Morgunblaðið - 07.12.1949, Side 6
6
tíORGUHBLAÐIÐ
Miðvikudagur 7. des. 1949.
Maflhías Þórðarson rifsfjéri:
nuó þjer uppskera'
Til afh. fyrir útgerðarmenn og fiskimenn
EINS OG KUNNUGT er hafa
menn lenci veitt því eftirtekt,
að hinar rr.est eftirsóttu fiski-
tegundir við landið, þar á með-
al þroskur, tregðast með ári
hverju. Þessi rýrnun fiskistofns
ins veldur allmiklum áhyggj-
um meðal margra, þar sem vel-
ferð þjóðarinnar að miklu leyti
er undir því komin, að fisk-
veiðarnar geti þrifist og gefið
nægilegan ávinning.
Þar sem nú rannsóknir síð-
ari ára hafa leitt það ótvírætt
í ijós, að fiskistofninn þolir ekki
hina hraðvaxandi útgerð, þá
virðist ekki nema um annað-
hvort að gera að takmarka út-
veginn eöa reyna að auka við-
komuna.
Litið á málið frá sjónarmiði
landsmanna getur fyrra úrræð-
ið tæplega komið til greina. Hið
síðara virðist því eina leiðin.
Með öðrum orðum að nauðsyn-
legt sje að gera tilraunir með
sjófiskakiak.
Þess skal getið, að í nokkrum
Jöndum, j>ar á meðal í Skot-
landi og Noregi, hefur verið
starfað aö sjófiskaklaki í tugi
ára frá stöðvum í landi, þar
semjdakio hefur verið út nokkr
um millj. seiða árlega. Klak-
stöðin í Noregi er rekin á kostn-
að ríkisins og klekur mestmegn
ís út þorski.
, Klakið í Noregi fer í aðalat-
riðunum fram þannig, að hrogn
Úr fiski, st.m kominn er að got-
ún, eru látin renna í ker með
hreinum sjó og þar blönduð
sviljum úr fiski af sömu teg-
und. Sjó er dælt í kerin meðan
klakið fer fram. Eftir þriggja
vikna tíma eru lifandi seiði kom
in úr hrognUnum, og er klak-
inu þar með lokið og seiðin
látin I sjóin.
Eftir nokkra yfirvegun hef
jeg undirritaður komist að
þeirri niðurstöðu, að æskilegt
væri, að gjörðar yrðu tilraunir
með Sjófir-kaklak við ísland, en
á nokkuð einfaldari hátt en í
Noregi, þ. e. a. s. þannig, að
skip, sem stunda veiðar við
suður- og vesturströnd lands-
ins á vetrarvertíð, frjóvgi, eft-
ir því sem ástæður leyfa, meira
eða minna af hrognum, á þann
hátt, að láta fullþroskuð hrogn
og lítið eitt af sviljum úr fiski
sömu tegundar renna saman í
ker eða trog með hreinum sjó
og eftir örfáar mínútur hella
vökvanum í sjóinn. Frjóvgun á
1—2 lit. hrognum eða Vz—1
milljón eggja er aðeins fárra
mínútna verk. Náttúran ann-
ast svo frekari framkvæmdir.
Með þessu móti yrði ekki að-
eins um eina klakstöð að ræða
eins og í Noregi heldur um mörg
hundruð, ef öll skip, sem veiðar
stunda á umræddu svæði, vildu
kosta kapps um að gjöra þetta.
Þess skal getið, að í byrjun
nóvembermánaðar dvaldi und-
irritaður í Færeyjum fáeina
daga og átti tal við nokkra út-
gerðarmenn og aðra mikils-
metna menn þa'r. Skýrði þeim
frá þessari hugmynd og jafn-
framt hvatti þá til að vinna að
Samtökum meðal fiskimanna,
er stunduðu aflabrögð við ís-
land á vetrarvertíð, til fram-
kvæmda á slíkum tilraunum.
Þeir kváðust munu styðja mál-
ið og ekki skerast úr leik, eí
íslendingar tækju að sjer frum-
kvæði á framk * jmdum þess-
ara nýjunga.
Æskilegt væri, að íslenskir
fiskimenn yrðu samtaka um að
gjöra tilraunir í þessa átt þegar
á næstu vetrarvertíð og að jafn-
framt verði unnið að því að fá
útlenda fiskimenn til að gera
hið sama.
