Morgunblaðið - 29.01.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.01.1950, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 29. janúar 1950 Útg.: H.f. Árvaxur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, í lausasölu S0 aura eintakið, 71 aurg m«f fceabiMBI kr. 15.00 utanlands. Fram til sigurs I DAG ganga kjósendur í kaupstöðum og kauptúnum lands- ins að kjörborði til þess að velja sjer forustumenn fyrir Sjermálum sínum næstu fjögur árin. í dag fella kjósendurn- ir sinn úrslitadóm eftir að hafa síðustu vikurnar hlýtt á málflutning þeirra manna og flokka, sem bjóðast til að veita þeim leiðsögu. Hjer í höfuðborginni hefir kosningabaráttan verið hörð- ust, enda er úrsht kosninganna hjer örlagarík, ekki aðeins íyrir Reykjavík heldur landið í heild. Um áratugi hefir örugg og traust umbótastjóm stýrt málefnum höfuðborg- Erinnar. Með gætinni fjrámálastefnu hefir tekist að tryggja góða afkomu bæjarfjelagsins, meðan fjárhagur ríkisins og þeirra bæjarfjelaga, sem búið hafa við stefnuleysi sam- stjórnarskipulagsins, hefir farið síversnandi. Með þessa staðreynd í huga ganga reykvískir kjósendur að kjörborði í dag. Allir viðurkenna, að margt er enn ógert hjer í bæ, en meðhliðsjón af reynslu liðinna ára vita bæjar- búar það, að engum flokki er betur treystandi til þess að leysa vandamál bæjarfjelagsins en Sjálfstæðisflokknum. Meðan blöð og ræðumenn andstöðuflokkanna hafa síðustu vikurnar reynt á allan hátt að blekkja bæjarbúa og rang- færa staðreyndir, hafa Sjálfstæðismenn í blöðum sínum og fundum lagt sig fram um að útskýra hið raunverulega eðli vandamálanna og í senn greint frá hinum fjölþættu fram- kvæmdum bæjarfjelagsins og bent á raunhæfar leiðir til úr- bóta í hverju máli. Þessi víðtæka fræðsla Sjálfstæðismanna um bæjarmálin byggist á því, að staðreyndirnar tala skýrast máli Sjálfstæð- isflokksins. Sigur Sjálfstæðisflokksins er undir því kominn, sð bæjarbúar skoði staðreyndirnar í rjettu Ijósi. Andstæð- ingamir treysta hins vegar á dómgreindarskort fólksins. En það er einmitt heilbrigð dómgreind og raunsæi Reyk- víkinga, sem enn einu sinni mun verða andstæðingum Sjálfstæðisflokksins að falli í þessum kosningum. Bæjar- búar vita það, að Reykjavík er blómlegasta bæjarfjelag þessa lands einmitt vegna þess, að málefnum bæjarbúa hefir verið stjórnað í anda Sjálfstæðisstefnunnar. Hver einasta stjett bæjarbúa nýtur góðs af þeim stórstígu framförum, sem hjer hafa orðið. Þess vegna er það, að fylgi Sjálfstæð- isflokksins meðal allra stjetta vex ár frá ári. Sjálfstæðismenn biðja Reykvíkinga ekki um neina misk- unn í dómum þeirra um stjórn Sjálfstæðisflokksins á mál- efnum þeirra. Þeir biðja aðeins um það að verða dæmdir af verkum sínum með sanngirni og rjettsýni. Þeir viður- kenna hiklaust, að margt er enn óunnið, enda geta fram- farirnar aldrei orðið svo miklar, að ekki sjeu ætíð nóg verkefni fyrir frjálslyndan og víðsýnan umbótaflokk. Sjálfstæðismenn bjóðast nú til að stjórna málefnum höf- uðborgarinnar áfram í anda þeirrar umbótastefnu, sem þeir til þessa hafa fylgt. Og um leið benda þeir aðvarandi á það upplausnarástand, sem verða myndi, ef meiri hluta aðstöðu Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn yrði hnekkt. Ástandið í stjórn landsmálanna er gleggsta sönnunin um það öngþveiti og ýmiskonar spillingu, sem fylgir í kjöl- far sambræðslu flokka með gerólík stefnumið. Enginn sann- ur Reykvíkingur mun vilja stuðla að því, að bær hans, og um leið efnahagslegt öryggi hans sjálfs, verði upplausninni að bráð. Eina ráðið til að koma í veg fyrir það, er að tryggja Sjálfstæðisflokknum meiri hluta í bæjarstjórn. Þar með fær bæjarfjelagið í senn örugga og framfarasinnaða stjórn. Andstæðingar Sjálfstæðismanna hafa sjálfir staðfest það, að öngþveitið muni halda hjer innreið sína, ef Sjálfstæðis- flokkurinn missir meiri hluta sinn. Efsti maður