Morgunblaðið - 02.11.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.11.1949, Blaðsíða 6
6 MORGUNULAÐIÐ Miðvikudagur 2. nóvember 1949 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla* Austurstræti 8. —Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 71 aura með LesbéS. Uppeldi og skóli RÚMLEGA EINN þriðji hluti íslensku þjóðarinnar býr nú í höfuðborg landsins, Reykjavík. í flestum hinna stærri kaupstaða fjölgar fólkinu einnig ár frá ári töluvert meira en eðlilegri fólksfjölgun nemur. Því fólki fækkar að sama skapi, sem býr í sveitum og strjálbýli. Með fjölgun fólksins í þjettbýlinu skapast margvísleg ný viðfangsefni og vandamál. íslendingar hafa allan aldur sinn búið í strjálbýli. Menning þeirra hefur þessvegna fyrst og fremst verið sveitamenning. Þjettbýlismenning okkar er þessvegna ung og ber eðlilega mörg merki vanþroska og rótleysis. En við íslendingar verðum að gerá okkur það ljóst að við lifum á miklum tímamótum að þessu leyti. Margvísleg- ar hættur eru á vegi þeirrar kynslóðar, sem nú er að alast upp í hinni ungu höfuðborg okkar og hinum stærstu kaup- stöðum. Til þess að bægja þessum hættum frá þarf mark- vissa baráttu og starf. Til þess þarf einnig nákvæman skiln- ing á eðli vandamálsins, sem við er að etja. Hjer í Reykjavík hefir verið stofnað Barnaverndunar- íjelag, rætt er um byggingu æskulýðshallar og sköpun bættra skilyrða fyrir margskonar tómstundaiðkanir ungl- inga. Sú viðleitni, sem í þessu felst er góðra gjalda verð. En hún nægir ekki til þess að leysa vandann. Fullkomnir og góðir samkomustaðir, skautahöll, íþróttavellir, íþrótta- hús o. s. frv. eru nauðsynleg menningartæki, sem geta átt ríkan þátt í að beina áhuga barna og unglinga í rjetta átt. En þau nægja samt ekki til þess að leggja grundvöll að heilbrigðri þjettbýlis- og borgarmenningu. Frumskilyrði hennar er sjálft uppeldið á vegum heimila og skóla Það verður þess vegna aldrei of oft brýnt fyrir heim- ilum höfuðborgarinnar, hversu mikil ábyrgð hvílir á þeim á þessum árum þegar allur bragur bæjar þeirra er í deigl- unni. Þau mega ekki treysta um of á uppeldislega forsjón skólanna. Mikilvægasti þáttur uppeldisins fer fram á heim- ilunum. Þau hljóta alltaf að eiga ríkastan þátt í að móta ' skapgerð æsku sinnar. Þau hljóta að vera traustasti skjól- garðurinn um vaxtarbrodd kynslóðarinnar. Hlutverk skól- ans er að halda áfram starfi þeirra, vinna með heimilunum • að sköpun andlega og líkamlega heilbrigðrar æsku. En vegna þess að Reykjavík er ung borg og aðstaða heim- ila hennar mjög misjöfn tií uppeldis verður hlutverk skóla hennar miklu þýðingarmeira en ella. Á því veltur þess- vegna mikið að skólarnir ræki ekki síður hina uppeldislegu hlið starfsemi sinnar en sjálft fræðslustarfið. Margt bendir til þess að þótt við íslendingar eigum að mörgu leyti vel mennta kennarastjett þá bresti samt veru- lega á það, að skólar okkar ræki uppeldisstarf sitt nægi- lega vel. Hlutverk skólanna er ekki aðeins það að miðla unglingunum bóklegri og verklegri fræðslu og þekkkingu. Það er njafnframt það, að kenna æskunni ræktarsemi við land sitt og þjóð, leggja grundvöll að þegnskaparanda og ábyrgðartilfinningu gagnvart þjóðfjelagi sínu. í lýðræðis- þióðfjelagi, sem byggir á áhrifarjetti hvers einasta borg- ara á stjórn lands síns, er sköpun lýðræðislegs þroska ungl- inganna mjög þýðingarmikil fyrir velferð þjóðarinnar. Á þessu verðum við íslendingar að átta okkur betur framvegis en við höfum gert hingað til. Við verðum að vinna að því að skapa aukna ábyrgðartilfinningu meðal æskunnar fyrir framtíð hennar sjálfrar og þjóðfjelags henn- ar. Við verðum að glæða þegnskaparanda hennar, gera henni Ijóst að hún er sjálf smiðhr sinnar eigin gæfu. Við megum ekki láta rótleysi og upplausn setja svip sinn á hina ungu þjettbýlismenningu