Morgunblaðið - 18.11.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.11.1949, Blaðsíða 2
2 morgvwblaðið Föstudagur 18. nóv. 1949. 1 Oflugur stuðningur Sjálfstæðismenna við umbætur í hús næðismálum Reykvíkinga GUNNAR Thoroddsen borg- arstjóri, fletti á bæjarstjórn- arfundi í gær rækilega ofan af skrípaleik kommúnista í sambandi við framkvæmdir foæjarins til úrbóta á húsnæð- isvandræðunum. Hann sýndi fram á, hvernig að þeir hefðu með yfirborðstillögum sínum gerst berir að því að leggja til að sömu fjárveitingunum yrði varið til tvennskonar framkvæmda, íbúðarhúsa- foygginga bæjarins við Bú- staðaveg og lánastarfsemi til einstakra manna, sem lent hefðu í vandræðum með hús- foyggingar sínar vegna láns- fjárserfiðleika. Kvað borgar- stjóri þessa framkomu sýna greinilegast, hver alvara kommúnistum væri með að koma fram raunverulegum bótum í húsnæðismálum bæj- arbúa. Tillaga Sjálfstæðismanna í bæjarráði Borgarstjóri hóf mál sitt á því, að þar sem að þessi mál j hefðu verið margrædd í bæjar- 1 stjórninni undanfarið, þá teldi hann ekki þörf að vera fjölorð- ur að þess sinni um þær. Hann teldi þó rjett að drepa lauslega 1 á efni tillögu þeirrar, sem Sjálf stæðismenn hefðu flutt á fundi bæjarráðs 8. nóv. s.l., en í henni væri mörkuð afstaða bæjar- stjórnarmeirihlutans til þess- ara mála í heild. Margir einstaklingar, sem ættu hús í smíðum, en lent liefðu í örðugleikum vegna láns fjárkreppu, hefðu sótt til bæj- arstjórnar um lánsfje úr bæj- arsjóði. í tilefni þessara um- sókna vildu fulltrúar Sjálfstæð ismanna í bæjarráði benda á það, að bæjarsjóður styrkti byggingu verkamannabústaða með nær einnar milj. kr. fram- lagi á þessu ári. Bæjarráð hefði ennfremur ákveðið í samráði við stjórn Eftirlaunasjóðs bæjar ins, að lána byggingarsamvinnu fjelögum starfsmanna bæjarins til íbúðarhúsabygginga úr Eft- irlaunasjóði. Sú fjárhæð, sem bærinn legði fram í þessu skyni gæti numið allt að einni milj. kr. á þessu reikningsári. Þá hefði bæjarstjórnin í smíðum 100 íbúðir við Bústaða •og Grensásveg, sem yrðu hent- ugar og ódýrar miðað við nú- verandi verðlag. Myndu þær verða seldar fjölskyldufólki, sem mesta þörf hefði fyrir þær þcgar þær væru orðnar fok-(_ heldar. Gæfist efnalitlu fólki þannig tækifæri til þess að eign •ast eigin íbúðir og leggja fram eigin vinnu til þess að fullgera þær. En aukavinna þess við þá framkvæmd hefði fyrir frum- kvæði Sjálfstæðismanna verið gerð skattfrjáls. Hagkvæm lánskjör Til kaupa á þessum íbúðum| yrði kaupendum þeirra veitt lán raeð óveniu hagkvæmum kjör- •i’jtv. F-'amla" fi1 bess £-' \ nga :"T,a 5— Kommúnis!ar berir aS algerum Úr ræðum Gunnars Thoroddsen borgar- stjóra á bæjarstjórnarfundi. •ya -.i'U ocE/ai'st.crnin fið þeim, sem hafa fjárfestingar- j leyfi, en geta ekki notað þau vegna f járskorts, kost á að skila þeim til bæjarins gegn því að bærinn byggi fyrir þá íbúð af sömu gerð og með sömu kjör- um og fyrrnefndar íbúðir. — Mundu allmargir notfæra sjer það tilboð og bærinn þurfa að leggja fram 1—2 milj. kr. vegna þeirra. 100 íbúðir í viðbót Borgárstjóri kvað bæjar- stjórn hafa samþykkt að byggja 200 íbúðir af þessari gerð og þótt bærinn hefði aðeins fengið fjárfestingarleyfi fyrir helm- ingi þeirra, þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir, þá væri bæjar- stjórnarmeirihlutinn þess alráð inn að halda fast við fyrri á- kvarðanir sínar um að halda áfram á þessari braut og byggja eins margar íbúðir af þessari gerð og leyfi fengist fyrir. Teldi hann hagkvæmast fyrir lausn húsnæðismálanna að bæjarsj. notaði allt það fje, sem hann gæti varið til íbúðar- bygginga, til þess að halda á- fram þeirri byggingarstarfsemi, sem byrjað er á við Bústaða- veg. Æskilegt að geta rjett