Morgunblaðið - 03.12.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.12.1949, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 3. des. 1949 Framh. af bls. 9. næst ekki um annað, er hins- ve gar rík þörf á almennum um- raiðum þjóðarinnar um þessi éfii. Menn verða til hlítar að ge ra sjer grein fyrir, hvað þeim fi: mst nú helst athugavert og þ' er ráð mega verða til bóta, lr erjir sjeu kostir þeirra og g: llar. Í því efni verða menn þó að hafa hugfast, að engin stjórnar- skrá læknar öll mein þjóðfje- lagsins. Engin þjóð hefur sett sjer fleiri stjórnarskrár eða af meiri hugkvæmni og skarpskyggni en Frakkar, en hvergi hafa stjórnarskrárnar enst ver en þar og engin af öllum þessum stjórnarskrám hefur megnað að skapa þar fesíu í stjórnar- háttum eða eyða sundrungar- öflunum, sem stöðugt knýja á. : Weimar-stjórnarskráin þýska frá 11. ágúst 1919 var sett með- an lýðræðisöflin voru öllu ráð- andi í Þýskalandi eftir ósigur Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöld- inni. Að setningu hennar áttu hlut skarpvitrir, margfróðir og frelsisunnandi stjórnlagafræð- ijigar. Raunin varð samt sú, að Hitler gat innan ramma stjórn- arskrárinnar hrifsað völdin til sín. Hafa ýmsir talið, að Hitler hafi í allri einræðisstjórn sinni aldrei framið beint stjórnlaga- rof, heldur haft formlega lög- legar heimildir fyrir athöfnum sínum. Á svipaðan hátt notaði Mussolini form stjórnarskrár ítalska konungsríkisins til að eyða frelsisanda hennar og hrifsa til sín einræðisvald. Formið eitt tryggir hvorki frelsi nje góða stjórn. Sundur- lynd þjóð öðlast ekki allt í einu samheldni við það eitt að setja sjer góða stjórnarskrá, jafnvel þótt þau undur yrðu, að samlyndi skapaðist og ent- ist til slíks þrekvirkis. Stjórnar- hættir þjóðar, góðir eða illir, eru háðir mörgu öðru en stjórn- Skipunarlögum hennar. Engin stjórnarskrá hversu góð, sem hún kann að vera, getur ein út af fyrir sig hindr- að eða eytt óáran, sem er í mannfólkinu sjálfu. Hitt er aft- ur á móti jafnvíst, að stjórn- skipunarlögin geta skapað mis- munandi miklar líkur fyrir góðum stjórnarháttum. Flokkasundrungin aðal-gallinn Ef menn íhuga stjórnmálaá- standið á íslandi nú, hljóta állir, hvar í flokki, sem þeir standa, að játa, að verulegir éallar sjeu á. Flokkasundrung- in, og þar af leiðandi skortur á meirihluta, sem möguleika hafi til að fara með völdin stefnu sinni samkvæmt og béri síðan ábyrgð gerða sinna, er áreiðanlega aðalgallinn. Flestir játa þetta með orðum. En þegar til kosninga kemur er þó greinilegt, að þetta sjón- armið ræður atkvæði mjög fárra. Hver kýs þá þann flokk, sem hann af einhverjum á- stæðum aðhyllist, þótt hann harla litlár líkur sjeu til, að geri sjer ljóst, að engar eða sá flokkur einn fái nógu sterka aðstöðu til að fara með völd- in. Sumir kenna þetta fyrirmæl- um stjórnarskrárinnar. Senni- lega eiga þau einhvern þátt í þessu. En jeg er hræddur um að þvílíkt jafnræði flokka og togstreita þeirra á milli, sern við eigum að venjast hjer á landi, mundi hvarvetna leiða til vandræða um stjórnarfram- kvæmdir og þvílík tímabil ó- tryggs meirihluta á löggjafar- samkomunum hafa einnig ver- ið í þeim löndum, svo sem Bret- landi og