Morgunblaðið - 03.12.1949, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐ I Ð
Laugardagur 3. des. 1949
Þorkell Teifsson póslafgr.m.
ÞORKELL Teitsson, póstaf-
greiðslumaður og símstjóri í
Borgarnesi. andaðist í Reykja-
vík 26. nóv. s.l. — Hann var
fæddur á Ferjubakka í Borg-
arhreppi 10. nóv. 1891. Bjuggu
foreldrar hans þar þá, Teitur
Jónsson og Oddný Jónsdóttir.
Fluttist Þorkell með foreldrum
sínum til Borgarness skömmu
fyrir aldamótin og átti þar
heima til dánardægurs.
Snemma var Þorkell röskur
og lipur til starfa, enda var þá
mörgu að sinna á heimili for-
eldranna. Faðirinn var hinn
mikli hagleiksmaður, sem marg
ir leituðu aðstoðar til, og hafði
auk þess á hendi afgreiðslu
flóabátsins, sem annaðist ferð-
ir milli Borgarness og Reykja-
víkur og annara hafna hjer við
Faxaflóa. Jók það eigi lítið á
umsvif heimilisins, að Borgar-
nes var þá lítt byggður staður
og ekkert veitingahús þar til.
Var því ærið gestkvæmt á
heimili þeirra, enda mimu
margir hinna fullorðnu manna
í Borgarfirði og víðar minnast
hinnar framúrskarandi gest-
risni og vináttu, sem þeir áttu
þar að mæta, en veitingar og
erfiði lítt metið til verðs.
Árið 1914 lauk Þorkell námi
í Verslunarskólanum í Reykja-
vík. Á áliðnum vetri það ár
varð hann fyrir þeirri sáru
sorg, að faðir hans og 2 syst-
kini, Jón og Þórunn, drukkn-
uðu hjer í Borgarfirði. — Tók
Þorkell þá við forsjá heimil-
isins og símstjórastarfi hjer í
Borgarnesi ásamt konu sinni,
Júlíönu Sigurðardóttur frá
Akranesi. Póstafgreiðslumaður
varð hann nokkrum árum síð-
ar. Jafnframt vann hann þá að
verslunarstörfum og hafði um
skeið á hendi vöruflutninga
hjer um fjörðinn og inn í Hvít-
á með mótorbáti, er hann
keypti, enda hafði hann vanist
því starfi áður með föður sín-
um og bróður, sem áttu fyrsta
bátinn þeirrar tegundar hjer.
Við öll störf var Þorkell
framúrskarandi kappsfullur og
fjölhæfur starfsmaður, og
kom áhugi hans ekki síst fram
í því að hrinda í framkvæmd
ýmsu því, er kauptöninu mið-
aði til framdráttar viðkomandi
samgöngum þessa hjeraðs og
skipaeign til fiskveiða.
Borgnesinga setur því hljóða
við að sjá á bak þessum starfs-
bróður, þótt allir sjái, að mest-
■■MmmaBumificmifiiiiiaifiMiiiiii.iiiMiiHifiiiinifitiMt
Húsnæði — Húshjálp I
Hjón með eitt barn óska eftir t
ibúð 1—2 stofur og eldhús eða :
eldunarpláss. Margvísleg hús §
hjálp og góð leiga. Til greina !
gæti komið að útvega stúlku í §
vist eftir áramót. Uppl. í síma |
1932 milli kl. 2—5 á morgun. I
5
■HflfllllinilllMlllllflMIMllll*l4IIM1l«IMMIIIIIIIIirt>mf«t>
miiii iniiif i iiiiiimmi i ii ii i iii 11111 • 11 ii ■ i ii i ii ii 111 ii ii 111111111'
iSkúr—Bsiskúr!
= I
| Til sölu er skúr 3,20x4,80 m. :
| heppilegur sem vinnuskúr eða i
Í bílskúr, hægt að flytja hann. |
{Uppl. skála 4 A Háteigsveg kl. t
1—3 n.k. sunnudag 4. des.
i 1
UiiimniiiniiiiiiiifiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiinriiiunmiHia
ur er missir ástvina hans, þar
sem vonir stóðu til að ekki
missti svo fljótt forsjár hans.
Eru það konan og börnin fjög-
ur, sem á lífi eru, og hin aldr-
aða móðir hans, 90 ára. Er sá
hópur eigi smár. Þótt margir
sjeu horfnir úr þeim hópi, sem
minnast í raunum hennar
mannkærleika, fórnfýsi og at-
orku hennár til að bæta úr
bágindum og raunum annara.