okkar. í því fælist mikil og geig- vænleg hætta fyrir framtíð okkar. Heimili og skóli verða að sameinast í náinni samvinnu um ræktun þegnlegrar rbyrgðartilfinningar í brjósti íslenskrar æsku. Á grundvelli hennar mun okkur takast að skapa rúmgott og rjettlátt lýð- ræðisþjóðfjelag. Ef að við látum það undir höfuð leggjast, vofir sú hætta yfir þessari fámennu þjóð að æska hennar verði að gjalti fyrir hinum aukna hraða, sem tækniþróun nútímans, þjettbýlið og nálægðin við umheiminn, hafa leitt yfir hana. En til þess má ekki koma. Uíhverjl áhrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Reykjavíkur- sýningin REYKJAVÍKURSÝNINGIN verður opnuð í dag í Þjóðminja safninu nýja. Þetta verður merkileg sýning, sem bæjar- búar eiga eftir að skoða næstu vikurnar sjer til ánægju og fróðleiks. Mikil vinna hefur veri,ð lögð í að koma sýning- unni upp og óhætt er að full- yrða, að vel hefur tekist að safna saman munum og upp- lýsingum, sem gefa góða hug- mynd um menningu og tækni eins og hún er í dag ásamt sögulegum upplýsingum um þróun bæjarins og ýmsra mála frá byrjun. Vel til fundið VEL var til fundið að koma Reykjavíkursýningunni upp einmitt nú, er hægt var að fá- afnot af hinum glæsilegu húsa kynnum safnahússins nýja. —- Það er ekki víst að hentugra húsnæði hefði fengist í annan tíma. Næstu vikurnar geta Reyk- víkingar fræðst um bæinn sinn með því að skoða sýninguna. Kynna sjer muni og táknmynd ir, sem þar eru. Hlusta á fræð- andi erindi, taka þátt í skoð- anaferðum sýningarinnar, sem farnar verða víðsvegar í fyrir- tæki og horfa á kvikmyndir, sem sýndar verða. Samkomustaður bæjarbúa FORSTÖÐUNEFND sýningar- innar hefur búið svo í haginn, að á meðan sýningin er opin getur hún orðið nokkurskonar miðstöð skemmtana og fjelags- lífs í bænum. Oft er yfir því kvartað, að „hjer gerist aldrei neitt og að ekkert sje hægt að fara nema í bíó“. Næstu vikurnar verður ekki ástæða til að kvarta og trúlegt er, að sýningarinnar verði sakn að ,þegar lokað verður. • Vísir að byggðasafni OG þá er það ekki minnst um vert, að ætlast er til að sýning- in verði vísir að byggðasafni fyrir Reykjavík. Það hefur.til finnanlega vantað. — Fjölda margar sögulegar minjar hafa glatast vegna þess, að ekki var til neitt byggðasafn. En nú hafa forstöðumenn Revkjavíkursýningarinnar feng ið marga góða muni og það fer ekki h.iá því, að fjöldi manns mun fá áhuga fyrir að safna gömlum gripum, eftir að þeir hafa sjeð þessa svningu og skilið hvað þýðingarmikið atriði það er að gevma gamla muni, sem lýsa lífsbaráttu for- feðranna, menningu þeirra og daglegu lífi. • Allir verða að sjá sýninguna BLÖÐIN segja frá því, að gert sje ráð fyrir að sýnignin verði opin í 3—4 vikur. Tíminn sker að sjálfsögðu úr um það hvernig aðsóknin verður og ekki er mjer kunn- ugt um hve Reykjavíkursýn- ingin fær lengi inni í safnahús inu. En hitt tel jeg líklegt, að einn mánuður verði nokkuð naumur tími fyrir sýninguna, því ef vel á að vera ætti hver og einn einasti Reykvíkingur, sem kominn er til vits og ára að skoða sýninguna og það oft- ar en einu sinni. Nú er að standa við loforðin ÞAÐ hefur ekki verið friður fyrir kröfubrjefum undan- farna daga. Hvenær ætlar Rann veig að fara að efna loforðin sín? spyrja menn 'í brjefum til mín. — Minntu hana á loforð- in! segja aðrir. Jeg skil fólkið vel, að það vilji sjá einhverjar efndir á miklu loforðunum hennar Rannveigar. En um leið verð jeg að benda á, að ekki á „Dag- lega lífið“ neinn þátt í þeim loforðum og hefur enda ekk- ert samband við ungfrúna, nema rjett eins og aðra borg- ara, sem dálkana lesa. Meira að segja var í þessum dálkum varað við því, að leggja trúnað á loforðin og bent á, að sennileaa yrðu þau ljett í vasanum eftir kosning- arnar. En rjett er að ganga eftir gefnum loforðum ÞAÐ er vitanlega