Morgunblaðið - 11.12.1949, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 11. des.1 1949.
KOIMUR OG ILMVÖTN
VIÐ HUGSUM sjaldan um
uppruna ilmvatnsins eða hvern
ig það hefir verið búið til, þeg-
ar við setjum einn dropa af
4711 eða Yardley Orchids bak
við eyrað.
Flestar konur geta ekki
lifað án ilmvatns og notk-
un vellyktandi lyfja er jafn-
gömul konunni sjálfri, en upp-
runi þeirra er hulinn myrkri.
Jafnvel orðið parfyme er leitt
af hinu latneska per funum,
sem þýðir: gegnum reykinn.
Fyrsta mynd ilmvatns hefir að
öllum líkindum verið sú. að vel
lyktandi efni hafa verið brend,
líkt og> reykelsi, sem notað var
í hofunum, guðunum til heið-
urs. Hofin voru troðfull af
fólki, sem hugsaði ekki mjög
mikið um líkamlegt hreinlæti,
svo að brennsla reykelsis hlýt-
ur að hafa verið blátt áfram
nauðsynleg.
Elsta ilmvatnsuppskrift, sem
menn þekkja, er 1 Biblíunni, í
2. Móse-bók, 30. kafla:
„Og Herrann sagði við Móses:
Tak þjer ilmjurtir, ópóbalsam
marnögl, qalbankvoðu, þessar
ilmjurtir ásamt hreinni reyk-
elsiskvoðu. Skal vera jafnt af
hverju.“
llmvötn voru álitin
guðdómleg.
Þessi tilvitnun bendir á það,
að reykelsi hafi verið álitið
eitthvað guðdómlegt, og í hof-
unum hafa uppskriftirnar án
efa verið varðveittar, og ein-
ungis notaðar þar.
Enginn maður hafði leyfi til
að nota þær í einkaþágu sína,
og Móselögin höfðu strangar
refsingar við því, að þetta yrði
ekki brotið.
En það er skiljanlegt, að fólk
hafi ekki getað staðist freisting
una, að nota reykelsið í heima-
húsum, þegar það hafði fund-
ið íilminn í hofunum.
Hinir voldugu drottnendur
Egyptalands eru< þeir fyrstu,
sem menn vita með vissu, að
hafi haft ilmvatn til einkanotk-
unar. Fyrir nokkrum árum síð-
an var grafin upp borg og í
rústunum fannst herbergi, sem
eftir rúnunum, er þar voru
letraðar, hafði verið aðseturs-
staður stjórnanda með nafn-
inu: „Herra ilmvatnanna“.
Cleopatra drottning notaði
ilmvötn geysimikið. Sagan seg-
ir, að þegar hún sigldi yfir Mið-
jarðarhafið til ítalíu eftir skip-
uh elskhuga síns, Marcusar,
Antoniusar, til að tæla óvin
háns, Octavianus, hafi fólk
viíað um komu hennar mörg-
urta tímum áður, vegna hinnar
Óaðskiljanleg gegnum
allar aldir
sterku reykelsislyktar frá
skipinu. Og ilmurinn fannst
lengi á eftir í umhverfi Róma-
borgar.
Ilm blómanna
þarf að binda.
Ilmvatnssjerfræðingar ræða
mikið um það, hve fljótt vökv-
inn, sem er pressaður úr bíóm-
um, missir ilm sinn, og þetta
vandamál var einnig uppi á
teningunum fyrr á öldum. Það
er auðvelt að draga ilminn úr
Konan og ilmvatnið
hafa aldrei skilið.
blómum með því, að hafa þau
í flösku með spritti. Árangur-
inn getur sjálfsagt orðið góð-
ur, spurningin er bara, hve
lengi lyktin helst. Það skiptir
ef til vill ekki svo miklu máli
fyrir þá, sem gera tilraunir í
heimahúsum ,en það er mik-
ilsverðara fyrir stórframleið-
endur, sem selja ilmvatn til
ýmissa kaupmanna, þar sem
glösin standa oft langan tíma.
Framleiðandinn verður þess
vegna að nota svokallað fixa-
tiv, sem bindur ilminn fastan.
