Morgunblaðið - 15.11.1949, Page 8

Morgunblaðið - 15.11.1949, Page 8
8 ! n ! M oR G V JV B L A Ð I tí Þriðjudagur 15. nóv. 1949 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Steíánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar- Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla* Austurstraeti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 7f aura með LesbóS. Verkeíni Alþingis HINS NÝKJÖRNA Alþingis, sem í gær var sett, bíða fjöl- þætt verkefni. Það kemur saman á tímum mikilla erfiðleika fvrir land og þjóð. Atvinnulíf landsmanna á við mikla örð- ugleika að etja og mikil óvissa ríkir um markaði fyrir fram- leiðslu þeirra. ★ Afleiðingar þessara þrenginga atvinnulífsins eru mjög óhagstæð verslun og margskonar óheilbrigði viðskiptalífs- ins. Við íslenaingar getum haldið áfram að deila um skipt- ingu innflutningsins milli einstaklingsverslunar og sam- vinnuverslunar. En breytingar á henni skapa þjóðinni ekki heilbrigt verslunarástand. Magn innflutningsins eykst ekk- ert við breytta skiptingu hans milli kaupmanna og kaup- fjelaga. Fólkið fær ekki meiri vörur þrátt fyrir einhverjar slíkar breytingar. Það, sem að meginmáli skiptir er að at- vinnvegirnir sjeu reknir og skapi gjaldeyristekjur til lcaupa á neysluvörum og fjárfestingarvörum. Landbúnaðurinn os iðnaðurinn eiga að spara þjóðinni erlendan gjaldeyri. Þess- vegna er þýðingarmikið að nægilega margt fólk fáist til þess að starfa að þessum atvinnugreinum. Sjávarútvegur- inn, hraðfrystihúsin, fiskimjölsverksmiðjurnar og önnur íramleiðslutæki við sjávarsíðuna afla okkur gjaldeyris. — Þess vegna veltur mest á því að öll þessi tæki sjeu rek- in. Hver einasti vjelbátur og togari verður að geta gengið á veiðar og iramleitt útflutningsafurðir. Það er á rekstri atvinnutækjanna, sem möguleikar þjóð- arinnar til kaupa á hverskonar nauðsynjum, velta. Hið óvinsæla og hvimleiða skömmtunarkerfi, ofurvald nefnda og ráða yfir hverskonar athöfnum borgaranna, allt eru þetta afleiðingar þess að atvinnulíf þjóðarinnar er á heljarþröm og fullnotar ekki afkastagetu sína vegna verðbólgu, of mik- ils reksturskostnaðar og almennrar dýrtíðar. ★ Það er hlutverk þess Alþingis, sem nu sest á rökstóla, að greina aðalatriðin frá aukaatriðunum, ráðast gegn hin- um raunverulegu orsökum þess ástands, sem ríkir í land- inu. Það er hlutverk þess að finna nýjar leiðir, sem tryggi rekstur atvinnutækjanna og atvinnuöryggi alls almennings í landinu. Hver fleyta, sem þjóðin á, þarf að komast á veiðar, fisk- iðnaður landsmanna verður að rekast af fullum krafti, land- búnaður og iðnaður verða að fá tækifæri til þess að fram- leiða allar þær vörur, sem unnt er að framleiða innanlands og spara þannig erlendan gjaldeyri. Ef að þetta tekst skap- ast hjer heilbrigt verslunarástand. Svarti markaðurinn upp- rætist, eðlilegir verslunarhættir, frjáls samkeppni milli ein- staklingsverslunar og samvinnuverslunar kemur í stað bak- dyraverslunarmnar og brasksins. ★ En til þess að Alþingi geti unnið störf sín og leyst vand- kvæðin, sem að steðja þarf myndun nýrrar ríkisstjórnar að takast hið allra fyrsta. Hvatning Forseta íslands til Alþingis í þingsetningarræðu hans um að það hraði stjórnarmyndun er þessvegna í saro- læmi við þing- og þjóðarvilja. Hins verður þó að gæta að sjálf stjórnarmyndunin er í sjálfu sjer formsatriði og mestu máli skiptir að sú stjórn, sem sett er á laggirnar hafi málefnalega aðstöðu til þess að stjórna og ráða fram úr vandamálunum á skynsamlegan hátt. . Þjóðin verður hinsvegar að gera sjer það ljóst að úrslit kosninganna og flokkaskipting þingsins er ekki traustur grundvöllur undir sterka og samhenta ríkisstjórn, því mið- ur. Þjóðin, sem skapar Alþingi í sinni mynd hefur ekki gefið neinum einstökum flokki eða stefnu meirihlutaað- stöðu. Sú staðreynd hefur að