Morgunblaðið - 06.01.1950, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.01.1950, Blaðsíða 12
12 M O RGV N B L AÐ I Ð Föstudagur 6. janúar 1950. w ' Mmningarorð HalEdér iénsson frá Hnausi HALLDÓR JÓNSSON frá Hnausi kveður í dag vinahópinn og þessa tilveru okkar mannanna, og verð ur hann lagður til hinstu hvíldar í Fossvogsgarði. T. ÍFæddur var hann hjer í Reykja v|k 5. mars 1885 og hefði því orð- ið hálfsjö+ugur á komandi vori. Hann var sonur hjónanna Sig- ujjveigar Jónsdóttur og Jóns fiSkimatsmenns Magnússonar. — Fimm ára gamall fór hann í fóst ur til ekkjunnar Gróu Guð- niundsdóttur, er reyndist honum séha besta móðir. Guðmundur, sonur Gróu, var honum eldri að árum. Var Halldóri mjög hlýtt til hans cg nefndi hann jafnan „fóstra“ sinn. Systur Guðmundar tvær voru Halldóri einnig sem systur. Er önnur þeirra enn á lífi, ekkjan Margrjet Thorlacius. í'Hjá Gióu fósturmóður sinni, að Háholti í Gnúpverjahreppi, var Halldó’’ uns hún dó. Var það að vori tii. En um haustið hafði hann misst Guðmund ,,fóstra“ sinn úr taugaveiki. Halldór var þá fjórtán vetra og hafði verið sendur eítir meðölum handa Guðmundi, en veiktist upp úr því sjálfur. Lá þá öll fjölskyldan um tíma í taugaveiki. Fjögur niæstu árin var Halldór fyrir- Vinna hjá uppeldissystrum sín- um í Háholti. Þá var hann um tíma lausamaður þar eystra, eða þangað til hann kvæntist fyrstu konu sinni, Guðrúnu Jónasdótt- ur. Bjuggu þau um nokkurra ára skeið að Huáusi í Árnessýslu. — Kenndi, Hr’ldór sig við þann bæ æ síðan Varð þeim hjónum sex barna auðið. Eru þrjú þeirra dá- in, en á lífi eru Jónas, hinn kunni sundgarpur, Jón og Svanbjörg, öll gift og búsett í Reykjavík. Eftir ao flalldór fluttist aftur tíl Reykjavíkur var hann um tíma sjómaður. Gerðist hann þá fiskkaupmaður, en stundaði síð- a:n í mörg ár fisksölu fyrir Jón og Steingrím. ; Halldór frá Hnausi var þrígift úr. Miðkonu sína, Sigríði Sig- hvatsdótt ir, missti hann 1931. ■— Með heni i átti hann fimm börn. Tvö eru dáin, en á lífi eru dæt- ur tvær 'ijer í Reykjavík, Ingi- björg og Sigurveig, og þriðja dóttirin, Kristín Sigrún, gift í Ameríku. Tvívegis stóð Halldór einn uppi með barnáhóþinn. Bera börn hans honum nú þann vitnisburð, Bð þeim hafi hann reynst sem faðir og rnóðir. Síðustu konu sinni, Rósu Tómásdóttur frá Hamrahóli, Ása- hreppi, kvæntist Halldór 1939. Ólst upp hjá beim Tómás, son- ur hennar Reyndist Halldór honum eigi síður en sínum börn- um. Tvö barnabörn voru einnig hjá þeim hjónum í nokkur ár. Halldór frá Hnausi var maður barngóður, glaðlyndur og vin- sæll. Hann var söngmaður góð- ur og söngelskur mjög, enda meðlimur karlakórs um tíma. Fyndinn var hann með afbrigð- um, kunni vel að'segja frá og var frábærilega minnugur bæði á ljóð og sögur. Síðast á Gaml- árskvöld söng hann eftir minni, sálminn nr. 440: „Nú hjeðan burt í friði jeg fer, ó, faðir, að vilja þínum“, og hafði þá orð á því, að um næstu áramót mundi sín ekki njóta við. „Vil jeg“, sagði hann, „að þessi sálmur verði sunginn yfir mjer“. Ekki vissi neinn til að hann þá kenndi sjer nokkurs meins. En í dag verður þessi sálmur sunginn yfir líkbörum hans. Sorgin kveður sjer stundum ó- vænt hljóðs á mestu gleðistund- um lífsins. Andlát Halldórs frá Hnausi bar að með sviplegum hætti. Varð hann bráðkvaddur í svefni Nýjársnótt, að heimili sínu