Morgunblaðið - 29.01.1950, Side 4

Morgunblaðið - 29.01.1950, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 29. 'janúar 1950 Frðmsókn vildi ennþá verri úrræói en íisúðarsketfinn Haiidór rrsálmaskáid'" iöðrungar hina skinhelgu skrifiinna Tímans. HALLÐÓR ,,sálmaskáld‘‘, sem ásamt öðrum skriffinn- im Tímans, hefir nú fyrir kosningarnar skrifað af mestri skynhelgi um Ijelegar og heilsuspillandi íbúðir hjer í bæ, þolir ósköp illa að minnt sje á fyrri ummæli hans varðandi íbúðahúsabyggingar í Reykjavík. Þegar Jóhann Hafstein benti á í útvarpsumræðum, að Halldór hefði í janúar 1948 talið „ósæmilegt frá alþjóðasjónarmiði að leyfa nýbyggingar í Reykjavík til almennra íbúða“, segir Halldór í Tímanum, að þetta sje blekking — og Jóhann Hafstein sje ,,nautheimskur“. • Orð Halldórs um byggingarm. standa þó óhrekjanlega í Tímanum frá 23. jan. 1948 og alls ekki tilfærð með nein- um blekkingum. í þessari grein var Halldór að „agitera11 fyrir opinberri húsnæðisskömmtun og meðan að það þjóðþrifaráð væri ekki upp tekið, væri ósæmilegt að leyfa byggingar í P.eykjavík. Að taka herbergi af íbúð- um fólks með valdi í skjóli opinberrar skömmtunar er enn ein blessunin, sem Framsókn \41di færa Reykvík- ingum í húsnæðismálunum! En svo kemur löðrungurinn, sem Halldór gefur ájer og starfsbræðrum sínum við Tímann í áðurnefndri grein — og sem enn hefir ekki verið vakin athygli á. Hann er að tala um ljelegu íbúðirnar í Reykjavik — og kemst síðan svo að orði: „En hinu megum við ekki gleyma, að þó að íbúar þessara húsa í Reykjavík eigi sjer ef til vill háværa talsmenn — EINKUM KRINGUM KOSNINGAR — (taki menn eftir! — hvern skyldi þetta hitta óþyrmilegar en Halldór sjálfan) eru hliðstæð húsakynni og ekki betri, heimili fólks út um land, bæði í sveitum og þorpum. (Jæja! —- var það*svo!) Því fer því alls fjarri, að hvergi þurfi að koma endur- bótum við, nema í Reykjavík“. Halldóri ,,sálmaskáldi“ hefði áreiðanlega verið holl- ast að þegja og láta sem minnst á sjer bera í þessum málum — eins og svo mörgum öðrum sem hann gasprar um. — Jeg fylgi Sjálfsfæðisflokknum: JMargrjef Halldórsdóffir: Frelsisunnsndi framfaraflokkur £EM svar við spurningunni, 1 vegna hvers jeg fylgi stefnu Hjálfstæðisflokksins, vil jeg taka þetta fram: Jeg er stefnu flokksins fylgj andi fyrst og fremst vegna þess. að hún miðar að velsæld og bættri afkomu allra í þjóð- fjelaginu, einkum hinna fá- tæku. Hún stuðlar að hjálpfýsi, er kærleiksrík og miðar að því -að halda í heiðri einstakhngs- .framtaki. Sjáthfæðisfóik! Hafið í huga hvar þið vor- uð búsett á manntali í árs- lok 1948. Eftir því heim- ilisfangi fcr það í hverjum hinna þriggja skóla þið eigið að kjósa. D-listinn. Sjálfstæðisflokkurinn vernd- ar land sitt og þjóð, vill að stjett vinni með stjett til al- mennra framfara í landinu. — Sjálfstæðisflokkurinn er and- vígur allri ánauð og þrælkun, og heldur í heiðri almennum mannrjettindum. svo sem trú- frelsi, málfrelsi og athafna- frelsi. Frjálshuga menn, sem vernda vilja þjóðerni og tungu, og forðast vilja höft og þving- un, vilja vera sjálfbjarga í lengstu lög, fylkja sjer um Sjálfstæðisflokkinn. Margrjet Halldórsdóttir. 29. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 1,35. Síðdegisflæði kl. 14,10. Næturlæknir er í læknavarðstof-' unni, simi 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki, simi 1760. Næturakstur annast Litla bílstöð- in, simi 1380. Helgidagslæknir er Guðmundur Eyjólfsso.i, Uthlið 3, simi 80285. I.O.O.F. 3=1311308=F1. Sjálfstæðisflokkurinn Aðal-kosningaskrifstofa flokks- ins í dag er í Sjálfstæðishúsinu, simi 81430. Bílasímar D-LISTANS Miðbæjarskólahverfi, 7100. Austurbæjarskólaliverfi, 81222. I.augarnesskólabverfi, 81434. KÓSIÐ SNEMMA — KJÓSIÐ DLISTANN. Afmæli Sextugur er i dag Sigurður Einars- son, fyrrum bóndi í Gvendareyjum, nú til heimilis á Klöpp, Ytri-Njarð- vik. Brúðkaup 1 gaer voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Vilborg Jóhannesdóttir og cand. theol. Gunnar Sigurjónsson, . Þorsgötu 4. j 1 gær voru gefin saman í hjóna- band af sjera Kristni Stefánssyni, ungfrú Ingigerður Karlsdóttir, Hverf- isgötu 51. Hafnarfirði og Njáll Har- aldsson, Langholtsvegi 41, Reykja- vik. Heimili ungu hjónanna verður að Hverfisgötu 49, Hafnarfirði. Laglega orkt I Þessa visu orkti Lárus Salómonsson lögregluþjónn, er hann var á varð- göngu i Austurstræti fyrir nokkrum kvöldum. Mannasætt fær bölið bætt, brigðin þætti slítur. Líf er fætt af einni ætt einum mætti lýtur. D-LISTINN Aðeins með því að kjósa D-LIST- ANN tryggið þið bænum ykkar ör- ugga stjórn. — KJÓSIÐ D-LISTANN Hjónaefni 1 gær opinberuðu trúlofun sina ung frú Þóra Hallgrimsson, Sóleyjargötu 29 og stud. med. & dent. Haukur Clausen, Freyrjugötu 49. Opinberað hafa trúlofun sína ung- frú Edith Riegel frá Lúbeck og lón Níelsson, Ilelgafelli, Mosfellssveit. REYKVÍKINGAR trúið þið því að andstæðingar Sjálfsta-ðisnianna geti, með lirossa- kaupum sín á inilli, stjómað bæn- um svo vel fari? — Spyrjið sjálfa ykkur. Svarið verður áreiðanlega X fyrir framan D-LSTANN í dag. Sjálfstæðismenn í Seltjarnarneshreppi Kosningaskrifistofan verður að umli, ()" er sími liennar 4077. Bevbi ræðir viS Farouk konung KAIRO, 28. jan.: — Bevin, ut- anríkisráðherra. Breta ræddi við Farouk Egyptalandskonung í dag. Einnig ræddi hann við forsætisráðherra landsins, Na- has Pasha. Voru ráðherrarnir hinir broshýrustu að fundi sín- um loknum, þar sem þeir ræddu ýmis alþjóðamálefni. Kvenfjelag Hallgrímskirkju heldur fund í Aðalstræti. 