Morgunblaðið - 15.11.1949, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 15. nóv. 1949
MORGVNBLAÐIÐ
9
Frnmkvæmdir landssímans sl m
PÖST- ' og símamalasí.-orniti
hefur birt skýrslu um helstu
framkvæmdir landsímans s.l.
ár. A fundi, sem póst- og síma
málastjóri hjelt með blaða-
mönnum í gærmorgun gerði
hann grein fyrir framkvæmd-
um og hafa þær verið, eins og
hjer segir:
Helstu framkvæmdir
landssímans 1949
Nýlagnir voru miklu minni
en undafarin ár vegna efnis-
skorts og takmarkaðra fjár-
veitinga. Fyrir utan notenda-
síma í sveitum var yfirleitt
ekki stotnað til nýrra fram-
kvæmda á árinu, nema að
samið var um kaup á tækjum
fyrir stuttbylgjusamband við
Vestmannaeyjar og litilsháttar
undirbúningur hafinn að því.
Helstu framkvæmdirnar
voru bundnar við notkun þess
efnis eins, sem pantað hafði
verið fyrir 2—3 árum.
Á hinn bóginn var unnið ó-
venjumikið að viðhaldi og
endurbótum loftlínanna, enda
hafði ísingarveður á siðasta
vetri leikið þær mjög illa. —
Lítið var hægt að gera til við-
halds símastöðva vegna skorts
á skiftiborðum og öðru við-
haldsefni til þeirra.
Helstu framkvæmdir á ár-
inu voru þessar:
Notendasímar í sveitum
Á þessu ári hafa verið lagðir
símar á 110 sveitabæi, en 50—
70 bæir munu bætast við fyrir
áramót, ef veður leyfir og efni
kemur í tæka tíð. Eru þetta
mun færri bæir en lagður hef-
ur verið sími til árlega að und-
anförnu. Stafar það af örðug-
leikum á útvegun efnis, svo
og af því hve vorið var kait og
sumarvinna gat seint hafist,
en viðhald landssíma-línanna
varð að ganga á undan not-
endasímunum Um áramótin
verða meira en 2900 sveitabæ-
ír komnir í símasamband, en
það svarar til þess, að rúmur
helmingur allra sveitabæja á
landinu hafi fengið síma.
Landssímalínur
Lokið var við lagningu iarð-
síma milli Eskifjarðar og Nes-
kaupstaðar, en hún hófst 1946.
Nýir sæsímar hafa verið lagð-
ir í stað eldri sæsíma yfir firði
á Barðaströnd, en efni til
þeirra hafði verið pantað árið
1946. Einnig voru lagðir sæsím
ar til viðbótar yfir Steingríms
fjörð, Patreksfjörð og Mjóa-
fjörð (ísafj.djúp).
Miklar endurbætur og við-
gerðir fóru fram á aðallínun-
um, sjerstaklega á Vestur- og
Norðurlandi. Mun hafa verið
skift um 2000 staura í stað fú-
inna eða brotinna, svo og um
700 km. af vír og mikinn fjölda
einangrara.
Símakerfi í kaupstöðum
í Reykjavík var haldið á-
fram að setja nýja notendur í
samband við aukinn búnað
sjálfvirku stöðvarinnar, sem
settur var upp árinu áður. —
Samskonar framkvæmdum var
haldið áfram í Hafnarfirði, en
var ekki lokið vegna skorts á
á jarðsíma. Nú bíða um 4000
fstisskortur hsfir
dreglð úr nýlögnum
nýir notendur eftir síma í
Reykjavík og munu þeir verða
að bíða lengi, því að ekkert
efni til stækkunar sjálfvirku
stöðvarinnar er í pöntun, en
afhendingarfrestur er 2—3 ár,
og svo þai'f að byggja við síma
húsið áður en stækkun er
möguleg, en til þess hefur enn
ekki fengist fjárfestingarleyfi.
Fjöldi fólks hefur þurft að bíða
lengi eftir flutningi síma sinna
vegna skorts á jarðsímum og
öðru efni.
