Morgunblaðið - 18.12.1949, Blaðsíða 8
8
MORGU NB LAfíIÐ
Sunnudagur 18. des. 1949.
Otg.: a.f. Arvakur, Reykjavlk
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ptitstjórn, auglýsingar og afgreiðsla-
Mwturstræti 8. — Sími 1600
\skrlftarctald kr. 12.00 ó mánuði, Innnnlanda
kr. 15.00 utanlands.
I nuuuMÖlu <0 aura eintaklB 7» «ara með Licaowo
Dökk mynd
TÍMINN og leiðtogar Framsóknarflokksins á Alþingi hafa
undanfarið látið svo, sem þeir undruðust ákaflega að hin
nýja ríkisstjórn skuli ekki nú þegar hafa lagt fram tillög-
uh um lausn þeirra vandamála, sem nú blasa við íslenskum
sjávarútvegi og eru kjarni þeirra vandræða, sem sívaxandi
verðbólga hefur leitt yfir þjóðina.
Þessi framkoma gefur góða hugmynd um þau heilindi,
sem hggja til grundvallar því að Eysteinn Jónsson rís á fæt-
ur á Aiþingi í gær og lýsir undrun sinni yfir því að ríkis-
stjórnin skuli ékki hafa borið fram frumvörp um lausn
vandasnála útvegsins.
★
Þessi laiðtogi Framsóknarflokksins ljet fyrir 12 dögum
af ráðherradómi í ríkisstjórn, sem fyrir síðustu áramót stóð
í 7 vikna umræðum við útgerðarmenn og frystihúsaeigend-
ur um leiðir til þess að koma í veg fyrir stöðvun bátaútvegs-
ins á síðustu vetrarvertíð. Hann átti þá þátt í löggjöf, sem
sfgreidd var rjett fyrir jólin, en sem nægði ekki til þess að
koma bátaflotanum af stað. Það var fyrst 11. janúar að
þáverandi ríkisstjórn, sem þó var skipuð fulltrúum allra
lýðræðisflokkanna, náði samkomulagi við útgerðina um ráð-
stafanir, sem nauðsynlegar voru taldar til þess að vjelbáta-
útgerðin. gæti hafið vetrarvertíð. En það samkomulag kost-
aði ríkissjóð miljónaframlög til viðbótar þeim ’ útgöldum,
sem reiknað var með er fiskábyrgðarlögin voru afgreidd á
Alþingi fyrir jól.
Svo kemur þessi fyrrverandi ráðherra nú allur eitt spurn-
ingarmerki vegna þess að ríkisstjórn, sem ekki hefur set-
ið í hálfan mánuð, hefur ekki lagt fram ákveðnar tillögur
um lausn vandamála útvegsins!! Þó veit þessi sami fyrr-
verandi Framsóknarráðherra að allt þetta síðasta stjórnar-
ár hans hefur stöðugt verið að síga lengra á ógæfuhliðina
fyrir þessum atvinnuvegi.
★
Kjarni þessa máls er sá, sem Ólafur Thors forsætisráð-
lierra, vakti athygli á, er hann svaraði Eysteini Jónssyni
í gær, að ráðstafanir til stuðnings útgerðinni undanfarin
ár, hafa byggst á samkomulagi milli ríkisstjórnarinnar ann-
arsvegar og fulltrúa útvegsmanna hinsvegar. Óskir útvegs-
manna í þessum efnum nú voru hinsvegar fyrst kunnar
fyrir örfáum dögum og um óskir hraðfrystihúsanna er ekki
fullkunnugt ennþá.
Það liggur þessvegna í augum uppi að ríkisstjórninni
hefur verið gjörsamlega ómögulegt að leggja fram tillög-
ur um lausn, sem trygi rekstur þessara þýðingarmiklu at-
vinnugreina, meðan að ekki hefur legið ljóst fyrir, hver
þörf þeirra er.
