Morgunblaðið - 22.11.1949, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 22. nóv. 1949.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
'Uíhverji ólrijar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar- Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla'
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintaidð, 75 aura með Lesbéft.
Hver verður
niðurstaðan ?
S.L. MIÐVIKUDAG fól forseti íslands formanni Framsókn-
arflokksins að reyna myndun ríkisstjórnar, sem styddist við
meirihluta á Alþingi. Þeirri tilraun hefur nú lokið á þá lund
að Hermann Jónasson hefur tilkynnt forsetanum að hann
telji sig ekki hafa möguleika til slíkrar stjórnarmyndunar.
Ekkert hefur til þessa verið tilkynnt um það, til hvaða flokka
formaður Framsóknarflokksins sneri sjer. Vitneskju um það
mun að ^jálfsögðu ekki langt að bíða.
Forseti íslands hefur nú falið formanni Sjálfstæðisflokks-
ins, Ólafi Thors, að freista myndun meirihlutastjórnar. Er
ekki tímabært að spá neinu um, hvernig sú tilraun muni
takast.
En það er ástæða til þess að leggja áherslu á það, að það
er áreiðanlega krafa þjóðarinnar, að Alþingi takist að mynda
einhverja ríkisstjórn og að sú stjórn, sem mynduð kann að
\erða, verði þingræðisstjórn.
Árin 1942—1944 sat hjer að vísu svokölluð utanþingsstjórn,
sem forseti íslands skipaði eftir langvarandi tilraunir stjórn-
málaflokkanna til stjórnarmyndunar. Enda þótt sú stjórn
væri skipuð dugandi mönnum getur enginn maður með
ábyrgðartilfinningu óskað þess að siíkt fyrirkomulag verði
tekið hjer upp á ný. Við okkur íslendingum blasa nú fjöl-
þætt vandamál og erfiðleikar. Til þess að ráða fram úr þeim
þarf nána samvinnu þings og stjórnar. Ríkisstjórn, sem
skipuð væri án samráðs við Alþingi hefði litla möguleika
til þess að koma málum sínum fram og ráða fram úr að-
steðjandi vandamálum.
Stór kollur á stórum kalli
BÆJARFULLTRÚI Framsóknarflokksins í Reykjavík er
orðinn hræddur við dóm almennings yfir andstöðu hans
gegn breikkun og fegrun Lækjargötu. Þess vegna lætur hann
blað sitt birta samtal við sig s.l. sunnudag um afstöðu sína.
í frásögn sinni kemst bæjarfulltrúinn þó ekki fram hjá því
að viðurkenna að hafa sagt að margir hefðu undrast er for-
íáðamenn Reykjavíkur „gerðu slíka fúlmennsku------“.
Þrátt fyrir það, að hafa staðfest frásögn Morgunblaðsins
af hinum furðulegu ummælum sínum í bæjarstjórn, er
Framsóknarfulltrúinn fokvondur og segir að orð sín hafi
„skolast til í litlum kolli á litlum kalli-“.
Það er auðheyrt að þessi yfirlýsing hlýtur að hafa fæðst
í „stórum kolli á stórum kalli“!! En þrátt fyrir það rúmaði
þessi stóri kollur ekki skilninginn á nauðsyn þess að breikka
Lækjargötu. Hann rúmaði aðeins hinar „sögulegu þúfur“.
Þá var rúmið þrotið. Þó segist þessi bæjarfulltrúi vera full-
trúi bændaflokks.
Hvernig hefði farið fyrir íslenskum bændum, ef þeir Kefðu
fylgt kenningunni um hinar „sögulegu þúfur?“
Samkvæmt henni væri það óhæfa, jafnvel „fúlmennska“,
að sljetta tún, 'breyta kargaþýfi í sljettlendi. Og víst hafa
þúfurnar nokkurt minjagildi. En þær eru engu að síður
greinilegt tákn ófullkominna búnaðarhátta, verkfæraskorts
og fátæktar. Krafa samtíðarinnar er sljett tún. En krafa
hennar er líka breiðari götur, greiðari og hættuminni um-
ierð, betra skipulag, fegurra umhverfi. Þess vefna verða
hinar „sögulegu þúfur“ Framsóknar-bæjarfulltrúans að
víkja.
