Morgunblaðið - 30.11.1949, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 30.11.1949, Qupperneq 5
j Miðvikudagur 30. nóv. 1949 MORGVNBLABIÐ ff í FRÁSÖGUR FÆRANDI Er nokkur ánægja að eiga konsúls- sverð ? — Verslunarmenn aðvaraðir \Topn í heimahúsum I MORGUNBLAÐINU VAR frá því sagt fyrir nokkru, að á opinberu uppboði, sem hald- ið var hjer í bænum, hefði ó- nafngreindur náungi hreppt konsúlssverð svokallað og greitt fyrir það 275 krónur. Allt frá því að manninum var slegið sverðið, hef jeg öðru hvoru verið að velta fyr- ir mjer, hvað hann ætli að gera við brandinn. Það er alkunna, að þeir dag- ar eru löngu liðnir, að borgar- aj'nir beri sverð, nema þá á leiksviði og grímudansleikj- um. ý EN EITTHVAÐ HEFUR mað- urinn haft í hyggju, þegar hann pungaði út með 275 krónupeninga og eignaðist j konsúlssverðið. Óvarlegt er að minnsta kosti að álykta, að hann hafi bara verið að striða hinum — og þeir voru hreint ekki svo fáir — sem líka voru á uppboðinu og líka 1 vildu eignast sverð, en I treystu sjer ekki til að hnekkja boði sigurvegarans. I En hvað var það þá, sem 1 kom manninum til að kaupa svérðið? Jeg útiloka strax þann möguleika, að hann ætli að ganga með það á götum úti. Sömuleiðis þykir mjer ólíklegt, að hann hyggist hengja það upp á vegg, því konsúlssverð eru engan veg- inn fágæt vopn og þar á of- an hundódýr i kjallarabúðum ! utanlands. i/ ]EN HVAÐ ÞÁ? Ef hann notar sverðið ekki úti við og treyst- ir sjer ekki til að skreyta með því íbúðina sína, hvað ætlar ! hann þá eiginlega að gera við ! það og hversvegna í fjáran- I um var hann að kaupa það? ! Þetta er dularfullt, þótt ekki I sje meira sagt, og það því ! fremur sem jeg veit það fyr- I ir satt, að það er alls ekki J hægt að skera rúgbrauð með ' konsúlssverðum, því konsúls- ! sverð eru egglaus með öllu ! og síst beittari en korðarnir, ! sem hann Tyrone Power not- I ar á illmenni og þorpara í ! sögulegum stórmyndum. \ Að öllu athuguðu — og með j það í huga, að tannstönglar I eru dottnir úr tískunni hjer á i íslandi — þykir mjer senni- I legast, að maðurinn með kon- I súlssverðið ætli bara að geyma það inni í skáp og skoða það | á kvöldin og sunnudögum. \/ EN JEG VORKENNI konunni hans, sje hann þá giftur. Það I hlýtur að vera óttalegt að eiga ! mann, sem girðir sig konsúls- ! sverði á kvöldin. Það er eitt- I hvað ónáttúrlegt. Og varla I tekur betra við, þegar vin- 1 konurnar koma í heimsókn og ! reka nefið ofan í alla koppa ^Ðg kirriur og rekast svo á Sjerfræðingarnir segja: Meiri hjartakvilla, háan blóðþrýsting konsúlssverðið inni í klæða- skáp. Mjer er sem jeg heyri til þeirra. Og hvað er nú þetta, elsk- an mín? segja þær og tísta ög drepa titlinga og hnippa hver í aðra. Og aumingja konan getur engu svarað nema: — Ja, þetta er nú bara sverðið hans Jóns míns. Það er gersamlega ómögu- legt að gefa skynsamlega skýringu á því, hversvegna maðurinn manns geymir kon- súlssverð inni í klæðaskáp. s/ Slæmt heilsufar ÍSLENSKUM verslunarmönn- um er hjer með ráðlagt að fá sjer blund að loknum há- degisverði á hverjum degi, súpa vænan sopa af lýsi kvölds og morgna, halda hvíldardaginn heilagan og hengja mottóið ,,Heilsan er fyrir öllu“ upp um veggi á skrifstofum sínum. Ef þeir eru eitthvað líkir starfsbræðrum sínum í Amer- íku, er heilsufar þeirra væg- ast sagt fyrir neðan allar hell- ur. Jeg hef þetta eftir blaðinu „The New York Times“, en það hefur allan fróðleik sinn frá forráðamönnum Pennsyl- vaniasjúkrahússins