Á Akureyri var haldið á-
fram að endurbæta og aukaj
simakerfið vegna fyrirhugaðrar
sjálfvirkrar stöðvar, og er því
verki að miklu leyti lokið.
Auk þess hefur verið endur-
bætt línukerfið í Ólafsvík, Ól-
afsfirði og Dalvík, og minni-
háttar framkvæmdir eru fyrir
hugaðar á næstu vikum á
kerfinu í Keflavík og Hvera-
gerði, ef veður leyfir og eitt-
hvað verður eftir af efni.
Fjölsímar
Fjölsímasambandi var kom-
ið á milli Selfoss og Vestmanna
eyja, Borðeyrar og Patreks-
fjarðar, Borgarness og Stykk-
ishólms. Höfðu tækin verið
pöntuð árið 1947.
Sjálfvirk símastöð
á Akureyri
Unnið hefur verið að upp-
setningu sjálfvirkrar stöðvar á
Akureyri. Voru stöðvartækin
pöntuð 1946. Gert er ráð fyrir
að stöðin geti tekið til starfá
um mánaðarmótin maí—júní
1950.
Nýtt hús í Hrútafirði
Á þessu hausti hefur verið
lokið við að steypa kjallara að
nýju póst- og símahúsi í
Hrútafirði. Hefur þessi fram-
kvæmd lengi verið í undirbún-
ingi. Ofanjarðar-símalínurnar
milli Reykjavíkur og Hrúta-
fjarðar verða teknar niður, þeg
ar húsið er komið upp og nauð
synleg tæki komin í það og
mun þá losna mikið efni og
kostnaður af viðhaldi þessara
lina hverfur.
Loftskeytastöðin í Reykjavík
Ný^r sendir var settur upp
fyrir loftskeytastöðina í stað
annars, er brann í nóvember
1947. Stuttbylgjuþjónusta við
skip er nú að hefjast á ný, en
hún hafði legnið niðri síðan i
stríðsbyrjun.
Stuttbylgjusamband við
Vestmannaeyjar
Gengið var frá samningum
um kaup á ultrastuttbylgju-
fjölsímatækjum til að koma á
9 samböndum milli Vest
mannaeyja og Selfoss, en það-
an liggur jarðsími til Reykja-
víkur. Er þetta fyrsti liður í
fyrirhuguðu stuttbylgjusam-
bandi meðfram .suðurströnd
landsins til Austfjarða. Aðal-
tækin koma ekki fvr en seint
á næsta ári, en ýmsan undir-
búning þarf að gera áður, með
al annars leggja síma og raf-
taugar upp á Stóra Klif í Vest
mannaeyjum og reisa þar lítið
hús fyrir tækin, og er það verk
nú að hefjast.
Talstöðvar o. fl.
Nýiar talstöðvar voru sett-
ar í 27 'báta og um 50 ný við-
tæki í stað gamalla og úreltra.
Miðunartæki hafa verið sett í
10 báta, en mun fjölga á næst-
unni. Ársleiga þeirra er aðeins
kr. 200.00, ef þau eru í sam-
bandi við talstöðvarnar. Tal-
stöðvar hafa einnig verið sett-
ar upp á nokkrum afskektum
bæium. Ennfremur hafa verið
leigðar loftske.ytastöðvar í
skip, þar á meðal í 3 ný eim-
skip. Ennfremur hafa verið
settar upp talstöðvar á 7 ver-
stöðvar til viðbótar því sem
áður var komið til öryggis- og
neyðarþjónustu. Lætur lands-
síminn þessar stöðvar endur-
gjaldslaust í tje.
Talstöðvum og radióvitum
hefur verið komið fyrir á ýms-
um stöðum samkvæmt ósk
Flugráðs vegna innanlandsflug
þjónustunnar.
Landssíminn hefur og sett
upp 3 kw talstöð á stuttbylgj-
um, sem er fengin að láni frá
nokkrum erlendum flugfjelög-
um, og hefur haldið uppi til-
raunarekstri á talsambandi við
flugvjelar í millilandaflugi
samkvæmt tilmælum þessara
flugfjelaga.
