Morgunblaðið - 18.11.1949, Síða 12

Morgunblaðið - 18.11.1949, Síða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 18. nóv. 1949. Hreimun í kommún- istuilikki Svíþjóður :NORÐURLANDABLÖÐIN skýra frá því, að hafin sje hreinsun innan Kommúnistaílokks Svíþjóðar. Með eins dags fyrirvara boðaði flokksstjórnin til fulltrúafundar í Stokkhólmi. Mættir voru um 250 fulltrúar. Tvöföld dyragæsla var við innganginn og fjekk enginn fulltrúi að koma inn nema að sýna skírteini og auk þess er hver maður yfirheyrður við innganginn. Nánara samstarf við Kominform Flokksstjórnin hafði boðað :til þessa fundar til að krefjast inánara samstarfs við Komin- iform og krefjast af flokksdeild unum, að þeir fjelagar, sem ekki væru álitnir trúir komin- formmenn væru þegar reknir úr flokknum. En á fundinum kom til harðra átaka gegn flokksstjórninni og var brott- rekstrinum úr flokknum harð- iega mótmælt. Heimta ástæður fyrir brottrekstri Stjórnarandstaðan á fundin- um krafðist þess, að þegar kunnir flokksmenn eru reknir úr flokknum, eins og átt hefir sjer stað undanfarið, þá geri flokksstjórnin grein fyrir ástæð unum að brottrekstrinum og tilkynni flokksmönnum þær. Flokksstjórnin í Stokkhólmi reyndi að bera í bætifláka fyr- ir framkomu flokksstjórnarinn ar, en viðurkenndi þó, að of mikil leynd hvíldi yfir brott rekstri margra flokksmanna. •Wkar í FYRRAKVÖLD voru haldnir miðnætur-jass-hljómleikar í Gamla Bíó við fjölraenni áheyr enda. Lieku bar þrjár kimnar jasshljómsveitir, þær K.K-sex- tettinn.. sem Imfir tvo góða sólóista, Jón Sigurð; son frá Ak- urevri og Ólaf Pjotursson. — Karl Jónatansson og hljómsveit hans; með þeirri hljómsveit söng SivWm Jónsdóttir við mikla aðdáun áheyrenda, og Hljómsveit Björns R. Einars- sonar. ra~ð "ítaranillingnum Ólafi Gauk, oa trommuleikaran um Guðrrmndi R. Einarssjmi, sem vakti fádæma hrifningu. Allir meðlimir þessarar hljóm- sveitar hafa á sier frægðarorð, og vöktu ekki hvað síst aðdá- un fvrir frjálsa og skemmtilega framkomu á ,.senunni“. Svo virðist sem jass-áhugi hjer á landi fari síf«llt vaxandi og bá. em<5 orr að líkum lætur, mest meðal unga fólksins. <s>- „Hálfsögð saga" í MORGUNBLAÐINU síðastl. sunnudag, 13. nóv., er grein, sem heitir: ,,Hálfsögð saga“. — Við erum margar þær konur, sem höfum beðið eftir ein- hverju svari við grein þessari frá t. d. Kvenrjettindafjelagi íslands. Það er vitað að þetta er ekki málefni, sem Rannveig Þorsteinsdóttir berst „prívat“ fyrir, nei, þetta er hagsmuna- mál kvenna, sem K. R. F. í. hefur á stefnuskrá sinni og á að svara fyrir. Umrædda grein R. Þ. hefi jeg ekki lesið, en veit, að þó hennar „saga“ hafi verið „hálfsögð“, þá er þessi „saga“ verri en „hálfsögð“. — Treystum vjer konur, að K. R. F. í. birti það rjetta, það er að segja: segi söguna alla. Sjálfstæðiskona. Konsúlssverð selt á tæpl. 300 kr. í GÆR var haldið uppboð á als- konar varningi bæði nothæfum og ljelegum. Fór uppboð þetta fram í kjall ara Arnarhvols, en þessi upp- boðsstaður er mjög óheppilegur í alla staði og ætti ekki að halda uppboð þar í framtíðinni. — Uppboðsstaðurinn er þannig úr garði gerður, að