Morgunblaðið - 30.11.1949, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 30.11.1949, Qupperneq 8
Miðvikudagur 30. nóv. 1949 8 MORGUMBLAÐlto 0tg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson \JdwerjL óbrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar' Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla* Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. f lausasölu 60 aura eintaldð. 76 «ura með Lesbaft Mesta mannvirki á íslandi FYRIR NOKKRU var hjer í blaðinu skýrt ýtarlega frá fram- kvæmdum við hina nýju Sogsvirkjun, sem verður mesta mannvirki á íslandi. Undirbúningur þessa mikla mann- virkis hefur staðið yfir undanfarin ár og munu framkvæmd- ir við það hefjast af fullum krafti á komandi vori. Hið nýja orkuver við Sogsfossa mun framleiða um 30 þús. kilowött raforku og er sú orka meiri en allra raforkuvera bæjarins samtals er nú. Gefur það góða hugmynd um stærð og þýð- ingu þessa orkuvers. Síðan fyrsta orkuver Reykjavíkur var byggt við Elliða- ór eru nú liðin 28 ár. En aukningu raforkuvera bæjarins hef- ur verið haldið áfram jafnt og þjett. Árið 1937 er tekin í r.otkun fyrsta virkjunin við Sog, Ljósafossstöðin, sem fram- leiðir nú 8800 kw. Árið 1944 er framkvæmd 5800 kw við- bótarvirkjun við Ljósafoss og fjórum árum síðar, árið 1948, er byggð eimtúrbínustöð við Elliðaár og raforkuframleiðsl- an þar með aukin um 8000 kw. Jafnhliða þeirri framkvæmd var svo unnið að hinni nýju virkjun Sogsins, sem fyrr er getið. Engum fær dulist að framkvæmdir Reykavíkurbæjar í raforkumálum hafa verið unnar af festu og dugnaði. í þeim hefur gætt fyllstu árvekni og skilnings á þörfum bæj- arbúa. Þegar einni stórframkvæmdinni hefur verið lokið, hefur verið hafist handa um undirbúning þeirra næstu. Hinn öri vöxtur bæjarins hefur krafist þessara vinnubragða. En vegna hans hefur ekki orðið komist hjá nokkrum rafmagns- skorti í bænum öðru hverju milli framkvæmda. Bygging eimtúrbínustöðvarinnar, sem framleiðir 8000 kw. rafork^, var framkvæmd einmitt vegna þess, að fyrirsjáanlegt var að of langt yrði að bíða hinnar nýju Sogsvirkjunar. Það er því óhætt að fullyrða að ef þessi varastöð hefði ekki verið byggð þá byggju Reykvíkihgar nú við tilfinnanlegan raf- magnsskort. Alþýðublaðið sýnir þessvegna furðulegt skiln- ingsleysi á þörfum bæjarbúa þegar það undanfarið hefur verið agnúast við þetta mannvirki. Hin nýja Sogsvirkjun er ekki aðeins þýðingarmikil fyrir böfuðborgina, sem forystu hefur um byggingu hennar. Hún skapar miklum hluta Suðurlands möguleika til þess að njóta hinna glæsilegu lífsþæginda, sem raforkan skapar almenningi. Sveitir og þorp Suðurlanda munu fá raforku frá þessu mikla orkuveri, Samvinnan milli Reykjavíkur, f jöl- mennasta og þróttmesta byggðarlags landsins og annara byggðarlaga þessa landshluta, um þessi framfaramál, er þannig geysiþýðingarmikil. Sjálfstæðismenn hafa jafnan lagt á það höfuðáherslu að milli sveita og kaupstaða yrði að ríkja góð samvinna. Þjett- býlið yrði að styðja strjálbýlið í framkvæmdum þess. Hin nýja Sogsvirkjun er glæsilegasta dæmið um framkvæmd þessarar stefnu Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá upphafi haft algera for- ystu um framkvæmdir í raforkumálum þjóðarinnar. Fyrir tveimur áratugum markaði hinn framsýni gáfumaður, Jón heitinn Þorláksson, formaður Sjálfstæðisflokksins, stefnuna í þessum málum. Stefna hans var að gera raforkuna að alþjóðareign. For- maður Framsóknarflokksins sagði þá að þessi stefna Jóns Þorlákssonr myndi setja landið á hausinn og rjeðist gegn henni. En lífið sjálft hefur sannað að stefna Jóns Þor- lákssonar var rjett. Fjöldi byggðarlaga við sjávarsíðuna og mestan hluta ís- lenskra sveita skortir raforku. Sjálfstæðisflokkurinn mun halda áfram að beita sjer fyrir lausn þeirra mála víðsvegar um land. Hagnýting vatnsaflsins er að hans áliti eitt mesta umbótamál þessarar þjóðar bæði á sviði