Sömu tæki og notuð hafa
verið fyrir' talsapibandi við
Ameríku, voru á síðasta vori
tekin í notkun fyrir talsam-
bandið við Danmerku, og hafa
bætt það verulega.
í undirbúningi er að fjölga
ultrastuttbylgju samböndum
milli Gufuness og Keflavíkur-
flugvallar samkvæmt ósk al-
þjóðaflugþjónustunnar og verð
ur því ef til vill lokið fyrir ára
mót.
Þá er á döfinni að taka upp
reglubundnar mjög nákvæmar ^
bylgiumælingar á radiostöðv- |
um hjer á landi og við strend- j
ur landsins, svo sem 'skylt er '
samkvæmt alþjóða-ákvæðum.
Ennfremur verða hafnar há- ;
loftarannsóknir, sem snerta
m.iög stuttbvlgjuviðskiptin, og
er það gert í samvinnu við er-
lenda vísindastofnun.
Veruleg hækkun á pósi-
burðargj. og skeytum
GEFIN HEFIR verið út ný gjaldskrá um póstburðargjöld sem
gengu í gildi i dag. Samkvæmt ákvæðum hennar hækka póst-
burðargjöld bæði til útlanda og innanlands. Frá sama tíma
hækka einnig símskeytagjöld til útlanda nokkuð.
Dr. Hatta kominn til
Java frá Haag
BATAVIA, 14. nóv.: — Dr.
Hatta, forsætisráðherra indo-
nesiska lýðveldisins, kom til
Java í dag frá Hollandi. — í
Haag tók hann þátt í ráðstefnu
þeirri, sem haidin var um
framtíð Indonesíu.
Hollendingar í Indonesíu
halda nú áfram að flytja heri
sína frá borgunum þar, eins og
samið hafði verið um.
— Reuter.
Segir á þessa leið um hækk-^
un í frjett frá póst- og síma-
málastjóra:
— Gengislækkun sú, sem orð
ð hefir á íslenskri krónu, hefir
för með sjer allmikinn aukinn
árlegan póstkostnað, því allir
póstflutningar milli landa reikn
ast í gullgengi. Alþjóðafyrir-
komulag milliríkjapóstflutn-
inga er á þann veg, að sjerhvert
ríki greiðir flutningskostnað á
sínum eigin pósti alla leið til
viðtökulandsins, en viðtöku-
landið annast hinsvegar af-
greiðslu- og dreifingarkostnað
innan síns lands á öllum brjefa
pósti. Auk þess kemur fram
aukinn kostnaður við 44%
gengishækkun á þeim greiðsl-
um til útianda, sem Island átti
ógreiddar vegna erlendra póst-
viðskipta fram til 17. sept.
1949, er gengisskerðingin varð,
og ennfremur á erlendum póst
viðskiptum á tímabilinu frá 17.
september til þess tíma, er burð
argjaldshækkunin fer fram
(15. nóv.). Loks verður að gera j
ráð fyrir að krónuskerðingin
hafi fyrr eða síðar í för með
sjer hækkun launa og annars
reksturskostnaðar í landinu,
sem ekki er unnt að gera áætl-
un um á þessu stigi málsins.
Póstreksturinn ber sig ekki
Af þessu leiðir, að Island
verður að hækka póstburðar-
gjöld fyrir póst til útlanda. •—
Einnig ber nauðsyn til að
hækka póstburðargjöld innan-
lands, með því að bæði póst-
flutningskostnaður og póstaf-
greiðslukostnaður hjer á landi
hefir hækkað síðan í stríðs-
byrjun mun meira en póstburð
argjöldin, enda hefir póstrekst-
urinn ekki getað borið sig síð-
ustu 4 undanfarin ár. Hækkun
afgreiðslukostaðarins er þeim
mun tilfinnanlegri, þar sem
afg'reiðsluþjónustan nær yfir
bæði útfarinn og' innkominn
póst, jafnt erlendan sem inn-i
lendan, en fyrir afgreiðsluj
erlendra brjefa kemur engin(
greiðsla.
