Morgunblaðið - 06.01.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.01.1950, Blaðsíða 8
8 IUORGUNPLAÐIÐ Föstudagur 6. janúar 1950. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með LesbóE, kr. 15.00 utanlands. Framboðslistarnir MÖRGUM er minnisstætt, þegar kunnur krati, sem stund- um hefur verið álitinn standa nálægt kommúnistum, komsl svo að orði.í Alþýðublaðinu um flokks- og skoðanabræðui sina í bæjarstjórnarminnihlutanum, að þeir væru bæjar- stjórnarmeirihlutanum bæði „hugsjónasnauðari og hand ónýtari“. Er þetta rifjað upp hjer, því að ekki virðast hir.ii þrír andstöðuflokkar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn hafa látið þessa áminningu sjer að kenningu verða. ★ Nýlega hafa framboðslistar rauðliða við bæjarstjórnar- kosningarnar í Reykjavík verið lagðir fram. Fullyrt var um langt skeið, að Framsókn hefði ákveðið að hafa Rannveigu Þorsteinsdóttur í einu efsta sæti listans, en það er til marks um það, hvert orð hún hefur getið sjer meðal Reykvíkinga eftir tæplega tveggja mánaða þingsetu, að Framsókn treystist ekki að hafa hana á oddinum. Eru nú vinsældir hennar meðal Reykvíkinga lagðar að jöfnu vinsældum Eysteins Jónssonar, og finnst víst flestum ekki við mikið að jafnast. í efsta sæti listans setja Framsóknar- menn óþekktan mann, sem er atkvæðalítill talinn af þeim láu, sem 'til þekkja. „Nytsamur sakleysingi“ í öðru sæti listans gerir þá grein fyrir veru sinni hjá Framsókn, því grein þurfti fyrir verunni þar að gera, að stefna Framsókn- arflokksins í sjúkrahúsmálum höfuðstaðarins sje svo æski- leg. Er þá líklega átt við það, að Framsóknarmenn á þingi greiddu atkvæði gegn fjárframlagi til sjúkrahúsbyggingar í Reykjavík. Á lista kommúnista eru tveir gamlir fallkandidatar, sem Reykvíkingar hlökkuðu yfir að vera búnir að losa sig við. Þetta hefur kommúnistum verið ljóst, því að nú á að tryggja kosningu þeirra eins rammlega og hægt er, því að þeir eru settir í tvö efstu sætin. Steinþóri Guðmundssyni og Birni Bjarnasyni er sparkað af listanum, en þeir menn, sem settir eru í staðinn eru slíkir, að kommúnistar mega hafa sig alla við,-ef þessum sætum á að halda og mun það samt verða torsótt. Kvennaslagur nokkur mun hafa verið á heimili krata með þeim afleiðingum að konur munu þar ekki hafa áhrif í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili. Það tekur varla að nefna þr breytingu, að skipt hefur verið um fulltrúa Alþýðublaðs- ins á listanum, en það má alla kjósendur einu gilda, nema aumingja Helga, sem er færður niður. ★ Það ber að harma, að mannval á listum andstæðinga Sjálf- stæðisflokksins skuli ekki vera meira en raun ber vitni. Bænum er nauðsynlegt, að sem flestir bæjarfulltrúanna sjeu valdir menn. Þetta hafa Sjálfstæðismenn skilið og tryggt bæjarbúum kost slíkra manna með skipun fram- boðslista síns. Sex hinna átta efstu eiga nú sæti í bæjar- stjórn, en meirihluti hennar hefur haldið svo á málefnum bæjarins, að Reykjavík er best stæða bæjarfjelagið á landinu og eru framkvæmdir hjer þó mun meiri en annars staðar. Sjöundi maður listans er góðkunnur, Guðmundur H. Guð- mundsson, form. Iðnaðarmannafjel. Reykjavíkur. Hefur hann verið varafulltrúi þetta kjörtímabil, oft starfað sem aðalfulltrúi og á sinn þátt í góðri stjórn bæjarins. í áttunda, níunda og tíunda sæti eru allt ungir menn, sem þegar hafa unnið margt gott. Pjetur Sigurðsson stýrimaður er einn menntaðasti sjómaður, sem við eigum, sonur Sigurðar Pjet- urssonar, skipstjóra á Gullfossi. Pjetur er kennari við Stýri- mannaskólann og stjórnar sjómælingum á sumrin. Hann var um eitt skeið formaður Stýrimannafjelagsins. Birgir Kjaran er hagfræðingur, sem unnið hefur að ýmsum við- skiptamálum fyrir ríkisstjórnina. Sveinbjörn Hannesson