Morgunblaðið - 31.12.1949, Side 8
8
MORGUNBLAÐJÐ
Laugardagur 31. des. 1949.
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar GuSmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með LesbóK.
kr. 15.00 utanlands.
Litast um við áramót
TUTTUGASTA ÖLDIN er senn hálfnuð. Árið 1949 er að
kveðja, árið 1950 að renna upp. Straumur tímans rennur
áfram þungur og óstöðvandi.
Þegar litast er um í íslensku þjóðlífi við þessi tímamót
verður það Ijóst að árið, sem er að kveðja hefur um marga
hluti verið þjóðinni óhagstætt. Vetur þess, og þó einkanlega
vorið, var hart og olli bændum og búaliði miklu tjóni og
óhagræði. Aflabrestur varð á síldveiðum og'er það fimmta
sumarið í róð, sem síldveiðin bregst. Hefur það haft hin
óheillavænlegustu áhrif á afkomu sjómanna og útvegsmanna
og raunar þjóðarinnar í heild. Stærsta iðngreín okkar, síld-
ai'iðnaðurinn hefur einnig orðið fyrir þungum áföllum af
þessum aílabresti. Hinar nýju og glæsilegu síldarverksmiðj-
v.r, sem miklu fje hefur verið varið til að koma upp, hafa
staðið ónotaðar. Er þar mikið fjármagn bundið og óvirkt.
Haustsíldveiðin hefur einnig brugðist.
Þegar við þetta bætast treg aflabrögð á þorskveiðum og
óhagstæðar sölur togaranna er auðsætt að atvinnuárferði
okkar hefur á þessu ári verið erfitt til lands og sjávar.
Afleiðingar þess hafa svo komið fram á öðrum sviðum
þjóðlífsins. Verslunarástandið hefur verið mjög slæmt og
farið versnandi eftir því, sem á leið. Iðnaðinn hefur skort
hráefni og þar af leiðandi orðið að draga saman seglin í
ýmsum greinum.
Þetta er í fáum dráttum myndin af atvinnuárferði þessa
líðandi árs. Áhrif þess á hag einstaklinganna, fólksins í öll-
um stjettum, til sjávar og sveita, eru fjölþætt. íslenska þjóð-
in hefur að vísu ekki liðið almennan skort. Því fer fjarri.
En hagur hennar hefur þrengst verulega og það er ekki af
svartsýni mælt að vá sje fyrir dyrum hennar, ef hún ekki
bregst við raunveruleikanum af manndómi og festu.
E. t. v. sýnir þó afkoma ríkissjóðsins, hins sameiginlega
sjóðs borgaranna, greinilegast, hversu þjóðarhagurinn stend-
ur höllum fæti við þessi áramót. Á þessu ári hefur orðið
ö5 millj. kr. greiðsluhalli á fjárlögum ríkisins. S.l. þrjú ár
hefur gi'eiðsluhalli ríkissjóðs orðið 175 millj. kr. Afleiðing
þessa hallabúskapar er stórfelld innlend skuldasöfnun ríkis-
sjóðs. Eru ríkisskuldir nú orðnar töluvert yfir 200 millj. kr.
Meginorsök þessa óhagstæða ríkisreksturs er hin mikla
verðbólga, sem ríkissjóður hefur orðið að mæta með stór-
felldum framlögum, útflutningsuppbótum og niðurgreiðslum
á verðlagi innanlands. Hefur á þessu ári verið varið yfir
70 millj. kr. í þessu skyni. Þetta fje hefur ríkissjóður orðið
að taka af borgurunum með margs konar sköttum, tollum
og öðrum álögum, sem þrengja um hóf fram hag einstak-
linga, fjelaga og alls atvinnurekstrar í landinu.
í stjórnmálalífi þjóðarinnar hefur verið rysjótt á þessu
ári. Samstarf hinna þriggja lýðræðisflokka rofnaði, en við
tók minnihlutastjórn stærsta flokksins, SjáKstæðisflokksins,
cftir að tilraunir til myndunar meirihlutastjórnar hafði mis-
tekist.
íslenska þjóðin stendur við þessi áramót andspænis mikl-
um vanda. Utflutningsframleiðsla hennar er svo að segja
cll rekin með tapi og verulegur hluti hennar hefur þegar
stöðvast. Það væri hreinn glæpur ef við gerðum okkur ekki
liósa þessa aðstöðu. Það væri afbrot gagnvart nútíð okkar
og framtíð. Þessi þjóð hefur nú meiri möguleika til sjálfs-
bjargar og öruggrar afkomu en nokkru sinni fyrr. Hún á
glæsileg atvinnutæki, sem geta skapað henni næga og trygga
etvinnu ef hún aðeins vill bægja vofu sívaxandi verðbólgu
frá dyrum sínum.
Komandi ár mun reyna á þroska og manndóm íslendinga.