Við fráfall Þorkels eiga Borg
nesingar á bak að sjá tápmikl-
um og lífsglöðum fjelaga og
góðum dreng, því segja má að
„grátþögull harmafugl hnípi á
húsgafli hverjum“.
Magnús Jónsson.
KvöldskemSun Sjálf-
sfæðisfjelaganna
SJÁLFSTÆÐISFJELÖGIN í
Reykjavík efna til almennrar
kvöldskemtunar í Sjálfstæðis-
húsinu í kvöld. „Bláa stjarnan“
skemtir með sínum ágætu
skemtiatriðum. Þeir, sem þess
óska, geta fengið mat á tíma-
bilinu frá kl. 6,30—8 og geta
þeir, sem ætla að borða, feng-
ið frátekin borð, um leið og þeir
kaupa aðgöngumiðana. Að-
göngumiðar að þessari skemtun
verða seldir í anddyri Sjálf-
stæðishússins kl. 2—4 í dag.
Síldin bærir ekki
, . W
asjer
SÍLDARLEITARSKIPIÐ Fann-
ey er enn í Hvalfirði og leitar
þar síldar, en smásíld er kom-
in í fjörðinn sem kunnugt er
af fyrri frjettum.
í Hvammsvík og Laxárvik
hefur Fanney síðastl. tvær næt-
ur lagt fjögur lagnet fyrir haf-
síld, en í net þessi hafa komið
þrjár síldar hvora nótt.
í fyrrinótt var nokkur rek-
netaveiði í Miðnessjó og afla-
mesti báturinn var með rúml.
100 tunnur eftir nóttina.
- Meðal annara orða
Frhh. af bls. 8.
söngva. Þegar við kvörtuðum
yfir þessu við Skobrik hershöfð
ingja (yfirmann flugskólans),
leyfði hann. okkur, þó eftir
langa umhugsun, að syngja
söngva okkar í skólanum, en
ekki utan hans.“
Eftir að Júgóslavía var rekin
úr Kominform, gerðu rússnesku
yfirvöldin ítrekaðar tilraunir
til að fá júgóslavneska hermenn
í Rússlandi til að taka afstöðu
gegn Tito. Þessar tilraunir báru
3Ó engan árangur.
• Lisfsýning
Framh. af bls. 5.
sýna. Það bætir heldur ekki úr
að litasamsetning þessarar
myndar er á engan hátt hríf-
andi.
Skiljanlegri verður málar-
inn þegar hann heldur sjer að
gefnum viðfangsefnum eins og
t. d. verksmiðjunum í Djúpu-
vík eða no. 2 „Reykjavík um
rismál“. Hið draúmkenda í-
myndunarafl hans fær að njóta
sín betur í slíkum viðfangsefn-
um, en hreinum hugmyndum,
hvernig svo sem því er varið.
Orri.
Næsl síðasti dagur
Reyk ja víkursýn ing -
arinnar
í DAG er næst siðasti dagur
Reykjavíkursýningarinnar. sem
miðað við allar aðstæður, er
best sótta sýningin, sem haldin
hefur verið hjer í bænum. Nú
hafa rösklega 40.000 manns
skoðað sýninguna.
Þessi næst síðasti dagur sýn-
ingarinnar er helgaður íþrótt-
unum, en í kvöld verða í aðal-
salnum sýnd glíma, hnefaleikar
og fimleikaflokkar karla úr K
R sýnir og einnig kvennaflokk-
ur Ármanns, sá er fór til Sví-
þjóðar.
Barnagæslan í dag verður
opin frá kl. 2—6 eins og vant
er.
Banamein hans var
kjöleilrun
KRUFNING á líki Ottós Ein-
arssonar bílstjóra, Hverfisgötu
6, í Hafnarfirði, hefur leitt í
ljós, að banamein hans var
matareitrun, eins og lækna
hans hafði grunað.
Svo sem kunnugt er, bar
dauða Ottós heit. Einarssonar
mjög snögglega að, á sunnu-
dagsmorgun, en Ottó hafði öll
einkenni eitrunar og voru lækn
ar þeirrar skoðunar, að senni-
lega væri um matareitrun að
ræða.
