Morgunblaðið - 12.11.1949, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.11.1949, Qupperneq 10
10 MORGVTSBLAÐIÐ Laugardagur 12. nóv. 1949. tfitiiiiiiiimiiimr FramhaSdssagan 7 SEKT OG SAKLEYSI | • Eftir Charlotte Armstrong L iJllllMIIIIIIIIIIIIMIIIi.MlllllllllllllltlllllinllltllllllllllllllllllHlllllllllltlltllllllllllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIfllllllllllllllllllllllllllllltlllllllllllllllUIIÍ^ láta flaekja sjer í neitt. „Eiginmaður yðar“, sagði rauðhærði maðurinn. .Mathilda stóð grafkyrr og sagði ekkert. Hún þurfti á öllu síbu að taka til að láta ekki á neinu bera. Hugsunin um Oli- vgr skaut upp í huga hennar. Gát það verið Oliver, sem beið hennar? Gat svo ólíklega vilj- að til að af einhverjum yfir- náttárulegum völdum hefði hún fengiö hann aftur? Hafði Alt- hea aldrei rjett út hendina og hrifsað hann svo auðveldlega til sín? Hún fjekk ákafan hjart slátt. ^eg spyr yður aðeins um eitt, frú Howard: Neitið þjer því að það sje rjett eða sam- þykkið þjer?“ sagði rauðhærði maðurinn. „Þið verðið að afsaka“, sagði Mathilda, „en nú verð jeg að fara“. Hún horfði beint í augu hans, enda þótt hún sæi hann alls ekki. Hún fann bara að hún brosti með vörunum. „Hvað er um að vera“, sagði konan og var alt í einu komin til þeirra. Rauðhærði maðurinn horfði næstum því ásakandi á Mat- hildu. en hún sá það ekki. Hún endurtók brosandi: ,,Þið verð- ið að afsaka. Jeg verð að fara“. Mathilda fór og settist í stól úti á þilfarinu. „Einkanlega prúð og hæglát stúlka“, hafði frú Stewens sagt við frjetta- ménnina. „Hún er laus við allt stþlt, þrátt fyrir allan auðinn. Við erum orðnar bestu vinkon- urj“, sagði frú Stewens hreykin. Stewens hjónin komu til hennar út á þilfarið. Þau töl- uðu hvert í kapp við annað, lof- uðu að heimsækja hana seinna, mundu aldrei gleyma henni og báðu hana að lofa því sama. Mathilda gerði það. En henni fannst allt í einu þetta alt vera orðið svo fjar- lægt — skipsbruninn, ferðalag- ið til Afrku og þaðan til Suður- Amerkíu Hún sá nú ljóslega fyrir sjer andlit Olivers, eins og hann hafði verið tveim dög- um fyrir brúðkaupið þeirra. — Hann hafði komið inn og verið svo undarlega þögull. Hún hafði talað um heima og geima, hverjir höfðu sent gjafir og hvað væri eftir að undirbúa fyrir brúðkaupið. Loks þegar hún þagnaði, hafði hann sagt: „Tyl, ert þú hamingjusöm?“ Og hún hafði orðið svo undr- andi. Hún hafði fundið strax að eitthvað var á seiði en hún þorði samt ekki að trúa því. Hún reyndi að svara eins eðli- lega eins og hún mr»gulega gat: „Auðvitað er jeg það. Jeg hugsa að jeg sje hamingjusam asta manneskjan í öllum heim- inum. Ert þú ekki hamingju- samur líka?“ „Hafðu engar áhyggjur af mjer“, sagði hann. Rödd hans var undarleg, alt öðruvísi en hún átti að venjast henni. Og þegar hún leit undrandi við, var hann farinn. Þá hafði hún ekki skilið hvað hann átti við. Hverniv gat hún hafa verið svona blind og heimsk. Grandy hafði orðið að taka hana á eintal inni í bókaher- bergi sitt um kvöldið. — Hún minntist þess, þegar þau sátu þar saman í rökkrinu og hann talaði en hún hlustaði. Rödd hans var mjúk og þýð og hún róaðist af því að hlusta á hann. „Tyl min, jeg held að það sje þjer fyrir bestu, að Oliver hef- ir loks ákveðið að koma heið- arlega fram gagnvart þjer. Jeg veit vel að þig tekur