á lista sósíal- ista hefir staðfest það, að samstarf vinstri flokkanna sje óhugsandi og um leið hefir efsti maður á lista Alþýðuflokks- ins lýst því yfir, að hann vilji ekki samvinnu við Sj álf- stæðisflokkinn. Er hægt að fá skýrari sönnun fyrir því, hversu glæfralegt það væri fyrir hag bæjarfjelagsins að hafna forustu Sjálfstæðismanna? Allir sannir Reykvíkingar munu því í dag sameinast um að tryggja bæ sínum örugga og umbótasinnaða stjóm. Eng- inn má sitja heima, því að úrslitin geta oltið á einu atkvæði. rar: werji ilzrifa ÚR DAGLEGA LÍFINU • Skyldur borgaranna í DAG eru Reykvíkingar spurð- ir að því hverjum þeir vilji fela forsjá bæjarfjelagsins næstu fjögur árin. í lýðfrjálsum lönd- um hafa borgararnir þau rjett- indi, að þeir geta valið sjer for- ystumenn. Það eru dýrmæt- ustu rjettindi borgaranna,. en um leið fylgja þeim rjettindum skyldur, 'sem enginn má skor- ast undan. Til þess að vilji fólksins í heild komi fram þurfa allir at- kvæðisbærir menn, að greiða atkvæði. • . Mál sem alla varðar STJÓRN bæjarmálanna varðar hvern og einn einasta einstakl- ing, Traust viðsýn og frjálslynd bæjarstjórn. Bæjarstjórn, sem kann að halda á fje bæjarbúa, sem þeir 'leggja í sameiginlegan sjóð til framkvæmda í bænum, tryggir gott bæjarfjelag. Sundurleit, ósammála glund- roðastjórn, þar sem hver hend- in er upp á móti annari, getur ekki stjórnað svo vel fari og af- leiðingarnar koma fyrst og fremst niður á einstaklingun- um. Reynt að æra menn í BARÁTTUNNI fyrir að ná hylli fólksins grípa sumir flokk ar til þess ráðs, að reyna að æra menn og eru engin ráð þá tal- in of auvirðileg. Þetta hafa Reykvíkingar sjeð í þeirri kosningabaráttu, sem á undan er gengin. Minnihluta- flokkarnir í bæjarstjórn hafa borið fram hinar furðulegustu firrur í þeirri von, að þeir gætu ruglað dómgreind kjósenda. ■— Flestir kjósendur sjá í gegnum blekkingarvefinn, en þó hefir það komið fyrir, að ófyrirleitn- um stjórnmálamönnum hefir tekist að afla sjer stundarfylg- is með blekkingum. í dag kem- ur það í ljós, hvort þetta hefir tekist hjer í Reykjavík, en jeg tel það ótrúlegt. • Einfalt dæmi REYKVÍKINGAR þekkia af reynslunni hvernig Sjálfstæðis menn hafa stjórnað þessum bæ. Reykvíkingar vita hvað þeir hafa haft og þeir geta líka gert sjer í hugarlund, ef hjer ætti að verða hristings-bæjarstjórn, þar sem enginn einn flokkur hefir meirihluta, hvernig fara myndi. Dæmin eru um það úr öðr- um bæjum. T. d. Vestmannaeyj um. Þar hefir glundroðabæjar- stjórn gjörsamlega farið með fjárhag bæjarfjelagsins á ein- um fjórum árum. • Abyrgðarlaus borgarstjóri BÆJARBÚAR verða að gera sjer í hugarlund hvað myndi ske í þessu bæjarfjelagi, ef eng inn einn flokkur fengi meiri hluta í bæjarstjórn. Bæjarstjórn in á að kjósa framkvæmda- stjóra fyrir höfuðstaðinn. Mann inn. sem mest veltur á fyrir afkomu bæjarfjelagsins. Fulltrúar eins minnihluta flokksins hafa sagt: ,,Það er alt í lagi. Við myndum koma okkur saman um að ráða ein- hvern embættismann í stöð- una. Með öðrum orðum ábyrgðar- lausan mann, sem ekki bæri ábyrgð gagnvart neinum, nema sjálfum sjer. — Glundroðaflokk arnir myndu þá geta sagt þegar illa fer: „Þetta ráðum við ekki við. Það er borgarstjóranum að kenna. Við skulum reka hann og fá annan. — En þá væri skað inn skeður og alt um seinan. Og ef ábyrgðarláus borgar- stjóri, sem ekki þyrfti að svara til saka við neinn, gerði skyssu, myndi hann yppta öxlum og segja: Talið við bæjarstjórnina um það. Þetta kemur mjer ekki við. Leppur SLÍKUR borgarstjóri yrði ekki annar en leppur, eða leiksopp ur í hendi stjórnmálaflokka, sem gætu skelt skuldinni hver á annan. Það vill svo vel til að við höfum dæmin fyrir okkur frá bæjum úti á landi, þar sem bæj arstjórar hafa hlaupið úr vist- inni á miðiti kiörtímabili. Eigum við að láta slíkt end- urt'aka sig hjer? — Nei! aldrei. Sterk stjórn er aðalatriðið í DAG