Morgunblaðið - 18.11.1949, Qupperneq 7
Föstudagur 18. nóv. 1949.
7
MORGUNBLAÐIÐ
Sigu
Frh. af bls. 6
það, sem er öllum lærdómi
Eeðra og fyrnist ekki með förl-
andi minni á námsefnin. Hann
ýmist vakti eða glæddi hjá okk-
ur ást á íslenskri tungu, til-
finningu fyrir blæbrigðum
málsins, yndi af skáldlegri feg-
urð, ástríðu til bókmenntal.estr-
ar, undrun yfir sköpunarmætti
mannlegs anda. Hér var ofið
inn í þá eðlisþætti, sem deyja
ekki, meðan persónuleikinn
lifir.
Eir það er ekki að furða, að
slíkur kennifaðir og uppalandi
yrði einhver mesti skólastjóri,
sem íslendingar hafa átt. Skóla-
stjórnargifta hans átti sér
þrennar rætur dýpstar: Viið-
ingu hans fyrir manninum,
persónuleika sjálfs hans, stoð-
ina frá konu hans.
Virðing hans fyrir mannlegu
eðli var lotningarkennd, en hún
jók aftur á næmleika hans og
glöggskyggni á þau ungmenni,
er hann átti ávallt saman við
að sælda, og nærfærni í um-
gengni við þau. Og þessi virð-
ing fyrir manninum, fyrir líf-
inu, hlaut einnig að koma fram
sem virðing fyrir hlutskipti sínu
og hlutverki í mynd einstæðrar
Samviskusemi. Af þeim sökum
miklaðist það fyrir augum hans.
Það liggur við, að, segja megi,
að fyrir Sigurði hafi skólinn
verið miðdepill veraldar. Ofur-
ræktin við skólann gat virst
með öfgum í augum þeirra, sem
utan við stóðu. En þessi alhug-
ur og einhugur Sigurðar var
einmitt einn meginstyrkur hans.
Ég held, að ég hafi aldrei
kynnst manni, sem var jafn-
samgróinn starfi sínu, lifði og
hrærðist í því til jafnmikillar
fullnustu. Skólanum fórnaði
hann kröftum sínum öllum,
jafnvel um fram eigið heimili.
En hann gerði líka miklar kröf-
ur til annarra í skólans gatð,
bæði veraldlegar og andlegar.
Allt skyldi víkja fyrir þörfum
skólans. Ég veit þess ekki dæmi,
að nokkur kennslu- né fjár-
málaráðherra á skólastjórnar-
árum Sigurðar hafi verið gædd-
Ur því mótstöðuafli, sem hafi
ekki að lokum látið undan síga
fyrir þrálátri fjárbón hans skól-
anum til handa. Og við okkur
bekkjarsystkinin sagði hann,
þegar hann kvaddi okkur, að ef
nokkur sá, sem verið hefði
nemandi Menntaskólans á Ak-
ureyri, gerði nokkurn tíma
nokkurt vanvirðuverk, setti
hann óafmáanlegan blett á
Skjöld skólans. Þannig varð
hver nemandi ævinlegur þegn
skólans. Sómi og vanheiður
hvors um sig var gagnkvæmur.
Það lætur að líkum, að svo
kröfumikill skólameistari ól
ekki nemendur sína upp í neinu
andvaraleysi né værðarmóki.
Trúmennska, þegnskapur, sjálfs
agi voru þær megindyggðir, sem
hann reyndi að innræta okkur.
Sérhver skyldi stefna höfuð-
kröfum sínum á hendur sjálf-
um sér.
En virðing Sigurðar fyrir
þeim mannssálum, er hann
skyldi móta, metnaður hans
fyrir skólans hönd, einlægur
vilji og viturleg dyggðaboðun
hefðu ekki mátt sín mikils, ef
hann hefði ekki ráðið yfir innra
afli og myndugleika til að bera
þetta uppi og bera það fram.
Meistari — eins og við norð-
anmenn kölluðum hann alltaf
— var merkilega samsettur
maður og einhver sérkennileg-
asti persónuleiki, sem um getur.