12 á morg un kl. 8,30 e.h. — Frú Guðrún Ágústsdóttir og Kristín Einarsdóttir skemmtameð söng. Enginn má sitja heima á kjördegi, Mætið snemma á kjörstað og kjösið D-HSTAIVN. Kvennadeild Bridgefjelagsíns heldur spilakvöld kl. 8 annað kvöld í Mjólkurstöðinui. REYKVÍKINGUM þykir vænt um bæinn sinn. Þeir sýna það í dag með því að fylkja sjer um D-LISTANN. Reykvísk æska Sjálfstæðisflokkurinn einn er Þessi gúmmítappi, sem er nýj- ung frá U.S.A. er i öílum sínum einfaldleik mjög hentug uppfinn- ing. llann er liolur að innan og ineð því að styðja á stönginu, sem stendur upp úr honuin verður liunn lengri og um leið mjórri, og er þá auðvelt að koma lionura nið- ur í flöskustút. Þegar stönginni er svo sleppt dregst tappinn sanian og verður loftþjettur. þess megnugur að hindra ofbeldi kommúnista. Ef Sjálfstæðismenn töpuðu nieirihlutu í bæjarstjórn yrðn kommúnistar forustuflokkur rauðliðu, sem öllu niundi ráða. Hvaða æskumaður sem eitthvað litigsur uni framtið sina og þjóðar- innar kýs yfir sig slíka stjórn. — Gegn koniniúnistum. — Með Reykjavík X D-LISTINN. Heimdellingar Sýnið enn einn sinni mátt ykkar í starfi. Tryggið sigur Sjálfstæðis- flokksins í kosningunum. X D-LISTINN. Skipafrjettir Eimskip; Brúarfoss fór frá Reykjavík í gær- kvöld til Akureyrar. Dettifoss fer frá Rotterdam 30. jan. til Antwerpen. Hull, Leith og Reykjavikur. Fjall- foss fer frá Reykjavík 30. jan. til Leitli, .Fredrikstad og Menstad í Noregi. Goðafoss er í Heykjavik. Lag arfoss fer frá Kaupmannahöfn 29. jan. til Álaborgar og Reykjavíkur. Selfoss er í Reykjavík. Tröllafoss fór frá New York 23. jan. til Reykja- vikur. Vatnajökull er í Harmborg. E. & Z.: Foldin fór frá Grimsby síðdegis í gær til Amsterdam. Lingestioom er á leið frá Færeyjum til Amsterdam. Ríkisskip: Hekla var á Akureyri í gær á vest urleið. Esja er í Reykjavík og fer þaðan n.k. þriðjudag vestur um land til Akureyrar. Herðubreið var á Hornafirði í gær á norðurleið. Skjald breið er á Húnaflóa á suðurleið. Þyr- ill er i Reykjavík. Skaftfellingur á að fara frá Vestmannaöyjum á morgun til Reykjavíkur. S. í. S.: Arnarfell er í Abo í Finnlandi. Hvassafell er í Álaborg. Eimskipafjelag Reykjavíkur; Katla er á Eyjafirði. D-LISTINN er listi Sjálfstæðisflokksins. — Kjósið D-LISTANN. Utvarpið Sunnudagnr: 8,30 Morgunútvarp. — 9.10 Veður fregnir. 11,00 Messa í Hallgríms- kirkju (sjera Sigurjón Ámason). 12,15—13,15 Hádegisútvarp. 15,15 Utvarp til Islendinga erlendis: Frjett- ir. — Erindi (Thorolf Smith blaða- maður). 15,45 Miðdegistónleikar: a) Sjö ameriskir söngvar eftir Arthur Bliss (plötur). b) 16,00 Liiðrasveit Reykjayíkur leikur. Stjórnandi Paul Pampichled. 16,30 Vc-ðurfregnir. — 18.25 Veðurfregnir. 18,30 Barnatimí (Hildur Kalman): a) Dregið um verð laun í sönglagagetrauninm á nýárs- dag. b) Frjettatími barnanna. c) Upp lestur: „Þegjandadalur", saga eftir Huldu (Ríbert Arnfinnsson les). 