Morgunblaðið - 07.12.1949, Qupperneq 8
8
M O R f. f/ * B !, 4 Ð I tí
Miðvikudagur 7. des. 1949.
'1
Utg.? H.f. Arvakur, Eeykjavfik
»5 Pramkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
A.uglýsingar ■ Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla*
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskrlftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlanda,
kr. 15.00 utanlands.
t iausasolu (0 aura cintakiS, 71 aura mc8 Lcsbéft,
Ný ríkisstjórn
HIN NÝJA ríkisstjórn hefur nú tekið við völdum. Að henni
stendur, eins og áður er sagt, Sjálfstæðisflokkurinn einn.
Við valdatöku hennar lýstu formenn hinna flokkanna því
yfir að þeir veittu henni hvorki hlutleysi nje stuðning. Koma
þær yfirlýsingar heldur engum á óvart.
Það, sem gerst hefur með þessari stjórnarmyndun er það,
að þegar þrautreynt þótti að ekki væri unnt að mynda
meirihlutastjórn á Alþingi, þá fól forseti íslands stærsta
iJokknum að mynda minnihlutastjórn. Sjálfstæðisflokkur-
inn vildi ekki skorast undan þeirri áskorun þjóðhöfðingjans.
Sem langsamlega stærsta og þróttmesta flokki þjóðarinnar
bar honum að takast þennan vanda á hendur.
í ræðu þeirri, er Ólafur Thors forsætisráðherra flutti á
Alþingi í gær ræddi hann nokkuð úrsht kosninganna og
þýðingu þeirra fyrir stjórnmálaástandið í landinu. Enginn
einn flokkur hefði fengið meirihluta á Alþingi. Það hefði
þess vegna verið skoðun Sjálfstæðisflokksins að nauðsyn
bæri til sem víðtækasts samstarfs lýðræðisflokkanna. Að
því hefði hann unnið í tilraunum þeim, sem fram hefðu
Jarið undanfarið til myndunar meirihlutastjórnar. En þær
hefðu ekki borið árangur. Þess vegna tæki þessi stjórn nú
við völdum.
í lok ræðu sinnar kvað forsætisráðherra þá skoðun Sjálf-
stæðisflokksins óbreytta að úr því að honum hefði ekki
verið veittur þinglegur meirihluti við kosningarnar, þá væri
farsælast að koma á sem víðtækustu asmstarfi áðurgreindra
flokka um stjórn landsins og löggjöf. „Að þessu mun stjórn-
in vinna, og sjálfur finn jeg ástæðu til að taka það sjerstak-
lega fram, að slíkt samstarf er á engan hátt háð forsæti
rnínu eða þátttöku í væntanlegri ríkisstjórn,“ sagði Ólafur
Thors um leið og hann lauk máli sínu.
Um stefnu og starfsháttu ríkisstjórnarinnar lýsti forsætis-
ráðherra því yfir, að hún myndi meðan hún fer með völd,
leitast við að leysa þann vanda, sem þjóðin nú stæði gagn-
vart, með þeirri samvinnu við þingið, sem kostur væri á
Það mál, sem nú þarínaðist skjótastrar úrlausnar væru ráð-
stafanir er kæmu í veg fyrir að útgerðin stöðvaðist um
næstu áramót. En síðan árið 1946 hefði þurft að leysa þann
vanda útgerðarinnar með löggjöf. Sjálfstæðisflokkurinn hefði
lýst því yfir að hann teJdi þau úrræði ekki vera til fram-
búðar. Því væri einnig þannig varið að þótt menn greindi
á um frambúðarlausn þessara mála, væru þó flestir sam-
mála um að úrlausn íengist ekki nema gerðar væru margar
samfelldar ráðstafanir, sem þörfnuðust verulegs undirbún-
ings og yrðu ekki framkvæmdar án nokkurs aðdraganda.
