Morgunblaðið - 11.12.1949, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 11. des. 1949.
itörf Landsembands ísl. útvegsmanna 1949
ÞEGA& Landssamband ís-
lenslíra útvegsmanna var stofn
að fyrir rúmum tíu árum síð-
an, ' var ástæðan fyrst og'
frerrílt sú, að útvegsmenn
voru* búnir að gera sjer það
Ijóst, hvar þeir voru staddir,
Þverfiig aðstaða þeirra var í
Þjóðfjeiaginu, hvað framund-
an r.Jæri og loks hvernig best
«iætfi vinna að hag og örvggi
sjávarútvegsins, samtímis því
að :"kapa sjer þá brjóstvörn,
sem gæti hrundið ásökunum
og ágengni í garð þessa atvinnu
vegar þjóðarinnar.
Sjavarútvegurinn í iandinu
liafði þá um margra ára skeið
toúið við mjög kröpp kjör. —
Kreppuárin reirðu sultarólina
að útvegsmönnum og sjómönn
um og flestir þeir, er fengust
við útgerð fiskiskipa eða hag-
riýtingu sjávarafurða, urðu fyr
ir' óv'erðskulduðu aðkasti og á-
rásufo. Margir gerðu sjer hins-
vegai ekki ljóst, hver þáttur
RÍávai útvegurinn var í lífsaf-
fcoiriu þjóðarinnar, bæði fjár-
Þagslega og menningarlega, en
útvégsmenn almennt stóðu illa
að vígi til þess að bera hönd
fyrir höfuð sjer og hr.ynda af
sjer áburðinum. Þeir voru
tvísfcraðir og skorti afl sam-
starfsins og samtakanna, til að
slá skjaldborg um hagsmuna-
mál sín og þjóðarinnar um leið.
Er, baráttan við erfiðleikana
Þafði opnað augu þeirra. Þeir
skvn' 'ðu sinn vitjunartíma og
tóku höndum saman, stórir sem
smáir, og baráttan var hafin
með samtakamætti og sóknar-
vi.lja til bættrar afkomu og lífs
öryggis. Þeir tileinkuðu sjer
Þina fjelagslegu þróun sem átt
tiáfði ,yjer stað með þjóðinni, og
skipuðu sjer á bekk með öðr-
um stjettafSamtökum þjóðfje-
lagsins.
Jeg geri ráð fyrir að fáum
Þafi þótt það stórt eða merki-
iegí spor, sem stigið var með
stöfnun heildarsamtaka útvegs
manna. Hinir mur.u þó hafa
verið allmargir, er sáu, hvert
stefndi og hvað verða mundi,
ef-giftusamlega tækist um sig-
ur á byrjunarörðugleikunum.
Jeg h’ygg að flestir muni
mjer sammála, að eins og það
Vár nauðsynlegt 1939 að útvegs
niertn gerðu sjer fulla grein
fýrir þvl, hvar þeir og atvinnu
vegur þeirra var á vegi stadd-
úr, og hvaða átök gera þurfti
til bjargar, sje engu minni þörf
fyrír þá i dag að horfast í augu
við staðreyndirnar, gera upp við
sig daémið.
I dag úylst tæplega nokkrum
hugsmdj þjóðfjelagsþegni, að
afkoma þjóðarinnar stendur og
fellur með því, að sjávarútveg
inurti sjé gert kleyft að rækja
hið þýðingarmikla hlutverk
sítt í þjóðfjelaginu þannig, að
ftillkomið öryggisleysi og fjár-
hagslegir örðugleikar vofi ekki
r. Því meiri þörf er
að rjettilega sje á mál-
tekið á þeim grundvelli
fremst, að skapa fjár-
örvggi fyrir þennan
mikla atvinnuveg.
í dag:
Gg ef rúð nú reynum að horf
ust í augu við stað
lar, vakna óhjákvæmi
l‘fega þessar spurningar:
Hvernig er ástatt fyrir sjávar
útveglnum í dag? Hvaða mögu-
leikir eru fyrir hendi um út-
ffer'ð' '-lenskrá fiskiskipa9 Og
Ink- Hvaða leiðir eru færar
til þessi-að: skapa viðunandi
Rtarf.5grundvöll fyrír sjávarút-
veginun;?/',o;:, -v :
af þessu er auðsvarað
strax, en
Korlur í útvegsmálum þjóðarinnar
Alyktanir til úrbóta og skylda
þjóðarinnar gagnvart útvegnum
Erindi formanns Landssambandsins
Sverris Júlíussonar lil aðalfundar.