Hann var úthverfur að eðlis-
fari, áhrifanæmur og opinskár
geðsveiflumaður, en iðkaði af
ásetningi sjálfskönnun hins inn-
hverfa manns. Hann var ofur-
viðkvæmur, svo að smávægi-
legar yfirsjónir nemenda gátu
komið honum út úr öllu jafn-
Vcögi og í svipinn orðið honum
mestu stórmál heimsins, og
sjaldan mun hann hafa kvatt
nemanda sinn klökkvalaust. En
hins vegar bjó hann yfir ör-
uggum stjórnartökum, hörku-
lausri festu. Hann var mjög
hrifnæmur, einkum á náttúru-
fegurð, skáldskap og myndlist,
og hann hafði valið af smekk-
vísi málverk á heimili sitt og
til skólans. En hann var fágæt-
lega ósöngvinn. Hann var
ákafamaður, kappsmaður og
málafylgjumaður, en skipaði
lilutlægni meðal æðstu mann-
kosta. Hann var í senn fram-
hleypinn og þó svo háttvís sem
væri hann tiginborinn. í fasi
var hann frjálsmannlegur,
hnarreistur og gustmikill, svo
að sópaði að honum, hvar sem
hann fór. Úti gekk hann jafnan
með staf í hendi, en lét hann
sjaldan nema við jörðu og hélt
öllu oftar um þann endann, sem
aðrir menn láta vísa niður, og
sveiflaði stafnum fyrir sér.
Allt gerði þetta hann fyr-
irferðarmikinn á velli. —
Hann var hávaðamaður mikill,
eins og margir Austur-Hún-
vetningar, og glaðværðarmað-
ur, svo að hann var hrókur alls
fagnaðar í hverju því sam-
kvæmi, er hann sat, kunni flest-
um mönnum betur að njóta
slíkra mannfunda og öllum
mönnum betur að stilla þeim í
hóf, hætta hverjum leik þá, er
hæst stóð. Vín taldi hann gleði-
gjafa þeim, sem með það kynnu
að fara, og hafði yndi af að hafa
það um hönd í hófi með góðum
gestum, en enginn veit þess
dæmi, að vín hafi nokkru sinni
á honum séð. Ekki gat skemmti-
legri, frjálsmannlegri og ástúð-
legri gestgjafa en þau skóla-
meistarahjónin, enda er róm-
aður um gjörvallt ísland, og
einnig út fyrir landsteina,
höfðingsskapur þeirra og „sú
kurteisin sanna“, sem „kom að
innan“. En á þennan gleðimann
sóttu á köflum áhyggjur mikl-
ar, þunglyndi og bölsýni. í sál-
arlífi hans var samt aldrei Já-
deyða, heldur sífelld ólga og'
umbrot. Ég hef oft að því dáðst,
hve andlega vakandi honum
tókst að halda sér alla tíð, þar
sem svo fátt var oft til örvunar
sem í mínum elskulega fæðing-
arbæ, Akureyri. En þar var
einn aðalaflvaki Sigurðar, hve
mikill undrunarmaður hann
var. Dásemdir lífsins greindi
hann jafnt í hinu smæsta sem
stærsta. Jafnvel það, sem öðr-
‘um var hversdagslegt og sjálf-
sagt, gat orðið honum að furðu-
verkum og stórmerkjum. Og
ræða hans öll bar vitni þessari
innlífun. Ég hef aldrei þekkt
mann, sem var jafnaltekinn af
sérhverju því, sem á góma bar.
Enn gat hann sjötugur talað um
ástir af eldmóði seytján ára
unglings. — í ræðuflutningi
sínum gat Sigurður verið ó-
skýrmæltur og honum jafnvel
vafist tunga um tönn. En allt
um það var leitun á manni, sem
flutti ræður sínar af slíkum
þunga og með slíku áhrifamagni
og hann. Svo mjög lagði hann
sig þar allan fram, og svo mik-
ið var þar fram að leggja.
