Morgunblaðið - 18.10.1949, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.10.1949, Blaðsíða 5
Þriójudagur 18. október 1949, MORGVHBLAtlÐ 5 nnilutninguf skóiutnuðnr og ftil utu svipuður og 1938, eðu minni DAGBAÐIÐ Tíminn hefir í síðastliðinni viku Ihampað mjog upplýsingum um neyslu- vöruinnflutning á síðastliðnu ári, og telur sig með því hafa sannað, að vaindræði þau um útvegun nauðsynjavara, sem i'lest heimili um land allt hafa að undanförnu átt við að etja orsakist engan veginn af ónóg um mnflutningi þessara nauð- synja. Jafnframt telur blaðið sig hafa með þessu fært sönn- •ur á, að vöruskorturinn, svarti markaðurinn o. s- frv. eigi ekki :rót rína að rekja til þess hversu efnahagsmálum þjóðarinnar sje nú skipað, heldur sje hjer emgöngu um að kenna mistök- um emstakra manna, fyrst og íremst núverandi viðskipta- málaráðherra og skömmtunar- stjóra, en auk þess samstarfs- mönnum Framsóknarmanna úr öðrum flokkum í ríkisstjórn, fjárhagsráði og viðskiptanefnd. í>á er hví um leið slegið föstu, að til sje aðeins eitt úrræði til þess að ráða bót á þessum vanda, eins og raunar ,öllu sem aflaga fer í efnahagsmál- um þjóðarinnar, nefnilega skömmtunarseðlafrumvarp Framsóknarmana og kommú- ísta, er flutt var á síðasta Al- þingi. Þær athugasemdir, sem hjer á eftir verða gerðar við bessar staðhæfingar, eru ekki fram bornar vegna þess, að jeg hafi löngun til þess ótil- kvaddur að afsaka embættis- færslu þeirra manna er að of- an greinir, til þess eru þeir menn sjálfir. Heldur er ástæð an sú, að ef hugsunarháttur Tímans í þessum efnum næði tanga.iialdi á fólivi, væri það einmiU besta tryggingin fyrir því, að engar raunhæfar ráð- stafanir yrðu gerðar til þes? að útrýma braski því og spill- ingu í verslunarháttum, sem Tímmn er altáf að úthúða og álasa samstarfsflokkum Fram- sóknar í ríkisstjórn fyrir að þeir haldi verndarhendi yfir. Blekkingar í meðferð talna. Sönnun sú, er Tíminn telur sig hafa fært fyrir því, ;að vöruskorturinn stafi ekki af ónógum innflutningi, er á þá lund, að upplýst hafi verið, að á árinu 1948 hafi nevslu- vöruinnflutningur á íbúa verið allt að því helmingi meiri en :fyrir stríð, ef reiknað sje í raunverulegum verðmætum. IVIunu upplýsingar þessar upp- ihaflega sóttar í álitsgerð þá, <er við Jónas Haralz sömdum Á s- 1. hausti á vegum laun- íþegasamtakanna, og munu þær iút af fyrir sig vera rjett til- færðar. Það er hinsvegar fullkomin blekking, að draga af þessu þá ályktun, að jafnvægi gæti ver- :ið milli framboðs og eftirspurn ar á neysluvöruma.'aðinum. Það verður að gæta að þvi, að aukning kaupgetunnar nemur :miklu meiru en aukning inn- flutningsins, þannig, að vöru- skorturinn er af þeim orsökum sðliiegt fyrirbrigði, þrátt fyrir En kaupgetan og eftir- spurnin margfaidast hinn aukna innflutning. Ef maður vill gera sjer grein fyr- ir því hvaða ráðstafanir þyrfti að gera, til þess að jafnvægi yrði milli framboðs og eftir- spurnar af erlendum vörum, verður að setja það dæmi upp á allt annan veg cn Tíminn ger ir. Er þá rjett