sjálfsögðu mesta þýðingu fyr- ir stjórnarfar hennar í framtíðinni. Það getur engum-dulist. Þrátt fyrir það hlýtur það að vera skylda þingsins að freista annara þeirra leiða, sem líklegastar eru til þess að landinu verði stjórnað á þingræðislegan hátt. Úr því, hvernig það tekst, verður skorið áður en langur tími líður. Uchuerji óhrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Þingsetningar hjer og þar ALÞINGI var sett í gærdag, en varla vakti setning þings- ins jafn mikla athygli og búist hefði mátt við, er dæma ætti eftir áhuganum, sem greip fólkið þegar verið var að kjósa fulltrúa þjóðarinnar á þing. Það var að vísu farið í kirkju til að hlýða á messu, en áhugi almennings var ekki mikill, það var ekki nema reit- ingur af fólki, sem safnaðist saman við Alþingishúsið til að horfa á skrúðgöngu þing- manna. í öðrum löndum eru þing- setningar miklir viðburðir og sumstaðar íburðarmiklir mjög. Þó er það nokkuð misjafnt. Mest um dýrðir í konungsríkjunum YFIRLEITT er meira um dýrð ir við þingsetningar í konungs ríkjum, en í lýðveldum. — í Englandi aka konungshjónin í gullsettum vagni frá konungs- höllinni til þingsins. Álíka við- höfn á sjer stað i Hollandi og í Belgíu. Sömu sögu er að segja frá Norðurlöndunum. — Hjer áður fyr var mikil skraut sýning er Svíakonungur ók til þingsetningar, en nú er ekki lengur eins mikið um að vera, eftir að konungur tók að eld- ast. næsta dag. Það var ekkert sjersettar eru upp um hitt, eða stakt um að vera. Sagt er að þegar almenning- ur í Frakklandi heyri, að nú sje þing komið saman, þá boði það raunverulega ekkert nema nýja ríkisstjórn á næstunni. — Síðan styrjöldinni lauk hafa 11 ríkisstjórnir setið að völdum í Frakklandi. Þar, scm ruslið er ÞEGAR ekið er eftir þjóðveg- inum austur Ártúnsbrekku, blasa við skilti á vinstri hönd, sem á stendur: „Bannað að kasta rusli hjer“. Þetta stendur að minnsta kosti á tveimur stöðum og er ekki um að villast fyrir þá, sem kunna að lesa. En óvíða í nágrenni bæjar- ins sjást önnur eins kynstur af rusli og við skiltin, þar sem bannað er að kasta öllu rusli! þetta. Hver á ruslið? EN grunur minn er sá, að þarna eigi glmenningur ekki sök, heldur opinberir aðilar. Þarna mun hafa verið fleygt rusli._ fyrstv„frá hernum og síð- ar frá öðrum. Svo þegar nóg þótti komið, til að punta upp á útsýnið við fjölfarnasta veg landsins, þá voru sett upp skilti um að bann að væri að kasta rusli, en ekk- ert gert til að breiða yfir það, sem fyrir var. í raun og veru ætti að standa á þessum skiltum: „Bannað að kasta meira rusli hjer við þjóðveginn". — „Hjer mega aðeins opinberir aðilar svína út umhverfið“. Það væri þó að minnsta kosti eitthvert samræmi í slíkum auglýsingum. Almcnningur vissi ekki af þing- setningunni í FRAKKLANDI vissi almenn ingur ekkert um það, að nýtt þing hefði sest á rökstóla, fyr en blöðin birtu um það fregnir Lífseig lygasa^a HUN ætlar að verða lífseig Háðung saffan, sem fylgdarmaður Ferða ÞETTA er nú háðung að horfa skrifstofu ríkisins sagði um upp á. Og ekki vekur það sjálfan sig og hundinn Mars. beint virðingu fyrir settum En eins og lesendur kann að reglum, að ekki skuli vera reka minni til, bjareaði fylgd- gengið. eftir að þessum fyrir- armaðurinn fyrst lífi hundsins, mælum sje hlýtt. Ef það er en seppi gat ekki verið minni látið viðgangast að rusli sje og bjargaði lífi fylgdarmanns- fleygt í haug þarna við þjóð- ins á furðulegasta hátt. veginn, þá er eins gott, að taka! Var þessi hetjusaga hafið eft viðvörunarspjöldin niður og ir í fjölda breskra blaða í sum vera ekki að neinum leikara- , ar, er fylgdarmaðurinn brá sjer skap í þessu sambandi. til Bretlands. Þær eru orðnar það margar I Nú er saga þessi komin í reglurnar og fyrirmælin, sem breskt barnablað og fylgir almenningur er látinn fara eft mynd, af gríðarlega stórum ir, að