Lestrarlag hans, einkum á ljóð,
var ákaflega einkennilegt, þar
sem röddin steig og hneig sí-
fellt með syngjandi eða söngl-
andi hreimi. Sjálfsagt hafa þar
verið þverbrotnar ýmsar kenni-
setningar framsagnarlistar. En
ekki var þar brotið það grund-
vallarlögmál, sem mestu varð-
ar: Það var lesið af skilningi,
gleymt sjálfum sér, en lifað og
hrærst í lestrarefninu. Þess
vegna gat ljóðalestur skóla-
meistara orðið mönnum opin-
berun.
Sigurður var haldinn heyrn-
ardeyfu, sem háði honufn alla
tíð mjög mikið. Fyrir vikið var
honum hætt til misheyrnar, en
auk þess var honum mismæla-
gjarnt-, og ennfremur var hann
oft viðutan, svo að jafnvel gat
komið fyrir, að hann gleymdi
sér í kennslustundum "j eigin
hugarleiðslu. Ósjálfráðar vipr-
ur hafði hann oft í andliti og
bærði stundum varirnar án þess
að mæla orð frá munni, eink-
um er hann féll í þunga þanka.
Skólameistari var því það,
sem kallað myndi undarlegur
maður. Alkunna er, að engir eru
hafðir eins að skotspæni háðs
og glettna sem •kennarar af
nemendum sínum, er vaka yfir
hverju tilviki þeirra. Og ýmsir
hafa þar orðið illa úti, sem stað-
ið hafa skemmra frá hversdags-
leikanum og meðalmennskunni
en Sigurður Guðmundsson.
Auðvitað eru til um meistara
margar skrýtlur, í senn saklaus-
ar og skemmtilegar. En ekki
veit ég þess dæmi, að nokkur
nemandi hafi nokkru sinni
hæðst að því, sem undarlegt
var í háttum hans. Nemendur
hans báru fyrir honum meiri
virðingu og höfðu á honum
meiri ást en svo, að nokkrum
dytti slíkt í hug. En hvílíkan
persónuleika þarf ekki til að
hefjast upp yfir eigin skrýtni í
augum lítt þroskaðra nemenda
og hafa á nokkrar þúsundir
unglinga jafndjúptæk áhrif og
raun ber vitni um Sigurð skóla-
meístara.
Óhugsandi er, að til hafi ver-
ið nánara og innilegra sam-
band kennara og námsfólks eji
Sigux-ðar og nemenda hans.
Föðui'hjarta hans var svo vítt,
að þar rúmaðist ást til okkar
allra. Og honum nægði ekki að
vaka yfir okkur, meðan við sát-
um í skólanum. Eftir föngum
fylgdi hann ferli okkar og stóð
í tengslum við okkur, eftir að
þaðan fór, harmaði ófarnað
okkar og fagnaði velgengni
okkar, átti bréfaskipti við
hundruð gamalla lærisveina
og námsmeyja og dó frá því að
skrifa eftirmæli um látinn nem-
anda.
Sigurður var enn í fullu and-
legu fjöri, þegar hann féll frá,
tilfinningalífið óvisnað og hug-
myndalífið frjótt, og hann hafði
aðeins beðið eftir viðunandi að-
búnaði til að taka nú til við að
skrifa um allt það, sem lá hon-
um á hjarta.
En þó að Sigurður væri mik-
ill af sjálfum sér, hefði honum
aldrei auðnast að verða það,
sem hann varð, ef hann hefði
ekki notið við konu sinnar. Ég
þykist vita, að frú Halldóru sé
ekki að skapi, að hér sé um
hana fjölyrt. En ekki gat sam-
hentai'i og samrýndari hjón en
þau. Og hún var honum ávallt
hin styrka stoð og þeim mun
bjargfastari sem meir reyndi á.
Þegar andstreymið lagðist sem
þyngst á hann og áhyggjurnar
voru að sliga hann, þá var það
hún, sem undir þungann gekkst.
