Morgunblaðið - 29.01.1950, Page 14
14
MORGVNBLAÐIÐ
SunDudagur 29. janúar 1950
Framhaidssagan 23
BASTIONS-FÓLKIÐ
Eítir Margaret Ferguson
Litla eplablóm og langa
svarta reykjarpípan
■ii i
„Ne-i“, sagði Sherida hik-
andi. „Hún ætlar ekki að fara
é dansleikinn. Hún var að
hringja í Crowdy lækni til þess
að segja honum það“.
„Ætlar hún ekki að fara?
Hvers vegna ekki?“.
„Hún segist vera með tann-
• pínU“.
Hann sá á svip Sheridu að
hún mundi ekki gefa honurn
frekari skýringu, þrátt fyrir
þetta hálfgerða loforð, sem
hann hafði tekið af henni. —
Hann gekk þegjandi í gegn um
anddyrið og út í garðinn.
Leah var komin inn í garð-
• inn og stóllinn hennar stóð á
einni flötinni fyrir ofan brekk-
una. Sólargeilsarnir ljeku sjer
um nýútsprungnar páskaliljur,
sem stóðu í þjettri breiðu. —
Leah horfði á blómin og Mall-
ory stóð að baki hennar og
virti hana fyrir sjer. Allt í
einu fann hann til meðaumk-
unar með henni. Vorið var
erfiður tími fyrir Leah .... og
fyrir þau bæði. Veðráttan var
éstillt, skýjafar og vindar,
trjen laufguðust og blómin
sprungu út hvert í kapp við
annað. Það var eins og þessar
breytingar í náttúrunni krefð-
ust endursvars frá mönnunum.
En hvorugt þeirra var þess
megnugt. Þau urðu að sitja hjá
og horfa á vorkomuna, og
vegna þessa vanmáttar, þá var
þeim innst í hjarta sínu illa
við vorið.
Hann gekk niður þrepin og
til hennar. Hún leit í áttina til
hans og brosti.
„Jeg ætti líklega að koma
mjer inn og fara að koma ein-
hverju í verk. Vesalings Sher-
ida hlýtur að vera farin að ör-
vænta um að jeg geri neitt
fyrir leti. Viltu hjálpa mjer
inn?“.
„Liggur nokkuð á? Þú hefur
gott af að vera úti í sólskin-
inu“. Hann beygði sig niður
til að taka flugu úr eyranu á
einum hundinum, og bætti við
með uppgerðar kæruleysi:
„Jane ætlar ekki að fara á dans
leikinn í kvöld. Hún sagði
Sheridu að hún hefði tann-
pínu“.
„Hvað þá?“, hrópaði Leah
upp yfir sig og leit undrandi á
Mallory. „En það getur ekki
verið. Hún var ekki með neina
tannDÍnu fyrir fimm mínút-
um. Ó, því lætur hún svona?“.
Hún sló annarri hendinni á stól
bríkina. „Já, auðvitað. Það er
mjer að kenna. Jeg sagði dá-
lítið afskaplega kjánalegt við
hana úti á klettunum áðan.
Nei, það var ekki um Simon“.
Hún leit ögrandi á Mallory.,
„Þú hafðir á rjettu að standa
um það. Hún er orðin nógu
gömul til þess að ákveða sig
sjálf, um slíka hluti. Það var
bara það .... Það var einhver
undarleg kennd, sem greip mig
í dag. Það var eins og einhver
illur fyrirboði, og jeg hef ekki
fundið til þess síðan daginn,
sem hún og Logan voru nærri
drukknuð".
„Og þú hefur sagt henni
það?“, sagði Mallory og beygði
sig aftur yfir hundinn.
„Jeg .. það kom óvart út
úr mjer. Þegar hún fór að tala
um að hún væri hrædd við að
aka í þoku. Jeg bað hana að
biðja Simon að aka varlega.
Það var allt og sumt. En mjer
datt aldrei í hug að hún mundi
taka það svona. Hún verður að
fara. Jeg hringi í Simon“.
„Jeg held að þú ættir ekki
að gera það, Leah. Hún er bú-
in að hringja sjálf og sagðist
ekki geta farið af því að hún
væri með tannpínu. Það er
engin ástæða til að gera hana
hlægilega í augum hans. Hún
er nógu gömul til þess að á-
kveða það, hvort hún vill fara
eða ekki. Viltu koma inn núna.
Það hefur dregið ský fyrir sól-
ina“.
Hann snjeri stólnum og ýtti
honum upp brekkuna, sem
hafði verið gerð aflíðandi. svo
að Leah gæti komist hjálpar-
laust um garðinn.
„Mallory, þú ert reiður mjer
fyrir þetta“, sagði Leah. „Jæja,
þú getur varla verið reiðari en
jeg er sjálfri mjer. Jeg vildi
óska, að Jane hætti að vera
svona viðkvæm f.yrir því sem
jeg segi. Jeg er alltaf að vona
að hún sje vaxin upp úr því og
sjóndeildarhringur hennar hafi
víkkað, en það situr alltaf við
það sama. Jeg verð að vera svo
varkár, þegar jeg tala við hana.
Jeg man það að minnsta kosti
ábyggilega næst. En þetta er
svo kjánalegt, því að Simon
ætlaði að koma hingað ein-
hvern tímann í dag til mín og
þá spyr hann auðvitað um
Jane“.
„Jeg mundi ekki skipta mjer
frekar af þessu í þínum spor-
um. Jane er búin að ákveða að
fara ekki“.
