Morgunblaðið - 02.11.1949, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.11.1949, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLIT — FAXAFLÓI; Vaxandi S.- og SA-átt. Hvass- viðri eða stormur í dag. í FRÁSÖGUR færandi. — Sjá grein á bls, 7. ___ 251. tbl. — Miðvikudagur 2. nóvember 1949. •*** Hnum almenno EngiibertKaíberg Norðuriðndðþjéiiiíndð’ \m\* kirkjufundi luuk í gær kaupsakr HINUM ALMENNA kirkjufundi 1949 lauk í gær. Fundir hóf- ust með morgunbænum kl. 9,30, sem Jóhannes Sigurðsson prentari annaðist. Síðan hófust umræður um framtíðartilhög- un og starfsemi hinna almennu kirkjufunda. Síðan flutti svo Róbert Abra-' ham, söngstjóri, mjög fróðlegt og ítarlegí erindi „Kirkjuhljóm list á dögum Lúthers“. — Var góður rómur gerður að máli hans. Eftir hádegi hófst kvikmynda sýning í .,Stjörnubíó“. — Sýnd var hin fræga og stórmerka Ýnynd: „Dásemdir sköpunar- innar“, Auk fuiltrúa var al- menningi heimill ókeypis að- gangur, og margt fólk viðstatt. Að kvikmyndasýningunni lok inni, bauð stjórn kirkjugarð- anna í Reykjavík fulltrúum að skoða hina nýju kapellu í Foss- vogskirkjugarði. Knud Ziem- sen, fyrv. borgarstjóri, sýndi hana. Að því loknu bauð kirkju garðsstjórnin fulltrúum til kaffi drykkju í húsi K.F.U.M. og K. Kl. 4 var aftur cettur fund- ur. Þar voru tekin til aígreiðslu þau mál, sem lögðu höfðu verið fram og tillögur samþykktar. — Að því loknu var gengið til kosninga á undirbúningsnefnd næsta fundar. Þessir menn voru komnir: Sr. Sigurbjörn A. Gíslason, Rv., herra Sigurgeir Sigurðsson, bisk up, Rv., sr. Þorgrímur Sigurðs- son, Staðarstað, 'sr. Sigurjón Guðjónsson, Saurbæ Olafur Ol- afsson, kristniboði, Rv., Sigurð- ur Halldórsson, trjesmíða- meistari, Rv. og Steingrímur Benediktsson, kennari Vest- mannaeyjum. Að kosningunni lokinni voru fluttar erlendar kirkjufrjettir. Því næst sleit fundarstjóri kirkjufundarins fundinum og þakkaði fundarmönnum fyrir komuna og ánægjulegt samstarf á fundinum, en fundarstjóra var þökkuð sjerstaklega góð og röggsöm fundarstjórn. Er fundi lauk var fjölmenn altarisganga í Dómkirkjunni fyrir fundarmenn. Sr. Bjarni Jónsson tók til altaris. I gær- kvöldi var svo kveðjusamsæti fyrir fulltrúa. Eins og áður getur voru full- trúar um 100 talsins. Er mál allra, að fundurinn hafi tekist mjög vei og hafi orðið til mikils gagns fyrir fulltrúa og aðra þá, sem fundinn sátu. Hann er greinileg sönnun þess, að slíkir samtalsfundir presta og leik- manna eru nauðsynlegir og æskilegt, að þar verði fram- hald á. Ályktana kirkjufundarins verður getið síðar. Hreinsun í lögregianni. BERLÍN — Austur-þýska stjorn- in hefir nú byrjað hreinsanir innan lögreglunnar. Allir þeir, sem eiga ættingja í V-Þýska- landi, eru reknir og þeim til- kynnt að þeir muni ekki fá at- vinnuleysishjálp, þar sem þeir geti fengið vinnu í úrannámun- um í Sachsen. !»ing S.S.R.B. hjeli áiram í gær FUNDIR hjeldu áfram í allan gærdag í þingi Bandalags starfs manna ríkis og bæja. Voru þar m. a. samþykktar tillögur 1 launa- og dýrtíðarmálunum og fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár. Einnig voru ýms önn- ur mál rædd á þinginu- Þegar blaðið fór í prentun í gærkveldi stóð enn yfir fundir og óvíst talið, hvort hægt yrði að ljúka