atvinnumála og til sköpunar lífsþæginda á heimilum fólksins. Þar sem að Sjálfstæðismenn hafa ráðið, hafa þeir látið verk sín sýna merkin. Framkvæmdirnar sjálfar hafa talað. Þær munu halda áfram að gera það og sanna almenningi í landinu hvorir sjeu sannari umbótamenn, þeir, sem framkvæma hlutina og skapa lífsþægindin og umbæturnar eða hinir, sem jóðla neikvætt nudd og nöldur. Flugpóstur til og frá íslandi í TTLEFNI af gagnrýni, sem komið hefur fram út af póst- þjónustunni hefur póstmeistar inn í Reykjavík, hr. Sigurður Baldvinsson, sent mjer skýrslu um flugpóstferðir til og frá ís- landi. Og þótt þetta sje enginn skemtilestur tel jeg upplýsing- arnar gagnlegar og birti því skýrslu póstmeistara í heild. En benda vildi jeg á tvö merkileg atriði í skýrslunni. Annað er, að nú er hægt að skila almennum brjefum í póst húsið til klukkan 6 að morgni og fá brjefið með flugvjel, sem fer 2 Vz klst. síðar og eftirleiðis mun póststofan auglýsa í póst- stofunni, ef flugvjelum seinkar frá áætlun. Tilganginum náð MEÐ þessum tveimur breyt- ingum hefur náðst það, sem til var ætlast með skrifunum hier í dálkunum um afgreiðslu Tugbrjefa: 1 fyrsta lagi, að þurfa ekki að skila brjefi fyr en sama morgunin og það á að fara og í öðru lagi, að póststofan til- kynni, ef brugðið er út af venjulegri áætlun. En svo kemur skýrsla póst- meistarans og hún er á þessa leið: Flugpóstferðir ,AF tilefni ummæla í dálkum ,,Víkverja“ í Morgunblaðinu 20. þ. m., vill pósthúsið í Reykjavík gefa eftirfarandi upplýsingar: Flugpóstferðir milli íslands og annara landa eru nú sem hjer segir: Til Ameríku: F. í. og Loftl. þriðjudaga kl. 08,30 frá Reykjavík (um Prestwick). ' Abyrgðarbrjefum og öðrum sendingum til flutnings í lok- uðum pósti sje skilað í póst- húsið í R. fyrir kl. 18.00 mánu- daga, en almenn brjef má láta í póstkassa pósthússins til kl. 06,00 á þriðjudögum. A. O. A. Fimmtudaga kl. 20,35 frá Keflav.flugv. Pósti sje skilað í pósthúsið í R. fyrir kl. 15,00 fimmtudaga. Til Norðurlanda, Engl. og annara Evrópulanda: A. O. A. Mánudaga kl. 9,40 frá Keflav.flugv. til Oslo, Stockholm og Helsinki. f Pósti sje skilað í pósthúsið í R. íyrir kl. 12,00 sunnudaga. F. í. og Loftl. Þriðjudaga kl. 08,30 frá R. til Prestwick (Kb. havn, Oslo, Stockholm). Ábyrgðarbrjefum og öðrum sendingum til flutnings í lok- uðum pósti sje skilað í póst- húsið í R. fyrir kl. 18,00 mánu- daga, en almenn brjef má láta í póstkassa pósthússins til kl. 06,00 á þriðjud. F. í. og Loftl. Föstudaga kl. 08,30 frá R. til London (Kbh., Oslo, Stockh.). Abyrgðarbrjefum og öðrum sendingum til flutnings í lok- uðum pósti sje skilað í póst- húsið í R. fyrir kl. 18,00 fimmtudaga, en almenn brjef má láta í póstkassa pósthúss- ins til kl. 06,00 á föstudag. Frá Ameríku: A. O. A. Mánudaga kl. 08,55 til Keflav.flugv. Frá Norðurl., Engl. og öðr- um Evrópulöndum. F. í. og Loftl. Miðvikudaga kl. 18,00 til R. (frá Kbh., Prestw.). A. O. A. Fimmtudaga kl. 19,50 til Keflav.flugv. (frá Oslo, Stockh., Helsinki). F. í. og Loftl. Laugardaga kl. 18,00 til R. (frá London). • Pósturinn, sem ; ekki kom „AF þessu sjest, að enginn póstur frá Ameríku var hvorki væntanlegur nje heldur kom föstudaginn 18. þ. m. Virðist því vera um einhvern mis- skilning að ræða, þar sem tal- að var um drátt á þeim pósti. „Pósti frá Norðurlöndum, sem barst pósthúsinu á Kefla- víkurflugvelli á föstudagsmorg un, seinkaði vegna þes,s að bif- reið, sem tók póstinn áleiðis þaðan, bilaði og í sambandi við það urðu mistök á að koma póstinum strax áfram þannig, að hann kom ekki til Reykja- víkur fyrr en kl. 19,30. Var hann þá samstundis opnaður og aðgreindur og brjefum raðað í pósthólf. Aðgreiningu brjefa til útburðar í bænum og til póststöðva úti á landi, var lok- ið á laugardagsmorgun. Kom því ekki til mála, að neitt af þessum pósti biði afgreiðslu til mánudags. Bollaleggingar um 48 klst. afgreiðslutíma á