Bandaríkjunum, sem helst er litið til um fyrirmynd ir um góða.og hagkvæma stjórn skipun. Stjórnarfyrirkomulag þeirra veitir því engan veginn fult öryggi gegn því, að slíkur glund roði geti skapast, sem við þekkjum af eigin raun. Þess ber og að minnast, að Bretland, sem um margra alda skeið hefur haft einna farsæl- legasta stjórnarhætti, hefur enga stjórnarskrá í okkar merk ingu, heldur er þar einkum stuðst við venjur og lög, sem breyta má á sama hátt.og hverj um öðrum lögum. Það er stjórn- málaþroski þjóðarinnar og margra alda æfing í frjálsleg- um stjórnarháttum og sú stjórn skipun, sem af þessu hefur smám saman mótast sem þar gerir gæfu muninn, en ekki stjórnarskrárfyrirmæli, sett með sjerstökum, hátíðlegum hætti. Kostir og gallar mikils forsetavalds En þótt það sjeu að minnsta kosti ýkjur að kenna stjórnar- skránni íslensku einni um vand ræði okkar nú, þá er víst að setja má reglur, sem dragi úr líkunum fyrir, að þvílík vand- ræði skapist, sem við eigum við að búa, og betur tryggi, að land inu verði sjeð fyrir öflugri stjórn en nú er. Sumir segja, að vandinn sje ekki annar en sá, að greina nógu vel á milli framkvæmd- ar- og löggjafarvalds, svo sem gert sje í þeirri stjórnarskrá, sem lengst hefur staðið, sem sje Bandaríkjanna frá 1789. Þeir, sem þessu halda fram telja, að ef við á sama veg og þar er gert eflum forsetavald- ið og látum trúnaðarmenn hans fara með ríkisstjórnina og ætl- um Alþingi það eitt að fara með löggjafarvaldið en látum það ekki ráða, hverjir sjeu ráðherr- ar, eins og tilsetlunin er nú, þá mundi betur fara. Aðrir hafa vantrú á, að það sje frambúðarlausn að efla svo mjög völd eins manns hjer á landi. Þeir hafa bent á, að saga Islands sýni, að íslendingar sjeu andsnúnir of miklum völdum í eins manns hendi jafnvel um : skamma stund, hvað þá til lengdar. Jafnaðartilfinningin, sú, að hver telur sig jafnhæfan og góðan öðrum, er áreiðanlega hvergi ríkari en hjer á landi. Þessvegna hafa margir dregið í efa, að það yrði þolað, að einn maður, þótt hann væri kosinn af þjóðinni, færi með allt framkvæmdavaldið og Al- þingi rjeði þar engu um. Þessu er auðvitað öðru vísi háttað í hinum stærri löndum, þar sem hin persónulegu sjónarmið, kunningsskapurinn og andúðin einstakra manna á milli, kem- ur alls ekki til greina neitt til líkingar því, sem er í okkar litla þjóðfjelagi. Af þessum á- stæðum hafa sumir einnig tal- ið, að hvergi væri brýnni á- stæða til þess en á íslandi, að æðsti maður þjóðarinnar stæði utan við daglegar deilur og aurkast, heldur gæti látið að sjer kveða sem mannasættir og úrskurðarmaður, þegar mjög mikið liggur við. Nauðsyn samvinnu ríkis- stjórnar og Alþingis Á þetta hefur einnig verið bent, að fullkominn ófarnaður leiði af því, ef annari stefnu væri haldið í framkvæmdum ríkisins af ríkisstjórn en þeirri, sem ríkir í löggjöf Alþingis. Slíkur ágreiningur hefur nokkr um sinnum orðið í Bandaríkjun um, fyrirmynd þeirra, sem sterkt forsetavald vilja, og þá á stundum horft til fullkominna vandræða, þótt sjaldnar hafi raunar orðið en menn skyldu ætla. Æskilegast er áreiðanlega, að fullkomin samvinna sje milli ríkisstjórnar og Alþingis. Besta tryggingin fyrir því er auðvit- að