Ásvallagötu 17. ■— Ástvinir hans eiga um sárt að binda, og þá ekki síst dóttirin í hinu fjar- læga landi. Halldór frá Hnausi var hag- mæltur vel og munu ýmsar tæki- færisvísur hans í minnum hafð- ar. En lítt flíkaði hann gáfu sinni. Ástvinunum mun nú finn- ast við eiga ljóðið, sem hann orti eftir elskaða dóttur sína, Gyðu, 1943: „Þín andlátsfregn mjer óvænt barst að eyra, jeg ekki trúði, en fanst mig hafa dreymt. Ó, hvílík sorg, að sjá þig ekki meira þú sól míns lífs, jeg fæ þjer aldrei gleymt“. Vinur. Skuldlðus elgn Bún- aðarfaankans 26,7 milljónir SAMKVÆMT efnahagsreikn- ingi Búnaðarbanka Islands nemur skuldlaus eign bankans nú rúmlega 26,7 milljónum króna. Skuldlaus eign Byggingar- sjóðs er rúml. 11.4 millj., rækt unarsjóðs 6,2 millj., sparisjóðs- deildar 5,5 millj., veðdeildar 1,5 millj., viðlagssjóðs 1,3 millj., nýbýlasjóðs 415,7 þús., smábýladeildar 304,3 þús. og loðdýralánsdeildar 13,5 þús. Eritrea veldur áhyggjum ASMARA, 4. jan. — Breskur liðsauki kemur nú til Eritreu og bráðlega kemur breskt her- skip til hafnarborgarinnar Massawa, sem er um 80 km NA af höfuðbor'ginni, Asmara. Lögregluliðið í þessari fyrrver- andi nýlendu Itala verður auk- ið og tæki hennar aukin. Landstjórinn, Greville Drew, hefir lýst því yfir,. að breska stjórnin „lítur mjog alvarleg- um augum á fregnir þær um morð og ofbeldi“, sem borist hafa undanfarið frá Eritreu. •—Reuter. - Alþingi Framh. af bls. 9. ekki heildarlausn fyrir 1. mars, en á það vildi stjórnin leggja megin áherslu. Áki Jakobsson tók til máls síðastur, áður en matarhlje var gefið í gærkveldi. Fundur hjelt svo áfram í gærkveldi. 600,000 ferðamenn LONDON, 5. jan. — Bretar búast við því, að fleiri erlendir ferðamenn heimsæki þá í ár en 1949. Er áætlað. að tala ferða- mannanna verði yfir 600,000 þar af um 146,000 frá Banda- ríkjunum. — Reuter. * — Rímnafjelagið Framhald af bls. 2 samþykktir endurskoðaðir reikningar fjelagsins. Fjelaga- mönnum hafði fjölgað um rjett 100% frá síðasta aðalfundi (nóv. 1948). Lögum samkvæmt átti einn maður að ganga úr stjórn efíir hlutkesti, og kom upp hlutur forseta. Lögin heimila ekki end urkosningu, og var Pjetur Ottesen alþm. einróma kiörinn forseti fjelagsins. Fundurinn tjáði fráfarandi forseta af mikilli alúð þakkir sínar íyrir alt það gagn, er hann hafði unnið fjelaginu frá upphafi þe§s, og jafnframt voru Alþingi tjáðar þakkir fyrir góðan skiln- ing á starfi f jelagsins og drengi legan stuðning við það. Nokkrir af fjelagsmönnum kvæðafjelagsins Iðunnar og sömuleiðis formaður Kvæða- mannafjelags Hafnarfjarðar, voru gestir á fundinum og var komu þeirra tekið með fögn- uði. Fundinum lauk með því, að dr. Björn K. Þórólfsson flutti einkar fróðlegt og skemmtilegt erindi um Þórð Magnússon skáld á Strjúgi, höfund hinna frægu Rollantsrímna, sem í ráði er að dr. Björn gefi út fyr- ir fjelagið. Ekki geta þó þær rímur komið út að sinni því að til þess er útgáfa þeirra allt- of flókin og umfangsmikið verk. ■ IMytaarsfest m. IMiddag ! ■ ■ og Bal afholdes i Tjarnarcafé paa Söndag, d. 8. Januar : 1950 Kl. 3 Em. Danske med Familie og Venner velkomne. » Billetter faas i Skermabúðin, Laugaveg 15. ■ Det Danske Selskab i Reykjavik. ; ÞRETTÁND AD AN SLEIKUR: : ■ ■ ■ Eldri dansarnir ■ í Ingólfskaffi í kvöld klukkan 9. | Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 