Minnumst þess, að fornar
sagnir herma, að í landnámstíð
hafi landið verið ,,viði vaxið
milli fjalls og fjöru“ og „hver
fjörður fullur af fiski“. Skóg-
urinn er löngu eyddur og fisk-
urinn fer óðum þverrandi. Með
einbeittni og samtökum hefur
loks tekist að hefja ræktun á
nýjum skógi. En skyldi ekki ein
lægur vilji og samvinna geta
haft jafn heillarík áhrif hvað
snertir ræktun á fiskinum?
Matth. Þórðarson.
rp
Galdra Loftur"
leikinn í Húsavík
HÚSAVÍK, 2. des.: — í gær,
1. des., hafði Leikfjelag Húsa-
víkur frumsýningu á sjónleikn
um „Galdra Loftur“, eftir Jó-
hann Sigurjónsson.
í forspjalli, sem Helgi Hálf-
dánarson, lyfsali, flutti fyrir
leiknum, gat hann þess m. a
að leikrit þeta hefði fjelagið
valið sem hátíðaleikrit í tilefni
20 ára afmælis Leikfjelags
Húsavíkur og 50 ára afmælis
leikstarfsemi á Húsavík og 70
ára afmælis Jóhanns Sigurjón
sonar, en það er á næsta ári.
Aðalhlutverk leiksins eru
leikin af þessum: Galdra Loft-
ur, Sigurður Hallmarsson,
Steinunn, frú Aðalbjörg Jóns-
dóttir, Dísa, Herdís Birgisdótt-
ir, Ólafur, Njáll B. Bjarnason,
Ráðsmaðurinn, Einar M. Jó-
hannesson, Biskupinn, Friðþjóf
ur Pálsson og Biskupsfrúin frú
Sigríður Ingvarsdóttir.
Vel þykir farið með öll hlut-
verk leiksins, en sjerstaka at
hygli vekur leikur Aðalbjargar
í hlutverki Steinunnar og Sig-
urðar í Galdra Lofti. Aðalbjörg
er hjer þekt sem ágæt leikkona,
en Sigurður er ungur leikari,
og gefur það tilefni til að ætla
að hann búi yfir góðum leikara
hæfileikum.
Leikstjóri er Signrður Hall-
marsson. Leiktjáld cg Jeiksviðs
búnað hefir Jóhann Björnsson
sjeð um.
<ris!mann Guðmundsson skrifar um
BÖKMENINITIR
Loka sendiráði sínu
í Moskvu
LONDON, 6. des. — Forsætis-
ráðhe.rra Nýja Sjálands hefur
skýrt svo frá, að Nýsjálending-
ar hafi í hyggju að loka sendi-
ráði sinu í Moskvu.
Segir hann, að Bretar muni
framvegis gæta hagsmuna
þeirra í Sovjetríkjunum.
— Reuter.
„Dalalíf“. Eftir Guðrúnu
frá Lundi.
FJÓRÐA bindi þessarar miklu
skáldsögu er nú komið út •—
og kvað vera það síðasta? —
Sagan er orðin sextán hundruð
og tvær blaðsíður í Skírnisbroti.
En samt held jeg að þeir les-
endur sjeu teljandi, sem þykir
hún of löng. Að minnsta kosti
skyldi undirritaður lesa enn af
henni, með mestu ánægju, fjög
ur bindi í viðbót, væru þau
ekki lakari en hin, sem komin
eru. Þessi bók er nefnilega eitt
af mestu furðuverkunum í ís-
lenskum bókmenntum!
Bækur annarar íslenskrar
sveitakonu, Kristínar Sigfús-
dóttur, vöktu á sínum tíma, að
makJpgleikum, mikla athygli.
Og margt er líkt með skyld-
um. Jeg hefi alltaf dáðst að því
besta, sem eftir Kristínu ligg-
ur. „Sveitasögur“ hennar og
leikritið „Tengdamamma“ eru
bækur, sem enginn „mentaður"
rithöfundur þyrfti að skamm-
ast sín fyrir. Þá er „Gestir“
einnig merkileg bók. En Guð-
rún frá Lundi kemur heldur
ekki sem nein ölmusukona inn
á Helgafellið (Parnassos) ís-
lenska! Sussu nei, — hún hefir
gaukað að þjóð sinni stærstu og
skemmtilegustu og best skrif-
uðu þjóðlífssögu (folkelivsskil-
dring) sem út hefir komið á
þessari öld.