«#agl :ga :
á þv i,
tínun fl fcír.
fvt : og
h’agoi Legfc
Þvðii igari
Ástai radið
Gg ef i
ast h Lpu
reyii'
Sverrir Júlíusson.
færinga verður erfiðara að fást,
eða að minnsta kosti að ná sam
komulagi um. og mun jeg síð-
ar víkja ítarlega að þeim við-
fangsefnum.
En ástandið í útvegsmálum
þjóðárinnar er í stuttu
máli þannig, að rekstrargrund-
völlur fyrir útgerð íslenskra
fiskiskipa er ekki fyrir hendi
miðað við tilkostnað og verð af
urðanna og fullkomið öryggis-
leysi ríkir í þeim málum, enda
hefur útgerðinni á undanförn-
um árum verið ítt af stað með
óvenjulegum aðgerðum.
Það er mjög alvarlegt að svo
skuli vera komið fyrir fiskiveið
um íslendinga, þjóð, sem frá
öndverðu hefur lifað á fiskveið
um og Vegna legu landsins átt
að miklu leyti lífsafkomu sína
undir því, sem aflast hefur úr
skeuti Ægis.
Árið 1949 er fimmta árið í
röð, sem síldveiðarnar hafa
brugðist fyrir Norðurlandi og
allur vjelbátaflotinn því flak-
andi í skuldasárum af þeirri á-
stæðu einni. Auk þess hefur
ekki fengist bað verð fyrir aðr
ar framleiðsluvörur sjávarút-
vegsins, sem nemur fram-
leiðslukostnaði þeirra, og því
aðeins beir vjelbátar einir kom
ist klakklaust yfir vetrarvertíð
irnar, sem flutt hafa alveg ó-
venjulegan afla á land. Flest-
ir hinna eidri togara, sem fyr-
ir fáum árum fluttu í. þjóðar-
búið geysileg auðæfi, liggja nú
bundnir við festar og vitað er,
að hinir afkastamiklu nýsköp-
unartogarar, hin glæsilegustu
fiskiveiðiskip, berjast í bökk-
um eða eru reknir með f járhags
legu tapi. Fiskflutningaskipin
„eru úr leik“ og geta ekki flutt
ísaðan bátafisk úr verstöðvun-
um á erlendan markað, og þau
því alls ekki starfrækt nema
yfir síldveiðitímann.
Skuldirnar hafa hlaðist jafnt
og þjett á fiskiskipaflotann hin
síðari árin. Útgerðarkostnaður
skipanna hefur sífellt farið
vaxandi á sama tínia sem verð
afurðanna í mörgum greinum
hefur faiúð lækkandi á erlend-
um markaði. v
Þetta er myndin, sem blasir
yi& okkur útyegsmöanuna í dag,
um leiðirnar til lag- staoreyndir, sem ekki þyðir að
mótmæla, sannindi, sem ekki
er hægt að skjóta sjer undan —
ig þó er hjer ekki um að ræða
aeitt einkamál mitt eða þitt —
heldur hagsmunamál allrar
bjóðarinnar.
Og á sama tíma, sem við
horfumst í augu við þessar stað
reyndir, er rjett að minnast
þess, að síðan ófriðnum lauk,
hefur fiskiskipafloti lands-
manna margfaldast að því er
töluna snertir en munurinn þó
miklu meiri, þeg'ar míðað er
við afköst og burðarmagn.
Jeg gat þess í upphafi máls
míns, hvað knúið hefði útvegs-
menn til samtaka, hvernig þeir
þá hefðu gert sjer ljóst, hvar
þeir voru staddir, og hve nauð-
synlegt væri fyrir okkur að
gera slíkt hið sama í dag.
Það getur því verið næsta
fróðlegt, að renna huganum aft
ur í tímann um 10 ár. En þá
sjest að svipuð viðfangsefni
voru og útvegsmenn bentu á
sömu leiðir til úrlausnar og
þeir gera í dag.
Hvorugt árið er fáanlegt það
verð fyrir afurðirnar, er nem-
ur eða nam framleiðslukostnaði.
Bæði árin er um aflabrest að
ræða, og versnandi útlit um
sölu afurðanna.
Bæði árin ríkir óvissa um
starfsrækslu fiskiskipaflotans.
Bæði árin er rjettlát gengis-
skráning krónunnar ofarlega í
hugum manna.
