Morgunblaðið - 05.11.1949, Side 8

Morgunblaðið - 05.11.1949, Side 8
8 MORGUNliLAÐltí Laugardagur 5. nóv. 1949. ÍHíJtpgiiiitiMíiíiifa Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla' Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. I lausasölu 50 aura eintakið, 75 bura með Lesbot. Skjól vanþekkingarinnar SÍÐAN AÐ úrslit Alþingiskosninganna urðu kunn hefur ýmsum getum verið að því leitt, hverjar geti verið ástæður þess, að á sama tíma, sem flokkur kommúnista þurkast út ur löggjafarþingum ýmsra lýðræðisþjóða, skuli kommúnist- ar á íslandi halda fylgi sínu nær óskertu. Hver er skýringin ó þessu óhugnanlega fyrirbrigði síðustu Alþingiskosninga? Hún er sú, að almenningur á íslandi þekkir ekki nægilega vel hið sanna eðli kommúnista. íslenskt fólk þekkir ekki starfsaðferðir þessa flokks. Töluverður hluti íslensku þjóð- arinnar hefur ekki ennþá komið auga á hina menningar- fjandsamlegu stefnu, sem er grundvöllur að kommúnistisku stjórnarfari. Hin íslenska deild hins alþjóðlega kommúnista- flokks hefur þannig lifað af nýafstaðnar kosningar í skjóli vanþekkingar of mikils hluta þjóðarinnar á starfsaðferðum og stjórn þessa flokks, þar sem hann hefur komist til valda með svikum og ofbeldi. En hvernig stendur á því að ís- lendingar eru seinni en t. d. aðrar Evrópuþjóðir- að átta sig a eðli og tilgangi kommúnismans? Eru þeir e. t. v. pólitískt vanþroskaðri en t. d. frænd- þjóðir þeirra á Norðurlöndum, sem hafa gert kommún- ísta gjörsamlega áhrifalausa í þjóðfjelögum sínum? Það getur varla verið. Islenska þjóðin, allar stjettir hennar, er vel menntuð og fylgist vel með því, sem er að gerast í lieiminum. ★ Hver er ýá ástæða þess að kommúnistar halda fylgi sinu á íslandi á sama tíma, sem flokkur þeirra hríðtapar og jafn- vel þurrkast út hjá öðrum lýðræðisþjóðum? Hún er fyrst og fremst sú að við íslendingar erum tölu- vert fjær þeim löndum og þjóðum, sem nú stynja undir oki hins kommúnistiska ofbeldis og' ofstækis. Þjóðir megin- lands Evrópu er í nábýli við það fólk, sem rænt hefur verið sjálfstæði, persónufrelsi og lífshamingju af fámennum of- beldisklíkum. Þessar þjóðir sjá vegg nágranna sinna brenna í surtarloga hins kommúnistiska ofbeldis. Hundruð þúsunda af örvingluðu fólki flýr ógnarstjórn kommúnista í löndun- um austan járntjaldsins og leitar ásjár meðal hinna lýð- frjálsu þjóða. Þetta flóttafólk hefur fiutt. með sjer vitneskj- una um ástandið í. löndum þess. Það hefur lýst sinni eigin reynslu af því, niðurlægingu þjóða sinna, þjáningum, von- brigðum og áþján alls almennings landa þeirra undir hin- i:m rússneska járnhæl. Það er vitneskjan um nálægðina við þetta ástand, sem vakið hefur viðbjóð allra frelsisunnandi manna á hinni við- urstyggilegu moldvörpustarfsemi kommúnistaflokkanna í löndum þeirra. Ekkert hefur t. d. átt eins ríkan þátt í að svifta kommúnistaflokkana í Svíþjóð, Danmörku og Nor- egi fylgi þessara þjóða og einmitt vitneskjan um örlög smá- ríkjanna við Eystrasalt, Lettlands, Eistlands og Lithauen. Tugþúsundir af hrjáðu flóttafólki frá þessum löndum hef- ur komist undan á náðir hinna frjálsu lýðræðisþjóða á Norð- urlöndum. Harmsaga þess og þjóða þeirra hefur þurrkað fylgið af erindrekum Moskvavaldsins meðal hinna friðsömu og þroskuðu menningarþjóða í Skandinavíu. Þessar þjóðir vita að hræsvelgur ofbeldisins bíður bess á næsta leyti að gleypa þær, leiða yfir þær svartnætti hins kommúnistiska stjórnarfars og mannfyrirlitningar. 