Verkið er í fjórum bindum,
og er heiti þeirra hvers um sig,
sem hjer segir:
I. Æskuleikir og ástir.
II. Alvara og sorgir.
III. Tæpar leiðir.
IV. Laun syndarinnar.
Sagan hefst á höfuðbólinu í
Hrútadal, Nautaflötum, um
1860. Þar hafa löngum búið
sveitarhöfðingjar og er svo enn.
Bóndinn heitir Jakob og er
hreppstjóri, — ókvæntur, þegar
sagan hefst, en vel rætist úr
því. Fær hann mikinn kvenn-
kost, Lísibet Helgadóttur,
prests á Felli. Það er stórkost-
leg kona, sem gerist athafna-
söm í sveitinni og ber ægis-
hjálm yfir allar húsmæður. •—
Lýsing hennar er með ágæt-
um, persónan sjerstæð, sterk
og lifandi. Minna ber á hrepp-
stjóranum, en þó heldur hann
sínu furðanlega, og er lýsing
hans einnig lífræn og góð. •—•
Brátt kemur og á vettvang að-
alpersóna allrar sögunnar, son-
ur þeirra hjóna og einkabarn,
Jón Jakobsson, síðar hrepps-
stjó^i. Hann er sá, sem allar
konur vilja eiga, en lauslyndur
nokkuð á pörtum og þó fastur
í rásinni, þegar því er að skifta.
Hefur tekki verið öllu betur lýst
kvennamanni í íslenskum bók-
mentum! Fjöldi annara per-
sóna kemur við sögu, — heil
sveit, full af lifandi fólki, og
auk þess kaupstaðurinn og
Ströndin. Skáldið þekkir per-
sónur sínar og kann þann gald
ur að láta lesandann sjá þær
og kynnast þeim líka.
í fyrsta bindinu koma fram
flestar persónur sögunnar og
örlagaþræðir þeirra eru festir í
vefinn. Auk þeirra, sem þegar
hafa verið nefnd, eru þarna'
börn úr nágrenninu, og hafa
þau einna helstu hlutverkin,
Þóra í Hvammi og Þórður í
selinu. Þóra er forkunnar vel
gerð persóna, Þórður síðri og
þó hvergi til hans kastað hönd-
unum. En önnur aðalpersóna
allrar sögunnar er Anna Frið-!
reksdóttir, uppeldissystir og
síðar kona Jóns Jakobssonar. —1
Henni er lýst af samúð og tals- j
verðum skilningi, — en einnig.
nokkurri lítilsvirðingu. Má vel
ráða af frásögninni, að höf.
hefir hálfgerða skömm á þessu
dekurbarni. En vel er hún gerð,
stórvel á köflum. Margar —
jafnvel flestar aukapersónurn-
ar eru vel gerðar, t.d. Elli á
Hóii; Helga kona hans; Borg-
hildur (prýðileg!); Björn íj
Hvammi; Anna Pjetursdóttir |
(leifturmynd); Fúsi, vinnumað,
ur í Hvammi; Sigurður, maður
Þóru; Siggi á Nautaflötum;
kjaftakindin Ketilríður og dótt-
ir hennar; Lína af ströndinni;
Doddi hálfviti — og m. fl. —
Þetta er heili heimur af fólki.
Frásagnargáfa höf. er stórkost-
leg, efninu eðlilega skift nið-
ur, umhverfislýsingar sæmi-
legar, málið víðast lifandi og
gott. Stílinn á höf. sjálf. En
efnismeðferðinni er nokkuð á-
bótavant. Höf. skortir listræna
þekkingu og þjálfun til að tak-
marka sig, hreinsa og fága,
sjálfsgagnrýni til að skilja
grómið frá gullinu og gefa þess-
ari yfirgripsmiklu skáldsýn það
form, er gert hefði hana að
listaverki á alþjóðlegan mæli-
kvarða. Þetta er þjóðlífssaga, —
en af allra bestu og skírustu
tegund, sem nálgast hinn mikla
skáldskap svo, að oft eru
mörkin lítt greinanleg! Og
fleira gott má um sögu þessa
segja. Hún er, meðal annars,
óhrekjandi dæmi um eðli og
grósku okkar gömlu sveita-
menningar. Og hún mun verða
lesin af mörgum óbornum kyn-
slóðum. Vafalaust mun hún
eiga sjer lengra líf fyrir hönd-
um í huga þjóðarinnar, en
margt það, sem gert er af meiri
kunnáttu og leikni. Jeg veit að
þeir eru margir, — og verða
fleiri, — sem taka undir þökk
mína til Guðrúnar frá Lundi.
fyrir þessa góðu bók.