sjálfsagt, að ganaa eftir gefnum loforðum, en bað verður að snúa sjer til rjettra aðila. Þeirra, sem lof- orðin gáfu. Guð velkomið er að minna ungfrúna á loforðin við og við, hjer í þessum dálkum. — En öruggast held jeg að sje að snúa sjer beint til hennar sjálfrar, blessaðrar og spyrja hana hvað líði stóru orðunum. Það var dáfallegur víxill, sem hún skrifaði upp á, þótt ekki væri nema með útvarps- ræðunni sinni! „Hjelt bún væri Ali Baba“ EITT kröfubrjefið, sem vilst hefur til mín í sambandi við Rannveigðrloforðin, er ólíkt hinum. Þar segir m.a.: ....... Rannveig taldi okkur trú um, að hún væri einskonar Ali Baba, sem gæti með einu augna tilliti, eða handabendingu veitt okku.r öll lífsins gæði. Hvonær ætlar hún að byrja að galdra?“ ..MEÐÁL....ÁNNÁRÁ^ORÐÁ . . . . »I••••M••••••••••«••»••••••»••••«••M•»I1•II•I•I••»»••I•I•IIII«I•I•••MI•I•II•I•••I»»«MM»III»•»•••»••••••••»•,••,,,,,,,,,,M•II Þar er þjóðhátíðardagurinn ekki helgidagur. NEW YORK — „Saga Tjekkó- slóvakíu veitir fullnægjandi sönnun þess, að andi frelsisins verður ekki bugaður með of- beldi“. Þannig fórust Benjamín V. Cohen orð, en hann er full- trúi Bandaríkjanna á allsherj- arþingi S. Þ. Ræðu sina hjelt Cohen vegna frelsis- eða þjóð- hátíðardags Tjekkóslóvakíu, sem var haldinn hátíðlegur hinn 28. október. • • Fólkið á að glevma frelsinu. Hann skýrði frá því, að hinir „nýju húsbændur“ í Prag mundu gera sjer þess fulla grein, að núverandi „lögreglu- stjórn þeirra og einræði“ er óvinsælt. „Hún er annarleg og óaðlaðandi fyrir eðliskennd og sögulegar venjur tjekknesku þjóðarinnar“. „Því“ sagði hann, „vilja húsbændurnir nýju, að fólkið í Tjekkóslóvakíu gleymi frelsi sínu“. Cohen rakti áhuga og þátt- töku Bandaríkjanna í frelsis- baráttu Tjekka og sagði síðan: „Við erum hreyknir af þátt- töku Bandaríkjanna í þeim til- raunum, sem gerðar voru til verndar sjálfstæði landsins, þegar harðstjórn nasistanna rjeðst að því með miskunar- leysi. Við Bandaríkjamenn get- um ekki látið sem allt sje ágætt nú, þegar sjálfstæði Tjekkó- slóvakíu er traðkað undir hæli annarar og nýrrar harðstjórn- ar“. • • Tomas Mazaryk. Þá minntist Cohen á starf Tomas Mazaryk í fvrri heims- styrjöldinni meðan hann var í útlegð í Bandaríkjunum. Hann hrósaði því, hve giftusamlega honum hefði tekist að vinna samúð og stuðning bandarísku þjóðarinnar, svo að Bandaríkin urðu fyrst allra stórveldanna til að viðurkenna tjekknesku útlagastjórnina, og það jafnvel áður en formlega hafði verið lýst yfir sjálfstæði landsins í Prag hinn 28. okt. 1918. • • Stjórnlagarofið 1948. Enn rakti Cohen rás viðburð- anna. Hann minntist á það, að Bandaríkin hefði neitað að við- urkenna hertöku nasista, hann gat hinna nánu kynna og vin- áttu þeirra Benes forseta Tjekkóslóvakíu og Roosevelt forseta Bandaríkjanna, sem nú eru báðir látnir. Loks vjek hann að heimsstyrjöldinni síðari, þegar Bandaríkjamenn og Tjekkar börðust aftur hlið við hlið. „Þeir börðust hvorir tveggja baráttunni miklu fyrir frelsinu og gegn harðstjórn og ásælni“. „Út úr þeirri baráttu kom Tjekkóslóvakía skírrl í hug- sjónum en nokltru sinni fyrr — hændari að frelsi og sjálfstæði en áður“. Landið var frjálst, uns sjálfstæði þess var sálgað með stjórnlagarofinu í febrúar 1948. — • • Annarleg viðhorf. Cohen sagðist vita, að ein- ræðið væri annarlegt í augum Tjekka ekki síður en Banda- ríkjamanna. Hann lagði áherslu á, að tjekkneska stjórnin, kommúnistar, vildi fyrir alla muni, að þjóðin gleymdi þjóð- hátíðardegi sínum með öllu, og kæmi það gleggst fram í því, að þá væri öllum fyrirskipað að vera að vinnu sinni áður var dagurinn hátíðisdagur, sem vænta má. j Cohen lauk máli sínu á þessa lleið: „Frelsisástin lifir og mun ' um ókomin ár lifa í brjóstum , tjekknesku þjóðarinnar".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.