að bera saman annars vegar verðmæti neyslu vöruinnflutningsins en hinsveg ar þann hluta af þjóðartekjun- um, sem gera má ráð fyrir að komi frma sem eftirspurn eftir erlendum neysluvörum. A þessu ári er áætlað, að inn- fluttar verði neysluvörur fyrir ca. 83 milj. kr. Hitt er erfiðara að giska á, hve mikill hluti þjóðarteknanna komi fram sem eftirspurn eftir erlendum neysluvörum, en samkvæmt bestu heimildum, sem jeg hefi um þetta efni, hafa sjerfræð- ingar áætlað, að óvarlegt sje að gera ráð fyrir rpinni upp- hæð en 150 milj. kr. Sjest af þessu, að hjer er um gífurlegt misræmi að ræða, og í þessu misræmi fellst einmitt skýring in á vöruskortinum, svarta- markaðsbraskinu o- s. frv. Það skal játað, að erfitt myndi að framkvæma aðgerðir, sem jöfnuðu þetta misræmi á skömmum tíma. Hinu hef jeg haldið fram, að ef ófyrirsjáan- leg óhöpp koma ekki fyrir, ætti að vera hægt að tryggja nægj anlegan innflutning nauosynleg asta fatnaðar, búsáhald.a o. s. | frv. án þcss að takmarka þyrftí innflutning á nauðsyn- legum fjárfestingarvörum svo neinu næmi. Ef' framkvæmdar yrðu heildaraðgerðir til þess að skapa jafnvægi í þjóðarbú- skapnum og koma útflutnings- fraleiðslunni betur á kjöl, myndi það hafa svo mikla af- kastaaukningu í för með sjer, að slíkt ætti að tryggja nægan gjaldeyri til þeirrar aukningar innflutningsins, sem hjer er um að ræða. ílafnarbakkav'örurnar. Tíminn hendir stundum á vöri'” þær, sem að undanföinu hafa safnast á hafnarbakkan- um vegna örðugleika á gjald- eyrisyfirfærslu, sem sönnun þess, að ekki gti komið til mála að auka neysluvöruinn- fluthinginn. Víst ber ekki að vanmeta þá örðugleika, sem þetta hefir haft í för með sjer, og þá vansæmd, sem af þessu hlýst fyrir landið. Þetta er þó frekar sönnun þess, hve áætl- unarbúskapur sá, sem hjer hef ir verið rekinn, hefir misheppn ast, en hins, að afkoma okkar á þesu ári hafi verið svo slæm, að ekki s4 ugt að sjá þjóðinni fyrir n- sijum. Með 300 miÞ ki'. gjáldeyristekjum auk Marshalílfjár, er ábyggilega hægt að birgja þjóðina að nauð synjum og halda iafnfmint uppi svo mikilli fjráfestingu, að næg atvinna sje tryggð. — Mistökin liggja í því, að gerð- ar hafa verið stórfelldar áætl- anir um fjárfestingu í trausti þes, að tcppsíldarveiði yrði í sumar. Það má vel vera að þetta hafi af pólitískum ástæð um verið óhjákvæmilegt, og víst er um það, - að á- kúrur þær, sem yfirvöld þau, er stjórna fjárfestingunni hafa fengið? hafa yfirleitt hnigið í þá átt að þau hafi veitt of lít- il leyfi, en ekki of mikil. Á því má þó gjarnan vekja at- hygli að þessar miklu fjárfest- Ligaráætlanir hafa ekki í för með sjer meiri framkvæmdir eða atvinnu við framkvæmair en orðið hefði, þó áætlanirnar hefðu verið í samræmi við rnöguleikana á gjaldeyrisöfl- un. Árangurinn verður hinsveg ar afkastarýrnun og sóun fjár magns sem hvarvetna blasir við augum í mynd hálfbyggðra húsa, ókaraðra framkvæmda og íbúða, sem mánuðum saman standa ónotaðar vegna þess að í þær vantar klósett, vask, eldavjel o. þ. h. Ætti þetta