þinginu í gærkveldi. Á FUNDI utanríkisráðherra Norðurlanda í Kaupmannahöfn í septembermánuði síðastliðnum, var rætt um flóttamannavanda- málið í SúðUr-IJjesvík, og ákveðið að ríkisstjórnir 1 lands, Noregs og Svíþjóðar skyldu styðja málaleitanir dönsku rík- isstjórnarínnar um þetta mál, til stórvelda þeirra, sem hafa með höndum helnám Vestur-Þýskalands. Samsæli fyrlr skip- broismennina af „Havfruen" SLYSAVARNARFJELAG ís- lands gekkst fyrir samsæti í gær fyrir færeysku skipbrots- mennina af „Havfruen", sem slysavarnadeildin á Siglufirði bjargaði nú nýlega. Var fyrst sýnd kvikmyndin af björgun- inni við Látrabjarg, en síðan var setst að borðum. Guðbjartur Ólafsson, forseti Slysavarnafjelagsins, bauð gesti velkomna, en ennfremur tóku til máls frú Guðrún Jónasson, formaður kvennadeildarinnar í Reykjavík og Rannveig Vigfús- dóttir, formaður kvennadeild- arinnar í Hafnarfirði. Þá talaði Wolfgang Andreasen, skipstjóri á „Havfruen“. Þakkaði hann Islendingum fyrir björgunina og sjerstaklega höfðinglegar móttökur, ekki síst á Siglufirði. Einnig tóku til máls Aage Schiöth, lyfsali og danskur ræðismaður á Siglufirði og Per Wigelund, formaður Færeyinga fjelagsins í Reykjavík. Skipbrotsmennirnir fóru með „Drottningunni“ heimleiðis í gærkveldi. Yerslunarráðstefna í París LONDON, 1. nóv.: — 130 full- trúar frá 24 löndum hafa komið sjer saman um ályktun um stefnu í efnahagsmálum. Hafa þeir að undanförnu setið á ráð- stefnu í París. Segir m.a. í ályktuninni, að skera verði mjög niður öll bein og óbein ríkisútgjöld. — Gera verður fjárlög hvers lands úr garði í samræmi við efnahag þess. NTB. Sex menn farast. LONDON — Nýlega fórust sex menn þegar flugvjel ein fjell til jarðar í grennd við London. Var hún að hefja sig tit flugs. Flug- vjelin stóð þegar í Ijósum Jog- um. Einn komst af. ENGILBERT Hafberg, kaup- maður, andaðist hjer í bænum í gær eftir alllanga vanheilsu. Hann var um sextugt, mjög kunnur maður í bæjarlífinu, hafði rekið verslun um mörg | ár og var um eitt skeið aug- lýsingastjóri Morgunblaðs- ins. Hans verður nánar minnst síðar. Veírarklúbburinn opnar á morgun UM síðustu helgi fór fram vígsluathöfn í „Vetrarklúbbn- um“ nýja, en það er skemti- klúbbur. sem verður í Tivoli- veitingahúsinu í vetur. Hafa ýmsar endurbætur verið gerð-1 ar á veitingahúsinu fyrir klúbb starfsemina og eru veitingasal-! irnir nú einhverjir þeir þokka legustu í bænum. Forstöðumaður veitinganna verður danskur maður, Francis Dangaard, sem er útlærður veitingamaður og hefir dvalið hjer á landi í þrjú ár. Samkomur verða hjá klúbbn um fjórum sinnum í viku og fá ekki aðrir aðgang, en með- limir og gestir þeirra. Þá er í ráði að hafa salina opna fyrir meðlimi frá klukkan 4 á dag- inn og er þá ætlast til að menn spili á spil, eða komi til að rabba saman. Hugmyndin með þessari klúbbstofnun er, að veita mönnum tækifæri til að koma saman til skemtanahalSs nokkr um sinnum í viku þar sem á- hersla verður lögð á góðar veit ingar og skemtilegt andrúms- loft. — Þegar hafa um 150 manns gerst fjelagar í klúbbn- um. Fyrsta skemtikvöldið í vikunni verður annað kvöld. Margír bílaáreksfrar ALLMARGIR bílaárekstrar hafa orðið hjer í bænum s'íðustu daga. Flestir þeirra munu þó hafa orðið á