Morgunblaðið - 18.12.1949, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 18. des. 1949.
Jazzblalð er ný-
komið úi
JAZZBLAÐIÐ, jólaheftið, er
nýkomið út. — Allir jazzunn-
endur, og raunar fleiri, munu
fagna þessu blaði, sem er mjög
f jölþætt að efni. Útgefendurnir
hafa vafalaust kappkostað að
hafa blað þetta fjölbreytt og
vel úr garði gert, og hefir það
tekist með ágætum.
Forsíðurr.ynd er í blaðinu, af
Kristjáni Kristjánssyni. — Efni
blaðsins er að þessu sinni: ís-
lénskir hljóðfæraleikarar,
Kristján Kristjánsson, eftir
Hall Símonarson; Úr ýmsum
áttum; Brjef frá lesendum og
svör við þeim; Harmonikusíð-
an, ritstjóri, Bragi Hlíðberg;
Jan Morávek og hljómsveit
hans, eftir S. G.; Rabb, eftir
Ólaf Gauk; Louis Armstrong í
hljómleikaferð; Danslagatextar,
valdir af Hauk Morthens; Jazz
hljómleikarnir; Ad lib, eftir
Svavar Gests; Myndaopna
jam-session í Breiðfirðinga-
búð; Frjettir og fleira. Nýjustu
frjettir úr heimi jazzins; Kosn-
ingaseðill um vinsælustu hljóð-
færaleikarana; Myndagetraun.
Fiskveiðarjelliindi
Færeylnga
1 NEÐRI deild Alþingis í gær
var til uma-æðu frumvarp um
fiskveiðirjettindi Færeyinga
hjer við Innd. Frumvarpið er
flutt af sjávarútvegsnefnd eftir
ósk ríkh'Umrnarinnar. Fram-
sögumaður nefndarinnar var
Finnur Jónsson, og mælti hann
með þvi. að fiskveiðirjettindi
FæreyÍE :a hjer við land yrðu
framlenpd. Lýstu þeir Bjarni
Beíiedik'sson, utanríkisráð-
herra, S efán Jóh. Stefánsson og
Eysteinn Jónsson sig samþykka
því, en Pjetur Ottesen and-
mælti og taldi slíka framleng-
ingu varhugaverða.
Ikveðin breikkum
Lækjargöfu
norðanverdrar
Á FUNDI sínum í fyrradag, á-
kvað bæjarráð, að fela bæjar-
verkfræðingi, að undirbúa
breikkun Lækjargötu, norðan
Bankastrætis.
Á fundinum láu ekki fyrir
neinar upplýsingar í málinu,
en um þetta mun hafa verið
rætt, er breikkun Lækjargötu
var ákveðin.
- ísaiold
Frh. af bls. 6
band, en þeir, sem þá rjeðu, sáu,
að íslendingar gátu ekki stað-
ið undir þeim byrðum, sem
Bernarsambandið leggur á
þjóðina. Jöfnuðurinn er óhag-
stæður, þar sem við þurfum ár-
lega vegna einangrunar og sjer
stæðs máls að þýða mikið úr
erlendum málum, en höfum
firnalítið að bjóða í staðinn.
Enda er engin hneisa að standa
utan sambandsins, því að utan
þess stendur langmestur hluti
mannkynsins og mætti þar t.
d. nefna Bandaríkin, Suður-
Ameríku, Rússland, Kína og
fjölmörg önnur ríki. í síðasta
stríði tókst nokkrum mönnum
að vekja úlfaþyt um þetta mál
og glepja forráðamönnum þjóð-
arinnar sýn. Af því munum við
súpa seyðið, og er því betra því
fyrr, sem mönnum verða mis-
tökin ljós.
— Hvað kemur þetta við út-
gáfu amerískra bóka?
— Jú, þó að mörgum vaxi
í augum hagnaður af útgáfu
bóka hjer á lartdi, þá er hann
ekki meiri en svo, að fæstar
bækur gera meira en standa
undir kostnaði. Þola þær því
ekki þann skatt, sem gjalda
verður þeim, sem eru í Bernar-
sambandinu, enda óhægt og ó-
víst um getu til yfirfærslu á
því fje. Þess vegna verða út-
gefendur að líta til þeirra
þjóða, sem eru ekki í Bernar-
sambandinu og þá verða Banda
ríkin eðlilega fyrst fyrir.
Fá bæjarsfarfsmenn
ókeypis far með
sfræfisvöpunum
FYRIR síðasta bæjarráðsfundi
lá brjef frá Hjúkrunarkvenna-
fjelaginu Líkn, um að hjúkr-
unarkonur f jelagsins verði heim
ilað að ferðast ókeypis með
strætisvögnunum.
Bæjarráð tók ekki neina á-
kveðna afstöðu til erindis þessa,
en samþykkti að fela aðalend-
urskoðanda bæjarins og hag-
fræðingi að gera tillögur um
það, hvort ástæða sje til að ein-
hverjir starfsmenn bæjarins fái
ókeypis far með strætisvögnun
um, og þá hverjum.