þeir einir sjá munina vel, er selja skal, er bjóða þá upp og næstir þeim standa. Þarna er nefnilega svo lágt undir loft ,að ekki er mögu legt, að því er virðist, að koma fyrir upphækkuðum palli, þar sem vörurnar væru sýndar, svo sem venja er til við uppboð 611. Það sögulegasta við uppboðið var, að skraut-sVerð, „konsúls sverð“, var slegið fyrir 275 kr. All vel útlítandi samkvæmis- föt „kjöll“, fóru á 50 kr. Voru nokkrir fatnaðir boðnir þarna upp, en fornsalar yfirbuðu alt- af og munu það hafa verið að- eins fornsalar, sem keyptu föt- in. — Einn smoking, vel útlít- andi, f jekk einn fornsalinn fyrir 150 kr. Þá voru slegin 25 skot- hylki í hagllabyssu, fyrir 15 eða 20 kr. Rjúpnaskytta hefði getað gert þarna góð kaup. Stand- lampi var sleginn á 20 kr. og ljótt veggteppi á 40 kr. Churchill gognrýnir sfefnu stjórnurinnur Frelsið í Tjekkóslóvakíu áþekkf og í fangabúðum. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. LONDON, 17. nóv. — Bevin utanríkisráðherra Breta talaði í neðri málstofu þingsins um utanríkismál í dag. Hvatti ráðherr- ann til varúðar í Þýskalandsmálunum og tók skýrt fram, að breska stjórnin væri afar varkár í öllu, sem hún tæki sjer fyrir hendur, svo að ekki kæmi til vandræða síðar meir, eins og eftir næst síðustu heimsstyrjöld. Bevin vjek í ræðu sinni a ^ samskiptunum við Bandaríkin,, hefði skortur á efnahagslegu j jafnvægi milli dollara- og sterl-1 ingssvæðisins verið örðugt við-| ureignar. Sagði hann ennfrem- ur, að ráðherranefnd Evrópu- ráðsins mundi reynast öflugt tæki til að skapa eining álf- unnar. MargþæH sfarfsemi INGIMUNDUR GUÐMUNDSS0N Irá Bakka. 70 ÁRA 18. NÓVEMBER 1949. Nú sagt er, þú fyllt hafir sjöunda tug, þá sendi jeg þjer kveðju með þakklátum hug fyrir það löngum liðna. Jeg man alla þrautseigju á mannraunastund, jeg man þína hjálpfýsi, glaðværa lund, og höndina haga og iðna. Ef ár þurfti’ að smíða, eða oka í hrip, upphressa bæ eða gera við skip. — Og þó væru’ ei laun nema’ að þakka —. Járnklæða þak eða járna einn hest; Þá jafnan var viðkvæðið: „Það er víst best, að biðja hann Munda á Bakka“. Þitt dagsverk er margþætt og mörgum í hag. Þín minnast nú frændur og vinir í dag í faraheill förnum á vegi. Fyrir þinn atbeina’ í byggð er „minn“ bær. Blessunar hverskonar vinur minn kær, þjer óska á afmælisdegi. J. H. Churchill tekur til máls. Churchill tók einnig til máls. Hvatti hann mjög til að Þýska- landi yrði heimiluð þátttaka í Evrópuþinginu. Gagnrýndi hann stjórnina ákaft. Sagði hann, að utanríkisráðherrann hefði gloprað mörgum tækifær- um og góðum úr höndum sjer. „Þegar Bevin kom til valda, var Bretland virðingarverðasta land álfunnar. Nú hefir áliti landsins mjög hrakað. Á þing- inu í Strassborg misstu leið- togarnir feitt úr askinum sín- um. Þeir höfðu lengi ætlað sjer forystu í hópi jafnaðarmanna- flokka álfunnar, en gerðu þær vonir sínar þar að engu. Ekki tókst betur til, þegar Bretar studdu kosningu Tjekkó slóvakíu í Öryggisráðið. Eng- inn af fulltrúum Tjekka hcfir nokkurn rjett til að tala þar í nafni hinnar hraustu þjóðar sinnar. En nú er þetta land, Tjekkóslóvakía, rússneskar fangahúðir. 