Morgunblaðið - 29.01.1950, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.01.1950, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ SunnUdagur 29. janúar 1950 Ungfrú Rannveig hrædd við framv, iiff m íbúðaskattinn Framsóknariólkið viil ekki kannast vió króann Ftannvelg hrædd við f rumvarpið EINU sinni var talað um „vit- lausa manninn í útvarpinu". — Þeim, sem hlýddu á útvarpsum- ræðurnar s.l. fimmtudag, mun lengi verða minnisstætt, þegar þeir hlustuðu á „hræddu kon- una“ í útvarpinu. Nú er hún orðir. svo skelfd yfir íbúða- skattsfrumvarpi sínu, að hún geystist upp í útvarp, til að fá þar útrás fyrir hræðslu sína. Hún kennir fljótræði um Frök. Rannveig sagði, að frumvarp hennar um íbúðaskatt irm væri, aðeins á fyrsta stigi, og eftir væri að íhuga öll rök málsins. Það var fallegur vitnisburð- ur, sem hún gaf frumburði sín- um á löggjafarþingi þjóðarinn- ar Ákefðin við smíði hans var svo mikil, að öll skynsamleg íhugun varð að bíða fram á síð- ai i stig málsins. Það átti að vera fljótræði einu að kenna. en ekki illvilja, hve margir gall ar eru á þessu smíði ungfrúar- innar. kannast við þennan uppáhalds- króa flokksins. Páll Zophóníasson segir, að þessi mistök öll sjeu ungfrú Rannveigu að kenna. Hún hafi samið frumvarpið og með því ekki aðeins eyðilagt flokkinn hjer í bænum, heldur einnig útilokað að hjeðan í frá komi til mála að senda sjálfa ung- frúna aftur til framboðs. | Rannveig segir aftur á móti, að allt sje þetta úr Páli Zoph. og Skúla Guðmundssyni. Þeir hafi flekað sig, óreynda, til að taka að sjer óburðinn. Reykvíkingar láta sjer fátt um finnast þessar gagnkvæmu ásakanir Framsóknarflokksins. Þeir vita, sem er, að það er að- eins almenn andúð bæjarbúa, sem hefir fætt af sjer þessar afneitanir foreldranna á óskap aðinum. Þær afneitanir boða það þó ekki, að eina afleiðingin af öllu þessu frumhlaupi Fram sóknar verður sú, að Reykvík- ingar munu snúa baki við fram- bjóðendum Framsóknar við þessar kosningar. Segir að þetta sje gömul afturganga Ekki kom þetta þó alveg heim við það, sem Rannveig sagð: næst. Þá fullyrti hún, að f: imvarpið hefði verið flutt á þingi oft áður, þessv. var mál- ið. sem sje ekki alveg á „fyrsta ,stigi“, heldur gamall kunningi. Hættan af honum átti svo sem ekki að vera mikil. Frumvarpið hefði ætíð fram að þessu sofn- að í nefnd, og gerði því engum tjón. Þeim mun betra færi hefðu flutningsmennirnir haft, til að korrta þessum vanmetagemling í það horf, sem þeir vildu, áð- ur en þeir komu honum á fram- færi ennþá einu sinni. Vill koma króanum á aðra En með því að rifja upp, að frumvarpið er marg upp tekið stefnumál Framsóknarflokks- j ins. vildi Rannveig raunar gefa í kyn. að hún væri ekki höfund ^ ur frumvarpsins. Það væru eldri þingmenn flokksins, sem! t' <6 hefðu samið og verið bún- ir að flytja það, áður en hún settisí á þingbekkina. Menn hafa heyrt það fyrr, að feður særu fyrir börnin sín. E't nokkur nýlunda er það, að tnæðurnar sjeu einnig teknar upp á þeim hætti. - Sjálfsagt á þessi yfirlýsing að gefa til kynna, að nú sje ung- frú. Rannveig búin að koma á algeru jafnrjetti karla og k, anr.a. Enginn vill vera upphafs- rriiaður frumvarpsins Sannleikurinn er sá, að nú yiii enginn Framsóknarmaður Lúaleg árás á Hallgrím Benedikhson ÞJÓÐVILJINN ræðst í gær með offorsi á Hall- grím Benediktsson fyrir það, að