Morgunblaðið - 22.11.1949, Side 9

Morgunblaðið - 22.11.1949, Side 9
Þriðjudagur 22. nóv. 1949. MORGUNBLAÐIÐ 9 Eftir BEÐELL SMITII sendiherra. NEW YORK — Verður okkur unnt, að komast að samkomu- lagi við Stalin? Er hann með öllu einvaldur, líkur þeim Hitler og Mussolini eða ef til vill verri? Er hann staðráðinn í að leggja heiminn undir sig og ábyrgur fyrir and-banda- rískri stefnu í stjórnmálum. sem hefir kostað okkur mikið starf og mikið fje — stefnu sem heldur heiminum í greipum sí- fells styrjaldarótta? Eða er Stalin leiðtogi minni hluta í Politbyró, sem æskir samkomu áags við Vesturlönd, sem vill vinna að sanngjarnri lausn og halda samningana, sem er ó- kleift að koma áætlunum sín- um í framkvæmd, því að fjel- agar hans í Kreml bera hann ofurliði? Skiptar skoðanir á Stalin. Þessar og þvílíkar spurning- ar hafa verið lagðar fyrir mig æ ofan í æ, síðan jeg kom til Bandaríkjanna í desember í fyrra, og þær lýsa glögglega þeirri óvissu, sem ríkir um við- horf okkar til Rússa. Skoðanir manna hafa til skamms tíma verið á reiki milli svarstýni og bjartsýni, eftir þeim frjettum, sem berast hverju sinni um ummæli Stalins og gerðir. Nokkrir öfgamenn telja, að Stalin sje alvaldur og fjand- samlegur einræðisherra, og að varnarstyrjöld sje eina lausn- in. Hins vegar eru svo þeir, sem gefa sig draumórum á vald og líta nánast á hann eins og kærleiksríkan foringja. Þeir telja, að okkur beri að „ýta undir hann“ til að vinna fjelaga sína á sitt band um að hverfa frá þeirri hugmynd kommún- ismans, að stofna til heimsyfir- ráða. Þá er öruggum og varan- legum friði brotin braut, friði, sem hefir alþjóðasamvinnu að grunni. Loks er svo þriðja manntegundin, sem hefir að- eins áhuga á framvindu þess- ara mála um nánustu framtíð. Þeir menn telja, að við verðum að fara bil beggja — við skul- um gera það, sem best hentar í svip, en látum framtíðina um sín vandamál. Jeg er innilega sammála Paul Winterton, sem var fyrirtaks frjettaritari News Chronicle í Moskvu. Það eru, segir hann, engir, sem þekkja Sovjet-Rúss- land til hlítar. Hins vegar er vanþekking manna á því mis- mikil. I 3 ár var skrifstofa mín í ameríska sendiráðinu í Moskvu, þaðan sem jeg hafði útsýn yfir Kreml. Jeg komst þó ekki nema örsjaldan inn í helgidóminn, og aðeins 4 sinn- um átti jeg tal við Stalin eins- lega. Einnig bar fundum okk- ar stöku sinnum saman í sam- kvæmum. Af þessu má sjá, að kynni mín voru ekki mikil, en þó hafði jeg meira saman við hann að sælda en nokkur ann- ar sendifulltrúi frá Vestur- löndum. Þessar viðræður okk- ar undir fjögur augu fylltu eyðurnar í þeirri ímynd er jeg átti mjer af hoiium. Imynd mín hafði orðið til undanfarin ár vegna þess, sem jeg hafði irshöfðingja fyrverandi sendiherra í Moikva heyrt eftir honum og þess, er hann hafði gert. Þannig varð mjer kleift að greina þann raunverulega Stalir, frá Stalin þjóðsögunnar. Á þessari revnslu minni h^fi jeg svo reist skoðanir mínar um manninn. Ovinirnir „hverfa“. Hann er ekki alráður ein- ræðisherra og ekki heldur fangi í Politbvró. Jeg held, að sanni næst sje að telja hann stjórn- arformann, sem hefir úrslita- atkvæði. Jeg dreg ekki í efa, að í Politbyró skiptist menn í flokka, en enginn þeirra mun vera andvígur Stalin. Allir ó- vinir hans hafa verið afmáðir, sendir í útlegð eða látnir hverfa. Ásælni- og landvinninga- stefna Rússa í utanríkismálum eftir styrjöldina, hún er stefna Stalins. Eins og allt er í pott- inn búið, hefði hún ekki verið rekin nema með samþykki hans Telja verður hann forvígis- mann hennar, sem hefir barist fyrir henni með oddi og egg. Stalin kemst í mótsögn við sjálfan sig, þegar hann segir blaðamönnum og stjórnmála- mönnum, að fjehyggjan og kommúnisminn geti lifað í friði hvort við hliðina á öðru. í ritum sínum hefir hann æ ofan í æ, lagt áherslu á þá kenningu Lenins, að einhvern- tíma í framtíðinni komi óhjá- kvæmilega til lokaátaka milli Sovjetsambandsins og fjehyggj unnar. Stalin, sem nú er