hjálparhönd Það hefði að vísu verið æski- legt, sagði borgarstjóri, að geta rjett þeim mönnum hjálpar- hönd, sem stöðvast hefðu við húsbyggingar sínar vegna láns fjárskorts. En meirihluti bæj- arráðs hefði litið svo á, með til- vísun til annars stuðnings bæj- arins við húsbyggingar, að ekki væri fært fyrir bæjarsjóð að leggja út á þá braut almennrar bankastarfsemi, að lána þeim mörgu einstaklingum, sem í vandræðum væru og lent hefðu í vandræðum. Hinsvegar hefði bæjarráð beint þeirri eindregnu áskorun til lánsstofnana að leit ast við að greiða götu þeirra manna, sem nú eiga íbúðir í smíðum í Reykjavík, þannig að þeir gætu fullgert þær. Byggingunum við Bústaðaveg miðar vel áfram Borgarstjóri upplýsti að bygg ingunum við Bústaðaveg mið- aði vel áfram, þótt nokkrar taf ir hefðu orðið við þær vegna efnisskorts og veðurfars. Búið væri að steypa fyrstu hæð 16 húsa, 5 væru alveg uppsteypt og þaksperrur hefðu verið reist ar á einu. Steinþór vill nota sama f jeð til tveggja framkvæmda!! Steindór Guðmundsson tók ræ^tirr til málr. um þessi mál •’-i'c HUögur kommúnista um að það fje, sem bæjarstjórn hefur samþykkt að verja til byggingarfram- kvæmda við Bústaðaveg, yrði einnig notað til þess að lána það til annara byggingarfram- kvæmda, þ. e. lánað einstakling um, sem skorti lánsfje. Borgarstjóri svaraði Stein- þóri og benti á nokkur atriði, sem sýndu mótsagnirnar í mál- flutningi kommúnista í þessu máli. Kommúnistar hefðu tví- vegis flutt tillögu, sem færi fram á að því fje, sem bær- inn hefði ráðstafað og tekið frá til 100 íbúða til viðbót- ■ ar við Bústaðaveg, yrði ekki varið til þeirra. Jafnhliða skoruðu þcir á Fjárhagsráð að veita fjárfestingarleyfi fyrir þessum byggingum. Síð ast í gær hefðu þeir vcrið með honum á fundi í Fjár- j hagsráði um þessi mál. Það, sem kommúnistar j vildu, væri að nota sömu fjárupphæðina tvisvar. í fyrsta lagi til bygginganna við Bústaðaveg og í öðru lagi til þess að lána hana einstaklingum til annara byggingarframkvæmda. Þennan einstæða skrípa leik hefðu kommúnistar leikið á fjórum bæjarstjói'n arfundum í röð. Með slíkri framkomu væri svo langt gengið að það væri jafnvel fyrir neðan virðingu kom- múnista að leika slíkan leik. Önnur mótsögn í tillögum kommúnista. En auk þess væri önnur mót- sögn í tillögum kommúnista í jþessum málum. Þeir krefðust 'þess nú að bærinn lánaði ein- staklingum fje til bygginga- framkvæmda. En þegar rætt hefði verið um lán Eftirlauna- sjóðs, þá hefði Steinþór Guð- mundsson ómögulega viljað j lána nema byggingarsamvinnu- fjelögum. Þá hefði hann verið á móti lánveitingu til einstakl- inga. Þetta væru mótsagnir, sem hver maður kæmi auga á. Ef till. kommúnista væri sam þykt, þá þýddi það stöðv- un þeirra 100 íbúða er ákveð ið hefði verið að byggja til viðbótar við Bústaðaveg, ef leyfi fengist til þess. Þá yrðu ekki fleiri íbúðir byggðar þar í bili, en byrjað væri á og leyfi fengið fyrir. — Svo ljeti Steinþór Guðmundsson málgagn sitt staglast á svik- um mcirihluta bæjarstjórn- ar um að byggja þessar 100 viðbótaríbúðir!! Borgarstjóri kvað Steinþór hafa reynt að snúa út úr til- lögu sinni um byggingu 600 íbúða á ári í Reykjavík. í henni væri að sjálfsögðu ekki átt við að bærinn byggði 600 íbúðir á ári. Hinsvegar væri þar óskað eftir að 600 fjáríestingarleyfi fengjust í Reykjavík til þess að ráðast í húsbyggingafram- kvæmdir. Tillaga Sigfúsar Sigfús Sigurhjartarson hafði fyrr á fundinum flutt tillögu um að bæjarstjórn samþykkti áskorun til Alþingis um að það legði fyrir lánsstofnanir að verja ákveðnum hluta fjár- magns síns til húsbygginga. — Borgarstjóri kvað með henni hreyft máli,.sem vert væri að athuga. Eh það væri ekki tíma bært fyrir bæjarstjórn að gera