sárt að hann skyldi gera þjer slíka smán og það er ekki nema eðli legt. Oliver hefði átt að tala út og segja þjer alla málavöxtu. Vesalings dúfan mín. En þetta verður ekki mikilvægt, þegar frá líður. Þú verður að trúa mjer. Seinna meir þá munt þú sjá, að þó að Oliver hafi farið klaufalega að þessu, þá hefir hann þó ekki gert þjer rangt til“. Ef til vill. Ef til vill. — En Oliver var glataður henni og með honum hrundu allir fram- tíðardraumarnir sem höfðu fylt hug hennar allan. Hún varð að læra á ný að standa ein. Og hversvegna hafði hann endilega þurft að velja Altheu? Alt frá því að hún mundi eftir sjer hafði Althea verið einhversstaðar í námunda við hana með sífelldri löngun sinni til að taka það, sem aðrir áttu. Og hún hafði líka altaf tök á því. Aldrei hafði Tyl unnið svo þann smásigur að Altheu hefði ekki tekist að draga úr gleði hennar. Vesalings, fátæka Alt- hea, sem var svo falleg Tyl beit á jaxlinn. „Þú mátt heldur ekki ásaka Altheu“, hafði Grandy sagt. — „Þú verður líka að taka tillit til hennar. Og hún var líka ástfangin“. ,.Jeg veit það“, sagði hún, en hana langaði mest til að hrópa: Það var jeg líka! Það var jeg líka. Og nú var komið fram í apríl og enn langaði hana til að hrópa: Það var jeg líka! „Það verður dásamlegt að sjá alla gömlu kunningjana aftur“, sagði frú Stewens og stundi við. „Hugsa sjer. eftir örfáar mínútur. Eigum við ekki að koma yfir á hitt þilfarið, ungfrú Frazier?“ Mathilda var alveg að því komin að gefast upp. „Afsakið, en jeg verð að fara“, sagði hún. 4. KAFLI. Mathilda tafðist ekki mikið vegna farangursins, enda var hann ekki fyrirferðarmikill. — Hún var næstum búin að að gleyma því hvernig það var að hafa fast land undir fótum sjer. Hún var komin í gegn um tollskoðunina og þá rigndi aft- ur yfir hana Ijósmyndurum. — Alt í einu gekk hávaxinn mað- ur til hennar og sagði: „Grandy lofaði mjer að taka á móti þjer“. Mathilda var hálfblind- uð af ljósunum eftir ljósmynda 'ökurnar, svo að hún sá ekki greinilega andlit hans, en rödd in var viðkunnanleg. Augu hennar fylltust tárum. Henni fannst hún vera loksins komin heim. Rauðhærði blaðamaðurinn sá að hún fór að gráta. Hann sá háa manninn taka undir hand legg hennar og leiða hana í gegn um mannfjöldann að bif- reið, sem beið þeirra. Mathilda tók upp vasaklútinn sinn, þegar hún var komin inn í bifreiðina og þurkaði sjer um augun. Maðurinn við hlið henn ar virti hana fyrir sjer og spurði síðan eins og af > ein- lægri forvitni; „Hvernig stend ur á því að fólk kallar Altheu þá fallegu?“ „Auðvitað vegna þess, að hún er það“, sagði Mathilda undrandi. Nú sá hún andlit hans. Hún kannaðist ekkert við hann. Hann var dökkhærð- ur og dökkeygur með þjettar augabrúnir. Nefið var þannjg, að það gat borið vott um góða kímnigáfu, hvorki hvasst eða bogið en dálítið strákslegt. — Vangasvipurinn var festulegur og það var eitthvað í svip hans, sem bar þess vott að hann hafði reynt ýmislegt, enda þótt hann gæti ekki verið gamall. Augabrúnirnar lyftust dálítið upp út að gagnaugunum, þeg- ar hann brosti, svo að brosið breiddist út um alt andlitið. Hann hjelt áfram, áður en hún var búin að forma spurn- inguna. „Grandy ætlaði að koma nið ureftir. Hann langaði til þess. En hann vildi losna við að lenda í blaðasnápunum“. Skyndilega datt henni í hug, það sem rauðhærði blaðamað- urinn hafði sagt, en hún gleymdi því von bráðar aftur. „Hvert erum við að fara?