Þekktustu fixativin, moskus og
ambra, eru sótt í dýraríkið. •—
Moskus er unnið úr kirtli úr
karl-moskusuxanum, sem lifir
í Himalaya og hálendi Asíu.
En af öllum fixativum er
ambra best, sterkast og dýrast.
Ymsir halda, að ambra sje unn-
ið úr einhverri leyndardóms-
fullri og fagurri austurlenskri
jurt, en í raun og veru er það
efni, sem myndast vegna sjúk-
dóms í meltingarfærum búr-
hvelisins. Svo að það er úr hval
fitu, sem ambra kemur.
Lyktin af óunnu ambra er
vægast sagt hræðileg. Þegar
búið er að vinna það, er það
svo sterkt, að það varðveitir
ilm öldum saman. Hann situr
í fötum eftir að þau hafa verið
þvegin og þurrkuð í sólskini.
Ferðamenn segja, að ennþá
megi finna lykt af dásamlegu
ilmvatni 1 sölum ensku hallar-
innar, Hampton Court Palace
þó að liðin sjeu meira en hundr-
að ár, síðan Georg II. hjelt síð-
asta hirðdansleikinn þar.
Meðan á stríðinu stóð, urðu
ilmvatnsframleiðendur að kom
ast af án ambra, og þá fundu
efnafræðingar upp tilbúin fixa-
tiv, sem eru það ódýr og góð,
að svo virðist, sem ambra hafi
leikið hlutverk sitt til enda.
Frönsk ilmvötn —
— tíndur reyr. '
Nú á tímum hefir kvenþjóð-
in mest dálæti á frönskum ilm
vötnum, en á dögum amma
okkar var algengt, að setja
vellyktandi jurtir í kommóðu-
skúffurnar sínar, allir muna
eftir reyrnum.
í dag er ilmvatn ekki notað
til að breiða yfir vonda lykt og
óþrifnað eins og fyrr á tímum.
Nýtísku kona veit, að hrein-
lætið er mikilsverðast af öllu,
og ilmvatnslyktin á að vera
vegna sjálfrar sín. Andrúms-
loft, sem er þrungið daufri ilm
vatnslykt, kemur 1 okkur í gott
skap, og hefir þar að auki góð
áhrif á svefninn, því er haldið
fram, að það gefi þægilega
drauma.
Því er einnig haldið fram,
að ilmvatn drepi sýkla. Þegar
inflúensufaraldur hefir gengið,
hefir það komið í ljós, að þeir,
sem vinna í ilmvatnsverksmiðj
um, komast hjá sjúkdómnum.
Ilmvatn framleitt í
heimahúsum
Það eru miklar líkur til þess,
að ýmsir hjer á íslandi sjeu
komnir á það stig örvæntingar-
innar, að þeir sjeu fúsir til að
kasta sjer út í tilraunir.
En þá stoðar ekki, að reyna
á neinn vísindalegan eða efna-
fræðilegan hátt. Við förum eft-
ir gömlum uppskriftum og vís-
um kerlingabókum, — og tök-
um árangrinum eins og hetjur.
Olía er eldri í ilmvatnsfram
leiðslunni heldur en spritt. Það
er staðreynd, að fyrsta rósaolí-
lestffl matreiðslukona
Bottineu-borgur
Þessi grein birtist ný-
lega í ameríska blað-
inu McCall’s.
EF ÞJER komið til Bottineu í
Norður-Dakota, gerið yður þá
að skyldu, að heimsækja frú
Peterson.
Það mun ekki valda yður
neinum erfiðleikum að finna
FRÚ PETERSON, kona Sveins
Peterson í Bottineu, hefur yndi
af að búa til mat, og allir hafa
yndi af að borða það, sem hún
býr til. Hún er fræg fyrir hina
góðu Vínartertu sína.
hana, því að allir þekkja bestu
matreiðslukonuna í borginni,
og munu álíta það heiður sinn,
að fylgja yður að hinum gest-
risnu dyrum hennar. Þjer mun
uð finna þar kaffikönnu suð-
andi á gamaldags eldstó, og án
nokkurs efa, stórkostlega Vínar
tertu á borðinu, sem bíður þess
eins að verða borðuð. En það,
sem er best af öllu, er að þjer
munuð finna þar brosandi frú
Peterson, sem rjettir fram
hlýja hönd og býður gestinn
velkominn.
