Morgunblaðið - 22.11.1949, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.11.1949, Qupperneq 16
MBgiMum a"' N-A stinningskaldi eða all- livass. Iíægari þegar líður á daginn, skýjað með köflum. ANDSTÆÐINGAR Stalins eru Iátnir hvcrfa. Sjá grein á blað- síðu 9. - 2C9. tbl. — Þriðjudagur 22. nóvembcr 1949. 1 Ólafi Thors falin tilraun til st|órnarmyndunar Blaðinu barst í gær eftirfarandi tilkynning frá forsetaritara: SUNNUDAGINN 20. nóv., fyrir hádegi, tjáði Hermann Jónasson, formaður Framsóknarflokksins forseta íslands, að hann teldi sjer ekki unnt, eins og sakir stæðu, að myndi stjórn með fylgi meirihluta Alþingis. Samdægurs átti forseti einnig viðræður við formenn hinna þingflokkanna. Að þeim loknum hefur forseti í dag falið formanni Sjálfstæðisflokksins Ólafi Thors, fyrrver- andi forsætisráðherra, að gera tilraun til myndunar stjórnar, sem fyrirfram sje tryggður stuðningur meiri- hluta Alþingis. Mun svar hans liggja fyrir innan fárra daga. Leigjandinn neitaði að rýma liúsið, sem verið var að rífa Óvenjulegur afburður við höfnina í gær NÍÐURRIF á gömlu húsi, sem stendur á mótum Grófarinnar og Tryggvagötu, og byrjað var á í gær, vakti allmikla eftirtekt vegfarenda. í vesturenda þessa skúrbyggða húss, sat gamall rr.aður við seglasaum og neitaði að fara út úr húsinu, nema að fengnum úrskurði um það. Var niðurrif hússins stöðvað í biii, áður en komið var að þeim hluta þess, er seglasaumastofan er í. Gamall sjómaður < Þessi gamli seglasaumari er Jón Magnússon, frá Miðseli hjer í baé, en nú til heimilis að Seljavegi 21. Hann er einn þeirra gömlu Reykvíkinga, er byrjuðu sjómenskú- innan við fermingu og var sjómaður í gengum þróunartímabil fiski- skipanna, en varð að hætta á sjónum árið 1930, er hann slasaðist svo, að annar fótur- inn hans er mun styttri en hinn. Nú hefur Jón verið við seglasaum í 14 ár eða svo og lengst af í þessu skúrbygða liúsi. sem byrjað var að rífa í gærdag. S.Í.S. ætlar að byggja Það, sem er að gerast á þess- um gatnamótum Tryggvagötu og Grófarinnar, er, að Sam- band ísl. samvinnufjelaga ætl- ar að byggja viðbótarbygg- ingu við vöruskemmu sína, sem stendur þarna að lóðarmörkun ura. Mun S.Í.S. hafa keypt skúrbygða húsið, með það fyr- ir augum, að geta bygt nýbygg inguna fyrir horn Grófarinnar og vestur með fram Tryggva- gtöu. S.Í.S. keypti húsið af h.f. Ægir og er húsið enn þinglesin eign þessa fjelags og loks má geta þess, að húsið mun alveg lóðarjettindalaust, það þýðir, að fjelagið hefur engan samn- ing við lóðareiganda (Hafnar- sjóð) um afnot af lóðinni. Hefur ckki fengið uppsögn Jón Magnússon, seglasaum- ari, sagði Mbl. í gær, að hon- urn hefði aldrei verið sagt upp húsnæðinu, en á laugardaginn hefði það borist í tal, að hann rr-'ndi þurfa að rýma húsið. — oagíist hann svo ekki hafa vit GENGISLÆKKUN sterlingspundsins hafði það m. a. í för með sjer að enskir bílar lækkuðu í verði í Ameríku, en Bretar hafa lagt mikla áherslu á að selja bíla til Bandaríkjanna. A myndinni sjest bílakauþmaður í New York, sem er að breyta um verð á enskri bifreið, scm kostaði áður 2150 dollara, en er nú scld á 1650 dollara. að fyrri, en að byrjað var að rífa húsið ofan af honum og hefði sjer blöskrað þær aðfar- ir. Því auk þess, sem hann hafi ekki fengið uppsögn, þá hafi hann verið búinn að greiða húsaleigu fyrir plássið fram að áramótum. — Sam- band ísl. samvinnufjelaga hef- ur nú boðið mjer pláss fyrir seglastofuna mína í Kirkju- stræti 8, sagði Jón Magnússon, , en jeg er hræddur um að jeg , verði fyrir tjóni, ef jeg verð að flytja þangað, því maður verður að vera með seglagerð niður við höfnina. — Þeim finst það ekki taka því að elt- ast við mig lengst upp í bæ, j sagði Jón. Jeg hefi líka oft | verið að hugsa um að komast í í bragga á lóðinni hjá Geir Skoðunarferðir frá Reykja- víkursýningunni eru hafnar Slrætisvagnakort hafa verið gefin úf RÚMLEGA 24 þús. manns hafa nú sjeð Reykjavíkursýninguna, en aðsókn að henni er alltaf jöfn og þjett. í dag var farið í fy”stu skoðunarferðina í sambandi við sýninguna. Var þá Laugarnes- skólinn skoðaður, en hann er einn fullkomnasti barnaskóli landsins. Þátttakendur í þeirri ferð voru á milli 40 og 50. 