8. Sími 2826. pii»iiiiinniiiioin»iiinimni»nnmm*Mmmiiiimiiiiiiiiiiiiiinniiiiiiim«niim»iMiiiiiuiii»i!iinim*«mintrtmmni*iiiiiimiiiítimnrniiiiiiiMrni j Maiitús ék ák ák Cf (mmmiiiiiiiiiiiiiiiiiitinimiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimmiii Eftir Ed Dodd iiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiimmiiimmiiiiiiiimiimmimmiiii — Oh, bölvaðir bjórarnir, þarna hafa þeir byggt stífluna sína að nýju. — Já, eina leiðin til að hrekja þá burt, er víst að nota sprengiefni. — Ágæt hugmynd .... Þá gerum við það. Sprengjum alla stífluna á háa loft. — Já og kannske drepast bjór arnir um leið. — Afrekaskrá Framh. af bls. 9. Gerasimtjuk, Rússland .... 14.58 Seheurer, Sviss ......... 14.58 Stangarstökk: Lundberg, Svíþjóð ......... 430 Kataja, Finnland .......... 425 Olenius, Finnland ......... 424 Scheurer, Sviss........... 423 Kaas, Noregur ............. 421 Denisenko, Rússland ....... 418 Knjasev, Rússland ......... 418 Osolin, Rússland .......... 418 Sillon, Frakkland.......... 415 Hommonay, Ungverjaland .. 414 — Vinnuskólínn Frh. af nls. 6. rekstri vinnuskólans. Það, að bærinn gengur í ábyrgð, þýð- ir að gjaldþegnar bæjarins taka á sig ábyrgðina. Því verði bær- inn að borga skuldir fyrir vinnu skólann, þá verður hann að fá það endurgreitt í auknum út- svörum. Vonandi þarf bærinn ekki að hafa fjártjón af rekstri vinnuskólans. En stjórn vinnu- skólans fannst rjett, að mæta þessari ábyrgð bæjarins og velvild og vinsemd bæjarbúa í garð vinnuskólans, með því að hann ljeti Akurnesinga ganga fyrir kaupum á framleiðslu skól ans, með rýmilegum kjörum, miðað við verðlag á grænmeti. Munu hjer nefnd nokkur dæmi um mismunandi verðlag hjer og í nærliggjandi kaupstöðum. Þegar verð á hvítkáli var 4,00 kr. kg., þá seldi vinnuskól- inn Akurnesingum það á 3,00 kr. kg. heimsent. í sumar þeg- ar markaðsverð á rófum var 5,00 kr. búntið, þá var búðar- verð á Akranesi 4,00 kr. kg. Verð á rófum til neytenda var í haust 3,00 kr. kg., þá fengu Akurnesingar heimsend ar rófur á 2,00 kr. kg. Skölinn vill taka það fram, að með þessari sölu telur hann sig ekki hafa spillt verðlagi fyrir bændum eða öðrum garð yrkjumönnum, því utan Akra- ness seldi skólinn varning sinn á því hámarksverði, er gilti hvert sinn. Lokaorð Nemendur unnu allir eitthvað við skógrækt bæjarins. Lítils- háttar var unnið við sjóbað- strönd bæjarins og sjúkrahúslóð ina. En garðræktin var aðal vinna nemenda vinnuskólans, og með þeirri vinnu hugðist skólinn veita þá verklegu kennslu, sem nemendum var. ætlað. Telur skólinn, að eftir sumarstarfið sjeu nemendur skólans betur færir um að hafa á hendi smá garðrækt heima hjá sjer. Einnig væntir skólinn þess, að hann hafi vakið skiln- ing einstakra nemenda á verð-. mætum íslenskrar frjómoldar. En aðalmarkmið skólans og það þýðingarmesta, er að hann hefir forðað hópi unglinga frá því að slæpast aðgerðarlausir á götum bæjarins heilt sumar. Hvað miklu verðmæti hefir ver ið bjargað með því, verður ekki reiknað. Eitt er víst, að það er meira en 4.664.65 kr. virði, sem var hallarekstur skólans í ár. Einnig má benda á, að laun unglinganna er fundið fje, því þau verðmæti, sem vinnuskól- inn skapaði, hefði ekki orðið til, ef skólinn hefði ekki verið starfræktur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.