Þess vegna verður þessi óheppni bæjarfulltrúi líka að
minnast þess að það er ekki nóg fyrir „stóran kall“ að hafa
„stóran koll“. Hitt er miklu mikilvægara að skilja þarfir sam-
tíðar sinnar, fylgjast með þróuninni, horfa ekki aðeins á sínar
eigin tær, heldur nokkuð fram á veginn. Framsóknarfulltrú-
anum hefur orðið það lítilræði á, að daga uppi, standa eins
og þvara í vegi merkilegrar umbótar. Honum er velkomið
að halda því áfram. Umbótin hefur verið framkvæmd. Það
er kjarni málsins. Og nú starfar hinn „stóri kollur“ á hinum
, stóra kalli“ við stóra og fallega götu.
Hann „skilur ekki nauðsyn svo breiðrar götu“. En
almenningur í Reykjavík gerir það. Það er nóg.
Hjólhestafargan
SLYSAVARNAFJELAGIÐ hef
ir stundum tekið sig til og haft
námskeið fyrir unglinga, sem
ferðast um göturnar á reiðhjól
um. Hafa þessi námskeið borið
góðan árangur — í bili. En svo
hefir jafnan færst aftur í sama
horfið og hjólandi unglingar
gert vegfarendum illmögulegt
að komast ferða sinna, nema
að leggja sig í stórhættu. Vit-
anlega eru hinir hjólandi ridd
arar einnig sjálfir í hættu,
stundum lífshættu.
Nú væri ekki vanþörf á, að
halda enn eitt námskeið í um-
ferðamenningu fyrir unglinga.
•
Fara ekki eftir
neinum reglum
HJÓLANDI unglingar fara
ekki eftir neinum reglum nú
orðið. Þeir hjóla mestu umferð-
argöturnar í krákustígum, eru
í eltingaleik á þessum farar-
tækjum sínum. Leggja þeim
síðan upp við gangstjettir er
þeir skreppa frá þeim, eða halla
þeim upp að húsum, skipulags
laust og án tillits til hvort verk
færi þéssi eru fyrir, eða til
trafala.
•
Vcrstir eru þeir
ljóslausu
HÆTTULEGASTIR eru þeir
hjólreiðamenn, sem æða um
göturnar ljóslausir eftir að
skyggja fer. Eiga þar ekki ungl
ingar einir hlut að máli, held-
ur flestir, sem nota hjólhesta.
Er því kent um, að ekki fáist
rafgeymar í vasaljós, eða reið-
hjólalugtir.
Þá afsökun er ekki hægt að
taka til greina, því ef ekki er
til fyrirskipaður öryggisútbún-
aður á farartæki, þá mega þau
ekki vera í umferðinni. Það á
við Jafnt um bíla, sem hjól-
hesta.
Betra eftirlit
æskilegt
ÞAÐ VÆRI æskilegt, ef lög-
reglan sæi sjer fært, að hafa
betra eftirlit með hjólhestum
í umferðinni. Gæta þess, að
unglingar fari eftir settum regl
um og sjeu ekki að leika sjer
með sitt eigið líf og öryggi, líf
og limi annara.
Gott væri, ef Slysavarnafje-
lagið hjeldi nú enn einu sinni
eitt af sínum ágætu námskeið-
um fvrir unglinga og gæfi út
umferðarpjesa, sem voru svo
ágætir.