Síðan 1939 hefir póstflutn-
ingskostnaðurinn ca. 9,5-fald-
ast, póstafgreiðslukostn. ca.
11-faldast, póstburðargjalds-
taxtinn að meðaltali innanl. ca.
2,5-faldast. til útl. ca. 1,7-fald-
ast, en að meðaltalinni hinni
nýju hækkun, að meðalt. inn-
anlards ca. 3,75-faldast, að^
meðalt. til útlanda ca. 2,5-fald
ast.
900 þús. kr. auknar tekjur
Með hinni nýju póstburðar-
gjalda-hækkun er lauslega á-
ætlað, að árstekjur póstsins
hækki um ca. kr. 900.000. Hins-
vegar er örðugt að gera sjer
grein fyrir, hvort þessi upphæð
hrekkur til þess, að skapa fullt
jafnvægi í póstrekstrinum. m.
ö. o. til þess að mæta baéði þeim
halla, sem nú er á póstrekstr-
inum (1948 kr. 714.000), og
þeim aukna póstrekstrarkostn-
aði, sem af krójiuskerðingunni
stafar.
Ekki hefir verið hægt að
hækka póstburðargjöldin fyrr
en þetta, þótt reksturshalli hafi
verið, því burðargjöldin til út-
landa eru háð alþjóðahámarki
og ekki þótti tiltækilegt að
setja innanlands-burðargjöldin
hærri en til útlanda. Samkv.
hinni nýju gjaldskrá verður
burðargjald fyrir venjulegt
20 gr. brjef innanlands og til
Norðurlanda 75 aurar, en til
annara landa 85 aurar. Þar við
bætist að sjálfsögðu fluggjald,
ef brjefið á að fara loftleiðis.
Símskeytagjöld til útlanda
hækka í sama hlutfalli og gull-
gengið eða um ca. 44%, nema
til Norðurlanda aðeins um
25%, með því að tekist hafa
sjerstakir samningar um það
milli allra aðila.
Símtalagjöld breytast ekki
heldur fyrst um sinn, hvorki
til Norðurlanda nje til Amer-
íku, en til annara landa hækka
þau um ca. 44%.
Símtala- og símskeytagjöld
innanlands breytast ekkert, og
ekki heldur önnur símagjöld
innanlands.
Æfingar fyrir heims-
meislarakepnina í
handknaflleik
að hefjast
SIGURÐUR MAGNÚSSON hef
ir nú valið 20 menn til þess að
æfa undir þátttöku íslendinga
í heimsmeistarakeppninni í
handknattleik sem fram fer í
Svíþjóð í febrúarmán. næsta
ár. — Sameiginlegar æfingar
verða hjá þessum mönnum
tvisvar í viku fram að áramót-
um og' hefjast n.k. miðvikudag.
Auk þess verða þeir að mæta
á 1—2 æfingum hjá fjelagi sínu
vikulega. Þjálfari verður Stefán
Kristjánsson.
Þeir, sem valdir voru, eru:
Frá Ármanni: Kjartan Magn
ússon, Sigfús Einarsson, Sig. G.
Norðdahl, Snorri Ólafsson,
Haukur Bjarnason og Magnús
Þórarinsson.
Frá Val: Sólmundur Jóns-
son, Sveinn Helgason, Haf-
steinn Guðmundsson, Sigur-
hans Hjartarson og Valur Bene
diktsson.
Frá Fram: Birgir Þorgilsson,
Kristján Oddsson og Sveinn
Ragnarsson.
Frá ÍR: Ingi Þorsteinsson og
Rúnar Bjarnason.
Frá KR: Guðmundur Georgs-
son og Hörður Felixson.
Frá Víking: Þórir Tryggva-
son og Axel Einarsson.
Tveir menn sem átti að velja
til æfinga, Orri Gunnarsson,
Fram og Halldór Lárusson,
Umf. Afturelding, voru ekki
teknir að ráði íþróttalæknis
vegna meiðsla í fæti.