Flóffamannasframur
BERLÍN: — Daglega koma nú
fleiri en 300 flóttamenn til
Vestur-Berlínar frá A.-Berlín
pg A.-Þýskalandi. Hafa yfir-
völd vesturhluta borgarinnar
frá þessu skýrt.
Frá því í febrúar þ.á., hafa
alls komið 32,000 flóttamanna
frá hernámssvæði Rússanna.
Æffingjum fallinna flug-
manna boðið fi!
Danmerkur
KAUPMANNAHÖFN: — í
Danmörku eru jarðaðir 10,000
breskra flugmanna víðsvegar
um landið. Kann svo að fara, að
nokkrum ættingja þessara
föllnu manna verði boðið í
heimsókn til Danmerkur á kom
andi ári til að vitja grafanna.
Málsvari utanríkisráðuneytis-
ins í Kaupmannahöfn skýrði
svo frá, að stjórnin mundi þó
ekki geta boðið nema 200
vegna fjárhagsörðugleika.
— Reuter.
- Alþingi
Framhald af bls. 2
Steingrímur Steinþórsson, for-
seti sameinaðs Alþingis, sjer
hljóðs og sagði: „að í samtali
við núverandi f jármálaráðherra
fyrir nokkrum dögum, hefði
verið ákveðið, að fjárlagaræðan
yrði á þriðjudag“. Skúli Guð-
mundsson og Tíminn, sem
minntist á mál þetta í gær,
hefðu því gjarnan mátt spyrja
Steingrím Steinþórsson, forseta
sameinaðs þings, og þm. Fram-
sóknarmanna, sem vissi fyrir
nokkrum dögum, að 1. umræða
yrði á þriðjudag, kemtfr aðeins
tveim vikum eftir að nýja
stjórnin tekur við.
Nýjar aðferðir lil
gasvinslu reyndar
CHESTERFIELD, Derbyshire:
— Um þessar mundir gera Bret
ar tilraun til að vinna gas beint
úr kolasvæðunum án þess að
grafa eftir kolum. Útbúnaður
hefir verið gerður til tilrauna
í þessu skyni í Newman Spinn-
ey, hjer í grennd. Er þetta
fyrsta tilraun sinnar tegundar
í Bretlandi, enda þótt áþekkar
aðferðir hafi verið reyndar í
Belgíu og Bandaríkjunum und
anfarin 3 ár. í Rússlandi hafa
tilraunir staðið miklu lengur.
Bandarískir og belgískir
verkfræðingar segja, að þetta
hafi verið skemmtilegar til—
raunir, en ekki borið árangur
að sama skapi. Rússar standa
hinsvegar á því fastara en fót-
unum, að aðferðir þessar hafi
hjá þeim gefið góða raun allt
frá upphafi seinustu heims-
styrjaldar. — Reuter.
— Reykjavíkurbrjef
Framh. af bls. 9.
hann hefur gert með öðrum
N orðurlandaþ j óðum.
Yfirstjórn flokksins er leik-
in í því. Enda hefur hún geng-
ið svo langt, að hún gerir ekki
einasta að ala upp nýja mann-
tegu.nd við kúgun og þræla-
hald, heldur hefur austur í
hinni helgu borg kommúnism-
ans, verið soðin saman ný
mannkynssaga, þar sem ýmsum
staðreyndum er snúið við, hin-
um háu herrum í hag án þess
hvað er satt og rjett.
T. d. hefir hin nýja rúss-
neska útgáfa af mannkynssög-
unni að geyma alveg flunkur-
ný „sannindi' um það, hvaða
menn hafi gert allar mestu upp
götvanir á undanförnum öld-
um. Eru það allt Rússar(!). —
Nýlega hefur komið fvrirskip-
un um, að hjeðan í frá sje það
t. d. rússneskur maður, sem
fyrstur fann Ameríku. Nafnið
á þessum fræga landkönnuði,
hefur þó ekki verið gefið upp
enn.
í fljótu bragði kann mönnum
að virðast að það koma íslend-
ingum harla lítið við, hverskon-
ar „söguvísindi“ það eru, sem
kend eru í lærdómsstofnunum
Austur-Evrópu. En á meðan alt
að því 20 prósent íslensku þjóð
arinnar gefur sig hinni aust-
rænu forheimskun á vald, kem-
ur það sannarlega öllum al-
menningi við, hvernig fram-
leiðsla stórlyga falsana og öf-
ugmæla fer úr hendi þar eystra.
Sjálívirki sandkraninn
er jólagjöf drengjanna
Heilúsölubirgðir:
Ciríí ur dCœmundóáon ds? Cdo. h.p.
in»nis> >inii
Maikús
á* A £
Eftir Ed Dodd
itAVtK L.'M/V\
OLOINð U P
WE WATfe'R,
Afí.PLAMTf
I WWKK T/
$> íf ir ís...
j WG 7 LL
I lícT RID
C«- THEM
ThAT ,-íIGHT MR. AND MRS. CMIPS ARE BUSIER THAN
EV58, CUTTING ASPEN LOGS TO USE ON THEIR
DAM ANO HOUSE...