Þar sem frú Peterson er fædd
íslendingur, er hún eins ástúð
leg og hjartahlý og hugsast
getur, einkenni, sem hún á sam ‘
eiginlegt með öllum, sem koma
frá því bjarta og ljómandi
landi.
Það, sem vekur eftirtekt
manns á heimili frú Peterson,
er hve náin samvinna ríkir þar
á öllum sviðum. Búð manns
hennar er áföst við íbúðarhúsið,
an var búin til á þann einfalda
hátt, að setja rósablöð í krukku
með sesamolíu og hafa þau þar,
þangað til olían hafði drukkið >
í sig ilminn. í hinum indversku
höllum stórmógúlanna, sem
voru álitnir sjerfræðingar í fag
inu, var einnig notuð olía til að
draga í sig ilm blómanna.
En þá er það spurningin. —
Hvaða olía er best? Venjuleg
matarolía er góð, en hrein olí-
venolía er betri. Svo voru það
blómin. Það verður að safna
saman rósablöðum, næturfjól-
um, og ýmsum öðrum blóm-
og dæturnar tvær eru til mik-
illar hjál'par. Hin átján ára
gamla Anna sjer um, að allt sje
hreint og fágað, og hin tólf ára
gamla Margrjet, sem er fædd
matreiðslukona eins og móðir
hennar, aðstoðar við matartil-
búninginn.
Þetta er stolt og hamingju-
söm fjölskylda, vegna þess, að
frú Peterson er dásamleg mat-
reiðslukona, dásamleg móðir
og dásamleg persóna.
★
Allar ísl. húsmæður kunna
að baka góða vínartertu, en þær
hafa, ef til vill, gaman af að
sjá, hvernig frú Peterson kenn-
ir amerískum konum það.
Hjer fer á eftir uppskrift frú
Peterson á Vínartertu, eins og
hún birtist í blaðinu.
Sulta
1 % pd. sveskjur
Vz bolli sveskjusoð
1 bolli sykur
Vz tesk. cardimommur
Vz tesk. vanilla
Vz tesk. salt
1 bolli smjör.
Deig
1 bolli sykur
2 egg
1 tesk. vanilla
4 bollar gott hveiti
2 tesk. lyftiduft
Vz tesk. salt
Vá bolli mjólk.
Best er að búa til sultuna
fyrst. Þvoið sveskjurnar, setjið
vatn á þær svo að.rjett flýtur
yfir, og sjóðið þær við hægan
hita í 45 mín. Takið sveskjurn-
ar upp úr, en geymið soðið. .—
Kælið þær, takið úr þeim stein
ana og hakkið þær. Bætið nú
soðinu í, ásamt sykrinu og
cardimommunum, og sjóðið síð
an, þangað til sultan er orðin
hæfilega þykk. Kælið hana og
bætið í vanileunni (margir ís-
lendingar nota vín, romm eða
whisky) og saltinu.
Þá er sultan tilbúin.
Búið nú til deigið. Hrærið
smjörið og bætið sykrinum smá
saman í. Hrærið eggin og setj-
ið þau, ásamt vanillunni í
smjörið. Blandið hveitinu, lyfti
duftinu og saltinu saman og
setjið það ásamt mjólkinni í
smjörhræruna. Deigið á að
vera fast, en ekki stíft. Gott
er að kæla það, svo að það
verði þægilegra að fara með.
Skiptið því síðan í 7 jafna
hluta, og fletjið hvern þeirra
þunnt út og skerið hringlaga.
Bakið.í 20 mín. við meðalhita
og kælið vel. Smyrjið síðan
sultu á milli allra laganna, sem
eru lögð hvert ofan á annað.
Frú Peterson segir að tertan
eigi að standa í nokkra daga,
áður en hún sje skorin í sund-
ur, til þess að verða mjúk.
Framh. á bls. 12.