Samtökin:
En hvernig standa þá útvegs
menn að vígi nú, til að mæta
vandanum, miðað við aðstöðu
þeirra fyrr? Eru þeir betur sett
ir og betur við því búnir að
geta ráðið fram úr örðugleik-
unum nú en þá?
Ef dæma má eftir þeirri
reynslu, sem fengist befur í
starfi heildarsamtaka iitvegs-
manna og því, sem áunnist hef-
ur í hagsmunabaráttunni fyrir
útveginum á undanförnum ár-
um, verður að draga þá álykt-
un, að fjelagslega sjeð standi
útvegsmenn mun betur að vígi
en fyrir 10 árum.
Útvegsmenn verða því að
terysta á sjálfa sig og samtaka-
mátt sinn á grundvelli rjett-
lætis og fullkominnar dóm-
greindar, og vænta fulls skiln-
ings hjá þjóðinni.
Með þessi sjónarmið fyrir
augum og sem grundvöll, hef-
ur því stjórn Landssambands-
ins tekið mál þau til meðferð-
ar, sem henni voru falin á síð-
asta aðalfundi og mun jeg nú
víkja nánar að árangri þeim,
sem náðst hefur í þeirri bar-
áttu.
Samkomulag við ríkisstjórnina
Því var það að strax að af-
lok-num aðalfundi Landssam-
bandsins.í fyrra, hóf stjórn
sambandsins, ásamt verðlags-
ráði sjávarútvegsins sleitulausa
baráttu til þess að tryggja það,
að vjelbátaflotinn gæti hafið
starfsemi sína á vetrarvertíð.
Var einskis iátið ófrestað til að
fá . yiíjurkenjid hjá ríkisstpórn
og Álþingi’ þau sjónarmið um
útgerðarkostnað og afurðaverð,
sem aðalfundurinn í október
1948 samþykkti sem grundvall
arskilyrði fyrir því, að útgerð
gæti hafist, og fóru fram sam-
felldar viðræður á milli full-
trúa útvegsmanna. fyrrgreindra
aðila og sjávarútvegsnefnda
Alþingis, áður en lögin um dýr
tíðarráðstafanir vegna atvinnu-
veganna o. fl. voru samþykkt
af Alþingi.
Jafnvel þó að þessir aðilar
tækju á málum útvegsins með
skilningi, gátu stjórn sambands
ins og verðlagsráðið ekki unað
við úrlausn þá, sem fjekkst í
fyrrgreindum lögum, enda var
þá á því stigi málsins, ýms at-
riði laganna mjög óljós og ó-
trygg. að því er framkvæmdina
snertir. Ákvað því stjórn Lands
sambandsstjórnin að boða til
fulltrúaráðsfundar hinn 9 jan.
síðastliðinn, eins og og aðal
fundurinn hafði falið henni, og
gefa þannig útvegsmönnum
sjálfum tækifæri til þess að á-
kveða endanlega hvað gera
skyldi.
Jeg tel ekki ástæðu til að
rekja allan gang þessara mála
nánar, en gert var á fulltrúa-
ráðsfundinum, enda útvegs-
mönnum það væntanlega í
fersku minni en tel þó í'jett að
minna á samkomulag það, er
þá náðist við ríkisstjórnina, til
þess að tryggja útgerð vjelbáta
flotans, en það var svohljóð-
andi:
1. Að allsherjarsamták út-
vegsmanna vinni að því, að
gerðar verði allar hugsan-
legar ráðstafanir til að
skapa heilbrigðan og raun-
hæfan starfsgrundvöll fyrir
sjávarútveginn í framtíð-
inni, enda njóti þau í þeim
efnum fyllsta stuðnings rík-
isstjórnar og Alþingis.
2. Að lög um afla- og hluta-
tryggingarsjóð bátaútvegs-
ins verði nú þegar sam-
þykkt á Alþingi, þegar það
kemur saman aftur til
starfa og bótagreiðslur úr
sjóðnum látnar gilda fyrir
árið 1949.
3. Að 5 milljónir króna, sem
lögin um dýrtíðarráðstafan-
ir vegna atvinnuveganna og
fleira ráðgera að verði var-
ið til að lækka kostnað við
framleiðslu sjávarafurða,
renni til niðurgreiðslu
þeirra kostnaðarliða við
vjelbátaflotann sem i'itgerð
in ein hefur greitt (hjer er
átt við fiskiskip á þorsk-
veiðum).