einmitt að vera órækasta sönn un þess, að nauðsyn er annarra ráðstafana til þess að kippa þjóðarbúskapnum í lag, en hafta- og nefnd'akerfis þess, er að undanförnu hefir verið treyst á. Hugsunarvilla Tímans. Meginvillan í hugsunarhætti þeirra, er skrifa í Tímann um innflutnings- og verslunarmál- in, liggur í því, að þeir koma ekki auga á það, að neitt or- sakasamband sje á milli tak- mörkunar neysluvöruinflutn- ingsins og álagsins á vörudreif- ingunni, heldur sje þetta óháð hvað öðru. Af þessu draga þeir svo þá ályktun, að auðvelt sje að kippa vörudreifingunni í lag, án þess að auka vörumagn það sem flutt er inn. En það sanna í málinu er, að þegar inn- fl. af einhvérri vörutegund er ónógur, þá verður dreifing- unni ávallt ábótavant. Þegar fólk hefur ekki traust á því að varan fáist, verður kapp- hlaup um hana, fólk reynir að hafa úti öll spjót um útvegun á henni gegnum kunningsskap o. s. frv. og það jafnvel þó að það þurfi vörunnar alls ekki í bili. Jafnframt skapar þetta jarðveg fyrir svartan markað, sem ekki er hægt að uppræta með opinberu eftirliti einu saman, eins og sumir virðast ætla, því að til þess að slíkt eftirlit bæri árangur, þyrfti að tryggja að eftirlitsmaður væri viðstaddur i hvert skipti er borgararnii gerðu með sjer við skipti, en aúgljóst er, að slíkt er öldungis óframkvæmanlegt, Frainh. <á bls. 6 ■M.wai um síldveiðarnar í Flóanum Nær öll sildin sem seid er, sölluð. UM 60 bátar hafa stundað reknetasíldveiðar í Faxaflóa í haust og afli þeirra verið dágóður. Hafa verið saltaðar um 22 þúsur.d tunnur, sem seldar hafa verið til Danmerkur og Póllands fyrir gott verð, en óvíst er um frekari sölu Faxaflóasíldarinnar fyrir gott verð. Morgunblaðið hefir átt við-^ tal við Óskar Halldórsson út- ! gerðarmann og spurt hann! frjetta af síldveiðunum i Faxa- j flóa í haust, en hann hefir haft talsverðan útveg hjer við fló- ann og fylgst vel með síldveið- unura að vanda. — Óskar skýrði svo frá, að mikil þátt- taka í reknetaveiðum í Faxa- flóa í haust stafaði að mestu af aflaleysir.u við Norðurland á liðnu sumri. 22 þús. tunnur Síldarsöltun í Faxaflóa hófst í september og er búið að salta um 22 þúsund tunnur Söltun I hófst hjer sunnanlands mest' vegna þess að það vantaði 11 þúsund tunnur af Norðurlands- síld upp í samninga, sem gerð- ir höfðu verið um síldarsölu tii Danmerkur. Tókst síldarútvegs nefnd að fá Dani til að sam- þykkja, að taka Faxasíld í stað Norðansíldar fyrir sama verð og ákveðið hafði verið á henni. Nokkru síðar tókst að selja 12 þúsund tunnur Faxasíldar til Póllands. Óvíst um meiri sölu. Ekki er nú kunnugt hvort það tekst að selja meiri Faxa- síld fyrir gott verð. Svíum var boðin Faxasíld, en þeir vildu hana ekki. Síldarútvegsnefnd vjnnur stöðugt að meiri sölu Faxasíldar, en jeg býst við að það reynist erfitt að selja nokk uð að ráði fyrir gott verð. En fyrir lágt verð mun líklega véra hægt að selja talsvert magn. Það var eingöngu því að þakka, að ríkisstjórnin setti „Faxasildina“ á svokallaðan ,,frílista“, að