í Banda- ríkjunum. s/ ÞAÐ ERU ENGAR smáræðis frjettir, sem þeir karlar hafa að færa. Frá því í febrúar 1948, hafa 57 af sjerfræðing- um sjúkrahússins rannsakað á þriðja þúsund amerískra verslunarmanna og iðjuhölda, og niðurstaðan er sú, að þeir reynast flestir meira og minna bilaðir — á sál og lík- ama. Hjer er dæmi: Af 63 for- stjórum (executives) stór- fyrirtækis í Philadelphia þurftu aðeins 14 hvorki á lækni nje sálfræðingi að halda. í skýi'slu sjerfræðing- anna segir, að sálfræðingana hafi fyrst og fremst orðið að kveðja til, til þess að sann- færa veslings forstjórana um, að þeir yrðu að vinna svolít- ið minna og hætta að hafa á- hyggjur. í skýrslunni segir einnig, að sálfræðingarnir hafi mátt skipa mörgum verslunar- hvíld og minna amstur læknar og magasjúkdóma. manninum ,,að stjórna starfi sínu, en verða ekki þræll þess“. Algengustu kvillarnir, sem fundust í verslunarmönnum í Philadelphia, voru: hjarta- sjúkdómar, hár blóðþrýsting- ur og magasár. \I SJERFRÆÐINGARNAR telja fimm meginástæður fyrir vanheilsu verslunarmannsins: 1. Hann potar verslunar- vandamálunum í skjalatösku sína og tekur þau heim með sjer að kvöldi. 2. í matmálstímanum ger- ir hann meira af því að snakka bissnes en borða. 3. Hann tekur sjer í raun og veru aldrei frí frá störfum, því hann heldur, að fyrir- tækið geti ekki án sín ver- ið. 4. Einu sinni í viku iðkar hann erfiða Old boys leik- fimi, og telur sig þá vera að fá sjer allra bótá mein. 5. Hann gætir hvorki hóf- semdar við vinnu nje leik. Sjerfræðingarnir segja að lokum, að það sje hreint eng- inn vandi að vera alheill verslunarmaður. Allur gald- urinn felist í því að verða ekki þræll vinnunnar. s/ Ein lítil endaleysa ÞEGAR JEG REKST á skrítnar endaleysur viðvíkjandi ís- landi í erlendum blöðum, get jeg sjaldnast stillt mig um að birta þær. Hjer fer á eftir ein úr viðtali, sem amerískt blað (af betri tegundinni) birti við Molly nokkra Picon: „Hún hefur sungið í her- búðum og flóttamannabúð- um, leikið í kvikmyndum í Póllandi, skemmt Zulu-höfð- ingjum í Suður Afríku og flutt skemmtiþátt að kvöldi til fyrir þrjá áheyrendur í „Nörd Pol barnum“ á Spitz- bergen, íslandi“. G. J. Á. HACKVÆMT | Kærustunar með barv: óskur : I eftir einu herbergi og eldunar- | | plássi, eftir áramót. Gegn hvers | I konar húshjálp sem vera skal. | : Tilboð merkt: „Vjelstióri litið | | heima — 928“ sendist Mbl. s | fyrir föstudagskvöld. —....... i n Fiskiþinglð ræðir mörg j hagsmunamái Á FISKIÞINGI í gær voru eft- irgreind mál til meðferðar: Tillaga um byggingu fiski- og fiskiðnaðarrannsóknar- stöðvar Frummælandi fiskimálastjóri, sem lagði fram svofelda til- lögu: Fiskiþing telur brýna nauð- syn á, að sem fyrst verði sköp- uð viðunanleg skilyrði fyrir rannsóknir á sviði sjávarútvegs ins. Skorar þingið í því sam- bandi á viðkomandi stjórnar- völd að greiða fýrir þvi, að bygging sú, sem ætlað er að reist verði fyrir rannsóknir þessar, komist upp sem fyrst. Málinu vísað til allsherjar- nefndar. Tillaga um rannsókn í sam- bandi við fyrirætlanir um bygg ingu sementsverksmiðju Fiskimálastjóri var frum- mælandi ög lagði fram svohljóð andi tillögu: Fiskiþing skorar á ríkisstjórn ina að láta fara fram nú þeg- ar rannsókn á því, hvaða áhrif sandnám í Faxaflóa í sambandi við fyrirhugaða byggingu se- mentsverksmiðju, gæti haft á fiskgöngur og fiskveiðar í fló- anum. Raddir hafa komið fram um, að varhugavert gæti verið að taka skeljasand í Faxaflóa, þar sem það