um sjötugt, ber þess ljós merki að hann er nú tekinn fast að eldast. Hef- ir hann og setið lengur við stjórnvölinn en nokkur annar maður, sem nú er við völd, eða um 25 ára skeið. Gengið hefir orðrómur um, að hann þjáist af hjartasjúkdómi, og hann hef ir tjáð mjer og fleiri sendifull- trúum, að hann megi ekki tak- 'ast á hendur langar ferðir á I sjó eða landi. En hann er | Georgíumaður, og pneð þeim þjóðflokki er ekki fátítt, að menn haldi upp á aldarafmæli sitt hjerna megin grafarinnar. Hann fer vel með sig og spar- ar þrótt sinn, og ekki er ástæða til að ætla annað en hann sitji enn lengi í valdastóli. Hvers konar náungi er hann þá þessi Stalin, sem stjórnar 200 milljónum Sovjetsins og hefir hönd í bagga um stjórn þeirra 100 milljóna manna, er búa í leppríkjum Rússlands? Hvernig er hann þessi maður, sem með orðum sínum kveikir vanir og ótta í brjóstum tug- m,'illjóna annarra manna um víða veröld? Miskunnarlaus — Valdasjúkur Leitun mun á manni, sem gefnar hafa verið éins sundur- leitar lýsingar á Og Stalin. Til- itekinn bandarískur rithöfuhd- ur, sem oft hitti hann á förn- um vegi telur hann vera óvið- ueldinn útlits, og hefir sjerstak- Stalin marskálkur. lega bitið sig í það, að hann hefir Ijótar tennur og er bólu- grafinn. Fyrrverandi Banda- ríkja-sendiherra í Rússlandi ritar um hin brúnu, og blíðu augu hans og segir, að „börn mundu sækjast eftir að sitja á knje hans“. Eftir fyrsta fund þeirra Stalins og Churchills lýsti Churchill honum svo, að hann væri gæddur þrotlausu; hugrekki og atorku. „Hann hafði þau áhrif á mig, að mjer virtist hann fullur kaldrifjaðr- ar kænsku, með öllu laus við hverskonar tálvonir". Fjelagar Stalins óttuðust hann og hötuðu margir hverjir á þeim árum, sem Soviet-sam- veldið var í uppsiglingu, og þetta fólk er nú ýmist dautt eða útlægt gert. Lenin var vafa laust mikill aðdáandi dugnað- ar Stalins. Samkvæmt ýmsum æfisögum manna, sem hafa ver ið honum fjandsamlegir á Len- in að hafa mælt svo fyrir, að eftir sinn dag skyldi Stalin sviptur embætti aðalritara flokksins, því að hann væri miskunnarlaus og valdasjúkur. • Rússar fá ekkert að vita. Sannleikurinn er.sá, að miög fáir menn í heiminum þekkja Stalin, hann er voldugasti mað- ur heims, fáum er hann til- kvæmur. Á það bæði við um eigin fiölskyldu hans og ókunn uga. Fjölmargir leynilögreglu- menn gegna því starfi að vernda hann og varðveita þá miklu launung, sem allt einka- líf hans er hjúpað. Þeir Banda- ríkjamenn, sem dveljast í Moskvu, vita einu sinni varla, hvar hann elur manninn þeg- ar hann er utan Kreml, og Rússar vita jafnvel ekki hvort hann hefir kvongast aftur eftir að hann missti konu sína 1932. Stalin er í flestra augum að- eins nafn, tákn, maðurinn, sem þeir fá aldrei sjeð Við hinar miklu skrúðgöngur um Rauða torgið, geta þátttakendur að vísu sjeð hann, en hin mikla fvlking er of fjarri til að hægt sje að veita hörTum nokkra, minnstu athygli. Hánn er aldrei á ferli á götum Moskvu, óg hann kemur sjaldan eða aldrei í heimsókn í verksmiðjur, nám ur eða samyrkjubú. Aldreí hef- ir þess heyrst getið, að hann hafi gist næturlangt í gistihúsi, og engar frásagnir eru til um, að hann hafi ferðast um hið víðlenda Sovjet-samveldi. Hann flytur aldrei ræður fyrir takmörkuðum hópi áheyrenda eins og t. d. rússneska þing- inu eða á fundum í kommún- istaflokknum. Væmin dýrkun. En allsstaðar er Stalin ná- lægur, i hverjum bæ og þorpi og hvarvetna í hir.u víðienda ríki, sem tekur yfir sjötta hluta flatarmáls jarðar. Hann er blátt áfram gerður að guði. Vest urlandamaðurinn getur ekki gert sjer í hugarlund þá væmnu dýrkun, sem á mann- inum er. I augum milljónanna er hann sambland af guði og elskuðum föður. Mynd hans hangir á hverri almennings- skrifstofu, í hverri kennslu- stofu, og á hverju kommúnista heimili. Mynd hans getur að líta í öllum skemmtigörðum, á flestum járnbrautarstöðvum, og flugafgreiðslum og mörgum gistihúsum og ríkishúsum, svo og af öðrum. lifandi