Morgunblaðið - 05.11.1949, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.11.1949, Blaðsíða 1
16 síður 36. árgangur. 254. tbl. — Laugardagur 5. nóvember 1949. Prentsmiðja Morgunblaðsms Þríveldin holda með sjer iund í næsiu viku Þar verða Þýskalandsmálin efst á foaugi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. PARÍS, 4. nóv. — Utanríkisráðherrar Bretlands, Bandaríkj- anna og Fakklands munu koma saman á tveggja daga fund í næstu viku til að ræða ýmis viðfangsefni, sem koma lönd- um þessum við. Ætla að hittast við og við. Þegar þeir Acheson, Bevin og Schuman hittust seinast í Washfngton, kom þeim ásamt . um, að hagkvæmt væri, að þeir kæmi saman við og við til að . ræða málin, sem efst væri á baugi. Nú í vikulokin hafa ein- mitt verið rædd ýmis mikilvæg mál í efnahagssamvinnustofn- uninni og Evrópuráðinu. Sam- bandslýðsveldi hefir auk þess nýlega verið stofnað í Þýska- landi og Atlantshafssáttmál- inn er nú einmitt að koma til framkvæmda um þessar mund- ir. Öll þessi mál virðast ærið efn'i rækilegrar íhugunar. Sammála um Þýskalands- málin. Þess hefir verið getið til, að Þýskal.málin muni verða helsta .efnið í þessum væntanlegu við- ræðum, og munu þríveldin taka upp sameiginlega og afmark- aða stefnu í þeim málum, þar sem enda enginn ágreiningur virðist vera um þau. Viðhorfið til Kínamálanna mun og verða rætt. frá Bandaríkjunum WASHINGTON, 4. nóv. — I dag var eftirlit með fermingu og útflutningi allra hernaðar- lega mikilvægra vara hert í Bandaríkjunum, og á þetta við nær því hvert, sem vörurnar eiga að fara. Astæða þessa er sú, að nauðsyn þykir krefja, að þessar vörur komist ekki í hendur Sovjetríkjanna, alþýðu lýðveldanna í Austur-Evrópu, nje þess hluta Kína, sem er í höndum kommúnista. Til þess- ara vara teljast hverjar þær tegundir, sem geta orðið Rúss- um að haldi við aukna her- gagnaframleiðslu. NTB. Fundur ráðherra PARIS, 1. nóv.: — Franski utan rikisráðherrann, Schuman, átti stuttar viðræður við varaforsæt- isráðherra Vestur-Þýskalands, Sluccner, s.l. þriðjudag. Slppilififinr kigppliiilií Horð- manna í Þýzkolondi Ummæli oorsks blaðs um þýska fiskmarkaðinn. Einkaskeyti til Mbl. frá NTB. ÁLASUNDI, 4. nóv. — Birst hefir í norska blaðinu Sunnmörs- posten grein um þýska fiskmarkaðinn og fisksölur íslendinga til Þýskalands, jafnframt því, sem fjallað er um markaðshorf- ur Norðmanna þar í land.i. Það er Karsten Larsen, sem ritar þessa grein, er hann kom úr ferðalagi til Hamborgar, þar sem hann stóð í samningum um afhendingu fisks. Harðskeyttur keppinautur. í grein Larsen segir m. a.: „Mikil þörf er fyrir fisk og síld í Þýskalandi, en Norðmenn eiga harðskeyttan keppinaut, þar sem íslenaingar eru. Þeir hafa flutt þangað óhemju af fiski að undanförnu. Togararn- ir hafa siglt beint til Hamborg- ai' með aflann. í fyrra voru það Bandaríkja- menn, sem stóðu fyrir kaup- unum, en á þessu ári eru það þýskir innflytjendur, sem stanad að baki þeim“. Síldarmarkaðurinn. Larsen skýrir frá því, að salt- síldarútflutningur Norðmanna til Þýskalarids muni dragast saman á næsunni, sem eðlilegt er, þar eð velja má nú milli svo margra annarra tegunda. Magn það, sem Þjóðverjar kaupa á þessu ári af frystri og nýrri síld, verður svipað og í fyrra. Nýja síldin mun lækka lítillega í verði, en vonandi er, að samkomulag náist. Lagt til, að V-Þýzkaland og Husturríki komist í Evrópardð Lýstur glæpamaður Fullkomið samkomulag í ráðherra- nefndinni. Fundum lýkur í dag. Einkaskeyti til Mbl. frá Rcutcr. FARÍS, 4. nóv. — Ráðherranefnd Evrópuráðsins sat á fundum : dag. Rætt var um hvort Vestur-Þýskalandi, Saar og Austur- ríki skyldi leyfð innganga í ráðið. í nefndinni eiga sæti full- trúar tólf Evrópuríkja. CHOU EN LAI, hershöfðingi og forsætisráðherra stjórnar kom- múnista í Kína. Þjóðernissinna- stjórnin hcfur gefið út hand- tökuskipun á hann og lýsir hann glæpamann. Dönsk knaltspyrna 5ænskir sjómenn i pélskum fangelsum í FYRSTU deildinni dönsku í knattspyrnu standa leikar nú þannig (3. nóv.): AGF 12 stig, KB 10 st., AB 8, Köge 8, B95 5, B.