mánudagsmorgun. Þá var talsverð ísing á göt- unum og náði sólin og umferð- in ekki að bræða hana, fyrr en um kl. 10—11. Þennan morgun urðu sem fyrr segir allmargir árekstrar og skemmdust þá , flestir þeirra 40 bíla, sem nú S liggja fyrir skýrslur um, vegna : árekstra, hjá rannsóknarlög- reglunni. Hafa nú ríkisstjórnir íslands, Noregs og Svíþjóðar afhent rík isstjórnum Bretlands, Frakk- lands og Bandarikjanna sam- hljóða orðsendingar, þar sem bent er á þau vandkvæði, er leiða af hinum óeðlilega flótta- mannafjölda í þessu hjeraði. en þv* eru flóttamenn svo að segja jafn margir og þeir íbú- ar, sem fyrir voru. Afleiðingin hefir orðið sú, að hlutfallið milli íbúa hjeraðsins af dönskum ættum og þýskum, hefir raskast verulóga, dönsk- um í óhag. — Taka ríkisstjórn- irnar það fram, að þær geri sjer að fullu ljósa þá erfiðleika sem orðið hafa á því að koma hinum mikla fjölda flóttamanna fyrir í Vestur-Þýskalandi, og meti einnig þær tilraunir, sem gerðar hafa verið til þess að Ijett; þessu fargi af Suður- Sljesvík. Samt hljóti hin Norð urlöndin, sem nátegnd eru Danmörku, að hafa einnig nokkrar áhyggjur í þessum efn um. Er á það bent, að frá almennu öryggis-sjónarmiði hafi það mikla þýðingu fyrir öll Norður- landaríkin, að halda uppi friði og öryggi við suðurtakmörk Danmerkur. Telja, ríkisstjórnirnar þrjár sjer skylt að taka það fram, að þær muni fagna hverjum þeim aðgerðum, sem gerðar kunna að verða í því skyni að ljetta þessu þunga fargi af heimilis föstum íbúum Suður-Sljesvík- ur. (Samkv. frjett frá utanríkis- ráðuneytinu). RANNSOKNARLOGREGLA N lýsti í gærkveldi, eftir ungum manni, sem ekkert hefur spurst til síðan á sunnudagskvöld. Þessi ungi maður er Gísli Sigurður Sigurðsson. Hann er vestan af Isafirði, en hefur dvalið hjer í bænum að undan- förnu, í Kamp Knox E-34. Gísli Sigurður fór að heim- an frá sjer um kl. 8 á sunnu- dagskvöld. Þá var hann í dökk- um jakka við brúnar buxur, í hvítri skyrtu, með rauðlitt bindi, en Gísli er ljós yfirlit- um. Hann er 23 ára að aldri. Nokkru síðar á sunnudags- kvöld, líklega um miðnætti, fór hann frá borði á bát, er lá hjer í Reykjavíkurhöfn, en þangað hafði hann koinið sem snöggvast. Rannsóknarlögregtan hefur beðið Morgunblaðið að beina þeirra, er urðu Bjarna varir á sunnudagskvöld, eða síðar, að koma til viðtals hið bráðasta. HaRdknaHleiksmófið heldur áfram í kvöid HANDKNATLEIKSMÖT Rvík- ur heldur áfram í kvöid kl. 8 í- íþróttahúsinu við Háloga- land. Þá keppir Valur við Fram, S. B. R. við Ármann og Vík- ingur við K. R. Sveit Lárusar Karls- sonar hrídgemeistari AKUREYRI, 1. nóv.: — Lands- keppnin í bridge hjelt áfram hjer í gær. í annari umferð fóru leikar svo að sveit Lárusar Karlsson- ar vann sveit Vilhjálms Sig- urðssonar með 10 stigum og sveit Ragnars Jóhannessonar vann sveit Svavars Zophonías- sonar með 12 stigum. í síðustu umferðinni fóru leikar svo, að sveit Lárusar vann sveit Ragnars með 9 stig- um, en sveit Vilhjálms og Svav- ars gerðu jafntefli. Sveit Lárusar bar þannig sig- ur úr býtum í þessari lands- keppni með 6 stigum, sveit Ragnars varð önnur með 3 stig, sveit Vilhjálms þriðja með 2 stig og sveit Svavars 4. með 1 stig. — H. Vald. AarJ0 *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.