Tillögur um bráðabirgðaúrræði til þess að hindra stöðv-
un útvegsins um næstu áramót, hafa af þessum ástæðum
ekki verið lagðar fram ennþá. Það er líka þýðingarlaust,
að gera bráðabirgðaráðstafanir til stuðnings útgerðinni með-
an ekki er fullvíst, hvort þær duga til þess að tryggja rekst-
ur hennar. Um það þarf einnig að vera fengin vissa að
ríkissjóður og gjaldþol þegnanna hafi bolmagn til þess að
rísa undir þeim útgjöldum, sem slíkar ráðstafarrir hafa í
för með sjer.
Allt þetta hlýtur ábyrg ríkisstjórn og allir ábyrgir stjórn-
málamenn að yfirvega áður en ákvörðun er tekin um leiðir
út úr þeim vanda, sem nú steðjar að efnahagslífi þjóð-
arinnar.
★
Ólafur Thors forsætisráðherra skýrði frá því í ræðu sinni
á Alþingi í gær, að sú mynd er blasti við ríkisstjórninni, eftir
að hafa kynnt sjer þessi mál ýtarlega, væri mjög dökk. Hún
væri svo dökk, að ekki væri unnt að fullyrða, hvort unnt
væri að leysa í bili vandræði útgerðarinnar með bráða-
birgðaráðstöfunum, eins og hann hefði minnst á er ríkis-
stjórnin tók við eða óumflýjanlegt væri að hefjast þegar
handa um frambúðarlausn þeirra. Hann benti á það að hjer
væri alvara á ferðum og til þess bæri brýna nauðsyn að
þing og þjóð horfðist í augu við staðreyndirnar. Undir þau
ummæli hljóta allir hugsandi menn að taka.
rar:
Uíhuerji álrifa
ÚR DAGLEGA LIFINU
Jólaeplin í janúar!
EPLASKAMMTURINN fyrir
jólin þykir smár og ekki verð-
ur hann drýgður með öðrum
ávöxtum að þessu sinni, hvorki
nýjum, þurkuðum nje niður-
soðnum.
Menn efast oft um sannleiks
gildi þess, sem í kvæðinu stend
ur, „að það sje sælt að vera fá-
tækur“. En ekki er þó hægt að
væna fátækt um allt. —• Ölvíma
rennur af, en aldrei rennur af
heimskum manni, segja Danir.
Þetta datt mjer í hug, -er jeg
spurði kaupmann að því á dög-
unum, hvort ekki væri von á
fleiri epfum fyrir jól.
Næsta eplasending kemur í
miðjum janúar, svaraði kaup-
maðurinn.
Altaf með scinni
skipunum
NÚ FÆRIST það í vöxt, að hlut
irnir komi með seinni skipun-
um. Ýmsu er um kennt. Sumir
segja, að gjaleyrisleyfin sjeu
veitt of seint, en því er jafnan
mótmælt jafnharðan. Gjaldeyr-
isyfirfærsla var erfið, fullyrða
aðrir.
Fleiri ástæður eru nefndar
fyrir því er vörusendingum
seinkar. Skipin komu ekki við
í þeim höfnum, sem ætlast var
til, afgreiðslan gekkJdla, seint
var pantað, o. s. frv.
Ekkert skal um það sagt,
hver á sök á seinlætinu, en
hitt má fullyrða, að varla geti
það talist jólaepli, sem koma
ekki fyr en í miðjum janúar-
mánuði.«
Ohreinindin í
mjólkurflöskunni
í GÆRMORGUN kom maður í
afgreiðslu Morgunblaðsins með
mjólkurflösku, sem hann hafði
keypt fyr um morguninn í Sam
sölubúð.
Flaskan var svo óhrein að
innan, að mjólkin var orðin mó
rauð á lit neðst í flöskunni. —
Manninum var ráðlagt að senda
flöskuna til borgarlæknis og
trúi jeg að það hafi verið gert.