sú, að Alþingi ráði ríkis- stjórn, sem síðan ráði miklu eða mestu um gerðir Alþings, svip- að því, sem er til dæmis í Bret- landi. Þar ræður neðri deild þingsins því raunverulega, hver verður forsætisráðherra, en á meðan hann gegnir starfinu ræður hann og stjórn hans mestu um störf þingsins. Jeg hygg lítinn vafa á, að þetta fyrirkomulag sje það besta. En horfast verður í augu við staðreyndirnar. Hin síðari ár hefur Alþingi reynst mjög erfitt að mynda ríkisstjórnir. Forseti íslands taldi sig 1942 neyddan til að skipa utanþings- stjórn, án þess hún hefði yfir- lýstan stuðning Alþingis. Sú ráðstöfun var þá gagnrýnd af sumum. En ekki tókst Alþingi að mynda meirihlutastjórn fyrr en nær tveim árum síðar. Þegar sú stjórn fór frá eftir h. u. b. 2 ár tók 4 mánuði að mynda nýja ríkisstjórn með stuðningi meiri hluta Alþingis. Og nú er hún fer frá hefur með öllu reynst ómögulegt að fá þing- meirihluta til stuðnings nokk- urri stjórn. Þess vegna hefur það ráð verið tekið að mynda minnihlutastjórn, sem aðeins einn þingflokkur, að vísu sá stærsti, styður. Enn er ósýnt hvernig það ráð reynist. Með öllu er óvíst, að slík minnihluta stjórn eigi hægara með að koma málum fram á Alþingi en utanþingsstjórn. Setja verður ný ákvæði um stjórnarmyndun En nú þegar er ótvírætt, að síðustu atburðir og reynsla und anfarinna ára, hljóta að ýta undir, að ráðstafanir verði gerð ar til annars tveggja: Að þau stjórnarskrárákvæði sjeu sett, sem knýi Alþingi beinlínis til myndunar stjórnar eða hin raun verulegu völd yfir skipun rík- isstjórnar verði tekin af Al- þingi og fengin forseta lýðveld- isips. Vel væri hugsanlegt, að Al- þingi kysi ríkisstjórn til til- tekins tíma, annað hvort meiri- hlutakosningu eða hlutfallskosn ingu. Dæmi þessa er í Sviss og hefur þar gefist vel, og eru þó á þessu auðsæir annmark- ar. Ef meirihluta ætti að krefj- ast fyrir kosningu ríkisstjórn- ar kynni hann að verða vand- fenginn, og hlutfallskosning tjáir ekki, ef einhver flokkur er slíkur, að aðrir telja hann ósamvinnuhæfan. í þessu sambandi hafa kom- ið fram tillögur um, að sá flokk ur sem flest atkvæði eða þing- menn fær við kosningar, en þó ekki hreinan meirihl., fái með einum eða öðrum hætti hrein- an meirihluta á Alþingi. Með þessu væri sjeð fyrir, að Al- þingi gæti myndað meirihluta- stjórn, en ekki hefur staðið á mótmælum gegn þessari tillögu vegna þess að hjer væri um ólýðræðislega aðferð að ræða. Sennilega mundi slík tilhögun hafa þau áhrif að þjappa mönnum saman í tvo höfuðflokka, og að því Ieyti verka svipað og meirihlutakosn ing í einmenningskjördæmum. Óhæft kosningafyrir- komulag Hvort sem Alþingi verður lát- ið halda fyrri áhrifum sínum á skipun ríkisstjórnar eða ekki, munu nú flestir eða allir orðn- ir þeirrar skoðunar að breyta verði kosningaaðferðinni til þingsins. Um hana koma tvö höfuð- sjónarmið til greina ef menn á annað borð viðurkenna, að allir þjóðfjelagsþegnar eigi að hafa jafnrjetti til áhrifa í þessu Sem sje, hvort menn vilja held- ur, að meiri likur sjeu fyrir öflugum þingmeirihluta eða að öll sjónarmið eigi þess kost að njóta sín á Alþingi. Ef menn vilja það fyrra, er líklegasta ráðið að hafa einmenningskjör- dæmi með