Ég veit, að’sá skapstyrkur hef-
ur ekki fengist átakalaust. En
þeim mun þakkarverðari er
hann. Og það er ein huggun
okkar í því fráhvarfi, sem hér
hefur orðið, að Sigurður skyldi
ekki lifa konu sína. Þá hefði
hann orðið se"m athvarfslaus,
enda þótt hann eigi góð og ást-
úðleg böi'n, sem hefðu annast
hann af mikilli umhyggju. En
enginn hefði verið þess um-
kominn að fylla þar upp rúm
írú Halldóru.
En ekki er þetta eina huggun
okkar. Sú er mest, að Sigurður
valdi sér hið góða hlutskipti, að
vinna af árvekni og alhug á
þeim lífsins akri, sem einn er
vænlegur til ávaxtar, að rækta
mannssálina, auka manngildið.
Mikill hluti íslensku þjóðarinn-
ar hefur annaðhvort notið leið-
sagnar hans beinlínis eða á
börn, maka eða systkini meðal
nemenda hans. Og með óborn-
um kynslóðum mun enn spi'etta
gróður, sem rekja má til þeirra
fræja, er Sigurður sáði í ann- 1
arra manna hjörtu. Það sér því
ekki út fyrir endimörk þeirrar
fylkingar, sem drúpir höfði í
þakklæti og virðingu við Sig-
ui'ð skólameistara.
Steingrímur J. Þorsteinsson.
Akraliorg
tii Skagastrandar, Sauðárkróks, Hof?
óss og Hríseyjar. Tekið á móti ilutn-
ingi í dag.
IIIMIIIUIMIH
I Til leigu í veSturbæi
Herbergi
fyrir reglusaman mann. Sá sem
getur lagt til símaafnot geng-
ur fyrir. Tilboð merkt: „Simi
— 742“ leggist á afgr. blaðsins
íyrir liádegi á laugardag.
NM|IIIM'lllllllll<l|ll|||HI.IIHieHIIIIIIIIIII|im||
nMMIHIHMIIIHIIIIIllllllllllllUUMiminilll'MIMIIIMIM*
I I
1 Keflavík og nágrenni (
I 5
| /' meríkani giftur islenskri stúlku |
: óskar eftir herbergi og efdunar- S
1 jJási, um áramót, eða í janúar. E
■ I Tilboð merkt: „Hjálpið nauð- |
I : stöddum — 749“ sendist afgr. |
, { Mbl.
átvinnurekendur
i IJngur maður með 250 hk. rjett :
i ;ndi óskar eftir atvinnu nú þeg- |
j ar Mnrgskonar önnur vinna i
| ; kæmi til greina t. d. vjelavið- :
Í j gerðir »ða einhver önnnr vinna :
j : Uppl. i sima 80178 í dag frá i
' I kl. 1—3 og 5—7.
n i
IIII^IMIIilllMMflllllllllirlllMMIfllMlllllltMK
Kioaf 4Afiuiti<i»suii
txo'nuir iHttartofsmaóur
'krif r l o f a ,
t'jarnargötu 10 — Simi S4.II7
NHKBmiH 'lllll tllMISI ItllllmMIMUIIMimilMMMHMn
MINNINGARPLÖTUB |
• leiði.
Skiltagerðin,
Skólavöiðustíg 8.
ommimiimi iiMiiiiiiiiliiuiirilil' r
Sjómannaúfgófan
Þeir áskrifendur, sem ekki hafa fengið síðustu bækur
sjómannaútgáfunnar, sem eru: „í sævarklóm“ og „Blá-
maður um borð“, nr. 10—11, hringi í síma 5898, eða vitji
þeirra til
HJJÁLMARS STEINDÓRSSONAR,
Framnesveg 24 A.
Lögtak
Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan-
gengnum úrskurði, verða lögtök látin fram fara, á kostn-
að gjaldenda, en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum
frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir ógreiddum bif-
reiðaskatti, skoðunargjaldi af bifreiðum og vátryggingar-
iðgjaldi ökumanna bifreiða, sem fjellu í gjalddaga 1.
apríl síðastliðinn.
Borgarfógetinn í Reykjavík, 15. nóv. 1949.
KR. KRISTJÁNSSON.
AUGLlí SING E R GULLS IGILDI