Raunar er þetta undantekn-
ing, að slíkar mjólkurflöskur
sjáist, sem betur fer. En í þessu
efni er einn einu sinni of mikið.
Óheppilegt
kæruleysi
ÞAÐ BENDIR ekki til, að eftir
litið sje strangt. Flaska þessi
hlýtur að hafa gengið 'í gegrtum
margra hendur, áður err hún
kom í hendur kaupanda. Ekki
er hægt að bera því við, að ó-
hreinindin hafi .ekki sjest,
því þau mátti greina með
hálfu auga. |
Þetta er óheppilegt kæruleysi
að svona vara skuli vera Tátin
út, því ekki fer hjá því, að þessi
eina óhreina flaska komi óorði
á alla framleiðslu mjólkurstöðv
arinnar, þótt um beina undan-
tekningu sje að ræða.
•
Skemdaræðið gamla
BORGARI skrifar og segir frá
einu dæmi um gamla skemdar-
æðið, sem þjáir nolckra menn
í þessu bæjarfjelagi og kemur
niður á fjöldanum. Hann segir:
Herra Víkverji!
Jeg legg það ekki í vana
minn að skrifa „í blöð“, eins og
það er kallað. Þó ætla jeg að
leyfa mjer að bregða út af því
í þetta sinn og tilefni þess er
það, sem nú skal greina:
Stjórnendur Reykjavíkur
hafa á undanförnum íímum
lagt feikna fje í að byggja íbúð-
arhús hjer í borginni, þó ekki
dugi til, öllum þeim aragrúa
fólks sem hingað flytst utan af
landi.
•
Fyrirmyndar
íbúðarhús
„JEG GENG daglega framhjá
einni þessara nýtísku bygg-
ingarsamstæðna, sem byggðar
hafa verið hjer á hinum síð-
ustu tímum, þ.e. „Skúlagötu-
húsin“. Þetta er mjög falleg
byggingarsamstæða og sjerlega
vistleg að sögn.
Fyrir nokkru síðan var lokið
að ganga frá og laga til á bak-
lóðum þeim, sem fylgja bygg-
ingum þessum, og var það eink
ar smekklega gert, lóðirnar girt
ar snotrum trjegirðingum.
Við vesturenda þessarar sam-
stæðu er undirgangur, sem
eingöngu er ætlaður gangandi
fólki svo að það geti stytt sjer
leið til og frá Laugaveg. Til að
undirstrika það að þessi gang-
ur sje eingöngu ætlaður. gaög-
andi fólki er sett hálfgirðing-í.
hann.
Skemdarverkið
,.ÞESSA leið fer jeg oftast til
vinnunnar og í og úr mat og
heim að kvöldinu. Nú er jeg fór
þarna um fyrir skömmu. síðan,
sá jeg það, að búið var að
skemma girðinguna þarna,
með því bæði að brjóta uppi-;
stöður og svifta rimlum í
burtu.
Mjer finnst full ástæða til að
benda á þetta því svona á um-
gengni vissulega ekki að vera.
Þetta ber vott um skepnuskap
og skrílshátt sem ekki á að láta
óátalið nje að leyfa með þögn-
inni að haldið sje uppi.
„ÞARNA leggur bæjarfjelagið
í mikinn kostnað við miklar og
glæsilegar byggingar, sem svo
er gert vel í kringum og kostað
miklu til. Síðan eru þessi mann
virki afhent fólki til afnota í
trausti þess að það kunni al-
genga mannasiði. En því mið-
ur er sá hugsunarháttur algeng
ur hjer á landi að fara skemd-
arhendi um það, sem er talið
til hinu opinbera, ríki eða bæj-
arfjelögum, og uppáhaldskjör-
orð þeirra sem svo hugsa er:
ríkið borgar, bærinn borgar.