meirihlutakosningu. Ef menn leggja meiri áherslu á hið síðara, er eðlilegust hlut- fallskosning í einu kjördæmi. um land allt eða fáum stórum kjördæmum. Kosningafyrirkomulag til Al- þingis nú hvílir á sögulegum rökum, en er svo mótað af hentistefnuúrræðum, sem grip- ið hefur verið til, af því að meirihluti fjekkst ekki fyrir heildarlausn, að ekki er við- hlítandi til lengdar. Ákvæði kosningalaganna um það, hverj ir hljóti uppbótarsæti, gera og allt fyrirkomulagið enn frá- leitara en vera þyrfti, sam- kvæmt sjálfri stjórnarskránni. Samkvæmt þeirri skipan, sem nú er, eru þingmenn 1) kosnir hlutfallskosningu í Reykjavík 8, jr 2) með hlufallskosningu í tví- menningskj ör dæmu m, 3) meirihlutakosningu í ein- menningskjördæmum, 4) sem uppbótarþingmenn eft- ir atkvæðamagni, 5) sem uppbótarmenn eftir hlut fallslegri atkvæðatölu, og 6) sem uppbótarmenn eftir röð un á landlista. í framkvæmd er þetta fyrir- komulag svo, að fullkomið happ drætti er stundum, hver kosn- ingu nær, og flokkur getur haft af því hreinan óhag. að flokks- menn hans kjósi hann, ef í. röngu kjördæmi er. Stundum hefur viljað til, að með þessu næðist nokkurn veg inn jafnrjetti á milli flokka um •skipun Alþingis, en stundum, eins og t.d. nú, fer því fjarri, að svo sje. Enginn er ánægður með þessa skipun, og eftirtekt- arvert er, að þeir eru hávær- astir um breytingar, sem helst má þó telja, að hlunnindi hafi af henni, sem sje þeir, er búa í hinum fámennari landshlut- um. En ef þeir vilja ekki una þessu fyrirkomulagi, hafa hin- ir, er í fjölbýlinu búa, sannar- lega miklu síður ástæðu til að halda í það. Dreifbýli gegn þjettbýli Eina röksemdin, sem hægt er að færa fyrir núverandi skip an, er sú, að með sæmilegu jafnrjetti á milli flokka tryggi hún mun meiri áhrif dreifbýl- isins um skipan þingsins, en ella mundi verða. í stað þessa fyrirkomulags vilja að vísu sumir, að neðri deildin ein verði þannig skipuð að menn hafi nokkurn veginn og þó ekki fullt jafnrjetti, hvar sem þeir búa, en vilja hinsvegar, að efri deild, sem á að vísu að hafa minna vald en nú, og þó halda algjöru synjunarvaldi um laga- frumvörp í sumum tilfellum, verði mjög skipuð dreifbýlinu í hag. Þessi tillaga er vitni þeirrar skoðunar, sem víðs vegar hef- ur mikið fylgi einkum úti um land, að völd yfir málefnum þjóðarinnar sjeu nú um of dreg in undir ýmsar stofnanir hjer í Reykjavík. Er sjálfsagt nokk uð til í því. En á hitt ber þó að líta, að samskonar skipting valdsins á milli hjeraða, sem tiðkíist sumstaðar erlendis í miklu víðlendari og allt að því þúsundfalt mannfleiri ríkjum en hjer, getur auðvitað ekki átt við í okkar litla þjóðfjelagi. Hjer er þó vissulega úrlausnar efni, sem íhuga þarf til hlítar og án fljótræðis, því að sann- arlega breytir Island um eðli, : ef landsbyggðin leggst niður og allir streyma til Reykja- víkur. Eiga allir mikið undir að svo verði ekki, og engir þó meira en Reykvíkingar sjálfir. Mun þó mörgum finnast, að til of mikils sje mælst, að Reyk víkingar samþykki, að sett sje nýtt stjórnskipulag, sem bein- Iínis miði að því, að þeir hafi minni rjett en aðrir lands- menn. Framhald á bls.12.'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.