20 amerískar blaða- F \ í GÆRMORGUN komu til Keflavíkur 20 amerískar blaða- konur, sem eru gestir ame- ríska flugfjelagsins A.OA í ferðalagi til íslands og Norð- , urlandanna í ,,Constellation“- vjel, sem búin er svefnklefum, en það er nýtt í Evrópuferðum AOA. Konur þessar, sem vinna við mörg kunnustu blöð, tírna- rit og útvarpsstöðvar í Banda- ríkjunum höfðu hjer stutta við- dvöl og voru gestir ríkisstjórn- arinnar á meðan þær voru hjer á landi, eins og þær verða í öðr- um löndum, sem þær heim- sækja. | I Hádcgisverður utanríkisráðuneytisins. j Skömmu eftir að blaðakon- urnar komu hingað til bæjaiins í gærmorgun, voru þær gestir amerísku sendiherrafrúarinnar, j frú Lawson. Síðan skoðuðu þær sig um í bænum. Um hádegið hjelt utanríkisráðuneytið þeim hádegisverð að Hótel Borg, ásamt nokkrum íslenskum gest- um. Að því loknu fóru blaða- konurnar víða um borgina. —■ Sumar skoðuðu söfn og fóru í búðir, aðrar skoðuðu Reykia- víkursýninguna og heimsóttu íslensk heimili. Loks voru gest- irnir boðnir til tedrykkju hjá forsetafrúnni, frú Georgiu Björnsson að Bessastöðum og fóru frá Keflavík áleiðis til Stokkhólms og Kaupmannahafn ar. Á leiðinni heim fara þær um Shannon á írlandi. Zoega, en heildverslun Bert- elsens hefur afnot af þeim bragga og notar hann sem vörugeymslu eða eitthvað þess háttar. Sættir reyndar Eins og sagt var hjer að framan, var niðurrif hússins stöðvað áður en byrjað var að rífa niður þann hluta þess, sem Jón hefur seglasaumastofu sína Lögfræðingur Jóns Magnús- sonar og lögfræðingur S.Í.S. sömdu um það í gær, að niður- rif hússins skyldi haldið á- fram þannig, að ekki mætti þó rífa að sinni þann hluta, sem seglasaumastofan er í, þar til í Skoðunarferðirnar. & Önnur skoðunarferðin verður í dag. Lagt verður af stað frá sýningarsvæðinu kl. 3 e. h. og farið í ísafoldarprentsmiðju. Þriðja skoðunarferðin er á morgun. Þá verður farið að Reykjum og hitaveitan skoðuð þar. Á fimmtudaginn verður farið í Rúgbrauðsgerðina. Tilgangurinn með þessum skoðunarferðum er sá, að kynna mönnum ýmislegt, sem vegna stærðar er ekki hægt að hafa til sýnis í húsakynnum sýningar- innar. Strætisvagnakort. í sambandi við Reykjavíkur- sýninguna hafa verið prentuð strætisvagnakort, það er kort, þar sem leiðir þær, sem stræt- isvagnarnir fara, eru sýndar, staðirnir, þar sem þeir stansa og tíminn, sem þeir fara á. Kortin eru seld á Reykjavíkursýning- unni og kosta eina krónu. Hætf að skammfa mjólk dag, er sættir verða reyndar í, málinu milli aðilanna. Ef þær takast ekki, þá mun fógetaúr- j skurður verða að ganga í mál- inu. i MJOLKURSAMSALAN til- kynnti í gærkvöldi, að í dag yrði hætt að skammta mjólk hjer í Reykjavík, Hafnarfirði, Akranesi og Keflavík. Hjer í bænum hefur mjólk verið skömmtuð í rúml. mán- aðartíma. Skógrækfarsfjóri þakkar Nordmanns- lagef j FUNDUR var haldinn í Nord- Heimdelfingar FULLTRÚARÁÐ Heim- dallar heldur fund í kvöld kl- 8,30 í lesstofu fjelags- ins í V.R.-húsinu, Vonar- stræti 4. Nauðsynlegt er að fulltrúarnir mæti vel á þessum fundi. mannslaget gærkveldi. í Tjarnarcafé Einar Farestveit formaður fjelagsins stýrði fundi en ^ákon Bjarnason skógræv.tar- stjóri, skýrði frá komu norska skógræktarfólksins hingað í vor sem leið og för íslending- anna til Noregs. Þakkaði ha-n Nordmannslaget fyrir þá vel- vild og fyrirgreiðslu, sem það hafði sýnt, bæði með stórri peningagjöf og eins með því að halaa mikið skilnaðarhóf hjer, er Norðmennirnir fóru, en ís- lendingarnir komu heim. Ræddi Hákon Bjarnason síð- an um gagn það er af þessari ferð hlaust, reynslu þá, sem fengist hefði og möguleikana á að halda slíkum ferðum áfram annað eða þriðja hvert ár. Síðan var sýnd kvikmynd frá gróðursetningarstörfum hjer á landi, sú mynd vcrður síðan feld saman við myndir þær, sem teknar voru af Is- lendingunum í Noregi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.