1 þess- um löndum er almennt litið á kommúnista sem rotnunar- sýkil, sem hættulegur sje heilbrigði þjóðfjelagsins. ★ Við íslendingar lifum í meiri fjarlægð frá þeirri niður- lægingu og þjáningu, sem hið austræna ofbeldi hefur leitt yfir mikinn hluta Evrópu. Þessvegna hefur enn um skeið tekist að blekkja nær einn fimmta hluta hinnar fámennu og frelsisunnandi íslensku þjóðar til fylgis við flugumenn þess. Skjól vanþekkingarinnar og hrekkleysi fólksins í landi kunningsskaparins hefur enn gert fimmtuherdeild komm- unista á íslandi möguíegt að dylja eðli sitt og tilgang undir sauðargæru hræsninnar. En henni verður fyrr en varir svipt burtu. Uíkverji Ári^ar: ÚR DAGLEGA „Elsku vinur“ BRÁÐÓKUNNUGUR maður — sem jeg veit ekki til að jeg hafi sjeð áður í lífinu — kallaði mig í gær „elsku vininn sinn“! — Maðurinn var ódrukkinn og bar fram erindi sitt á skýran og eðlilegan hátt, þannig, að jeg hef ekki minnstu ástæðu til að halda að hann sje fáviti. En hvernig er þá hægt að skýra blíðmælgina? Vani og ekkert annað en vani. Sannleikurinn er sá, að ýms orðatiltæki, sem fólk notar í daglegu tali hefur gersamlega mist sína upprunalegu þýðingu. Bruðlað með kjassyrðin NÚ VERÐA menn að sjálfsögðu að gera það upp við sig, hvort þeir vilja bruðla með ástar- crð, sem þeir eiga í orðaforða- safni sínu og eiga á hættu að verða uppiskroppa, þegar þeir þurfa verulega á kjarnyrtu kjassi að halda. En varla fer hjá því, að það reki t. d. að því, að maður, sem „elskuvinar“ bráðókunnuga menn, eigi bágt með að ávarpa þá, sem standa hjarta hans næst, án þess að það verði til- gerðarlegt, eða segjum hvers- dagslegt. Heiður þeim, sem heiður ber ÞETTA voru nú bara svona heldur lítilf jörlegar hugleiðing- ar um ofnotkun stórra orða í tíma og ótíma. Maður tekur varla eftir því dags daglega. En leggið hlustirnar við einn dag, að gamni, og þá skuluð þið komast að því, að bæði þið sjálf sem þeir meina ekki nokkurn skapaðan hlut með. • Líst ekki á kofann Á AUÐU svæði við Njálsgötu og Barónsstíg er verið að reisa bráðabirgðabyggingu, sem á að nota sem leikskóla fyrir ung börn. Samskonar byggingu er verið að reisa fyrir Vesturbæ- inga —• við Drafnarstíg, trúi jeg það heiti. Þessi bygging hefur far.ið ó- skaplega í taugarnar á vini vor- um J. H„ sem fyrir nokkru skrifaði og sagði: Þrjár fyrirspurnir „KÆRI VÍKVERJI! Viltu gera svo vel að birta eftirfarandi spurningar og fá þeim svarað af hlutaðeigandi aðiljum: 1. Hver hefur teiknað skúr þann hinn mikla, sem verið er að byggja á horni Njálsgötu og Barónsstígs? 2. Hver hefur samþykkt bygg ingu skúrsins? 3. Hefur Fegrunarfjelagið ekki gert neina athugasemd við byggingu þessa kofa?“ « Spurningunum svarað HJER eru svör við fyrirspurn- unum: 1) Byggingarnar eru teiknaðar í skrifstofu húsa- meistara bæjarins. 2) Bygging- arnefnd og bæjarstjórn hefur samþykkt bygginguna, eins og venja er um aðrar byggingar í bænum. 3) Fegrunarfjelagið mun ekki hafa látið þetta mál til sín taka og gerir crauðla nokkra athugasemd við þessar sjerstöku byggingar. • Leikskólarnir nauðsyn ÞESSIR leikskólar bæði í Aust- ur- og Vesturbænum þóttu nauðsyn, sem ekki var hægt að tefja Iengur. Þess vegna var gripið til þess ráðs, að koma þessum byggingum upp á fljót- legan og ódýran hátt. Varð því úr að byggt er úr timbri. Er það gert bæði vegna þess, að það er ódýrara og fljótara, en ekki síst vegna þess, að þessar ieikskólabyggingar eru eltki til frambúðar og gert er ráð fyrir, að þær verði rifnar siðar, eða iluttar. Sýnist sitt hverjum. HITT er svo smekksatriði, hvort mönnum finnst þetta vera fallegar byggingar eða ekki. Arkitektarnir segja, að þakið sje eftir nýjustu tísku, sem mjög ryður sjer til rúms um þessar mundir, t. d. á Norður- löndum. Aðrir segja, að þetta sjeu skúrar, sem skömm sje að og eigi ekki að leyfa. Ef einhver spyrði um mitt álit myndi jeg segja, að lítil ástæða sje til að láta illa út af þessum tveimur byggingum. Þær gera hvorki, að bæta nje skemfna sitt um- hverfi að nokkru ráði. Virðingarvert. HITT finnst mjer virðinga.vert af brjefritara og raunar hverj- um sem það gerir, að vera á verði þegar framkvæmdir eiga sjer stað í bænum o.g benda á, ef þeir sjá eitthvað athugavert við þær framkvæmdir. Á meðan slíkur áhugi ríkir hjá mörgum, þarf ekki að kvarta um tómlæti. Og óánægj- an er undirrót framfaranna, eins og borgarstjórinn sagði við opnun Reykjavíkursýningar- innar. