÞENA, 17. október. — Her- málaráðherra Grikkja sagði hjer í Aþenu í dag, að ekkert mark væri takandi á þeirri fullyrðingu gríska skæruliða- útvarpsins, að uppreisnar- mennirnir í Grikklandi hefðu nú lagt niður vopn. „Það er ómögulegt að telja tiikynn- ingu stigamannanna á nokk- urn hátt mikilvæga“, sagði ráðherrann. „Hjer er aðeins um að ræða staðfestingu á staðreyndum“. Mun hann með því eiga við þá fullyrð- ingu grísku stjórnarinnar, að skæruliðarnir sjeu nú að heita má algerlega sigraðir, en stjórnin hefur enn einu sinni endurtekið þá yfirlýs- ingu, að hún muni aðeins fall- ast á skilyrðislausa uppgjöf. „Varúð“. Bandarískur stjórnartals- maður sagði frjettamönnum í dag, að stjórnin iiti með „tals- verðri varúð“ á útvarpstilkynn inguna um það, að uppreisnar- mennirnir hefðu lagt niður vopn. „Það er ómögulegt að kom- ast að því, hvort skæruliðarnir meina það, sem þeir segja“, sagði talsmaðurinn. „Skærulið- arnir hafa enn 15 til 20,000 jmanna lið í Albaníu, Búlgaríu og Júgóslavíu. Þessi lönd hafa hvert um sig lýst opir.berlega yfir, að skærulíðarnir hafi ver- ið afvopnaðir og fangelsaðir. Við höfum ekki fengið þetta staðfest, en jaínvel þótt við gerum ráð fyrir, að rjett sje frá skýrt, halda þessir uppreinar- menn engu síður áfram að ógna sjólfstæði Grikklandc“. Auglýsing Argus tapaðist úr Þjóðvilj- anum á sunnudaginn. Skilvís finnandi komi honum aftur á sinn stað. AÖeinseinn kjör- dagur í Reykjavík Athygli skal vakin á því, að aðeins einn kjördagur verður í Reykjavík og kaupstöðunum — sunnu- dagurinn, 23. október. — Virðist þess misskilnings talsvert gæta, að kiördag- ar sjeu hjer tveir eða jafn vel fleiri, EN SVO ER EKKI. Það er aðeins í sveitakjör- dæmunum, sem kosið er tvo daga í röð, en þrjá daga því aðeins, að mjög slæmt vcðurfar torveldi mönnum að sækja kjör- staði. jr jr LUTTIR I UTLEGÐ Einkaskeyti frá Reuter. WASHINGTON, 17. okt. — Einn af talsmönnum banda- ríska utanríkisráðuneytisins skýrði frá því í dag, að því hefði borist fregnir, sem staðfcstu það, að um 17,000 Grikkir, sem til skamms tíma voru búsettir í Svarta- hafshjeruðum Rússlands, hefðu verið fluttir til Kazak histan í Asíu. Talsmaðurinn sagði, cð menn af öorum þjóðernum — einkum Tyrkir og Persar — sem bjuggu á ofan- greindu landssvæði, hefðu einnig verið gerðir útlægir. í fregnum af þessu, sagði talsmaðurinn, er skýrt frá því, hvernig meðlimir rúss- nesku ievnilögreghmnar hafa að undanförnu unnið að hreinsunum í ýmsúm borgum í Kákasus. í hreins- unum þessum hafa verið handteknir allir borgarbúar af erlendu bergi brotnir, og engu um það skeitt, þótt þeir hafi fyrir löngu öðlast rúss- nesk borgararjettindi. Hin- um handteknu hefur þvínæst verið smalað saman á járn- brautarstöðvum og sendir í fjárflutningavögnum til Kaz akhistan, — iðulega án vatns og matar, en ferðin tekur um tvær vikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.