Slikur hugsunarháttur hefir
ráðið gerðum girðingarbrjót-
anna og skemdarvarganna við
Skúlagötu, það er augljóst".
niiinriiinrmimmmai
MEÐAL ANNARA ORÐA
&
iniiuiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinnn
Skortur þýskra vísindamamta.
Frá frjettaritara Reuters
FRANKFURT: — Prófessor
Boris Jax Rajewsky, rektor
Götheháskólans hjer í Frank-
furt, heldur því fram,, að sú
hætta vofi nú yfir Þýskalandi,
að þar verði mikill og alvarleg-
ur skortur á fyrsta flokks vís-
indamönnum og ýmiskonar sjer
fræðingum.
í viðtali, sem prófessorinn ný
lega átti við frjettamenn, sagði
hann, að að því mundi koma
að Þjóðverjar yrðu ekki sam-
keppnishæfir á alþjóðlegum
vettvangi, nema því aðeins að
þeim tækist að gera háskóla
sína aftur að þeim forystustofn-
unum, sem þeir voru fyrir
valdatíð Hitlers.
Frá vísindalegu sjónarmiði,
bætti hann við, hljóta þýskir
stúdentar nú um helmingi lje-
legri menntun en fyrir 1933.
• •
STAÐ SMÁÞJÓÐ-
ARINNAR
RAJEWSKY lagði áherslu á,
að Þjóðverjar mættu ekki láta
undir höfuð leggjast að bæta
þetta vandræðaástand. — Ef
Þjóðverjum tekst ekki á næstu
þremur til fjórum árum að
komast álíka langt á vísinda-
sviðinu og þær vestrænar þjóð-
ir, sem fremst standa, sagði
hann, verða þeir að gera sjer
að góðu stöðu smáþjóðarinnar,
sem verður að senda stúdenta
sína úr landi, til þess að þeir
geti öðlast hina rjettu vísinda-
legu þjálfun.
Þýskaland, sagði hann enn-
fremur, gæti því aðeins tekið
sína fyrri stöðu á sviði tækni
og vísinda, að „fyrsta flokks“
vísindamenn störfuðu í land-
inu.
VANTAR UNGA
MENN
ÞÁ SAGÐI prófessorinn og í
viðtali sínu við frjettamennina:
„Eins og er, má heita, að
allir bestu efna- og eðlisfræð-
ingar Þýskalands sjeu komnir
yfir fimmtugt. Þetta á ekki síð-
ur við um vísindamenn, sem
starfa að rannsóknum sínum
á vegum háskólanna.
„Við erum orðnir hættulega
gamlir og okkur. vantar tilfinn-
anlega góða, fullþjálfaða unga
menn, til þess að taka við á
næstu 10 til 15 árum“.
• •
ÞAR ER
NAUÐSYU MEST
RAJEWSKY prófessor skýrði
svo frá, að hann mundi bráð-
lega skora á almenning og
stjórnarvöldin að hraða endur-
reisn háskólanna, sjá þeim fyr-
ir nægilegum vísindatækjum og
gera lífsskilyrði stúdenta
„mannleg".
„Það er mun nauðsynlegra“,
sagði hann, „að koma málefnum
menntasetranna í sem allra best
horf en að reisa geysistórar
stjórnarráðsbyggingar.
..Allslaust og ofbyggt land á
borð við Þýskaland verður að
standa framarlega á vísinda-
sviðinu. Að öðrum kosti verð-
ur það að horfast í augu við
alveg óvenjulegar hættur á
efnahagssviðinu".
• •
HJÁLPARBEIÐNI
MÁNUÐUR er nú liðinn síðan
Pajewsky og samstarfsmenn
hans fóru fram á fjárhagsað-
stoð almennings til handa
.Götheháskóla. í ávarpi, sem
þirt var við það tækifæri, var
frá þvi skýrt, að sökum fjár-
hagsvandræða ætti skólinn það
á hættu að verða að sjá af sum-
um kunnustu vísindamönnum
sínum. ,