“ „Á gistihús. Jeg verð að sækja dótið mitt. Og mig lang- ar líka mikið til að tala við þig“. Það var satt. Bros hans var skemmtilegt. En Mathildi fanst þó eitthvað undarlegt yfir' þessu öllu. Það eitt að hann hafði nefnt Grandy hafði ver- ið henni nóg niðri við höfnina. En nú flutti hún sig fjær hon- um og út í hornið á bifreiðinni. „Það er afskaplega margt, sem jeg þarf að tala vjð þig um“, sagði hann. Það fór að fara um hana. „Jeg er hrædd- ur um að alt sje ekki með feldu í pokahominu hjá herra Grandi son“, sagði hann glaðlega. Mathilda greip andann á lofti, og augu hennar urðu stærri. Maðurinn sagði: „Jeg veit ekki vel, hvar jeg á að byrja. i Jeg held að best sje að byrja j á því, þegar Jane .... en auð- j vitað veistu ekki hver Jane I er?“ „Jeg þekki yður ekki“, sagði Mathilda kuldalega. „Viljið þjer gera svo vel að biðja bíl- stjórann að aka mjer á jám- brautarstöðina. Jeg vil helst komast með fyrstu lest heim til Grandisons“. Það var eins og hann hefði ekki heyrt hvað hún sagði. Að minnsta kosti gaf hann því, ekki mikinn gaum. Hann sat | grafkyrr. Ef þetta hefði verið í kvikmynd, hefði mátt halda að filman hefði hætt að hreif- ast. Hann sat íhugandi en gaf bílstjóranum ekkert merki um að nema staðar. „Jeg hefi ekki minnstu hug- mynd um. hver þjer eruð“, sagði Mathilda reiðilega. „Og jeg get eins vel tekið það strax fram, að jeg kæri mig ekki um a ðhlusta á það, hvaða álit þjer Málfundafjelagið Óðinn : Aðalfundur fjelagsins verður haldinn í Baðstofu Iðn- : ■ ■ : aðarmanna á morgun (sunnudag) 13. þ. m. kl. 2 e. h. jj Venjuleg aðalfundarstörf. ; ; Fjelagsmenn eru beðnir að fjölmenna á fundinn. : ; Stjórnin. : | ðflendar bækur | : Somerset Maugham: Writers Notebook, Catalina, Of ■ ■ Human Bondage o. fl. ; • John Steinbeck: A Russlan Journal, The Grapes of Wrath. : ■ ■ : Lancelot Hogben: From Cave Paintin to Comic Strip. : Sinclair Lewis: The God-Seeker. ■ ■ T. S. Eliot: Notes towards The Defination of Culture. ; ; John Gunther: Behind Europes Curtain, Inside U.S.A., : ■ ■ : Death be not praud. « : Cassel’s þýsk, frönsk og latnesk orðabók. - M ■ Chambers Technical Dictionary. ; ■ Dougias Reed: From Smoke to Smother, Galanty Show, : ; Reasons of Health. : : Bcrnard Show: Sixteen Self Sketches. ■ ' Hesketh Pearson: The Life of Oscar Wilde. ; • Vilhjálmur Stefánsson; Great Adventures and Explorat- ; ; ions o. m. fl. : FINNUR EINARSSON [ Hávallagötu 41 — Sími 4281 — Opið kl. 2—7 ; I Málverkasýning j Gannars Gunnarssonar I LISTAMANNASKÁLANUM, ■ ER OPIN DAGLEGA FRÁ KLUKKAN 11—11. : ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ iririiaiiJcniKiiiaMiiaiaiaifeiiRiaiiiiiiiiiiiiiiiaaiiiiiiiueiaaMilllirMa | Bansæiing! SKÓLAFJELAG Handíða- og myndlistaskólans heldur ; ■ r m : dansæfingu í húsakynnum skolans, Laugaveg 118 uppi, : ; í kvöld kl. 8,30. — Hljómsveit leikur. j ; Fjölmennið. ■ Bókbandsbrotvjel ÁGÆT, STÓR til sölu — strax. Upplýsingar í síma 2864. Skrifstofustúlka : . • Stulka með Kvennaskolaprof oskar eftir atvinnu við ; ; skrifstofustörf. Tilboð merkt „Skrifstofustúlka — 647“, ; : ; ; leggist inn á afgr. Mbl. sem fyrst. 1.........................................1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.