Morgunblaðið - 18.10.1949, Síða 6

Morgunblaðið - 18.10.1949, Síða 6
6 MOKGUJSBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. október 1949. getur fengið atvinnu hjá Lf't'ei daltöd Söteinclc oró llger rökþrot ungra Tímumannu a fund- innm ú Selfossi Ungir Sjáifstæðismenn í öruggri sékn Framtíðaratvinna Vanan bókhaldara, eða efnilegan ungan mann með góða bókhaldsþekkingu vantar að traustu fyrirtæki úti á landi nú þegar eða síðar. Tilboð með meðmælum sendist á afgreiðsluna fyrir n.k. sunnudag. Merkt: „Framtíð11 — 0186. Afgreiðslustúlku vantar. Brauðgerðin, Barmahlíð 8. % húseign í Morðurmýri til sölu. Nánari upplýsingar gefur málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar og Guðlaugs Þorlákssonar. Austurstræti 7. Símar 2002 og 3202. Gulrófur Úrvals Gulrófur verða seldar í 25 kg. og 50 kg. sekkj- um í dag og á morgun. Rófunum ekið heim gegn heim- sendingargjaldi. — Pöntunum veitt móttaka í síma 4228 kl. 12—2. Garðyrkjan Bólstað við Laufásveg. Smjörbrauðsdama Vön smjörbrauðsdama getur fengið atvinnu nú þegar. Gott kaup. Uppl. Matbarinn, Lækjargötu 6. óskast nú þegar til 1. desember. — Tilboð með upp- lýsingum sendist í pósthólf 594, Reykjavík. Stór- sultsíldurflök (Ný Norðansíld). Höfum fyrirliggjandi saltsíldarflök í áttungum beinlaus og roðlaus. MíÐSTÖSlM H.F. Heildsala — Umboðssala Vesturgötu — Sími 1067 UNGIR Sjálfstæðismenn og ungir Framsóknarmenn í Árnes- sýslu hjeldu kappræðufund á Selfossi s. 1. sunnudag. Áttu ungir Sjálfstæðismenn fullt eins miklu fylgi að fagna á fund- inum og þó höfðu Framsóknarmenn sent bíla víða um sýsluna til að smala á fundinn. Það vakti sjerstaka eftir-* tekt fundarmanna, hversu óskammfeilnir ungir Framsókn armenn voru í málflutningi sín um og hversu blygðunarlausa lygi þeir báru fram. Málefna- legar umræður forðuðust pilta- greyin alveg. Hafa sennilega átt erfitt með að finna nokkuð nýtilegt í stefnu flokks sins og er þeim það ekki láandi. Forusta Sjálfstæðis- flokksins. Ungir Sjálfstæðismenn sýndu aftur á móti fram á með ljós- um rökum, að Sjálfstæðisflokk urinn hefur haft forustu um þær stórstígustu framkvæmdir, sem gerðar hafa verið á síð- ustu árum og sem hafa haft í för með sjer batnandi afkomu allra og ekki síst bænda. Fram sóknarmenn hefðu barist gegn öllum þessum framkvæmdum og reynt að torvelda nýsköp- unina á allan hátt. Bentu þeir einnig á klofninginn í Fram- sókn og hversu gjörsamlega æskan hefði snúið bakinu við þessum stefnulausa milliflokki. Fjandskapur Framsóknar í garð bænda. Hjalti Þórðarson, framsögu- maður ungra Tímamanna sagði, að þjóðinni hefði vegnað vel meðan Framsóknarmenn rjeðu mestu um stjórn landsins allt frá 1927 til 1939. Kallaði hann þetta mikið blómatímabil í sögu þjóðarinnar. Aftur á móti hefði allt sigið á ógæfuhliðina eftir þann tíma eða þegar áhrifa Sjálfstæðismanna fór að gæta í stjórn landsins. Sjerstaklega þótti honum stjórnartímabil nýsköpunarstjórnarinnar ömur iegt. Fundarmenn brostu að þessari barnalegu ræðu Tima- piltsins og töldu ekki heppilegt ' íyrir Framsóknarmenn að minna fólkið á stjórnartíð Her- manns og Eysteins, sem var j erfiðasta tímabil í sögu þjóð- } arinnar og ekki síst bænda allt frá því um aldamót. Aftur á móti sýndi það að Framsókn- armenn hefðu ekkert lært og engu gleymt. Þeir vildu fátæka umkomulausa bændastjett, sem þeir gætu kúgað fjárhags- lega. Efnalega sjálfstæðir bændur eru þeim þyrnir í aug- um. Rökþrot Tímamanna. Annar ræðumaður ungra Framsóknarmanna var Kristinn nokkur Helgason. Var ræða hans frámunalega auðvirðileg. Tugði hann upp verstu fúkyrði Tímans, en gerði ekki minnstu tilraun til að færa rök fyrir máli sínu. Hrósaði hann Fram- sókn fyrir hátt afurðaverð bænda. En gleymdi því, að þao var fyrst 1942 eftir að Sjálf- stæðismenn fengu umráð með þessum málum, að afurðaverð bænda hækkaði í hlutfalli við annað verðlag í landinu. Þegar líða tók á fundinn sáu Framsóknarmenn, að ekki mundi duga að standa á því, að Eysteinstímabilið með kreppulánúm