það minnsta sem hægt úlfhundi, sem á víst að vera er að krefjast, er að það sje að þessi undra-Mars. marka auglýsingarnar, sem Þetta er nú meiri vitleysan. S «im iiiiiiiniiiiii ii mmii 11 iivii 11 i<*f riuiitti ii tvit (11111 iitiiimiiHiiiiiiiiiii iii Hi iii ■ ■>»***>1 **>aBl ■ 111111 tt*«ii n 11 iti tn MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . ■ llltllllllllMIIII 1111111111111* - Mestu Ijúfmensku er beitt við hreinsanirnar í Póllandi Eftir frjettaritara Reuters. VARSJÁ. — Hreinsunarnefnd- ir kommúnistaflokksins og ör- yggisþjónusta ríkisins standá nú fyrir hreinsunum í raðu- neytunum og ríkisstofnunum í Póllandi. Þeir, sem verða fyrir barðinu á þessum „siðbóta- mönnum“ eru ýmist grunaðir um þjóðerniskennd eða hálf- velgju í skoðunum á stjórnar- stefnu Póllands gagnvart Moskvu. • • JAFNVEL RÁÐHERRAR REKNIR HINGAÐ til hafa nokkrir tugir embættismanna af öllum stig- um fallið í ónáð. Þar á meðal hafa a. m. k. 3 vararáðherrar verið sviptir embætti. Sá orðrómur gengur hjer f jöll unum hærra, að nokkrir hátt- settir embættismenn stjórnar- innar hafi verið yfirheyrðir í sambandi við njósnir um efna- hagsmál og ólögmætan flótta háttsettra embættismanna úr landi að undanförnu. Sjálfir telja Pólverjar að fjöldi þeirra embættismanna, sem vikið hefur verið úr utan- ríkisráðuneytinu muni vera yfir 100, en þar hefur brottvikn- ingaraldan risið hæst. Hreinsanirnar taka nú orðið til iðnfyrirtækja, kvikmynda- framleiðslu og útvarpsins, en það er í eign ríkisins. • • OF ÞJÓÐERNIS- SINNAÐIR Þeir, sem nú að undanförnu hafa orðið fyrir hreinsuninni og teljast ,,óáreiðanlegir“, virðast helst vera í þeirra hópi, sem dvalist hafa í V-Evrópu lang- dvölum. Einnig þeir, sem ótt- ast er um, að sjeu hlynntir hinu þjóðlega viðhorfi Wladyslaw Gomulka, fyrrum vara forsætis ráðherra. Gomulka hefur algerlega horfið úr opinberu lífi, en hon- um var vikið úr embætti síðast- liðið sumar vegna þrákelkni sinnar og andstöðu við stefnu kominform gagnvart Tito. Go- mulka hefur hvorki sjest nje haldið ræðu fyrir almenning undanfarna mánuði. • • FARIÐ LJÚFMANNLEGA AÐ ÖLLU í ÞESSA hreinsunarför er farið með venjulegri pólskri nær- gæti, og alveg án þess að svo líti út sem um nauðung sje að ræða, eins og svo mjög bar á við fjöldahandtökurnar í Tjekkó- slóvakíu að undanförnu. Þessi sókn er talin öldungis eðlileg afleiðing og samsvörun í Póllandi við hinum nýafstöðnu rjettarhöldum yfir Laszlo Rajk, fyrrverandi utanríkisráðherra Ungverjalands. • • HVAÐ UM UTANRÍKISRÁÐ- HERRANN? STARFSLIÐSSKIPTIIN í ut- anríkisráðuneytinu' hafa valdið því, að menn hafa tekið að hug- leiða, hver muni verða framtlð Zygmunt Modzelewski, utan- ríkisráðherra Póllands. Hann hefur ekki enn tekið við emb- ætti sínu á ný, síðan hann veiktist fyrir 4 mánuðum. Gert var ráð fyrir, að Mod- zelewski tæki við ráðherra- embætti sínu aftur hinn 1. sept. er ætlað var, að hann mundi hafa náð sjer. Og enn er gefið í skyn, að hann sje sjer til heilsu bóta, og hefur enginn dagur verið tiltekinn, þegar hann skuli taka við embættinu að nýju. • • EFTIRLIT í RÁÐUNEYTUM KOMIÐ hefur verið á sterkum öryggisráðstöfunum í öllum ráðuneytunum síðan hreinsun- in fór fram. Einkum eru varð- höldin sterk í verslunarmála- ráðuneytinu, svo að fullkomin launung er um afköst iðnaðar- ins og framfarir í efnahags- mákim. Öll fræðsla um pólska framleiðslu er nú orpin hulu. Varð það einkum bert eftir að tveir Pólverjar voru teknir af fyrir skömmu. Var þeim gefið að sök, að þeir hefðu unn- ið fyrir sænsk fyrirtæki og sent þeim upplýsingar um af- köst 60 pólskra ríkisfyrirtækja. Líflátinn. BUDEPEST — Palffy hershöfð- ingi, fyrverandi yfirmaður ung- verska herforingjaráðsins, var nýlega tekinn af lífi í Búdapest. Hann var sakaður um landróð og njósnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.