nákvæmar tillögur um, hve miklum hluta af lánsfje bank- anna skyldi varið til slíkra framkvæmda. Framsókn á móti auknum inn- flutningi byggingarefnis Borgarstjóri kvað það sýna hug Framsóknarflokksins til byggingarmála Reykvíkinga að þegar Fjárhagsráð hefði nýlega samþykkt að veita leyfi fyrir auknum innflutningi á timbri og sementi til þess að bygging- ar þyrftu ekki að stöðvast hefðu fulltrúar Framsóknar- hefðu ekki aðeins greitt atkv. gegn því, heldur áfrýjað þess- ari samþykkt fjárhagsráðs til ríkisstjórnarinnar. Borgarstjóri vakti athygli á því að nú væru allir bæjar- fulltrúar ánægðir með Bú- staðavegsbyggingarnar. En áður hefðu fulltrúar kom- múnista kallað þær „sápu- kúlur borgarstjórans“.!! Það vissu hinsvegar allir að verkamenn og aðrir efna- litlir menn myndu hafa meira gagn af þeim> en sýnd- artillögum og skrípaleik kom múnista. „Einstaklingarnir byggja ótrúlega“ ódýrt Jóhann Hafstein benti á hin» gjörsamlega snarsúning kom- múnista í umræðunum um bygg ingarmálin. Steinþór Guð- mundsson hefði haldið því fram að öll byggingarstarfsemi í land inu ætti að vera í höndum hins opinbera. Afstaða hans hefði jafnan verið sú að hindra alla sjálfstæða byggingarstarfsemi einstaklinga. Nú segði þessi sami Steinþór: „Eftirtektarvert er, hve einstaklingarnir kom- ast upp á lag með að byggja ó- dýrt“, en þannig hafði Steinþór komist að orði í ræðu sinni. Þessu hefir bæjarfulltrúinn áttað sig á, sagði Jóhann Haf- stein. Og nú leggur hann til a3 bærinn eigi að styrkja einstakl inga til húsbygginga. Hin rjetta grundvallarstefna í þessum málum væri samhjálp bæjarfjelagsins og einstakling- anna. Þessvegna væri hag- kvæmara að leggja höfuð- áhersluna á bvggingarnar við Bústaðaveg, en fara að lána ein staklingum almennt til hús- bygginga. í tilefni af tillögu Sigfúsar sagði Jóhann Hafstein, að nauð syn bæri til þess að finna grund | völl hagkvæmrar lánastarfsemi ; fyrir byggingarframkvæmdir ■ í bænum. Þessvegna væri hann sammála tillögunni að efni til. En ógjörningur væri að sam- þykkja óundirbúna og lítt hugs aða tillögu í slíku máli. Lagði hann því til að þetta mál yrði athugað af þar til kjörnum mönnum og niðurstaða þeirra síðan löeð fvrir bæiarstiórn. ■—. ! Líklegt væri að það yrði síðan að koma til kasta Albingis. Var þessi tillaga Jóhanns Hafstein samþykkt með 13 atkvæðum gegn 1 (Steinþórs). — Gagngerð viðgerð ú Verkamannaskýlinu BORGARSTJÓRI skýrði frá því á bæjarstjórnarfundi í gær, að viðgerð á Verkamannaskýlinu við höfnina væri nú að verða lokið. Yrði það opnað um eða upp úr næstu mánaðamótum, eft- ir að gagnger viðgerð hefði farið fram á því. Viðgerð í nokkrar vikur. Viðgerðin á Verkamannaskýl inu hefur staðið yfir í ookkrar vikur. Hefur verið sett í það miðstöðvarkerfi og verður það tengt hitaveitunni einhvern næstu daga. Þá hafa verið framkvæmdar ýmsar lagfæringar innanhúss. Nýjar þiljur hafa verið settar með útveggjum og nokkur breyting gerð í austurhluta sal- arins. Eldhús hefur verið end- urbætt og gluggar þjettir og lagaðir. Þá er nú verið að mála skýlið að innan. Ennfremur er unnið að því að smíða í það ný borð og bekki. Ætti þessum umbótum að vera lokið um mánaðamótin. Ráðning eftirlitsmanns. Nokkrar umræður urðu um ráðningu eftirlitsmanns með skýlinu. Upplýsti borgarstjórl að margar umsóknir hefðu bor- íst til bæjarráðs um það starf og teldi hann eðlilegt að það rjeði mann til þess. ) Ummæli hershöfðingjans STOKKHÖLMI, 17. nóv.: —. Jung hershöfðingi hjelt hjcr ræðu nú í vikunni. Fórust honum m.a. orð á þessa leið: „Okkar friðelskandi þjóð, veitist ekki auðvelt að skilja, hve mikil sú hætta er, sem vofir yfir friði oklá ar og frelsi‘‘. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.