gæti haft áhrif á lifs- skilyrði þess fisks, sem elst upp Qg lifir í flóanum. Málinu vísað til allsherjar- nefndar. Verslunarmól Fjórðungsþing Sunnlendinga og fjórðungsþing Austfirðinga, hafa gert samþykktir um ýms atriði verslunarmálanna, sjer- staklega þau sem snúa að út- gerðinni. Er þar átalið að ekki hafi verið veittur nægilegur gjaldevrir til innkaupa á útgerð arvörum, svo sem veiðarfær- um, vjelahlutum o. fl. Málinu vísað til allsherjar- nefndar. Hagnýting sjávarafurða Fjórðungsþing hafði gert á- lyktun um þetta mál og beinir því til Fiskiþings, að afköst hraðfrystihúsa í Norðlendinga- fjórðungi verði aukin að veru- legum mun, og allur fiskúr- gangur verði nýttur til fulls. Fjórðungsþing Norðlendinga fer einnig fram á, að þau hrað- frystihús, sem vinna úr smá- fiski, fái hærri verðuppbætur en þau, sem vinna úr stór- fiski. Málinu visað til sjávarútvegs nefndar. Hafnarmál Tillaga sjávarútvegsnefndar: Fiskiþingið skorar á Alþingi að láta fjárveitingar til þeirra hafnargerða sitja fyrir, þar sem fjölbyggt er og mannvirkja gerð er langt komið þar sem um marga slíka staði er að ræða þar sem hafnarmannvirki eru ekki fullgerð og liggja jafn vel undir skemmdum, þó telur Fiskiþingið það óhagkvæmt að leggja það fje, sem fyrir hendi útvegsins I er til hafnarmála í n5vjar fraro- kvæmdir á lítt byggðum stöð- um, þótt þar megi gera h&fnir með ærnum kostnaði. Sar.nþ. með samhlj. atkv. Vitamál Tillaga frá allsherjarnefnd: Fiskiþing skorar á ríkisstjörn og Alþingi að láta reisa og hraða byggingu eftirtaiinna vita, ljósmerkja og innsigling- armerkja eftir því sem ástæð- ur frekast leyfa: 1. Að reistur verði vifi á Hafnarnesi við Þorlákshöfn. 2. Að ljósmagn Knararöss- vitans verði aukið frá því será nú er. 3. Að raftaug verði lögð > að bráðasta frá endastöð Rafveltu Vestmannaeyja að Stórhcfða- vita. 4. Að Radiovita verði kcmið upp á Dalatanga ásamt stéfnu- vita á Langanesi. 5. Að reistur verði innrigl- ingarviti við Norðfjörð. 6. Að viti verði reistur á Seley. . 7. Að reistur verði innsigl- ingarviti á Landatanga við Stöðvarfjörð og einnig -’crði sett þar upp hljóðdufl. 8. Að reistur verði víti á Hvalnesi við Eystrahorn. 9. Að ljósmagn Hvanneyjar- vitans verði aukið. 10. Að aftur verði reií.tur innsiglingarviti við Horna- fjarðarós og að lýst verði 3eið- in milli Eystraskers og Bcrg- eyjarboða. 11. Að ljósmagn Brimnes- vitans við Seyðisfjörð verði aukið. 12. Að byggður verði viti á Hrólfsskeri við Eyjafjörð. 13. Að byggður verði viti á Lundey við Skjálfanda. 14. Að byggður verði Eactio viti á Sljettanesi. 15. Að aukið verði ljósrtagn vitanna á Vestfjörðum. 16. Að vitinn sem ákveoinn hefir verið á Rifi á Snæfe'ils ne-;i verði reistur á sumri komanda. 17. Að góð ljósdufl verði sett á Vesturboða í Grundar- firði og Þrælaboða við Búlsnds höfða. Fiskiþing skorar á vitamála- stjóra að hlutast til um að eft- irleiðis verði ábúandi á ©nd- verðarnesi. Fornleifafundur I Noregi ÁLASUNDI, 29. nóv.: — 3 dag var skýrt frá nýjum fornleiía- fundi, sem kann að vera mei ki legur, í námunda við Áia! und í Noregi. Þarna hefir furidist gröf, sem að öllum líkindurn er frá víkingaöld, eða að minx ■ ta kosti úr heiðni. Á gröfinni, sem ekkert virð- ist hafa raskast, er stcr hella. í nánd við hana hafa fui.ciist leifar af beinum, þar á mtoal úr hesti. Gröfin hefir enn e'kki ve.ricl opnuð, svo fundur þessi er at> heita má órannsakaður. — ITm,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.