útvegsmenn rjeð- ust í að hefja söltun við Faxa- flóa í haust. því söluverð gjald- eyris fyrir síldina má hækka upp í framleiðsluverð, sem mun láta nærri að verði kr. 235 fyr- ir tunnuna, Nýsíldarverð til bátanna er 70 aura kíló, vigtað upp úr bát. Tómar tunnur kosta 50 krónur stykkið. Síldarstúlkur hafa haft 2000—3000 krónur við síldar- söltun á mánuði. Fyrir styrjöldina kostaði að framleiða síldartunnu á Norð- urlandi 22 krónur. — í dag kostar að framleiða Faxaflóa- síld 235 krónur á hverja tunnu. Síldin hagar sjer líkt og 1935. Um aflbrögð segir Óskar Halldórsson: — Fram að 11. þ.m. hefir verið sæmileg veiði í Faxaflóa og útaf Grindavík, en síðustu dagana hefir verið sára lítil síldveiði í Faxaflóa. en sæmileg veiði austur af Grinda vík og útaf Krísuvík. Ilafa i uokkrir bátar undanfarna daga ; farið með veiði sína til Vest- | mannaeýja og látið síldina til frystingar þar. Síldin hagar sjer nú svipað og hún gerði 1935. — Þá var góð veiði fram í október. — Þá tók fyrir veiði í Faxa- flóa að mestu, en svo kom mikil síldarganga útaf Herdís- arvík og alla leið austur fyrir Vestmannaevjar. Jeg man eftir því, að þá flutti jeg síldarsöltun mína frá Keflavik í byrjun nóv ember til Eyja og fjekk mikia sild í söltun þar. En svo kom aftur seint í nóv ember síld í Faxaflóa og var þá góð veiði í víkunum við Reykja nes og á Hafnarleir. Ef dæma má eftir revnslunni þætti mjer ekki óliklegt að nú á tímabili verði síldveiði yið Vestmannaeyjar. Frá útifundi 5. herdsildarinnar ÞEGAR foringjar hinnar ís- lensku 5. herdeildar komu fram fyrir kjósendur á sunnv- daginn, var búist við því, að þeir notuðu tækifærið, til þess að skýra frá: 1. Rjettarörygginu í löndum þeim, sem kommúnistar ráð>. 2. Lýðræðinu í kommúnísta- löndunum, og hvað Iíður þar ritfrelsi, málfrelsi og skoðana- frelsi, og hinum almenna kosn ingarrjetti. 3. Átthagafjötrum verkalýís ins í Rússlandi, og þrælahaltl- inu sem miðar að því, að £á ríkisvaldinu í hendur ódýram vinnukraft, og losna við, úr mannlífinu, það fólk, sem ekfei hefir tekist að undiroka að fullu og öllu, á líkama og sál. 4. Hvað líður hernaðaráætl- unum Sovjetríkjanna, í sam- handi við það sem Stalin heíir »• i tf Ól' M»-v- I Or>l^ hann verði að draga hina „óutn- flýianlcííiu1' styriöld á langinn. 5. Ög Iivorí ekki megi vænía þess, að Sovjetstjórnin fallist á allsherjar eftirlit með kjarn- orkuvopninn, sem mikill meiri hluti Sameinuðu þjóðanna hvað cftir annað hefir lagt tif. að komið verði á. Þetta eru aðeins nokkur þeirra atriða, sem fundarmenn bjuggust við að fá eitthvað um að heyra á fundi þessum- En minna varð úr því, en búist var við. — | ÍHÍJÐ TIL LEIGl : Giið 2 hl’rb:v ;i og o','lij i J ; n ' tí:.l i" húr.i nab .'gt n iði. . í j i til loij ti gegn I'u ildagivht g í j ! • fl: stóiku. clibi yr.gr: e:: œn 1 : tvitugt. Fámsnn fiðlsVyb’a. önu I u'' stúlka fyrir part af doj-inum. j : Tilboð merkt: ...Gagnkvæm þa ,, 5 í indi 185“ ser\dist ofgr. Mþl. j fyrir i'östudag. 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.