4. Að útvegsmönnum verði
heimilað að ráðstafa gjald-
eyri fyrir útflutt hrogn á
sama hátt og var á síðasta
ári, og að hið sama verði
látið gilda um eftirtaldar út-
flutningsvörur:
1. Söltuð og reykt Faxa-
síld
2. Fryst Faxasíld
3. Smásíld
4. Gellur
5. Kinnfiskur
6. Sundmagi
7. Hákarls og háfskrápur
8. Hákarls- og háflýsi
9. Allskonar fiskroð
10. Reyktur fiskur
11. Grálúða viches megrim
i , ; frystur háfur, , enda
verði heimiluð álagning
á vörur þær, er keyptar
verði fyrir gjaldeyri
þennan, er nemi mis-
muninum á viðurkenndu
framleiðsluverði hverrar
vörutegundar og raun-
verulegu söluverði.
5. Að rekstursafkoma Hrað-
frystihúsanna verði bætt
með greiðslu geymslugjalds.
6. Að ríkissjóður greiði rýrn-
un á saltfiski og geymslu-
gjald á sama hátt og af
freðfiski, er nánar verði á-
kveðið í reglugerð í samráði
við Landssambands ísl. út-
vegsmanna og Sölusamband
ísl. fiskframleiðenda“.
í framhaldi af þessu tel jeg
nauðsynlegt og rjett að tilfæra
eftirfarandi bókun úr fundar-
gerð fulltrúaráðsfundarins frá
11. janúar, um skilaboð þau,
er jeg flutti fundinum ásamt
meðnefndarmönnum mínum,
sem fundurinn hafði falið að
ræða mál þessi við ríkisstjórn-
ina en þau voru þessi:
1. Ríkisstjórnin lofaði að frum
varp um afla- og hluta-
tryggingarsjóð skyldi verða
afgreitt á yfirstandandi Al-
þingi og að sjóðurinn yrðj
starfræktur árið 1949.
2. Ríkisstjórnin lofaði einnig,
að 5 milljóna króna styrk-
urinn renni eingöngu til
niðurgreiðslu ákveðinna út-
gjaldaliða vjelbáta á þorsk-
veiðum, en nánari reglur og
framkvæmd óákveðin.
3. Ríkisstjórnin lofaði frílist-
anum, að undanskildum
niðursuðuvörum.
Um þetta atriði gerði ríkis-
stjórnin svohljóðandi sam-
þykkt:
„Ríkisstjórnin vill í aðalat-
riðum fallast á að ittvegsmönn
um .verði heimilað að ráðstafa
gjaldeyri fyrir þá upptöldu smá
vöruflokka í 4. grein samkomu
lagsins og eftir því sem um ræð
ir í niðurlagi sömu greinar, allt
eftir nánara samkomulagi á
milli ríkisstjórnarinnar og út-
vegsmanna um framkvæmd-
ina“.
4. Ríkisstjórnin lofaði að þeir
útvegsmenn skyldu fá sams
konar aðstoð, sem þegar
höfðu leýst sjóveð af bát-
um sínum og hinir, sem enn
þá hefðu þau áhvílandi, en
þeir gengju þó fvrir.
5. Ríkisstjórnin lofaði aðstoð
til Hraðfrystihúsa, með
greiðslu á gevmslugjaldi,
allt að 2 milljónum króna,
en ef skilríki sýndu slæma
afkomu yrði sá styrkur
hækkaður upp í allt að 3,3
milljónir króna.
Ríkisstjórnin lofaði að bæta
saltfisk í gegnum rýrnun og
geymslugiald eftir sömu regl-
um og freðfiski.
Ríkisstjórnin lofaði að taka
til athugunar og leiðrjettingar
hve mikið af nýjum fiski bæri
að reikna í hvert tcnn af salt-
fiski.
Þetta var það, sem loforð
fengust fyrir, en margt fleira
var rætt á fundi útvegsmanna
og ríkisstjórnarinnar, svo sem
vátryggingar, frestur á ið-
gjaldagreiðslum, hækkun á 6
milljóna króna styrknum upp x
10—12 milljónir króna og
margt fleira, en um þessi at-
riði voru engin endanleg loforð
gefin“.
Jeg hefi viljað taka þetta
fram og slá. því föstu, að frá
málum þessum var gengið svo
örugglega sem framast var
unnt af hendi stjórnar Lands-
sambandsins og verðiagsráði
sjávarútvegsins, Því verður
Frh. á bls. 3.