Morgunblaðið - 30.11.1949, Síða 1
16 sáðar
36. árgangtir
276. tbl. — Miðvikudagur 30. nóvember 1949.
Prentsmiðja Morgimblaðsins
„Lýðræðið“ í Komin-
lormlöndum til nm-
ræðu i London
r
\ Rússlandi og lopprskjunum er það ríkis-
valdlð, sem sfjérnar verkalýðsfjelögunum.
Einkaskeyíi til Morgunbl. frá Reuter.
LONDON, 29. nóvember. Stofnfundi hins nýja alþjóðlega verka-
iýðssambands var haldið áfram hjer í London í dag. Voru lögð
fram frumdrög að lögum sambandsins, en nefnd hefur að undan-
lörnu unnið að samningu .þeirra.
Austrænt lýðræði.
I ræðu, sem einn af leiðtog-
um breskra verkamanna flutti
á fundinum í dag, ræddi harín
meðal annars um stjórnarfarið
í Austur-Evrópu.
Eins og mörgum er kunnugt,
reyna kommúnistar nú mjög að
halda á lofti ,,lýðræðinu“ í
löndum sínum — austræna lýð-
ræðinu, eins og það er almennt
nefnt vestan járntjalds.
Leynilögregla
og hreinsanir.
Ræðumaðurinn vakti athygli
á hinu austræna „lýðræði" og
benti á, að annar skilningur
væri lagður í lýðræðishugtakið
í Vestur-Evrópu en Rússlandi
og leppríkjunum. í Vestur-Ev-
rópu væri það ekki talið lýð-
ræði að hafa að staðaldri ríkis-
skipaða verði í verksmiðjunum,
beita leynilögreglu gegn almenn
iugi og framkvæma víðtækar
hreinsanir.
Ræðumaður lagði áhersiu á,
að verkalýðssamtökin yrðu að
vera frjáls og óháð, en hvorki
handbendi ríkisvaldsins nje at-
vinnurekendanna. Þau yrðu að
geta komið fram gagnrýni á
stjórnarvöldin, án þess að þurfa
að óttast hefndarráðstafanir af
þeirra hálfu.
29 farasl í flugslysi
í Texas
DALLAS, 29. nóv.: — Fjögra
hreyfla amerísk farþegaflug-
vjel, sem var á leiðinni frá
New York til Mexico City, fórst
í dag i Dallas, Texas.
Vitað er, að 29 menn fór-
ust, en 14 eru á sjúkrahúsi.
Slysið varð með þeim hætti,
að flugvjelin rakst byggingu
á flugvellinum í Dallas, er hún
var að lenda þar. Kviknaði í
vjelinni við þetta og hún fjell
logandi til jarðar. — Reuter.
Haiís út af Vesf-
fjörðum
HAFNARFJARÐARTOGAR-
INN Bjarni riddari, sem stadd-
ur er vestur við Halamið, sendi
Veðurstofunni í gær skeyti um
að frá skipinu sæist mikil haf-
ísbreiða.
Togarinn var um 40 sjómílur
norður af ísafjarðardjúpi. —
Sögðu skipverjar ísbreiðuna
stefna til suðurs, suð-vesturs.
Enn elnn franskur embæffis-
maður handfekinn í Pcllandi
Fangelsuð'u Frakkarnir fá ekkerf samband að
h'afa vjð franska sendiráðið í Varsjá.
PARÍS, 92. nóv. — Enn einn franskur embættismaður í Pól-
líjndi hefur nú verið handtekinn. Er þetta einn af verslunar-
fulltrúum Frakka, en hann var tekinn í gærkvöldi og fangels-
eður.
1 Alls hafa þá ellefu franskir
þ’egnar verið handteknir í Pól-
landi á nokkrum dögum.
•
Mótmæli.
í mótmælaorðsendingu frönsku'
stjórnarinnar, vegna þessara
atburða, er vakin athygli á því,
að aðeins einn pólskur embætt-
ismaður situr nú í fangelsi í
Frakklandi. Hefur honum þeg-
ar verið gefinn kostur á lög-
frs^ðilegri aðstoð, en þeir fransk
ir borgarar, sem pólska lögregi-
an hefur handtekið, fá hins
vegar ekki einu sinni að eiga
tal af starfsmönnum frá sendi-
ráði Frakka í Varsjá.
Furðuleg yfirlýsing Vishinskys
ú ullsherjurþinginu í New York
Fallinn í ónáð!
VLADO CLEMENTIS, utanrík-
isráðherra Tjekkóslóvakíu hefir
hvað eftir annað verið nefndur
í frjettum undanfarið í tilefni
af hreinsun ,sem farið hefir
fram innan utanríkisráðuneytis
ins í Tjekkóslóvakíu. — Hann
hefir verið á þingi SÞ í Nevv
York og var talið að hann væri
fallinn í ónáð. Yrði hann að
velja um að fara heim og eiga
á hættu brottrekstur úr emb-
ætti og það, sem því fylgir þar
eystra, eða gerast landflótta-
maður í Bandaríkjunum.