2000 sækja um 750 þvottavjelar NORSKU gjaldeyrisyfirvöldin hafa nýlega leyft innflutning á 750 þvottavjelum, en það eru eftirsótt tæki þar í landi, eins og víðar. Um 2000 umsóknir bárust frá fólki, sem vildi kaupa vjel arnar. — Tók stjórnin það ráð, að fela Húsmæðrasambandi Neregs að úthluta vjelunum. gMH liMmiMlllllllllllfl'llllllllllllllllllllllllllllllimiflllllllllllfllllllllllllllllMIMIItmiMIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIHIimilflllllltlllUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMi Markús |>IHIMMIIIIMIIIIIIIIIIMIIIIMMMMII IIMMIIIIIIIIMIIMIMIIIIMIIIIIIIIIIMIMIMMMI' ^ Eftir Ed Dodd ilMMMMMMMMMMMMMMMMIIIIMMMMMMMMIii GUM ANO PACKED fT ON THE CLEDGE...ANO — Upp með þig, Tófi. Farðu , lappir. Við leggjum af stað — Jeg afhlóð byssuna þína og ljet hana á sleðann. Jeg verð alltaf viðbúinn með mína byssu. — Það er best, að þú stjórn- ir sleðanum. Jeg fylgi fast á eftir með byssuna. Hvað getur það verið, sem gengur að mjer. Höfuðið á mjer er eins og blý og jeg hef maga- verk. bindindismanna SAMVINNUNEFND bindindis- manna, sem starfað hefir síð- astliðin 7 ár, áttu tal við blaða menn í gær. Nefndin hefir lát- ið bindindisstarfsemina undan farin ár, mjög til sín taka. — Framkvæmdastjórn nefndarinn ar skipa Pjetur Sigurðsson, Jón Gunnlaugsson og Gísli Sigur- björnsson, en að samvinnu- nefndinni standa átta fjölmenn fjelagasambönd, Stórstúka ís- lands, íþróttasamband íslands, Samband íslenskra barnakenn- ara, Ungmennafjelag íslands, Samband bindindisfjelaga í skólum, Áfengisvarnarnefnd kvenna, Prestafjelag íslands og Alþýðusamband íslands. — ÖU hafa þessi f jelagasamtök sam- þykkt tillögur á ársþingum sín um, um algert bann. Samvinnunefndin fjekk á sín um tíma kr*. 15.000,00 til starf- semi sinnar, en svo vel hefir hún haldið á fjenu, að nú hefir hún greitt út um 66 þúsund. krónur. Nefndin hefir gengist fyrir bindindissýningum á fimm stöð um hjer á landi, Reykjavík, Hafnarfirði, Akranesi, Sauðár- króki og Akureyri. — Vöktu sýningar þessar mikía athygli. Þá hefir nefndin gefið út 5 daga töl, og er dagatal hennar fyrir árið 1950 komið út. Þar eru myndir af 12 kaupstöðum og kauptúnum og stutt frásögn af bindindisstarfseminni á þeim stöðum. Hefir mikil vinna verið ’ögð í að gera dagatal þetta sem best úr garði. Samvinnunefndin hefir einn ig gefið út allmikið af smárit- um og bæklingum, og nú er í urentun bæklinrar um áfengið og umferðarslvsin. Nefndin hefir einnig beitt sjer mjög fyrir bví. að áfengi verði ekki haft um hönd í ferm ingarveislum og birt fiölda á- skorana til foreldra í þeim efn- um. Er gleðilegt, að áberandi er, hve áfenmsnotkun Trig shk tækifæri hefir minnkað. PARÍS, 17. nóv.: Tvn»- tóm- ar líkbörur vofu til staðar við minningarathöfn. sem hier var haldin í dag um franska fiðlu- snillinginn Ginette Neveu og bróður hennar. Fórust þau í Uugslysinu mikla, sem varð á Azoreyjum fyrr í mánuðinum. Hvorki varð lík Neveu nje bróður hennar bekkt úr þeim 48 líkum, sem voru i flucrvjelar flakinu eftir slysið. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.