þess- um pósti eru því fjarri raun- veruleika, enda kannast eng- inn póstmaður við að hafa gef- ið upplýsingar í þá átt. • Brjefhirðing á flugvelli óheppileg „AFHENDING flugpósts til flugf jelaganna hefur jafnan orðið að haga eft.ir samkomu- lagi við þau, og verður að telj- ast að sú tilhögun, sem nú er komin á og að framan greinir, sje viðunandi, og hafa flugfje- lögin sýnt góðan skilning á málinu. Starfræksla brjefhirðingar á flugvellinum væri bæði kostn- aðarsöm og aðeins póstnotend- um til meiri óþæginda, enda, enn sem komið er, engin sam- eiginleg afereiðsla fyrir flug- vjelar á vellinum, heldur eru þær hver á sínum stað. Rjett er að vekia athygli á að afgreiðsla fluepósts tekur allmikinn tíma, veena þess hve nákvæmleea hann barf að að- greinast eftir löndum og fær- ast á sjerstakar skrár og veg- ast nákvæmlega. Einnig er rjett að benda á að hvergi er hægt að láta brjef utan pósts í flugvjelar, eins og t.d. í póst- kassa á skipum, þar sem stýri- menn annast póstafgreiðslu um borð, enda lýtur flugpóstur sjerstökum afgreiðsluháttum. • Þegar áætlanir raskast „LOKS er og ástæða til að minna á það, að flugáætlanir raskast oft vegna veðurskil- yrða og ýmsra óviðráðanlegra orsaka. Mun póststofan gera sjer far um það framvegis að fylgjast, eftir föngum, með breytingum í þessu efni og til- kynna um þær á aðaldyrum pósthússins þegar við verður komið“. MEÐAL ANNARA ORÐA .... immmmmimiMimmi«**i innuiiniiiinmiininiiiiiiiiiiiiiniilliliiiiillininiliilili iiiiiiiiiimiimimmimorfl 3 Þeir sviffu hana hugsjóninni, sem hún bar fyrir brjósii Eftir L. Hámæri. Á ÖLDNUM götum hinnar „gullnu“ Pragborgar gat und- anfarnar Wikur að líta gamla konu. Þarna, sem hún staul- aðist eftir götunum með svört gleraugu og hvítan staf, rann fyrir henni rakki, er vísaði veginn — hve mjög er þessi mynd ekki táknræn fyrir hina okuðu tjekknesku þjóð. • • BÖLIÐ SÓTTI HANA HEIM ÞAR, sem hún fór, stansaði fólk við, sumir tóku ofan, aðr- ir fengu tár í augun og taut- uðu fyrir munni sjer: „Vesa- lings frú Hanna“. Þegar hún gekk yfir hið fræga Wencesla- platsen, sem heitir eftir vernd- ardýrlingi borgarinnar, vjek fólkið úr vegi þessarar blindu konu, svo að henni væri leiðin greið. Hanna varð blind fyrir 2 mánuðum síðan. Maður hennar ljet lífið fyrir ári. Fyrir hálfu öðru ári hrundi starfið, sem hún og maður hennar höfðu helgað líf sitt, í rústir. Ef til vill hefur þessi gamla kona grátið of mikið við gröf maka síns. • • ÞURFTI AÐ LEITA SJER LÆKNINGA LÆKNARNIR í Prag þorðu ekki að takast á hendur hinn háskalega uppskurð, sem varð að gera á augum hennar til að fá henni sjónina aftur. — í Ziirich var heimsfrægur lækn- ir, sem var einn fær um að lækna meinið, ef hún vildi takast á hendur ferð þangað. Hún sótti um vegabrjef og ut- anfararleyfi. Þessi gamla, sjón dapra kona rak sjálf erindi sín, enginn annar hafði djörfung til að gangast í málið, þar eð afskipti manna gátu hæglega endað með því, að þeir yrði fluttir nauðungarflutningi til úrannámanna í Joachimstal. . • • „EKKJA BENESAR FÆR EKKI VEGABRJEF“ TVEIR mánuðir liðu áður en starfsmaður í innanríkisráðu- neytinu tjáði henni vafninga- laust, að „ekkja Benesar fær ekki vegabrjef". Þessi kona, sem reikaði um götur Prag, var þá ekkja Edvards Benesar — þess, er stofnsetti tjekk- neska ríkið, mesta stjórnmála- manns lands síns og forseta þéss. Hún háði baráttu fyrir land sitt við hlið hans, er þau voru tvívegis landflótta, og nú var hún orðin blind. Sú var sök yfirvalda þess sama lands. e • SVARTKLÆDDA KONAN EFTIR þessa synjun um vega- brjef, var hin tvísýna skurð- aðgerð gerð á henni í Prag, enda þótt læknarnir gæfi litlar vonir. Þegar hún fór af sjúkrahúsinu mánuði Seinna var hún steinblind, hún hafði svört gleraugu fyrir lífvana augunum og hvítt prik í hendi. Frá því gat að líta hana ár- degis á götum Prag. Hún var Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.