Morgunblaðið - 18.12.1949, Blaðsíða 1
1
32 síðisr
36. árgangur.
294. tbl. — Sunnudagur 18. desember 1949.
Prentsmiðja Morgur blaðsms
Stærsta sjónvarpsstöð
i heimi opnuð í gær
LONDON, 17. des. — í dag var vígð í Bretlandi ný
sjónvarpsstöð í grennd við Birmingham. Er hún sú
„ stœrsta í heimi. Með opnun þessarar nýja stöðvar eýkst
fjöldi þeirra, sem horft geta á sjónvarp í Bretlandi um
5 milljónir. Þar með er um 1/3 af íbúatölu landsins
gefinn kostur á að færa sjer sjónvarpið í nyt.
Gert er ráð fyrir, að 5 sjónvarpsstöðvar verði komn-
ar upp að 3 árum liðnum, til nota fyrir 70% þjóðar-
innar. Áætlað er, að eftir 5 ár verði komnar upp 10
stöðvar, sem 80% þjóðarinnar hafi not af. — Reuter.
Á AFGREIÐSLU bögglapóststofunnar eru sömu þrengslin. —
Það sjest greiniiega á þessari mynd, sem tekin var á dögunum.
— (Ljósm. Mbl. Ól. K. Magnússon).
Uppreisnarmennirnir
grísku fáir heima fyrir
Háskinn er þó yfirvofandi, meóan
viðhorf nágrannanna helsf óbreyff.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reutei.
AÞENA, 17. des. — Gríski yfirhershöfðinginn, Papagos, ljet
Svo um mælt í Aþenu í dag, að r.ú væri ekki eftir í landinu
nema 1200 uppreistarmanna í smáhópum. Ekki kvað hers-
hqfðinginn allan háska þó vera favinn hjá garði, þar sem í ná-
grannalöndunum væri enn allt að 12.000 uppreistarmanna.
I
Viðhorf Kominform óbreytt.
Þessir uppreistarmenn, sem
í nágrannaríkjunum dveljast,
éru vís háski þjóðinni, sagði
hershöfðinginn. Það er ekki
Aóg, að okkur hefir tekist að
sigrast á ólánsmönnunum
heima fyrir. Viðhorf Komin-
formríkjanna er óbreytt í okk-
ar garð og við erum ekki ó-
hultir, meðan svo er.
Loks gat hershöfðinginn þess,
að unnið væri að því, að upp-
ræta þá uppreistarmenn, sem
enn eru eftir í landinu.
LARVIK, 17. des. — Eftir fiegn
um að dæma, þá er mjög mikil
hálka á flestum vegum Noregs
og er færið hættulegt akandi,
og gangandi.
Þjóðverjar fá aðild
að stjórn Ruhr
BONN, 17. des.: — í dag var
þýski fulltrúinn tilnefndur í
alþjóðastjórn Ruhr-hjeraðsins.
Fyrir valinu varð varaforsætis-
ráðherra sambandsstjórnarinn-
ar í Bonn, Blucher.
Þessi alþjóðlega stjórn var
sett á laggirnar fyrir ári síðan
og skal hún hafa yfirumsjá með
iðnaði hjeraðsins og fleira skal
hún hafa með höndum. Það er
fyrst nú, sem Þýskaland fær
aðild að þessari stjórn.
— Reuter.
Vlðræðnm Bretlands og Norður-
lando um efnahagsmál lokið
iúlgarar ganga til
gervikosninga í dag
Mega velja eða hafna einum lista,
sem skipaður er aðeins kommúnistum.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
SOFÍA, 17. des. — Á morgun (sunnudag) fara fram þingkosn-
ingar í Búlgaríu. Þetta verða þó engar kosningar í skilningi
lýðræðisþjóðanna, þvf að einungis einn listi kemur fram, og
ei hann skipaður kommúnistum einum. Kjósendur eiga þess
svo einn kost, að greiða honum atkvæði sitt eða hafna.
Öryggisráðstafanir.
Vegna kosninganna hefir ver
ið gefin út sjerstök reglugerð,
sem á að tryggja það, að ekki
komi til óspekta í sambandi við
þær.
Mönnum er bannað að bera
barefli eða vopn. Leikhúsum,
kaffihúsum, kvikmyndahúsum
og öðrum þeim stöðum, þar sem
fólk kemur saman að jafnaði,
vérður lokað í sólarhring. Á-
fengissala er bönnuð.
Almennir fundir og ræðuhöld
eru og bönnuð.