Á því verður úr því skorið, hvort þeir vilja leiða yfir sig
hrun og niðurlægingu eða hlýða rödd skyldunnar við heiður
lands síns og hagsmuni sjálfra sín.
nýár
/
rar:
werjl áhripa
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Skrílsæði, eða i
skemmtun
GAMALL og góður siður er,
að gera sjer dagamun á síðasta
degi ársins. — Kveðja árið,
sem er að líða og fagna hinu
úýja. Margir gefa sjer lausari
tauminn en ella þenna dag og
þykir sjálfsagt að sýna um-
burðarlyndi gagnvart glaðværð
manna á gamlársdag.
En hjer í Reykjavík hafa
gleðilætin stundum undanfarið
orðið að skrílslátum og hættu-
legum leikjum. Unglingar og
fullorðnir taka upp á furðuleg
asta athæfi. — íkveikjum,
sprengingum, eða skemmdar-
verkum af versta tagi.
Með slíkri framkomu fer há-
tíðasvipurinn af deginum og
skrílslæti koma í stað skemmt-
unar.
•
Blettur á
bæjarlífinu
ÞESSI framkoma er blettur á
bæjarlífinu. — Þegar svo langt
er gengið í ærslum, að eignir
manna eru í voða og enginn er
óhultur á almannafæri, verður
að taka í taumana með harðri
hendi.
Þegar kirkjur bæjarins eru
ekki lengur friðhelgar fyrir
skríl og helgiathafnir truflað-
ar, er gengið feti framar en
hægt er að þola.
Víðkunnasta veitingahús
landsins hefur neyðst til að
byrgja alla glugga, sem að göt
unni vita, með hlerum, vegna
þess að skríllinn á götunni
rjeðist með grjótkasti að veit-
ingasölum, þar sem fólk var að
skemmta sjer á gamlárskvöld
fyrir nokkrum árum.
•
Skríllinn er
fámennur
SANNLEIKURINN er þó, sem
I betur fer sá, að skríllinri er fá-
mennur í þessum bæ. En of oft
I hefur það komið fyrir á undan
I förnum árum, að skríllinn hef-
ur notið aðstoðar friðsamra
borgara, sem hafa fylgt
skemmdarverkamönnum og
jafnvel látið æsa sig upp í að
taka þátt í ólátunum og verja
óaldarseggina þegar lögreglan
hefur ætlað að skerast í leik-
inn.
•
Slys og skemmdir
ÞAÐ er enginn skemmtun að
því, að vaða um með íkveikju-
æði, sprengja lífshættulegar
sprengjur á almannafæri,
brjóta rúður og velta bílum.
Enda hafa af þessum til-
tækjum hlotist alvarleg slys
hjer í bænum og hver og einn,
sem styður að slíku með fram-
komu sinni, þótt hann fram-
kvæmi ekki sjálfan verknað-
inn, á sök á þeim skemmdum,
sem kunna að verða og slysum
á mönnum.
•
Sameinumst um
gleðilegt gamlárs-
kvöld (
REYKVÍKINGAR ættu að
sanna í dag, að þeir geta verið
glaðir og skemmt sjer vel síð-
asta dag ársins, án þess að
gripið sje til skrílsláta.
Þetta er hægt, ef hver og
einn einasti friðsamur borgari
neitar að ganga í lið með hin-
um fámenna skríl, en gerir
sitt til að aftra skemmdar-
verkum.
Reykvíkingar geta í dag þveg
ið af sjer það orð, sem komist
hefur á, með því að vera glaðir
og reifir, en neita að taka þátt
í ósæmilegu athæfi.
Stuðlum öll að því, með
framkomu okkar — og dagur-
1111111 • III111II1111II1111II111 ■ II1111 llll 11*11111 IIIIIIIIIIIIIMI
inn mun verða okkur ánægju-
legri en ella.
•
A tímamótum
ÁRIÐ 1949 er að fjara út. Á
slíkum tímamótum er mönn-
um gjarnt að líta yfir farinn
veg og hugleiða hvað árið
veitti þeim. Misjafnar skoðan-
ir munu vera um það, eftir því
hver á í hlut. Sumum hefur
það veitt hamingju og sæla
daga, öðrum sorgir og sárs-
auka. En alltaf er nýju ári
fagnað, í þeirri von, að það
verði að minnsta kosti eins gott
og *hið liðna, eða komi með
betri tíma.
Hiá mörgum þjóðum eru ára
mótin hátíðlegasta stund árs-
ins, jafnvel hátíðlegri en sjálf
jólin.
Um áramótin lofa margir
„vitinu betrun og bót“, er þeir
hafa gert sín reiknisskil við
hið liðna.
Margs er að
minnast . . .
VIÐ áramót er- það venja að
þakka hið liðna. Og flestir
hafa rnargs að minnast eftir
heilt ár. Mjer er bæði ljúft og
skylt, að þakka þeim fjölda
mörgum, sem lagt hafa þess-
um dálkum lið á árinu, sem er
að líða og á liðnum árum.