Til bráðabirgða yrði því sennilega að fara í þeim ‘troðnar
slóðir nú um áramótin jafnframt því sem þegar yrði að
hefja undirbúning varanlegrar lausnar. Greiðsluhallalaus
íjárlög væri sú ráðstöfun, sem fyrst yrði að tryggja.
Um málefnaflutning stjórnarinnar komst forsætisráð-
herra þannig að orði:
„Svo sem afstöðu ríkisstjórnarinnar til Alþíngis er hátt-
að, telur hún á þessu stigi að öðru leyti ekki ástæðu
til að fjölyrða um fyrirætlanir sínar. Þær munu koma
fram í málum þeim, er ríkisstjórnin leggur fyrir Alþingi
og daglegum . stjórnarháttum, og gefst Alþingi þá að
sjálfsögðu færi á að kveða á um traust sitt eða van-
traust á stjórninni."
Hin nýja ríkisstjórn tekur við á erfiðum og viðsjálum
timum. Við atvinnulífi landsmanna blasa nú meiri erfiðleikar
en nokkru sinni fyrr. Það er óhætt að fullyrða að þjóðin
ætlast til þess af Alþingi að það, eða a. m. k. lýðræðisflokk-
srnir, taki ábyrga afstöðu til þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur tekið að sjer forystu um lausn vandamálanna. En
ábyrgðin hvíhr ekki aðeins á honum, heldur öllum þjóð-
hollum öflum innan Alþingis. Hann hefur myndað ríkis-
stjórn, sem skipuð er traustum mönnum með víðtæka þekk-
ingu á atvinnulífi landsmanna til lands og sjávar. Meðan
ekki tekst myndun meirihlutastjórnar er það krafa þjóðar-
innar að samvinna takist milli hinnar nýju ríkisstjórnar og
lýðræðisaflanna á þingi um lausn aðsteðjandi yandamála.
Sleðarnir eru háski
SLEÐAR barnanna á götunni
en mesti háski. — Þetta er
háski, sem er jafn gam-
all umferðinni í bænum og jafn
slæmur nú og þegar Þorvald-
ur pólití, Ólafur og Páll eltu
krakkana á röndum og tóku af
þeim sleðana, en börnin stóðu
organdi eftir, þegar þau voru
ekki nógu fljót að forða sjer
undan þessum „óvinum“ sínum.
Hin síðari árin hafa bæjar-
yfirvöldin tekið upp þann góða
sið að loka nokkrum götum fyr
ir bílaumferð til þess, að börn-
in gætu leikið sjer þar og verið
örugg. Vafalaust verður sami
háttur tekin upp í vetur.
•
Tillaga um sleðagötu
í ÞVÍ sambandi vildi jeg benda
á eina götu í viðbót, sem væri
heppileg sleðagata, en það er
efri hluti Flókagötu, milli
Rauðarárstígs og Lönguhlíðar.
Ekki er byggt nema öðru meg-
in við þessa götu, autt tún á
aðra hönd. Þarna leika börn
sjer með sleða í leyfi, eða óleyfi
og umferðin er ekki það mikil
um götuna, að ekki mætti loka
henni yfir vetrarmánuðina,
eins og gert hefir verið víðar í
bænum, þar sem sleðafæri er
gott. „
Væri þessi tillaga tekin til at-
hugunar myndi það gleðja mörg
börn og auka á öryggi.
•
Um símaafnot
PISTILL hefir borist frá S. um
símaafnot og venjur, eða óvana
í þeim efnum. Brjefið er á þessa
leið:
„Það mun all-títt, að menn
gangi í hús til kunningja sinna,
til þess ' að biðja um afnot
af síma til að hringja, t.d.
í bíl, og þarf þá oft að
hringja upp hverja bílstöðina
af a _'.arri, eða að menn komi
til nágranna eða húsráðanda og
biðji hins sama. Stundum er
boðin borgun, stundum ekki. —
Oftast mun það þykja smámuna
semi, að borgun sje þegin. Mun
og mörgum símanotendum ekki
þykja það samboðið rausn sinni
að þiggja borgun, þótt boðin
sje.