„Á örlagastundu“. Eftir
Sigurd Hoel. — Þýðend-
ur L. Jóh. og J. Sig. —
Prentsmiðja Austurlands
„Möte ved milepelen", besta
bók Sigurd Hoel, er komin á
íslensku og ber að fagna því.
Saga þessi fjallar um efni, sem
er ákaflega mikilvægt á okkar
tímum: Hversvegoa gerast
menn kvíslingar? Ilvaða ástæð-
ur geta legið til þess, að menn
1 svíkja land sitt og þjóð og ger-
' ast handbendi erlends valds?
Svörin, sem bókin gefur, eru
mörg og skynsamleg, eins og
búast mátti við af jafn gáfuð-
| um og athugulum höfundi. •—
Þarna eru margar mannlýs-
ingar góðar og sálfræðilegar
rannsóknir, gerðar af mikilli
snild. Sagan er spennandi, frá-
bærilega vel byggð, allt fágað
til hins ýtrasta. Og hún er
norsk; — fáar bækur veita les-
andanum jafn djúpa innsýn í
norskt nútímalíf og þessi. Höf.
kann manna best tækni skáld-
sagnagerðar og er snillingur á
mál og stíl. Hann er ekki mjög
hugkvæmur, — ekki skapandi
skáld, — en skarpgáfaður og at
hugull gagnrýnandi, — á líf-
ið, sem bókmentirnar. Hann
hefir verið bókmentaráðunaut-
ur Norska Gyldendals og rit-
dóme.U fyrir blöð og tímarit um
tugi ára. Rjettsýnn og rjettlát-
ur er hann jafnan- og einnig í
þessari sögu sinni um kvísling-
ana. Hún er ekki aðeins sókn
á hendur þeim, heldur einnig
varnarskjal, — að svo miklu
leyti sem slíkt er hægt að
verja. Hún er rannsókn á mann
legu eðli og mannlegri villu,
gerð af meistarahöndum.
Þýðingin er skrambi góð, 'þótt
ekki náist hin tæra stílsnild og
málsmeðferð Sigurðar.
„Á örlagastundu" vakti g;eysi
mikla athygli á Norðurlöndum
og víðar, þegar hún kom út.
Hefir hún verið allmikið þýdd
og hvarvetna hlotið hinar glæsi
legustu móttökur.
„Frægar konur“. Eftir
Henry Thomas og Dana
Lee Thomas. — Magnús
Magnússon þýddi og
endursagði. — Prent-
smiðja Austurlands.
Þetta er einkar snotur bók.
í henni eru stuttar æfisögur
sextán frægra kvenna, frá ýms
um löndum og ýmsum tímum.
— Konurnar eru þessar:
Kleópatra, Theodora, Jó-
hanna af Arc, María Stúart,
Kristín Svíadrotting, Frú de
Maintenon, Charlotta Bronte,
George Eliot, Elisabet Barrett
Browning, Florence Nightin-
gale, Súsanna B. Anthpny,
Frances E. Willard, Katrín
Breshkovsky, Sara Bernhardt,
Ernestína Schuman-Heink^ og
Jane Adams.
Myndir af konunum f.yjgja
æfisögunum. Frásögnin er ljett
og leikandi, færð í skáldlegan
búning, en veitir talsverðan
fróðleik um þessar merku per-
sónur. Vitanlega er stiklað á
stóru, rúmsins vegna, og hvergi
djúpt kafað, en formið gott. —
Þótt efninu sje mjög þjappað
saman, eru því gerð furðu .góð
skil, víðast hvar, og sögurnar
allar skemmtilegar aflestrar.
Kanski er æfisaga Charlottu
Bronte best. — Bókin er hent-
ug til gjafa. — Um þýðinguna
er gott eitt að segja.
Kristmann Guðmundsson.
Alþjóðadómsfóllinn
FLUSHING MEADOW, 6. des.
— Allsherjarþing Sameinuðu
þjóðanna samþykkti í dag að
biðja alþjóðadómstólinn að
fella úrskurð um skyldur stjórn
arvaldanna í Suður Afríku
gagnvart verndargæslusvæðinu
í Suðvestur Afríku. — ReUter.
1