Um leið óska jeg allri þjóð-
inni árs og friðar með þeirri
ósk, að úr megi rætast þeim
erfiðleikum, sem nú steðja að
í bili.
Megi árið 1950 verða öllum
íslendingum
1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
.»•
MEÐAL ANNARA ORÐA .... |
|IIIIIIII■IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII|II||■IIIIIIII■IIIIII■IIIIIIIIIIIII■I■■I"•""••'IIIIIIIII■■IIIII||||||||||||||||||||||||I■IIIIIIII■IIIII■ ■
f Vesfur-Þýskalandi vanlar 5 milj. íbúða
Eftir Jack Henry,
frjettaritara Reuters.
FRANKFURT AM MAIN. —
Sjerfræðingar í húsasmíði frá
Bandaríkjunum, sem hjer dvelj
ast, telja, að með sama gangi
þá muni taka allt að 30 árum
að reisa þær 5.000.000 íbúða,
sem vantar nú í V-Þýskalandi.
Þessi mikli húsaskortur stafar
af skemmdum þeim, er urðu í
styrjöldinni svo og flóttamanna
straumnum frá A-Þýskalandi.
• •
SÆTA GAGNRÝNI
ÞÝSKA stjórnin er sýnu bjart-
sýnni, þar sem hún telur, að
endurreisninni verði lokið á 15
til 20 árum a. m. k. að miklu
leyti.
Stjórnin mun hefja fram-
kvæmdir í þessum málum með
því að veita 2.200.000.000
þýskra marka (um 180.000.000
sterlingspunda) til smíði 250
þús. íbúða á ári komanda.
Þeir, sem til V-Þýskalands
koma, undrast oft það víðtæka
viðreisnarstarf, sem þar verður
vart. En sjerfróðir menn um
húsasmíði hafa deilt fast á þýsk
yfirvöld og húsagerðarmenn
fyrir lausn þessa vandamáls.
Telja þeir, að þýskir húsagerð-
armeistarar, verkfræðingar og
verktakar gæti grætt á að
kynna sjer nýjar aðferðir, sem
þróast hafa í Bandaríkjunum
og ýmsum Evrópulöndum.
Til að mynda hafa Svíar öðl-
ast nýja tækni í húsagerð, og er
hún áreiðanlega athyglisverð.
í Hollandi hefur mönnum líka
orðið mjög ágengt við að end-
urreisa borgir.
• •
ÓNÓG SKIPULAGNING
BANDARÍSKUR húsagerðar-
fræðingur leggur til, að sett
verði á stofn upplýsingastofa í
Þýskalandi á borð við þá, sem
til er í Rotterdam, þar sem húsa
gerðarmeistarar, verkfræðingar
og verktakar geta aflað sjer
fræðslu um ný efni til húsa-
gerðar og tækni. Hefur þessi
sjerfræðingur, Cox, gagnrýnt
þýsk yfirvöld fyrir ónóga skipu
lagningu þessara mála. Hann
segir, að skipulag sje fyrir
hendi, en það hefur ekkert fast
undir fótum. Skipulagning hef-
ur verið góð í sumum borgum,
en yfirleitt verða góðar tillög-
ur og hugmyndir að víkja fyrir
tilraunum til að láta gamlar
götur halda sjer.
• •
VANTAR LEIKVELLI
COX finnur að því, að lítið sem
ekkert hefur verið gert til að
sjá börnum fyrir leikvöllum í
grennd við heimili þeirra, enda
þótt yfirvöldin hafi haft nóg ó-
byggt rúm til ráðstöfunar. —
Margir ,eru á sömu skoðun og
Cox að þessu leyti.
I HÖNDUM
EINSTAKLINGA
M I K L A R húsasmíðafram-
kvæmdir urðu fyrir atbeina ein
staklinga einvörðungu, uns
stjórnin tilkynnti áætlun sína
nú fyrir skömmu. Það er ef til
vill þess vegna, sem gengið hef
ur betur um öflun nauðsynlegs
vinnuafls og efnis til verslun-
arhúsa en íbúða og skóla.
• •
GRUNNURINN LAGÐUR
STUÐNINGSMENN núverandi
iyrirkomulags segja, að nauð-
syn krefji til að hjól viðskipt-
anna taki að snúast að nýju.
Hafi þær þúsundir verslana og
skrifstofna, sem þotið hafi upp
á undanförnum 18 mánuðum
átt ríkulegan hlut að efnahags-
viðreisn V-Þýskalands.
• •
ÞÝSK ATORKA
MEÐAN þessu vindur fram
gætir hinnar venjulegu atorku
og vinnuhraða Þjóðverjanna við
þessar framkvæmdir. Margir
vinna næturlangt við ljós til
að geta efnt vinnusamningana.
Fróðir menn um húsagerð
hyggja líka, að þessi atorku-
semi og dugnaður leiði til þess,
að endurreisnin taki miklu
skemmri tíma en 30 ár, ef vís-
indin verða látin segja eljusem-
mni fyrir verkum.