hann hafi flutt á þingi í fyrra þingsálykt- unartillögu um að draga bæri úr útgjöldum rikis- ins, leggja niður taprekst- ur ríkisins, þar sem ein- staklingar geta innt sama hlutverk af hendi með á- góða, og dtaga úr gjöldum ríkisins vegna almanna- trygginga, vegna þess eins og flm. komst að orði, að „ríkissjóður greiðir styrid samkvæmt Iögunum til á- gætlega efnaðra manna“. Þetta kallar Þjóðviljinn „árás á alþýðu manna". Sýnir það því best mál- efnafátækt kommúnista, þegar þeir reyna að gera „kosningabombu“ úr þessu degi fyrir bæjarstjórnar- kosningar. Enda skaðar þessi árás, þótt lúaleg sje, ekki Hall- grím Benediktsson eða dregur úr þeim öruggu vinsældum, sem hann hef- ur áunnið sjer með ára- tuga starfi í þessu bæjar- fjelagi. Lygar Sigfúsar um fjárhag bæjarins reknar ofan i hann í tíuncfi sinn SIÐUSTU „afrek" Sigfúsar Sig urhjartarsonar í kosningabar- áttuni eru þau, að taka nokkr- ar tölur úr yfiiliti unv reikn- ingsjöfnuð bæjarsjóðs 31. dcs. og þykist með þeim sanna, að Sjálfstæðismenn hafi „svikist um“ hitt og þetta. ALLT BLEKKINGAR EF EKKI BEINAR FALSANIR Dæmi: 1. Samkvæmt fjárhagsáætl- un var áætlað að verja til nýrra gatna og holræsa kr. 5.000.000, en til ýmsra skyldra framkv. kr. 500,000 00. alls kr. 5.500.000 I reikningsyfirlitinu, sem Sig- fús vitnar til, segir: IX, 3 Nýjar gölur .......... 4 Til annaía verkl. framkv. . . 6-11 Vegna gatna (grjótkurl og fl.) ................... Þetta er samtals Sigfús tekur einungis efsta liðinn og segir að Sjálfstæðis- menn hafi ..svikist“ um að gera götur fyrir 1,3 milj. króna árið 1949. Hann veit, að með öðrum verkl. framkvæmdum eru tald- ar verulegar fjárhæðir, sem í rauninni tilheyra fyrsta liðnum, t. d. hluti Laugardagsholræs- isins, auk þess sem liann slepp- ir síðasta liðnuni, að vísu ekki nema rúml. 433 þús. kr„ og því óvenjulega lítil fölsun hjá svo þaulæfðum sjónhverfinga- manni. 2. Sigfús segir, að Sjálfstæð- ismenn hafi „svikist“ um að greiða áætlað lánsframlag til Sogsvirkjunarinnar, IJ/2 milj. kr. I reikningsytirlitii'íg. sem hann vitnur til, segir m. a. að viðskiftaskuldir skuldunauta við bæjarsjóðinn hafi aukist á árinu um kr. 3.379.871,01. Sig- fús veit mæta vel, að meðal skuldunauta bæjarsjóðsins er Rafmagnsveitan, og að bæjar- sjóður er því raunverulega bú- inn að greiða lánsframiagið um áramótin. þó það hafi ekki verið „millifært“. Þetta var því vísvitandi blekk- ing hjá Sigfúsi. En reikningsyfirlitið segir meira, sem Sigfús þegir um (og Áætlun Reikn. 5.000.000 3.731.163,18 500.000 1.387.827.53 433.608,53 5.500.000 5.552.599,24 það er líka fölsun að þegja um þýðingarmiklar staðreyndir). Þar segir t. d., að tekjur Hita- veitunnar, að meðtöldum eftir- stöðvum frá 1948 nemi um 7,5 milj., en greiðslur vegna Hita- veitunnar rúml. 9.8 milj. kr. Þetta sýnir, eins og Sigfús veit, að Reykjahlíðarveitan nýja hefir verið lögð fyrir fram lög úr bæjarsjóði án sjerstakr- ar lántöku að svo stöddu. Þetta var aðeins dæmi um samviskusemi og „heiðarleg- heit“ Sigfúsar, þegar hann er að ræða um fjárhagsafkomu bæjarsjóðs. Rjetfarhöld yfir njósnurum í Júgó- davíu BELGRAD, 28. jan.: í Júgóslav íu fara enn fram rjettarhöld yfir 8 njósnurum og spellvirkj- um, sem voru sendir inn í land- ið til höfuðs Tito marskálki. -— Kominform sendir þá. Einn þess ara sakborninga, sem er Búlg- ari, sagði við