•
Skoðanaferðir
Reykjavíkursýning-
arinnar
REYKJAVÍKURSÝNINGIN
ætlar að bvrja á skoðanaferð-
um sínum í ýms fyrirtæki í bæn
um núna í vikunni. Hjer er um
stórmerkilega fræðslustarfsemi
að ræða, sem fólk ætti að nota
sjer af. Heimsókt verða nokk-
ur af helstu fyrirtækium í bæn
um og þeir, sem þátt taka í
ferðunum fá tækifæri til að
kynnast fyrirtækjum, sem ann
ars eru ekki opin fyrir almenn
ing.
Vafalaust verður góður leið-
sögumaður með í hverri ferð,
sem skýrir það, sem fyrir aug-
un ber.
•
Allir þurfa að sjá
sýninguna
FLEIRI MENN hafa nú skoðað
Reykjavíkursýninguna, en
venja er um sýningar hjer í
bænum. Enda er sýningin ein-
stök í sinni röð, þótt einstaka
nöldurseggir hafi fundið henni
sitt hvað til foráttu og þá aðal-
lega það, að ekki væri þar nóg
af gömlum munum og ekki tek
ið nógu mikið tillit til ein-
stakra stjetta í þjóðfjelaginu
Við slíkri gagnryni var að
búast, því hverjum þykir sinn
fugl fagur, eins og þar stend-^
ur.
Sýningin hefir nú bráðum
staðið í þrjár vikur og má gera
ráð fyrir, að það fari að siga
á seinni hlutann. En sýninguna
þurfa allir bæjarbúar, sem ról-
færir eru, að sjá.
•
Upphaf bæjarsafns
ÞEGAR Jóhann Hafstein bar
fram tillögu sína um Reykja-
víkursýninguna, mun það hafa
verið hugmynd hans, að sýn-
ingin yrði upphaf eða vísir að
bæjarsafni. — Bæjarsafn Jiefir
okkur lengi vantað og þess
lengur sem það verður dregið
að koma því upp, því erfiðara
verður að fá muni á safnið.
En nú er einmitt tækifærið
til að halda því vel saman, sem
fundist hefir og eins ættu þeir
bæjarbúar, sein kunna að eiga
gamla muni og sögulega gripi
í fórum sínum að minnast safns
ins. —
Er hvergi betur
geymt
ÞAÐ ER VITAÐ, að margir
einstaklingar eiga merkilega
gripi, sem mikill fengur væri
að á bæjarsafni. Margir af þess-
um munum kunna að liggja í
óreiðu á háaloftum, eða í kjöll
urum og útihúsum. Aðrir eru
vel geymdir.
Vildi jeg nú skora á alla
Reykvíkinga, sem kynnu að
eiga gamla muni, búsáhöld,
húsgögn, myndir og hvað eina,
að hugsa til bæjarsafnsins og
annaðhvort gefa því, eða veita
kost á að kaupa þessa gömlu
minningargripi.
Slíkir gripir eru hvergi bet-
ur geymdir, en einmitt á bæjar
safni Reykjavíkur.
iliiiiiiHiiliiiiiiiiiiii>»iiiii*iiiii**»iiiiii»iiiii»Mimiiliiiiiiiiillliiiiillitiiiliiliiiii»*fiiilwiiiMili*»»»ii»r»nii»’**w»iii,*,,,,,,,,,mi,,i,iiiiiii»iiiiiiiniiiii,ii,iiMii,iili»TWl,»,,l,f*
MEÐAL ANNARA ORÐA ....
1111111111111 MMMMMMMMMmill 1111111111111111111111111
IIMIMMIII.....Illllll
Sóknin gegn skæruliðum kommúnista í Suður Kéreu
Frá frjettaritara
Reuters
SEOUL: — Samkvæmt upp-
lýsingum stjórnarvaldanna í
Suður-Koreu. hafa her- og lög
reglumenn hennar undanfarna
tvo mánuði fellt að minnsta
kosti 1300 af þeim skærulið-
um kommúnista, sem gerðir eru
út frá norðurhluta Koreu.