gera kjósendur í Reykja vík sjer Ijóst, að fyrir þetta bæiarfjelag er bað aðalatriðið að fá sterka stjórn. Aðeins einn flokkur hefir möguleika til að fá meirihluta — Sjálfstæðis- flokkurinn. Hann hefir eert þenna bæ að sterku, heilbrigðu og hraustu bæjarfjelagi. Við skulum ekki eyðileggja það, sem gert hefir verið, með því að láta glundroðan kom- ast að. Hvar í flokki, sem menn hafa áður staðið, þá verða þeir fyrst og fremst að hugsa um sinn eigin hag og hag bæjar- fjelagsins og það gera þeir best með því að trveaia Sjálfstæðis- flokknum glæsilegan sigur í dag. Munið að oltið getur á einu einasta atkvæði. Þessvegna, kjósið öll D-listann. .. I MEÐAL ANNARA ORÐA . ni imiiiiniimiiniiintniniiiiiiiiiiiniiiiiiiinniniiiiiininiiniiiiiiiiniiiiiiiimnniiiiiiiiniiiiiiiimBj Afmælisbarn heiðrað austan járntjalds Virðingarmerki í SAMBANDI við sjötugsafmæli Stalins, sem almenningur aust an járntjalds fjekk að minn- ast á svo rækilegan hátt og leppflokkarnir utan tjaldsins hjeldu hátíðlegt með barnaleg- um lofræðum og lotningarfull- um hólgreinum, var frá því skýrt í frjettum, að sumir ein- ræðisflokkar kommúnista í Austur-Evrópu hefðu ákveðið að sýna Moskvuleiðtoganum virðingu á/þessum merkisdegi, með því að efna til nýrra og stórfelldra hreinsana. Svo kann að vera, að fregn þessi hafi þá ekki vakið verð- skuldaða athygli, að hún hafi horfið bak við sex metra skegg ið nafntogaða, sem skrýddi and litsmyndir einræðisherrans á byggingum í hinum kommún- istisku hiöfuðborgum. • • SPEGILMYND ÞÓ SKYLDU menn ekki láta hjá líða að íhuga það andartak hvað felst á bak við hreinsana- frjettina. Hún er svo táknræn um þá stjórnarhætti, sem kom- múnistar aðhyllast, að merki- legt má teljast. Hún er svo skýr spegilmy.nd af einræðinu, að á betra verður alls ekki kos- ið. Rómverskir einræðiskeisar- ar urðu frægir að því að efna til hátíða, sjálfum sjer til heið urs, þar sem lýðnum meðal annars gafst kostur á að horfa á, er óargadýr rifu á hol varn- arlausa bandingja og þræla. Á tuttugustu öldinni þykir kom- múnistaforsprökunum sem æðsta leiðtoganum sje ekki meiri heiður sýndur en með því að efna til nýrra hreins- ana, það er að segja ofsókna, sem einkennist af fjöldahand- tökum, fjöldafangelsunum og líflátsdómum. • • GÓÐ HUGMYND EKKI verður því mótmælt, að þetta var að ýmsu leyti vel til fallið hjá litlu einræðisherr- unum, sem sækja fyrirskipan- ir sínar til stóra herrans ? Kreml. Á því herrans ári 1950 eru hreinsanir sem sje höfuð- einkenni einræðisflokka og það vopnið, sem þeir treysta best. Hreinsanir eru á hinn bóginn óþekkt fyrirbæri í lýðræðis- löndum, þar sem hnefarjettur- inn hefir fyrir löngu vikið fyrir kjörseðlinum.. Litlu einræðis- herrarnir gátu því ekki valið öllu betri leið, til þess að sanna það fyrir leiðtoganum mikla á afmælisdegi hans, að þeir hefðu engu gleymt úr skólum hans í Moskvu, hjeldu tryggð við kenn irtgar hans og hikuðu ekki við að sýna það í verkinu. EKKERT AÐALATRIÐI HITT er svo annað mál, hvort hreinsanirnar. sem Stalin fjekk í afmælisgiöf, hafi orðið til að auka á hróður hans í augum lýðræðissinna. Það er sannast j að seg.ia næsta ólíklegt. En víst má ætla, að í auffum rússneska einræðisherrans hafi slíkt tal- ist til aukaatriða. Enda er það vitað. að hðfi'ðtil(raneurinn með hreinsunum er einmitt sá, að losa einrseðicherrann við þessa höfuðandstæðinoa, lýðræðis- sinnana, sem eru svo ótrúlega hugrakkir, að halda uppi merki frelsisins. hótt aHt í krineum þá logi ofbeldisbál einræðisins. Vel má vera að vísu, að eitt- hvað af átt.avilltum kommún- istum slæðist með í hreinsunun um. En þó er það vitað, að meg inborri mannanna, sem frá ófriðarlokum hafa orðið fyrir barðinu á bessu uppáhalds- vopni einræðisseggjanna, telst til lýðræðisaflanna, sem enn hafa ekki gefið upp vörn í leppríkjunum rússnesku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.