fjelögum Politbyró. Af þessum táknum ,,þekkir“ rússneska þjóðin foringja sinn. Árum saman höfðu þegnar hans sjeð sömu myndirnar af honum, og þeim brá heldur ó- þyrmilega í brún, er þeir sáu á nýjum málverkum eftir stríð ið, að hann var tekinn að grána. Stórir áhorfendahópar stóðu þá við glugga bókabúð- anna, og ljetu furðu sína í ljósi yfir þvi, að einnig Stalin var tekinn fast að éldast. Blöðin flytja aidrei neinar nýjungar um dagleg störf Stalins. Engin skrá er birt yfir þá menn er á hans fund ganga, nema helst einstöku sinnum, þeear skýrt er frá, að hann hafi veitt viðtöku erlendum sendi- herra. Áætlun Stalins um ó- knmna framtið er sú, að halda sömu hulu yfir sjer í friði og ófriði. Ekki er skýrt frá því, bótt hann fari í levfi til Svarta- hafsins, þar sem hann hefir dvalist meira og minna undan- famn ár. Menn verða þess helst áskynia, beear sagt er. að hann sie ekki heima, er sendiherrar beiðast leyfis að mega gansra á fund hans. En Rússar siálfir vita aldrei neitt um þessi ferða- lög hans. Vinmitíminn hefst á kvöldin. Vinnutími Stalins í Kreml er allur annar en við eigum að venjast. Hann hefst síðdegis og stendur þar til um óttubil. Hin fáu viðtöl, er hann veitir er- lendum stjórnarerindrekum, fara venulega fram milli kl. 21 og miðnættis. Aðrir háttsettir embættismenn í Rússlandi haga svo starfstíma sínum í samræmi við það. Sumir rithöfundar hafa hald ið því fram, að Stalin væri ó- geðfelldur í einkaviðtölum, en því fer víðs fjarri. að svo sje. Heldur er hann afar aðlaðandi, þegar sá gállinn er á honum. Hann er ekki hár en herði- breiður og keikur, og hann lít- ur út fyrir að Vera karlmenni að burðum. Þegar Stalin kem- ur fram á milli manna nú. þá klæðist hann einkennisbúningi Sovjetmarskálks, með aðeins einni orðu, hinni tignu gull- stjörnu, sem gefur til kynna, að eigandinn sje „Hetja í Sovjet-samveldinu“. Hið athvglisverðasta við svip Stalins eru hin fögru, dimmu augu hans, sem gneista af lífi, ef eitthvað rumskar við áhuga hans. Jeg man hvorki eftir að hafa sjeð þau „vingjarnleg“ —• eins og sumir lýsa þeim — nje „köld eins og stál“ — eins og aðrir telja þau vera. Hins veg- ar eru augu hans vökul. tjá- andi, og skarpleg. Hann heíir örugga stjórn á fasi sínu og lát- bragði — er hægur og öruggur, og þegar hann kemst í gott skap, kann hann að þaena í orðræðum sínum og verða jafn framt elskulegur og einlægur. Á hinn bóginn kann hann að vísa mönnum ruddalega á bug, og heyrt hefi jeg því fleygt, að hann gefi þá lýsingu stund- um á sjer með nokkurri af- sökun, að hann sje „ókurteist gamalmenni“. Dansinn er heiísubóf. LONDON ■ — Pilturinn Colin Worth, sem var hokinn „eins og gamalmenni“, þegar hann fór af sjúkrahúsinu í Briston fyrir nokkrum árum, hann mun áður en lýkur gera dans að L'fs- starfi sínu. Hefir hann í bví skyni gengið í Sadlers Wells Ballet skólann, sem er kunnur mjög. Fyrir sex árum meiddi Colin sig á hnje, þegar hann var að skreiðast inn í loftvarnarbvrgi, meðan stóð á loftárás. Svo illt hljóp i meiðslið, að læknar sögðu, að hann mundi aldrei geta fengið eðlilegt göngulag aftur. En Colin vildi ekki gef- ast upp. Eftir þriggja mánaða dvöl í sjúkrahúsi, lagði hjúkr- unarkonan til, að hann iðkaði leikfimisæfingar til að slaka á vöðvunum, og stæla þá. Móður hans datt i hug að koma honum i dansskóla. Með elju og hörku hefir það áunnist, að nú standa honum fáir á sporði af nemend- um, sem með honum hafa ver- ið. - — Reuter. Hún er ekki í þingum við Tifo NEW YORK, 21. nóv. — Hin fagra júgóslavneska óperusöng kona, Milanov, kom til New York í dag á söngferð sinni vestur um haf. Söngkonan neitaði því eindregið, að nokk uð væti til í þeim frjettum Rússa, sem telja þau Tito eiga vingott saman. Sagði Milanov, að þess konar fregnir væri hlægilegar og ekkert annað en rússneskur áróður. í mánuðinum, sem leið sagði rússneska útvarpið, að hún sæ ist oft í fylgd með marskálkin- um. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.