AND FROLIC IN THE i j
WATER
Alla næstu nótt eru bjór-
hjónin önnum kafin við að búta
niður aspvið og flytja hann í
stíflu sína og holu.
Og á meðan leika litlu bjór-
arnir sjer við að skvampa og
skvetta í vatninu.
I
— Það getur verið, að það
sje bjórstífla ofar í ánni, herra
VífilL
— Ja, ef það er, þá ætti ekki
að taka langan tíma að losna
við bæði stífluna og bjórana.
I
Heimdallur
er meira en helmmgi fjölmennari
en æskulýðssamtök rauðu flokkanna
samanlögð.
Munið jólamerkin
Nú eru aðeins 6 dagar til
jóla. Munlð í tíma að kaupa
jólamerki barnauppeldis-
sjóðs Thorvaldssens-fjelags
ins, því að þau verða að
skreyta hvert jólabrjef og
hvern jólapakka. Merkin
fást á eftirtöldum stöðum:
Thorvaldssensbasar, Póst-
húsinu, bókaverslunum ísa
foldar, Bókaversl. L. Blön-
dal, Bókaversl. Kron, Bóka
versl. Braga Brynjólfsson-
ar, Hans Petersen, fjelags-
konum og víðar.
Jólaglaðning til blindra
Eins og undanfarin ér, mun
Blindravinafjelag Islands, taka é móti
jólagjöfum til úthlutunar lianda fá-
tækum blindum mönnum.
Vetrarhjálpin
Skrifstofa Vetrarhjálparinnar er
Varðarhúsinu (suðurdyr), sími
80785. — Þar er tckið á móti pen-
ingagjöfum og öðrum gjöfum til
starfseminnar.
Skrifstofa
Mæðrastyrksnefndar
er í Þingholtsstræti 18. Vinsam-
legast tekið á móti gjöfum frá kl.
2—7.
Munið einstæðings mæður.
Blöð og tímarit
SjómannablaSiS Víkingur, nóv.-
des.-blaðið er komið út. Efni er m. a.:
Jólaklukkur, kvæði eftir örn Aarnar-
son, Sildarborgin um haust, Dýrtíðar
málin, eftir Ásg., Upphaf siglinga,
eftir Gils Guðmundsson, Longintes og
Stubbur, smásaga eftir Konstantin
Stanyukovich, Fiskveiðar íslendinga
og handhelgin, eftir Matthías Þórðar-
son, Björgunarafrekið við Látrabjarg
kvæði eftir Ingibjörgu Siguiðardóttur,
Fyrstu gufuskip yfir Atlantshaf. Enn
í Bremerhaven, eftir Magnús Jóns-
son, Nelson flotaforingi, Egill svarti,
eftir J. H. Jónss, Ævintýraleg sjó-
ferð ,eftir Krnud Andersen, o. m. fl.
Gerpir 10.—11. tbl., 3. árg., er
komið út. Efni er m. a.: Lýrðræði og
kosningar, eftir G. J., Um strönd og
dal, Byggðasjálfstæði, eftir Gunnlaug
Jónasson, Fundargerð Fjórðungsþings
Austfirðinga, 1 Gerpisröstinm o. fl.
KirkjuritiS, jólahefið, er komið út.
Efni er m. a.: Jólahugleiðing, eftir
Valdimar J. Eylands, Fæðing Jesú
og fyrsta bernska eftir prófessor Ás-
mund Guðmundsson, Jólabijef, eftiy
sr. Jónm. Halldórsson, Heim að Hól-
um, kvæði eftir Sigurð Norland, Sr.
Vigfús Þórðarson, sóknarprestur að
Heydölum, eftir Kristinn Hóseasson,
Sr. Páll Sigurðsson, eftir Þorst. Jó-
hannesson, sr. Þorsteinn Briem, eftir
sr. Bjarna Jónsson, Sr. Magnús
Bjarnason prófastur, eftir Tón Þor-
varðarson, Sr. Árm Sigurðsson, eftir
Ásm. Guðmundsson, Jólavaka barn-
anna, Ræða á landsmóti UMFl í
Hveragerði, eftir Ásm. Guðmunds-
son, Augnabliksmyndir úr Ameríku-
ferð, eftir sr. Óskar J. Þorláksson,
Drög að sögu íslenskra BÍblíuþýð-
inga, eftir Magnús M: I-árussoii,
Safnaðarblöð, eftir Jón Kr. Isfeld.
Fleiri fæðingar
en dauðsföii
BERLÍN: — Bandarískar skýrsl
ur, sem nú eru útkomnar,
greina frá fæðingum og dauðs-
föllum í Berlín að undanförnu.
Kemur í ljós, að fleiri hafa
fæðst en dáið í Vestur-Berlín
á þriðja ársfjórðungi þessa árs.
Er það í fyrsta skipti síðan
stríð, að svo er ástatt.
— Reuter,