Sókn lýðræðissinna í land-
inu gegn ofbeldismönnum kom-
múnista hófst í september síð-
astliðnum, eftir tíðar og skæð-
ar skæruliðaárásir á ýmsar
borgir og bæi.
• •
FIMM ÞÚSUND
SKÆRULIÐAR
í OPINBERUM skýrslum, sem
herinn í Suður-Koreu hefir
birt, er fullyrt, að 1336 skæru-
liðar hafi verið drepnir á þessu
tímabili, 34 særst og 260 fang-
aðir. Af hermönnum stjórnar-
innar hafa 130 fallið og 166
særst.
Áætlað er, að í Suður-Koreu
starfi nú um 5,000 vopnaðir
skæruliðar, en í höggi við þá
eiga herinn, lögreglan og heima
varnalið borgaranna.
• •
FYLLT í SKÖRÐIN
SAMKVÆMT góðum heimild-
um, starfa skæruliðaflokkarnir
undir forystu kommúnista, sem
hlotið hafa hernaðarþjálfun í
Norður-Koreu. Er talið líklegt
að þaðan komi að minnsta kosti
600 þjálfaðir skæruliðar á mán-
uði hverjum, til þess að fylla
upp í skörðin, sem að undan-
förnu hafa verið höggvin í fylk
ingar þeirra.
í hjeruðunum, þar sem skæru
liðarnir einkum herja, er haft
nákvæmt eftirlit með ferðum
íbúanna. Ferðamenn allir verða
að bera á sjer skilríki, samþykt
af yfirvöldunum.
• •
JAPÖNSK VOPN
Á UNDANFÖRNUM tveimur
mánuðum hefir að minnsta
kosti 54 sinnum komið til vopn
aðra átaka milli lýðræðissinna
og ofbeldismanna. Herinn og
lögreglan hafa á þessu tíma-
bili gert 39 árásir á bækistöðv-
ar og vígi skæruliðanna. Fyrir
sitt leyti hafa skæruliðarnir
gert 15 meiriháttar árásir á her
stöðvar, þorp og bæi.
Meirihluti þeirra vopna. sem
lýðræðissinnarnir hafa tekið
herfangi í ofangreindum átök-
um, er af japönskum uppruna.
Þá hafa einnig fundist hertek-
in amerísk vopn.
• •
HAFA STUÐNING
RÚSSA
ENDA þótt skæruliðarnir sjeu
ekki nær því eins öflugir og
samherjar þeirra í Grikklandi
voru um skeið, verður ekki um
það vilst, að markmið þeirra í
Koreu er það sama og hinna
grísku ofbeldisseggja.
Kommar í Koreu eru að
reyna að brjóta undir sig land-
ið alt með ofbeldi. Þarf ekki
að taka það fram, að þeir hafa
þar, sem annarsstaðar, notið
ákveðins stuðnings Rússa.
Ekki var kóngurinn
á ferð.
SALISBURY, Wiltshire. — Er
W. H. Aston, forstjóri Wilton-
gólfábreiðuverksmiðjunnar
hjer, kom til vinnu sinnar á
dögunum, sá hann, að 100 stik-
ur af rauðum gólfdreglum
höfðu verið breiddar milli að-
aldyranna og hliðsins.
Þar eð forstjórinn hjelt, að
þetta hlyti að vera gert í heið-
ursskyni við einhvern konung-
borinn mann, sem ætlaði að
heimsækja verksmiðjuna, þá
flýtti hann sjer inn, en hugsið
ykkur furðusvip mannsins, er
hann uppgötvaði að innbrots-
þjófar höfðu stolið meira en
400 sterlingspunda virði af
brekánum og gólfábreiðum.
Sýnt var ,að þeir höfðu breitt
rauðu ábreiðuna á stíginn til
að draga úr hjólaskrölti vagns-
ins, sem þeir höfðu ekið að
framdyrunum.