•
Símagjöld
fara eftir notkun
MAPGIR munu álíta að fvrst
haldinn sje sími, hvort eð er,
kosti hann jafnt, hvort sem
hann er notaður meira eða
minna. Þessu er samt ekki svo
farið. Hinu fasta símnotaejaldi
fylgir tiltekin tala símnota, og
fram yfir þá tölu munu flestir
símanotendur fara. Umfram-
símtöl eru greidd sierstaklega.
Mun það nema fast að 20
aunim fvrir hvert símtalr og
með tilliti til fastagjaldsim
kostar hvert símtal vart minna
en 25 aura.
•
Eins og að biðja um
ölmusu
„AÐ BIÐJA um símtal er því
likt því að beðið sje að gefa
sjer u. þ. b. 25 aura, líkt og
þegai]_ börn stundum biðja að
gefa sjer aura fyrir strætis-
fari. Þetta getur numið nokkr-
um tugum króna á mánuði á
simnotagjaldi, þar sem mikið
er um slíkar beiðnir.
Einfalt mál væri það fyrir þá,
sem biðja um að fá lánaðan
síma, að greiða óumtalað t. d.
25 aura, á símborðið eða síma-
tækið fyrir hvert símtal, þá los
ast hann við að koma fram eins
og barnið, sem biður um aura
fyrir strætisvagnsfari, og sá,
sem, símann lánar, losast við
greiðslu fyrir sjer óviðkomandi
menn“.
•
Enn vantar
almenningssíma
ÞETTA er að sjálfsögðu hár-
rjett hiá briofr-ito'-n En ekki
þurfa þeir, sem síma hafa, að
vera feimnir- ð krefjast
gjalds f.yrir símaafnot, þ^gar
þej,; sem lána síma eru slíkir
dónar að bjóða það ekki.
En þessar hugleiðinvar minna
á annað, sem oft hefir verið
kvartað undan, en það er, að
ekki eru nægianleva margir al-
mer,ningssímar hineað og þang
að í bænum.
Því hefir verið borið við. að
ekkí væri hæet að hafa síma
í friði fyrir skemmdarvörgum,
sem rífi og tæti oe ^roti klám-
yrði á veggi þeirra fáu almrnn
ings-símklefa, sem eru í bæn-
um.
T>Ifmnnn1«*<?ast
Úthverfnnum
TILFINNANT.FGART er al-
menninessímaleysið í úthverf-
um bæjarins.
Það er lanet að fara til að ná
í bíl sunnan úr Kónavogi, eða
innan úr Klennshol+i hótt nokk
uð hafi úr ræst. moð leigubíla-
stöðvunum. sem .set+nv hafa ver
ið unp á nokkrum stöðum. En
stundum burfa monn að ná til
læknis, eða eiva «Hndi við
menn í öðrum b’»iarhlutum,
sem hæet værí sð nfgreiða á
fljótan ocr nuðvnlönn hátt með
símasamtali.
Enn eirm sinni o" kví skorað
á bæjarslmnnn »ð voma T1pp
fleiri atmpnnin"ssimaklefum,
einkum í ú+hv°rf-<m bæjarins.
Það mvnHi mar,oum mörg
soorin o« bnim o^m Ríma hafa
átroðning og úteiöld.
B ....................................................................................................
| MEÐAL ANNARA ORÐA
■ •I tllllllllllllllllllllUllimiKMIIIMtlftlMMMaaMIMAJXllliilMllllllllllllllllltlllliliot. UHIIIIII —I
Breskar vörur hækka í verði í Danmð'1"
Eftir frjettaritara Reuters.
KAUPMANNAHÖFN: — Svo
kann að fara, að Danmörk verði
að stöðva greiðslur á þeim við-
skjptaskuldum, er landið er i
við Bretland vegna hækkaðs
vöruverðs þaðan, en sú hækkun
stafar af gengisfellingunni.