Skorað á Rússa: Standið
við gerða samninga í stað
þess að gefa ný loforð
Einkaskeyti til Morgunhl. frá Reuter.
FLUSHING MEADOW, 29. nóvember. — V/arren Austin,
aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, og
Vishinsky, utanríkisráðherra Rússa, fluttu ræður á alls-
herjarþinginu í dag. Var það sameiginlegt við ræður þeirra,
að báðir komu víða við og drápu á mörg af þeim deilumál-
um, serjt. nú eru uppi með lýðræðisþjóðunum annars vegar
og Rússum og leppríkjum þeirra hins vegar.
Fimm farasl
í Frakkiandi
PARÍS, 29. nóv.: — Ein af flug
vjelum franska flugfjelagsins
Air France; hrapaði til jarðar
í dag í námunda við Lyon. —
Skeði atburður þessi um það bil
sem flugvjelin var að lenda.
Fjórir af áhöfninni og einn
farþegi ljetu lífið, en aðrir um
borð meiddust illa.
í flugvjelinni, sem var á leið
til Tunis, voru 32 farþegar og
fimm manna áhöfn. •— Reuter-
■®Yfirlýsing.
Vishinsky kom annars með
þá furðulegustu yfirlýsingu,
sem hann hefur enn látið frá
sjer fara, frá því að yfirstand-
andi allsherjarþing hófst.
Hann hrópaði út yfir þing-
heiminn, að sá „óhróður“
hefði verið borinn út um
Sovjetríkin, „að þau vilji
stuðla að alheimsbyltingu
kommúnismans... og neiti að
fallast á friðsamlega sambúð
kommúnistalandanna og
hinna kapítalisku Ianda.“
Rússneski utanríkisráðherr-
ann neitaði „óhróðrinum“ að
vonum harðlega, en gaf að því
loknu stutt yfirlit yfir „friðar-
stefnu“ Sovjetrikjanna allt frá
Siominform segir verka-
1917!
lýðsflokkum V. Evrópu
stríð á hendur
Kominformklíkan lýkur fundi í Ungverjalandi.
Lýsir yfir að Attlee og Bevin hafi svikið
stefnu sósíalismans. Ræðst enn á Tifo.
Hættið áróðrinum
Austin skoraði á rússnesku
stjórnarvöldin að leggja áróður-
inn á hilluna, en gera í þess
stað heiðarlega tilraun til að
koma til móts við lýðræðisríkin
og tilraunir þeirra til að fá við-
unandi lausn á aðkallandi deilu
málum.
Standið við gerða samninga,
í stað þess að gefa ný loforð,
sagði Austin.
Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter.
LONDON, 29. nóvember. — Svo má heita, að Kominformklíkan,
með Rússa í broddi fylkingar, hafi nú opinberlega sagt verka-
lýðsflökkum Vestur-Evrópu stríð á hendur. Kemur þetta fram
í frásögn Moskvuútvarpsins af Kominformfundi, sem það segir
að nýlega hafi lokið störfum í Ungverjalandi.
Á fundinum var meðal ann-
ars lýst yfir, að meðlimir Kom-
inform væru staðráðnir í að
berjast gegn þeim verkalýðs-
leiðtogum, sem „svikið“ hefðu
stefnu sósíalismans. Voru ýms-
ir þessara manna nafngreindir,
svo sem Attlee, Bevin og Schu-
macher, leiðtogi jafnaðarmanna
í Vestur-Þýskalandi.
Fulltrúar á Kominformfund-
inum voru sammála um, að
leiðtogar Bretlands og Banda
ríkjanna væru að reyna að
æsa til styrjaldar! Hins veg-
ar leist fundarmönnum svo á,
sem „stríðsæsingamömjun-
um“ hefði gengið ver upp á
síðkastið.
Kominform-menn skuld-
hundu sig til að gera allt, sem
þeir gætu, til að kollvarpa
stjórn Titos í Júgóslavíu. Er
þetta í samræmi við samþykkt
Kominformfundarins síðastliðið
ár, er kommúnistar Stalins
komu fram í dagsljósið, sögðu
að Tito væri heimsveldissinni
og fasisti og kölluðu liann „svik
ara við stefnu Sovjetríkjanna“
— sem auðvitað er höfuðsynd
í augum kommúnista.
FrestunarvaEd
bresku lávarða-
deildarinnar
LONDON, 29. nóv.: — Breska
lávarðadeildin felldi í dag í
þriðja skifti stjórnarfrumvarp-
ið, sem miðar að því að stytta
frestunarvald deildarinnar úr
tveimur árum í eitt ár.
En þar sem neðri deild þings
ins hefir samþykkt frumvarp-
ið við þrjár umræður, og tvö
ár eru nú liðin frá því að það
var lagt fyrir lávarðadeildina,
hefir lagabókstafnum verið
fylgt og frumvarpið getur orð-
ið að lögum, þegar stjórninni
svo sýnist.' — Reut.er.