verkstjóri er velþekktur, sjerstaklega meðal verkamanr.a. Hann er varafulltrúi og hefur starfað í bæjarstjórninni s.l. kjörtímabil. Hann er form. Óðins, fjelags Sjálfstæðisverka- manna og sat um nokkur ár í stjórn Heimdallar. (•: Þegar hvorttveggja er fyrir hendi, framúrskarandi góð •stjórn bæjarins á undanförnum árum og valið lið á lista 'flokksins, þá fer ekki hjá því, að Reykvíkingar tryggi Sjálf- ‘/stæðismönnum glæsilegan sigur í bæjarstjórnarkosningun- >um. ______ rar: \Jílwerjl áhripa ÚR DAGLEGA LÍFINU Stúlkan, sem ekki kom. HÚSMÆÐURNAR fá ekki að- stoðarstúlkur, þótt vel sje boð- ið, kaup og fríðindi. Þetta er orðin nokkuð gömul saga. Sum heimili hafa verið svo heppin, að fá erlendar stúlkur, en ís- lenskar vilja ekki vera vinnu- konur. Enda hafa þær öðrum hnöppum að hneppa og nóg að gera fyrir betra kaup. í gær varð jeg samferða kunn ingja mínum og hann sagði mjer söguna af stúlkunni, sem hann átti von á til aðstoðar á sínu heimili um áramótin. En stúlkan kom ekki. Varla hægt að lá henni. ÞESSI STÚLKA hafði áður ver ið á sama heimili og kunr.að vel við sig. Samdist svo um, að hún kæmi aftur 1. janúar. En fyrir nokkru barst brjef frá henni þess efnis, að hún sæi sjer ekki fært að fara úr þeirri vinnu, sem hún væri í, þar sem henni væru greidd þar svo góð laun. Stúlkan vinnur að fram- leiðslu verkamannafatnaðar í sveitaþorpi á Suðurlandi og seg ir í brjefinu, að þær sjeu 10 stúlkur sem vinna þar að sömu framleiðslu og að þær fái 70— 90 krónur á dag í kaup. Það er varla hægt að lá stúlk unni, þótt hún vildi ekki fara í vist. • Þar eru stúlkurnar. OG ÞETTA er ábyggilega ekk- ert einsdæmi. Fjöldi ungra stúlkna, sem myndu vera í vist, sem kallað er, vinna nú á verkstæðum, sem framleiða ýmislegt, sem er miður þarf- legra en verkamannaföt. Það er sama sagan og með sjómanninn, sem ságt var frá á dögunum, sem fjekk meira kaup í landi við framleiðslu leikfanga, en fiskiveiðar á ný- sköpunartogara.. • Fleiri gangstjetta- grindur. ÞAÐ VAR þarfaverk, að setja upp grindur við gangstjettir á fjölförnustu gatnamótunum. — Þær hafa borið tilætlaðan ár- angur og eiga vafalaust eftir að forða mörgum slysum og koma betra lagi á umferð gangandi fólks, sem síður æðir í blindni út á umferðargöturnar, en áð- ur. Og slíkar grindur mættu koma víða, t. d. við kvikmynda- húsin Austurbæjarbíó, Stjörnu- bíó og jafnvel við Gamlabíó líka. Stöðugur bílastraumur. INNGANGURINN í þessi kvik- myndahús er við aðalgötur, þar sem stöðugur straumur er bif- reiða. Snorrabraut, Laugavegur og Ingólfsstræti. Þegar fólkið kemur úr kvik- myndahúsunum gengur það venjulega út á akbrautina. — Menn eru þá stundum annars hugar. Grindur við gangstjettir á þessum stöðum myndu ósjálf- rátt dreifa mannfjöldanum og forða því, að menn æði í hugs- unarleysi beint út á götuna. • Skrautið tekið niður í DAG er þrettándinn. Þeir, sem halda við gömlum þjóðleg- um siðum, munu gera sjer daga mun. Ennþá kann það jafnvel að vera venja á sumum heimil- um, að „spila út jólin“. Einnig mun jólaskrautið verða tekið niður í dag. Miss- litu perurnar í görðunum,, jóla trjen á götunum, skrautið í búðargluggunum og á heimil- unum. Jólin eru liðin hjá í þetta sinn. Góðar gjafir OG ÞEGAR við tökum niður jólatrjen, sem staðið hafa upp- lýst á almannafæri síðan á jóla föstu, ættum við að minnast gefendanna, Reykvíkingsins, sem er búsettur erlendis og send ir alltaf jólatrje á Austurvöll, Osloar og Bergen, sem sendu okkur trje, sem hafa verið mörgum til auenayndis undan farna daga. Þetta voru vina- hót, sem við eigum ekki að gleyma. Vafalaust hafa viðkom andi yfirvöld bakkað það á virðulegan hátt og — almenn- ingur þakkar fyrir hugulsem- ina. Fótbrotni jólasveinninn GAMALL góðkunningi