í frjettatilk. sem Morgbl.
barst í gærkvöldi, um niður-
stöður rannsóknarinnar, frá bæj
arfógetanum í Hafnarfirði,
segir á þessa leið:
Síðastl. sunnudag andaðist
Ottó Einarsson bifreiðarstjóri í
Hafnarfirði. Var þá ekki vitað
um dánarorsök.
Kjöt geymt í mjólkursýsru.
Við rjettarrannsókn kom í
ljós, að fimtudagskvöldið á und
an,hafði Ottó Einarsson neytt
lítilsháttar af áfengi og kinda-
kjöt hjá kunningja sínum, en
kjötið hafði verið geymt í mjólk
ursýru.
Krufning á líki Ottós sýndi,
að dánarorsökin var matvæla-
eitrun (kjöteitrun). Ekki hef-
ur verið endanlega úr því skor-
ið, hvort eitrunin stafar frá
súra kjötinu. Engin einkenni á-
fengiseitrunar fundust, hvorki
við líkskurð, nje við efnagrein-
ingu á leyfum áfengis þess, er
Ottó Einarsson hafði neytt á
fimtudagskvöld.
Dönsk jólalrje
keypt til landsins
JÓLATRJE eru væntanleg til
landsins, frá Kaupmannahöfn,
innan skamms.-
Danskt blað: Kalundborg
Folkeblad, skýrir frá að frá
Kaupmannahöfn muni bráðlega
verða afskipað til Reykjavíkur
6 þús. jólatrjám, en blaðið gefur
í skyn, að jafnvel fleiri trje hafi
verið keypt.
Brottrekstrinum lokið.
BUDAPEST — Ungverska stjórn
in tilkynnti nýlega, að hún hefði
ákveðið að hætta brottrekstri
þýskumælandi manna úr land-
inu. Eiga þeir nú að fá sömu
rjettindi og aðrir Ungverjar.
Frh. af bls. 10..
Deildaskipting o. fl.
Um deildaskiptingu Alþingis
sýnist sitt hverjum, eins og um
fleira. Telja ýmsir, að úr því
að ekki er kosið til deildanna
með ólíkum hætti sje skipt-
ingin óþörf og aðeins til tafar
og kostnaðar. Sjálfur kannaði
jeg þetta efni allrækilega fyrir
nokkrum árum og ritaði bók
um deildaskiptingu þingsins og
áhrif hennar. Jeg skal játa, að
þær fræðilegu athuganir Ijetu
mig vera í meiri óvissu um
þessi efni en sú reynsla, sem
jeg hefi hlotið sem þingmaður.
Eftir hana þori jeg óhikað að
fullyrða, að deildaskiptingin,
jafnvel eins og hún er, sje til
góðs og tryggi betri meðferð
mála en ella væri.
Ef Alþingi yrði svift þeim
ráðum yfir skipan ríkisstjórn-
ar, sem því eru fengin nú,
mundu aðalstörf þess verða
löggjöf. En sumir hafa einnig
talið rjett, að takmarka mjög
völd Alþingis yfir fjárlögum
frá því, sem verið hefur. Telja
þeir, að ekki sje að vænta ör-
uggrar stjórnar á fjármálum
ríkisins fyrr en ríkisstjórninni
einni er veittur tillögurjettur
um, hverjar fjárgreiðslur skuli
inna úr ríkissjóði.
Þá vilja sumir gera kaflann
um mannrjettindin, 8. kafla
stjórnarskrárinnar, fyllri en
hann er. Einnig hafa komið
fram tillögur um að draga úr
ákvæðinu í 67. grein um frið-
helgi eignarrjettarins. Ekki
munu samt allir sammála um
það, enda eru ýmsir, sem telja,
að verulega hafi verið gengið
á eignarrjettinn hin síðari ár,
þrátt fyrir þá vernd, sem hon-
um er fengin í stjórnarskránni
nú, og sje því síst aukandi á
óvissuna í þeim efnum.
Þá hefi jeg drepið á ýms
atriði, sem koma helst til
greina við endurskoðun stjórn
arskrárinnar. Fleiri mætti þó
telja, ef tími væri til, en sum
þeirra svo sem t.d. þingrofs-
rjetturinn eru mjög háð úrlausn
þeirra atriða, sem jeg hefi
drepið á.