19,30 Tónleikar: „Rake’s Progress“, danssýningarlög eftir Gavin Gordon (plötur). 19,45 Auglýsingar. 20,20 Frjettir. 22.20 Samleikur á klarínett og píanó: Sónata eftir Stanford (Egill Jónsson og dr. Urbantschitsch). 20 35 F.rindi: Steinunn Egilsdóttir húsfreyja á Spóastöðum (sjera Sigurður Einars son). 20.55 Tónleikar (plötur). 21,05 Upplestur: „Máttur jarðar“, bókar- kafli eftir Jón Björnsson. 21,30 Tón- leikar: „Rósariddaiinn" svita eftir Richard Strauss (plötur). 22,00 Frjett ir og veðurfregnir. 22,05 Danslög (plötur) — og kosningafrjettir. — Dagskrárlok á óvissum tíma. Mánudagur: 8,30 Morgunútvarp. — 9,10 Veður fregnir. 12,15—13,15 Hádegisútvarp. 15.30—16.30 Miðdegisútvarp. — (15,55 Veðurfregnir). 18,25 Veður- fregnir. 18,50 íslenskukennsla; I. fl. -— 19,00 Þýskukennsla; II. fl, 19,25 Þingfrjettir. — Tónleikar. 19,45 Aug lýsingar. 20,00 Frjettir. 20,30 Ut- varphljómsveitin: Þjóðlög frá ýmsum löndum. 20,45 Um daginn og veg- inn (Baldur Pálmason). 21,05 Erin- söngur : Lawrence Tibbet syngur (plötur). 21,20 Erindi: Hæfileikapróf (Ása Jónsdóttir kennari). 21,40 Tón- leikar( plötur). 21,50 Lög og rjettur (Ólafur Jóhannesson prófessor). 22,00 Frjettir og veðurfregnir. 22,10 Ljett lög (plötur). 22,30 Dagskrárlok. ÞAD MÁ ENGINN sannur Reykvíkingur sitja Iieima á kjördegi. Farið snemma á kjör- stað og kjó'.ið D-LISTANN. Erlendar útvarpsstöðvar Noregur. Bylgjulengdir: 19 — 25 — 31,22 — 41 m. — Frjettir kl. 06,06 — 11,00 — 12,00 — 17,07 — Auk þess m. a.: Kl. 15,05 Síðdegis- hljómleikar. Ki. 16,00 Þjóðlög. Kl. 16.45 Joliann Sebastian Bach. Kl, 18,00 Sunnudagshljómleikar. Kl. 19,00 Heimilið. Svíþjóð. Bylgjulengdir: 1588 og 28,5 m. Frjettir kl. 18 og 21,15. Auk þess m. a.: Kl. 15,50 Grammó fónhljómleikar. Kl. 18,15 Symfóníu hljómleikar. Kl?20,30 Ingiid Magnus son syngur með kabarethljómsveit- inni. Danmörk. Bylgjulengdir: 1250 og 31,51 m. — Frjettir kl 17,45 og kl. 21,00. Auk þess m. a.: Kl. 17,15 Sunnu- dagshljómleikar. Kl. 18,30 Leikrit eft- ir Stanley Houghton. Kl. 20,15 Norð ur-Kanada. REYKVÍKINGAR hafa ekki liug á að koma mal- efnuni liæjar sins í öngþveiti. Þess vegna fylkja þeir sjer um Ð.LIST- ANN ú kjördegi. MEÐ ÞVÍ AÐ KJÓSA D-LISTANN, og aðeins með því að kjósa D- LISTANN, gela Ueykvíkingar trygt bænum örugga og farsæla stjórn. Ffeiri konur í kjöri enfyríBretlandi LONDON, 28. jan.: — í kosn- ingum þeim til breska þings- ins, er fram fara hinn 23. febr- úar n.k., verða fleiri konur í kjöri en nokkru sinni fyrr þar í landi. Fyrir verkamannaflokkinn bjóða sig fram 40 konur, 37 fyr- ir íhaldsflokkinn, 36 fyrir frjáls lynda og 9 fyrir kommúnista eða 112 alls, auk þeirra, sem kunna að bjóða sig fram utan þessara flokka. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.