Reyk- víkinga fótbrotnaði á gamlárs- kvöld. Það var jólasveinninn í sýningarglugea Haraldar Árna sonar. — Hann hefir staðið þarna árum saman um jólaleyt ið með ljóskerið sitt. En svo varð bað einhver dóni, sem hrinti manni inn um rúð- una á gamlárskvöld. — Sem betur fór, meiddi maðurinn sig ekki mikið, en jólasveinninn fót brotnaði. Vonandi að fóturinn verði „gróinn“ fyrir næstu jól. | MEÐAL ANNARA ORÐA .... | ■ I 'MIMIIIIMIMMmMMMimil||||||||||||||||||||immilMIIMMIMIIIIIimiimmmilimilMMM"IMMIMmillllllMIIMIIIIIIIIIIII»3 Atökin um dofnun sjónvarpssíöðyar í Svisslandi Eftir John Myers. frjettamann Reuters GENF: — Hjer stendur nú mikill styr um, hvort sett skuli á stofn ríkissjónvarp í Sviss- landi eða ekki, og fer deilan um þetta mál harðnandi. Sam- bandsstjórnin hefir afráðið, að á þessu ári skuli fara fram til- raunir til undirbúnings mál- inu, hvort eða hvenær sem verð ur svo úr framkvæmdum. • • STYRINN STEND- UR DJÚPUM RÓTUM ÞAU rök, sem færð eru með og móti sjónvarpinu, virðast eiga sjer stoð í tveimur skaphafnar- einkennum Svissíendingsins: — Ástinni á tækni og fjandskap við hvað eina, sem stutt getur að því, að vald eða áhrif safn- ist á eina hönd. Menn sætta sig við útvarpið vegna þess, að hver og einn getur, hvenær sem hann vill, skipt um stöð og hlýtt á nýja dagskrá á einhverju af tungu- málunum þremur,sem töluð eru í landinu, þýsku, frönsku og ítölsku. Þannig er engin hætta á, að menn verði neyddir til að hlusta á nokkuð það, sem minnir á eina alráða yfirstjórn. • • VIÐKVÆMT MÁL EN sjerfróðir menn segja, að Svissland geti ekki borið nema eina „ríkis“-sjónvarpsstöð, og þessvegna er það, sem þetta verður svo viðkvæmt og erfitt mál í Svisslandi, miklu meira vandræðamál en annarsstaðar: Hvar á að setja aðalsendistöð- ina. í Svisslandi er valdinu mjög dreift, einnig að hvert fylki (kantona), sem í ríkinu er, hef- ir víðtækt vald. Er hörð keppni með yfirvöldum einstakra staða. • • KRYTUR MILLI FYLKJA ÍBÚARNIR í Zurich-fylki eru til að mynda fyrst og fremst Zurichmenn, þar næst eru þeir svissnesk-þýskir í hugsunar- hætti, þá svissneskir — en æ- varandi keppinautar allra ann- arra fylkja og þá fyrst og fremst þeirra, þar sem franska og ítalska er töluð. Jafnvel þótt svissneska sambandsstjórnin bæri giftu til að leysa það vanda mál á viðunandi hátt, í hvaða fylki ríkissjónvarp skuli reist, þá er ekki allur vandi þar með úr sögunni. Mörg viðfangsefni eru þó óleyst, og þá fyrst og fremst kostnaðurinn við þetta áhættufyrirtæki. • • KOSTNAÐARSÖM DAGSKRÁ KOSTNAÐURINN við sendi- stöðina sjálfa verður ekki svo ýkjamikill, heldur fyrst og fremst kostnaðurinn við dag- skrána. Til hennar ýrði að leigja mikið efni svo sem film- ur frá Bandaríkjunum, Bret- landi og Frakklandi. Þeir, sem berjast gegn sjónvarpstöðinni, segja, að þessi kostnaður verði isvo mikill, að reksturhalli sje óumflýjanlegur. Til gamans skal getið hjer ummæla aðalblaðsins í Genf. Blað þetta „La Suisse“, hefir barist með oddi og egg gegn því, að sett verði á stofn sjón- varpsstöð í Sviss, og hefir lýst átakanlega, hvernig þesskonar fyrirtæki muni gína yfir skoð- unum fólksins: „Það er betra að bíta í skjaldarrendurnar og æpa heróp, meðan enn er hægt að stemma stigu fyrir óláninu heldur en stynja máttvana, þeg ar það hefir dunið yfir“, lýkur blaðið máli sínu.______ 100 fonn af eggjum OSLO, 5. jan. — Norska versl- unarmálaráðuneytið veitti í dag leyfi sitt til að flutt yrðu út 100 tonn af eggjum til Sviss- lands og Vestur Þýskalands. — Reuter. Hraðamet LONDON — Nýtt hraðamet var nýlega sett á flugleiðinni Lond- on—Stokkhólmur. Metið setti sænskur flugmaður, sem flaug þessa 935 mílna vegalengd á tveimur klukkustundum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.