Almennra umræðna
þörf
Sjálfsagt finnst sum-
um, að þeir sjeu litlu nær eftir
þennan lestur minn, þar sem
jeg hafi fáar ákveðnar tillögur
gert. Því til að svara er það,
að jeg kem hjer ekki fram til
að boða ákveðnar skoðanir,
heldur til að vekja menn til
umhugsunar um þann vanda,
sem er á höndum manna í þess
um efnum og til að hvetja þá
til eigin íhugunar og tillagna
um nokkur grundvallaratriði,
er meginþýðingu hafa um þró-
un stjórnmála og stjórnarhátta
hjer um langan aldur. Jeg tel
mun meira um það vert, að
þessi atriði sjeu íhuguð ræki-
lega og um þau sé ákvörðun tek
in að vandlega athuguðu máli,
heldur en hitt, að það sje gert
árinu fyrr en síðar.
Bandaríkin lýstu sjálfstæði
sínu 4. júlí 1776. En það var
ekki fyrr en 1787, sem efnt var
til þess stjórnlagaþings eða
þjóðfundar, er samþykti síðar
á því ári stjórnarskrá og gekk
hún í gildi á árinu 1789. — í
henni var höfð hliðsjón af
stjórnskipun annara þjóða og
fræðikenningum fremstu
manna, sem þá voru uppi, en
ekki síst reynslunni, sem feng-
ist hafði frá því algeru sjálf-
stæði var náð. Árangur þessa
varð sá, að sett var sú stjórnar
skrá, sem enn er í gildi í höfuð
atriðum óbreytt, og hefir hún
átt verulegan þátt í að tryggja
Bandaríkjunum fasta og ör-
ugga stjórnskipun og meira
frelsi en nokkurt annað stór-
veldi hefur átt við að búa svo
lengi í sögunni.
Frelsið er mest um vert
Við skulum vona, að íslend-
ingum takist að sínu leyti ekki
ver, þegar þeir setja sjer fram
búðar stjórnarskrá fyrir ís-
lenska lýðveldið. Við skulum
vona, að sú stjórnarskrá greiði
allt í senn fyrir öruggari stjórn
á málefnum ríkisins, láti Al-
þingi vera rjettlátalega skipað
og tryggi frélsi borgaranna. Ef
þessu á að ná verðum við auð-
vitað að hafa hliðsjón af stjórn-
lögum annara þjóða og kynna
okkur kenningar hinna bestu
fræðimanna um þessi efni. En
umfram alt verðum við að í-
huga vandlega eigin reynslu og
ls^ra af þeim víxlsporum, sem
við sjálfir höíum stigið. Því að
eins, að við gefum okkur tóm
til þessa getum við vænst, að
til framtíðar sje byggt.
En um leið og við játum, að
stjórnarskrá okkar nú sje ekki
eins fullkomin og vera ætti, og
einsetjum okkur að bæta hana,
þá skulum við þó viðurkenna,
að hún tryggir landsmönnum
meira frelsi og skaplegri stjórn
arhætti en mikill hluti mann-
kynsins á enn við að búa.
Þeir eru því miður enn of
margir, sem búa innan hamra-
veggja einræðisins. Eins og
hamrabúarnir fyrr á tímum
vörpuðu stundum yfir sig gulln
um skikkjum og reyndu með
glæsibrag að villa mennska
menn í hamrana til sín, á sama
veg hefur einræðismönnum nú
tímans stundum tekist að ginna
þá, sem þreyttir voru orðnir á
ábyrgðinni, sem frelsið leggur
þeim á herðar og örðugleik-
unum, sem fylgja því að ráða
sjer sjálfir, til að varpa valdi
sínu og áhyggjum yfir á aðra
og láta loka sig inni í ófrelsis-
björgunum.
Við endurskoðun stjórnar-
skrárinnar varðar það mestu,
að þjóðin láti ekki slíka hamra
búa afvegaleiða sig. Mun og
gifta íslendinga endast til þess,
að við setjum okkur þau stjórn
lög, sem stuðli að því, að hjer
á lándi geti um ókomnar aldir
búið frjálsir menn í frjálsu
landi.
I Ungan rnnnn vantar
I Atvénnu
| strax. Er vanur málarastörfum
| byggingarvinnu, baka.iívinnu
| og allskonar landbúnaðarstörfum
[ einnig v.,nur bilstjóri og hefi
I gott gagnn æðapróf. Tilboð merkt
| „Góð vir.na — 954“ sendist
! Mbl. sem íyrst.