• •
250.000.000 KR.
AUKNING
NÝLEGA hefir verið gefið út
álit um áhrif verðfellingar
pundsins á fjárhag Danmerkur,
og er í því komist að þessari
niðurstöðu. Að álitsgerðinni
hafa unnið menn úr ýmsum iðn
greinum Danmerkur. í henni
er skýrt svo frá, að hækkað
verð á vörum frá Bretlandi eft
ir gengisfellinguna feli það í
sjer, að á næsta ári verði sama
vörumagn og keypt er á þessu
ári 250 milj. kr. dýrara.
Sú aukning, sem ráðgerð hef
ir vérið á útflutningi danskra
landbúnaðarvara til Bretlands
á næsta ári, mun nema um
300,000,000 króna. Hækkað
verðlag í Bretlandi mun hjer
um bil gleypa þessa upphæð.
• •
SÝNDAR ÝMSAR
HÆKKANIR
í ÁLITSGERÐINNI er því
spáð, að sterlingspund muni
verða frekar fágætur gjaldeyr-
ir í Danmörku. Tilfserðar eru
ýmsar hækkanír á innfluttum
vörum, sem orðið hafa vegna
lækkunar gengisins:
Málmar: tin. konar, nikkel
hafa hækkað um 20, 21, 30 og
37 af hundraði. Silfur um 44
af hundraði.
Húðir, leður otr skinn hafa
hækkað um 15, 20 og 25 af
hundraði.
Togleður hefir hækkað um
20% og ýmis litarefni um 40
til 45 af hundraði.
Steinolía hefir hækkað um
40%. hráolía um 40 til 50 af
hundraði og smurolíur um 21%
Óunnin ull hefir hækkað um
25%, egypsk baðmull um 22%.,
baðmullargarn um 20%, ullar-
garn um 12%. Svo mætti lengi
telja.,
• •
HÆKKA DANIR
LANDBÚNAÐAR-
VÖRURNAR?
SÚ er hyggja kaupsýslumanna
í Danmörku, að ekki sje um
annað að ræða en biðja Breta
að greiða hærra verð fyrir
danskar landbúnaðarvörur, sem
fluttar eru til Bretlands.
Jeg átti á dögunum tal við
starfsmann einn í danska land-
búnaðairáðuneytinu. — Þegar
jeg spurði hann um fyrirætl-
anir Dana í verðlagsmálunum,
svaraði hann því til, að úr því
að Bretar gæti hækkað verð á
kolum til Skandinavíu, þá væri
ekki nema sanngjarnt, að Dan-
ir gerðu hliðstæðar ráðstafanir.
c \ MWINgUM
TPTJr-CfT H n
TALIÐ p>' °',c þessi um
verðlag ’~',mi +.’-""gja fylgi
hverri ‘’+’^rnarinnar
til að fp b~”"'q irnr-* í Bretlandi.
Nvlega +órii frqm samninga-
umleitanir um vorslunarmál
milli Dana ov Bre+a. Lauk þeim
hinn 21. oVt s.l með því að
þeim var fr-oc+aA bar til síðar,
vegna ..örir<rijislpw<?í«! í gjaldeyr-
ismálum“.
Gert pr ráð fvrir. að samn-
ingar ho+bct að n’’’’i kringum
áramótin.
Hafa hörfað að
landamærum
Indo Kína
PARÍS, 6. des. — Franska
stjórnin hefir neitað að verða
við þeirri beiðni kínverskra
þjóðernissinna, að þær hersveit
ir þeirra, sem hörfað hafa und
an að landamærum Indo Kína,
fái að leita sjer hælis innan
landamæranna.
Frakklandsstjórn hefur boð-
að, að þeir hermenn er hörfi
inn í Indo Kína, verði afvopn-
aðir og kyrrsettir, í samræmi
við alþjóðalög. — Reuter.