-1903 4, ÖB 4, Esbjerg 3, Frem 2 og OB 2. — AB og B-1903 hafa leik- ið 5 leiki, en hin fjelögin 6. Aarhus, sem er í fyrsta sæti, hefir leikið mjög vel. Það myndi vissulega koma á óvart, ef fjelag utaii höfuðstaðarins ynni en væri skemmtilegt. Það myndi áreiðanlega verða ?slenskri knattspyrnu til mik- ils góðs, ef utanbæjarf jelag yrði íslandsmeistari. Menn verða leiðir á því, að Reykjavíkurfje- lögin skuli alltaf verða númer eitt. STOKKHOLMI, 3- nóv.: — Frá því hefir verið skýrt í frjett- um að undanförnu, að sænskir sjómenn væri hafðir í haldi í Póllandi, og hefir ekki fengist leiðrjetting þessara mála, þótt fast væri eftir leitað. Pólski sendiherrann í Stokkhólmi gekk í dag á fund embættis- manna í utanríkisráðuneytinu til að ræða þessar handtökur sænsku sjómannanna. Einnig var frá því skýrt, að sænski sendiherrann í Varsjá hefði far ið í pólska utanríkisráðuneytið í dag til að ræða um meðferð á sænskum sjómönnum í pólsk um höfnum. -— .Reuter. Fyrverandi nasislum jefnar upp sakir Ofvióri voldur t]éni á Fiiippseyjum MANILA, 3. nóv.: — Ofsaveð- ur geisaði um sunnanverðar Filippseyjar á mánudaginn var. Er nú talið, að veðrið hafi crð ið a.m.k. 27 manna að fjörtjóni og spillt eignum sem voru um 10 milj. tíala að verðmæti. Ótt- ast er, að jafnvel fleiri hafi lát- ið lífið, þar eð frjettir hafa ekki enn borist allsstaðar það an, sem storrnurinn geisaði. — Reuter. Flóttamenn frá Tjekkóslóvakíu LONDON, 4. nóv.: — Flóttamenn frá Tjekkóslóvakíu, sem búsettir eru í London, hafa stofnað sjer- staka nefnd, til að vinna að hugðarefnum sínum. BERLIN, 4. nóv. — Stjórn Austur Þýskalands hefur sam- þykt að veita öllum fyrverandi nasistum uppgjöf saka. Sakar- uppgjöfin nær þó ekki til þeirra sem hafa rekið styrjaldar- og kynþáttaáróður eftir 1945. Fyr- verandi nasistar og liðsforingj- ar munu þannig geta öðlast stöður sínar á ný, og njóta sömu rjettinda og kjara og aðrir. — Reuter. álök í franska jafn- tðarmanna- fiokknum PARÍS, 3. nóv.: — Franski jafnaðarmannaflokkurinn hefir stefnt samari sjerstöku flokks- þingi hinn 17. og 18. næsta mán aðar til að segja af eða á um, hvort ráðherrar flokksins skuli sitja áfram í stjórn Georges Bidsults eða ekki Þegar stjórnarkreppan stóð á dögunum kom í ljós ágrein- ingur milli framkvæmdaráðs flokksins og þingflokks hans. Vildi framkvæmdaráðið ekki, að flokkurinn tæki þátt í mynd un samsteypusjtórnarinnar- — Reuter. Austurríki Samþykkt var einróma, að Austurríki skyldi fá sæti í ráð inu seinna meir. Samt var ekki talið heppilegt, að austurríska stjórnin bæri fram umsókn sína fyrr en friðarsamningar við landið hafa verið undirritaðir og þær erlendu hersveitir, sem í því sitja, eru horfnar á brott. Ljetu ráðherrarnir þá von sína í ljós, að þetta gæti orðið áður langt um liði. Mælir með upptöku V. -Þýskalands Ráðherranefndin samþykkti í dag, að mæla með því við fastanefnd Evrópuþingsins, að V.-Þýskalandi verði heimilað að ganga í Evrópuráðið. Fasta- nefndin kemur saman á mánu- daginn kemur. Schuman talar um Saar Á fundinum í dag lýsti franski utanríkisráðherrann, Robert Schuman, því yfir, að Frakkar teldu. að stjórnarskrá V.-Þýskalands skyti loku fyrir að þýska sambandsstjórnin hefði nokkuð með málefni Saar hjeraðsins, að gera. Tillögur í menningarmálum Nefndin fól aðalritara ráðs- ins, að hafa samband við upp- eldis- og vísindastofnun S.Þ., vegna víðtækra tillagna, sem hún hefir gert um samv. í menn ingarmálum, þar á meðal um undirbúning að útgáfu óhlut- drægra landfræði- og sagnrita. Skyldi aðalritarinn einnig hafa samvinnu við fastanefnd B”ús- selbandalagsins og mennta- málaneín d Skandinavíurí k j - Enginn ágreiningur var í ráð inu. Kemur það saman á morg- un til lokafundar að þessu Sljórnmálanefiidin vll! víta Alfeani m Bfera LAKE SUCCESS. 4. nóv.' — Stjórnmálanefnd S.Þ. samþykti í dag, að biðja allsherjarþingið um að víta Albaníu og Búlgaríu fyrir afstöðu þeirra til Grikk- landsmálanna. — Samþykti nefndin einnig’, að brýnt yrði fyrir aðilum Balkandeilunnar, að þeir reyndu að komast að samkömulagi með friðsamleg- um umræðum. NTB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.