rjettarhöldin í dag, að honum hefði verið sagt, að með vorinu mundi komin- form senda vopnaða flokka inn í landið. Þessi maður viður- kenndi að hann hefði sjö sinn- um farið inn í Júgóslavíu á ó- löglegan hátt. — Reuter. Ásfralía viðurkennir ekki kommúnisfa- jfjómina SIDNEY, 28. jan.: — Spender, utanríkisráðherra Ástralíu, er nýkominn heim af ráðstefnu samveldislandanna í Colombo. Ljet ráðherrann svo um mælt í dag, að Ástralíumenn mundu ekki viðurkenna hina nýju kommúnistastjórn Kínaveldis að sinni. Eftir samveldisráð- stefnuna fór ráðherrann í heim- sókn til Indlands og Pakistan. — Reuter. Kjósið D-listann Orðsending irn D - listnnum VEITINGA3ALIR Sjálfstæðishússins eru opnir allan kjördaginn fyrir stuðningsmenn D-listans, en þar er jafnframt upplýsingamiðstöð Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn — konur og karlar— sem ekki eru ráðnir til fistra starfa við kosningarnar, mundu að- stoða flokkinn með því að vera þarna til taks til ígripa, ef á þyrfti að halda. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Framsókn reynir að gera konurnar að W - •••: ginningarfíffum í HAUST þóttust Framsóknar" menn sýna kvenþjóðinríi veru- lega sæmd með því að setja konu í efsta sæti á þinglista sín- um. Auðvitað sáu flestir, að hjer var um helbera blekkingu að ræða. Ekki umhyggja fyrir kvenþjóðinni, sem rjeði bragði Framsóknar, heldur löngunir. til að krækja sjer í atkvæði. En of margar konur ljetu blekkjast og kusu ungfrú Rann veigu á þing. Árangurinn af því sjest nú í íbúðarskattsfrumvarpinu, sem ætlað er til að eyðileggja heim- ilislíf bæjarbúa. Hollusta Framsóknar við kvenframbjóðendurna reyndist og ærið völt. Framsóknarmenn hafa líkur til að koma einum fulltrúa að í bæjarstjórnina. Ef þeir hefðu meint nokkuð af því, sem þeir sögðu í haust, að þeir vildu tryggja konu sæti, hefðu þeir nú auðvitað sett konu í sitt efsta sæti. Þeir fóru ekki þann ig að, heldur settu konuna í annað sætið í þeirri von, að geta notað konuna á ný sem beitu, á sama veg og ungfrú Rannveig var notuð í haust. Með þessu hafa Framsóknar- menn sannað, að fyrir þeim vak ir það eitt, að hafa konurnaf að ginningarfíflum. Þegar þar við bætist ferill ungfrú Rann- veigar, á hinum stutta þing- setutíma hennar, munu þær ekki verða margar, reykvísku konurnar, sem láta Framsókn blekkja sig að þessu sinni. Kommúnisfar yfirfýsfir andsfæiingar Sogsvirkjunarinnar EITT helsta áhugamál kommúnista í bæjarstjórn arkosningunum hefir ver- ið að heimta, að íslending ar hyrfu úr Marshallsam starfinu. Þetta mundi leiða til þess að Sogsvirkj unin frestaðist um óákveð inn tíma. Reykvískir verkamenn, iðnaðarmenn og bílstjórar mundu þess vegna verða af þeirri vinnu, sem þeim er brýn nauðsyn að fá við þcssar miklu framkvæmdir. OIlu atvinnulífi bæjar- búa væri stefnt í beinan voða, ef frestur yrði á framkvæmdum Sogsvirkj unarinnar, frá því sem ætlað er. Rafmagnsins er brýn þörf hið allra fyrsta. Og eins áburðarverk- smiðjunnar, sem hægt verður að kom 1 upp þeg ar virkjun írafoss er lok- ið. Yfirlýsingar kommún- ista eru ótvíræðar. Ef þeir kynnu að vinna á við þess ar kosningar, er mikil liætta á, að þetta mikla nauðsynjafyrirtæki stöðv- ist, öllum til óþurftar öðr um en þeim, sem þurfa að sýna auðsveipni gegn liúsbændunum í Moskva. T

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.