Skýrsla
Svona er rjettarfarið
í því kommúnislaríki
- Ungverjalandi
BUDAPEST, 17. des.: — Sendi-
herra Bandaríkjanna^ í Ung-
verjalandi skýrði frá því í
kvöld, að bandarískur emb-
ættismaður í Ungverjalandi,
Jacobson, hefði verið tekinn
fastur í gær. Var það öryggis-
lögreglan, sém það gerði, en
enn hefir ekkert verið látið
uppi um, hvað manninum er
gefið að sök. Hafa allar til-
raunir sendiráðsins til að fá að
vita sakargiftirnar verið unn-
ar fyrir gýg. Þetta er annar
Bandaríkjamaðurinn, sem hand
tekinn er í Ungverjalandi á
nokkrum vikum. — Reuter.
um fölu faliinna
á Malakka
LONDON, 17. des.: — Skýrt
var frá því í dag, að frá því
neyðarástandinu var lýst yfir
á Malakkaskaga í júní í sum-
ar, hafi allmargir orðið fyrir
barði ofbeldismanna. — Hefir
141 hermaður látið lífið á þessu
tímabili, þar á meðal 17 liðs-
foringjar. Á sama tíma særðust
196. — Reuter.
Fjekk nýja sokka og
sfutfbrækur með
TRIER: — Ekki alls fyrir löngu
var þýsk stúlka á kvikmynda-
sýningu, og horfði á mymjlina
,,Hringjarinn“, sem gerð er
eftir sögu Edgar Wallace. Fjekk
myndin svo á stúlkuna, að hún
spratt upp og skemmdi sokkinn
sinn. Hún kvartaði við fram-
leiðendur myndarinnar, og bað
þá, að myndir þeirra yrðu ekki
svo æsandi í framtíðinni.
Fyrirtækið sendi henni nýja
nylon-soka og nokkrar leður-
brækur. Jafnframt baðst það
afsökunar á því, að ekki væri
hægt að fara vægara í sakirn-
ar í myndunum en raun væri á.
— Reuter.
Danir leyfa flóttamönnun
um að vera um kyrrt
KAUPMANNAHOFN, 17.
des.: — Danir hafa nú veitt
þeim pólsku flóttamönnum,
sem lentu á Borgundarhólmi
í gær, leyfi til að dveljast í
landinu. Tveir þeirra æskja
eftir að hverfa heim. Ætlun
hinna flóttamannanna var að
halda ferðinni áfram til Bret
lands, en pólski sendilierr-
ann í Danmörku hefir and-
mælt því, að þeir hafi frek-
ari not af vjelflugunni, sem
þeir komu í. Danir hafa því
fallist á að afhenda hana
Brezku tillogun-
um var hafnai
Nýr fundur sömu aðila
vænfanlepr í janúar
Einkaskeyti til Mbl.
frá Reuter.
STOKKHOLMI, 17. des. —
Uræðum þeim um efnahags-
mál, sem hafa staðið undan-
farna daga í Stokkhólmi milli
Breta, Norðmanna, Dana og
Svía, lauk í kvöld. Bretar
lögðu til, að sterlingspundið
yrði notað sem gialdevrir
milli Skandínavíulandanna
og milli þeirra og Bretlands.
Áfangi, ekki takmark.
í sameiginlegri tilkynningu
Svía, Norðmanna, Dana og
Breta segir á þessa leið: ,.Til-
lögur Breta miðuðu fyrst og
fremst að því, að niður fjelli
allir greiðsluörðugleikar milli
hlutaðeigandi landa. Ekki var
þó litið á þetta sem takmark í
sjálfu sjer, heldur áfanga á leið
inni til gagnkvæmra viðskipta
og frjálsra gjaldeyrisskipta".
Fundur í janúar.
Norðurlöndin 3 gátu ekki
fallist á tillögur Breta um nán-
ari samvinnu í efnf.hagsmál-
um, en ekki er öllu þar með
lokið. Áreiðanlegar fregnir
herma, að til nýs fundar verði
boðað með þessum sómu aðil-
um snemma í janúa: n. k. —
Kann svo að fara þá, að komi
til málamiðlunar miili Breta
og Norðurlandanna í þessum
málum.
Engin höfn verður
laus viS tundiH'dufl
LONDON, 17. des.: — Stjórn
þjóðernissinna á Formósa hefir
lýst því yfir, að allar þær hafn-
ir, sem kommúnistar ráða yfir
á langri strandlengju Kína
muni verða kvíaðar með tund-
urduflum í framtíðinni. Hefir
erlendum skipum af þessum
sökum verið ráðið til að verða
á brott eigi síðar en á þriðja
degi hjef frá. — Reuter.
Burma viöurkennir sfiórn
kínverskra kemmúRista
LONDON, 17. des.: — Burma-
stjórn lýsti því yfir í dag, að
hún viðurkenndi kommúnista-
stjórnina í Kína. Var- svo um
mælt, að Burma vildi eiga sem
vinsamlegust skipti við Kína
og svo yrði að líta á, að kom-
múnista^tjórnin nyti stuðnings
aftin- Pólverjum. — Reuter. þjóðarinnar. — Reuter.