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Kommar boða: Eftir Sydney Brookes, frjettaritara Reuters. PRAG — Tjekkneska komm- únistastjórnin gerir nú alt hvað hún getur til þess að afla rúss- nesku vinsælda í Tjekkósló- vakíu. Búast má við því, að áróðurinn fyrir ,þessu aukist um allan helming í þessum mánuði, en þá verður efnt til sjerstaks „Sovjetvinadags“. Stefnt verður að því að fá tugi þúsunda Tjekka til að sækja kennslustundir í rúss- nesku, en það eitt, segir komm- únistablaðið , Rude Pravo“, er þó ekki nóg. • • „MÁL FRAMFARA OG FRIÐAR“ „RUDE Pravo“ boðaði nýlega: „Vjer munum gefa allri þjóð- inni sem best tækifæri til að læra rússnesku. Rússneskan er mikið og fagurt tungumál, mál framfara og friðar“. En hjer er ekki allt upp talið. Pófessor að nafni F. Trav- nicek lýsti nýlega yfir í blaða- grein: „Rússneskan er arftaki esperanto sem alþjóðamál. •— Hún er .... verkfæri nýrrar menningar, sem nær til eins sjötta hluta veraldarinnar“. • • „HÁBORG MENNINGARINNAR1 ANNAR tjekkneskur „menn- ingarfrömuður" boðaði nýlega á prenti, að tjekkneska þjóðin yrði nú að líta til Moskvu sem Rússneka er arffal miðdepils menningarinnar í heiminum. Nú er það Moskva en ekki París sem orðin er há- 001'? menningarinnar, sagði hann. Tjekkar þykja góðir tungu- málamenn. Viðskipti þeirra við útlönd eru í höndunum á mönn um, sem ráða yfir góðri og nauðsynlegri tungumáiakunn- áttu. Af erlendum tungumál- um er þýskan algengust í Tjekkóslóvakíu, en þar næst enska og franska. Enn sem komið er, tala fáir Tjekkar rússnesku, enda þótt rússneskunemendum fjölgi, þar sem valdarán kommúnista hefur meðal annars haft það í för með sjer, að rússneskukunn átta er að verða nauðsynleg. • & LEIÐIN TIL FRAMA í DAG er svo komið í Tjekkó- slóvakíu, að öruggasta og eina leiðin til frama er að vera með- limur í kommúnistaflokknum, og leppfjelögum hans. ■—- Til þess að komast í virðingarstöð- ur í þessum fjelögum, er óhjá- kvæmilegt að viðkomandi kunni eitthvað í rússnesku. í blaðinu „Mlada Fronta“, æskulýðsmálgagni kommún- ista, var nýlega skýrt frá því, að sumir starfsmenn æsku- lýðshreyfingarinnar gæfu sjer ekki tíma til að Iæra rúss- nesku. Blaðið bætir við: „Sá starfsmaður hreyfingarinnar, ssm ekki hefur tíma til að (i esperanfo læra, hlýtur að teljast Ijelegur starfskraftur og mun hljóta slæm endalok“. e • VANTAR FLEIRI KENNARA ,,RUDE Pravo“ hefur fullyrt, að rússneskukunnátta „mun auðvelda hverjum manni við- leitni hans til að auka vel- megun þegnanna í lýðveldi okkar“. Því er nauðsynlegt, segir blaðið ennfremur, að út- vega fleiri 'kennara, svo að hver einasti borgari geti numið „þetta merkilega og fagra tungumál". Zdenek Fierlinger, vara-for- sætisráðherra, hefur sagt í ræðu, að góðir rússneskukenn- arar finnist nú í öllum skól- um, en að fullorðið fólk, sem lokið hefur námi, verði einnig að læra málið, „svo að jafnvel verkamaðurinn geti hlotið fræðslu úr rússneskum bókum og borgararnir allir fylgst með rússneskum blöðum“. Forseta Equador sýnt banatilræði QUITO, Equador, 4. nóv. — í .dag var Galo Plaza forseta Equádor sýnt banatilræði. Vaíð það með þeim hætti, 'að brú ein sprakk í loft upp, en þá var fórsetinn rjett sloppinn yfir í bifreið sinni. Forsetann sakaði ekki. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.