skuldafjötrunum, og framkvæmdaleysinu, hefði verið glæsilegra heldur en ný- sköpunartímabilið, og ljetu því einn starfsmann kaupfjelagsins stynja því upp, að Framsóknar- menn hefðu nú reyndar verið með nýsköpuninni! Og þar með reif hann niður allt það, sem Framsóknarmenn áður á fund- inum höfðu fundið þessum fram kvæmdum til foráttu. Þannig var málflutningur Framsóknarmanna. Tómar mót sagnir, samfara margþvældum tímarógi og blekkingum. Var auðsjeð að fundarmönn- um ofbauð málflutningur ungra Framsóknarmanna sem sýndi á áþreifanlegan hátt hversu aumir Framsóknarmenn eru nú í kosningabaráttunni. fjölmennur fundur Sjálfsfæðismanna á Akureyri AKUREYRI, 17. okt.: — Sjálf- stæðisfjelögin á Akureyri héldu mjög fjölmennan fund í Nýja Bíó s.l. sunnudag. Fundinn hafa sótt um 400 manns. Jónas Rafnar, frambjóðandi S j álf stæðisflokksins á Akur- eyri, setti fundinn. Ræður fluttu Bjarni Benediktsson, ráð herra og Sigurður E. Hlíðar, alþingismaður. Bjarni Benediktsson ræddi stjórnmálaviðhorfið og stefnu- mál Sjálfstæðisflokksins við í hönd farandi Alþingiskosning- ar. Sigurður Hlíðar mintist á stjórnmálaástandið í landinu og að aldrei hefði verið meiri þörf fyrir örugga forýstu í landsmál um. Hvatti hann alla Sjálfstæð ismenn á Akureyri 1il að vinna sem ötulast að ko^rrgu Jón- asar G. Rafnar. Var máli beggja ræðumanna íorkunnar vel tekið. Jónas G. Rafnar ávarpaði þá fundarmenn og hvatti þá til að duga sem best í kosningabar- áttunni á Akureyri. Er nú mik- ill áhugi rikjandi meðal Sjálf- stæðjsmanna og eru þeir stað- ráðnir í, að tryggja flokknum glæsilegan sigur í kosningun- um. — H- Vald. NÚ HEFIR flokkurinn með langa nafnið breytt um heiti, rjett eiriu sinni. í upphafi hjet hanp Kommúnistaflokkur ís- lands. En seinna var hann skírður upp og nefndist Sam- einingarflokkur alþýðu Sósíal istaflokkurinn. í viðlögum hef- ir hann tekið sjer ýms önnur heiti. Og nú heitir hann STJÓRN- ARANDSTAÐAN“. Þjóðviljinn birti ávarp á sunnudae, til ..Stjórnarandstöð- unrp.r“. Þar segir að Sósíalista flokkurinn óski eftir „sem allra nánustu samstarfi við , Stjórn- arandstöðuna“ síðustu vikuna fyrir kosningarnar. Skyldi vera nokkur hætta á bví, að kommúnistar sjeu ekki með sjálfum sjer. Ennfremur segir í ávarpinu, að „Stjórnarandstaðan“ eigi að láta hina „almennu bjartsýni örfa sig“ í kosningunum. Raunarollan í sama tölublaði Þjóðviljans, út af kosninga- ósigrinum í Noregi, bendir ekki til þess, að hin „almenna bjart- sýni“ sje sterk í þeim herbúð- um. Frh. af bls. 5 fyrir utan kostnaðinn, sem eft irlitið hefir í för með sjer. Ef kommar og Framsókn mynda stjórn .... Hjer skal ekki farið út í það að leiða getur að því, hvað drífa myndi á daga þjóðarinn ar, ef það tvennt skeði, að kommúnistar og Framsóknar- menn næðu sameiginlega meiri hluta í þesum kosningum, og sú opinbera hernaðaráætlun kommúnista heppnaðist, ' að „beina valdafíkn Hermanns Jónassonar í þjóðholla stefnu“ (þ. e. í þágu hins alþjóðlega kommúnisma), eins og þeir orða það sjálfir. Eitt er þó hægt að segja með eins ör- uggri vissu og nokkru verður yfirleitt spáð fram í tímann. Það yrði ekki neitt af þeim kjarabótum, sem kommúnistar lofa alþýðu manna í kosninga- áróðri sínum. Það myndu ekki verða liðnir margir mánuðir af samstjórn þeirra „þjóð- hollu“ áður en almenningur fengi að kenna á því, að í stað bættra kjara kæmu versnandi lífskjör í mynd strangari skömmtunar, meiri erfiðleikum um vöruútvegun, lengri bið- raða o. s. frv. I kjölfar þessa ástands myndi svo sigla auk- inn svartur markaður, sem reynslan myndi sína, að lög- festing skömmtunarseðlafrúm varpsins myndi ekki sporna gegn. Það væri ekki annað en bein afleiðing af stefnu þess- ara flokka í fjárfestingar- og utanríkismálum, að ástand það sem hjer hefir verið lýst, hlyti að skapast, ef þeir næðu sam- an tökum á stjórn landsins. Framsóknarmenn hafa bar- ist gegn öllum helstu hagsmuna málum Reykvíkinga. KJÓSIÐ D LISTANN.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.