„Jeg vildi að þú talaðir við
hana og reyndir að koma vit-
inu fyrir hana“. Rödd Leah
titraði lítið eitt af reiði. „Það
er svo erfitt fyrir mig. Ef hún
væri mitt eigið barn þá mundi
jeg segja við hana að hún megi
ekki taka allt svona háalvar-
lega og líta á sjálfa sig eins og
sjálfsfórnandi hetju í einhverri
miðaldaskáldsögu. En vegna
þess að hún er ekki mitt barn,
þá get jeg ekki sagt það, en
þú getur það. Jeg skal viður-
kenna það að það var mjög
kjánalegt af mjer að nefna
þessa undarlegu tilfinningu,
sem greip mig eins og fyrir-
boðí um eitthvað illt“.
„Þurfti það endilega að vera
í sambandi við það að Jane
ætlaði á dansleik?“, spurði
Mallory kæruleysislega. „Það
eru fleiri í fjölskyldunni, sem
eitthvað gæti komið fyrir yfir
daginn. Ef Simon spyr um
Jane, þá mundi jeg segja áð
hún hafi farið til tannlæknis.
Það er það, sem hún vill að
við segjum. Þú kemst auðveld-
lega sjálf inn núna. Er það
ekki? Jeg ætla ekki að fara
inn strax. Jeg þarf að fara á
fundinn hjá A.R.P.“.
Jane stóð við gluggann og
sá í gegn um gluggatjöldin,
þegar Simon Crowdy ók aftur
frá húsinu. Bíllinn hafði staðið
í þrjá stundarfjórðunga fyrir
framan dyrnar, og það var
miklu lengur en venjuleg
sjúkravitjun þurfti að vera,
sjerstaklega þegar sjúklingur-
inn var á góðum batavegi. —
Jane, sem þorði ekki að fara
út úr herbergi sínu af ótta við
að mæta honum, fannst þessir
þrír stundarfjórðungar aldrei
ætla að líða. Hvað voru Leah
og Simon að tala um? Og hvað
töluðu þau yfirleitt um allar
þær stundir, sem hann sat einn
inni hjá henni?
Loks kom hann út og setti
bílinn í gang, áður en hann
setti á sig hattinn. Það var
siður hans, að taka af sjer hatt
inn og fleygja honum í sætið
áður en hann fór inn í hús. •—
Bíllinn rann niður eftir bugð-
óttum veginum. Jane dyfti nef
sitt og hengdi kjólinn, sem hún
hafði ætlað að vera í um kvöld
ið upp í skáp. Mallory hafði
gefið henni þennan kjól. Hann
hafði valið hann sjálfur einn
daginn, sem hann var í Lon-
don, en Leah fjell hann ekki.
Hann var úr kóralrauðu taft-
silki með gylltum röndum, fleg
inn í hálsmálið og þröngur um
mittið. Leah sagði að hann
væri tilgerðarlegur á ekki eldri
stúlku en Jane var. En Jane
vildi ekki láta lita hann eða
breyta honum og hún hafði
ætlað að vera í honum í kvöld,
þó að Leah hafði reynt að fá
hana til að fara í annan eldri
kjól, ljósrauðan með útsaum-
uðu vesti. En af einhverjum
ástæðum, sem Jane vissi ekki
sjálf hverjar voru, var henni
allt í einu orðið illa við þann
kjól. Henni fannst hann ekki
klæða sig vel lengur.
Hún lokaði klæðaskápnum og
fór niður. Hún gekk hljóðlega,
en þrátt fyrir það að það heyrð-
ist varla til hennar, kallaði
Leah innan úr stofu sinni:
„Ert það þú, Jane? Komdu
hingað inn snöggvast.“
Leah sat við borðið, eins og
hún hefði verið að reyna að
beita huganum við starf sitt,
en það var einhver þreytulegur
svipur í kring um augu hennar.
Hún leit á Jane angurvær og
biðjandi í senn. Jane fann að
það kom kökkur í háls henni,
eins og alltaf, þegar Leah leit
þannig á hana.
„Jane.... Jane, hvers vegna
lætur þú svona eins og krakki?
Jeg get ekki fyrirgefið sjálfri
mjer fyrir þetta sem skeði í
morgun, en mjer datt ekki í hug
að þú mundir taka það svona
alvarlega. Jeg held að jeg hafi
vonað að þú mundir hlæja að
mjer og þá mundi þessi óróleiki
minn hverfa.“
„Ó, já,“ sagði Jane áherslu-
laust. Hún fann hvernig hennar
eigin vanmáttur þrýstist eins og
byrðí á herðar henni. Það leit
ekki út fyrir það að hún mundi
nokkurn tímann geta tamið sjer
skjóta hugsun og skilning á hlut
unum. Hugsanagangur hennar
var ennþá mjög barnalegur og
erfiður. Hún skildi nú strax,
hvað Leah hafði átt við um
morguninn, og hvers vegna hún
hafði sagt þetta. En Leah hafði
ekki fengið neina huggun. Til-
raun hennar hafði aðeins vald-
ið meiri leiðindum. „Mjer þykir
það leitt, Leah,“ sagði hún lágt.
Saga frá Kína. — Eftir DOROTHY ROWE
5.
— Mamma, mamma, kallaði Litla eplablóm. — Hvaða
hávaði var þetta? Nú vöknuðu þau bæði, foreldrarnir og
hlustuðu. Svo ætlaði pabbi að taka um myndina sína, en
hún var þá horfin. Einhver hafði stolið henni meðan þau
voru í fastasvefni.
1 — Ó, myndin mín, fallega myndin mín, veinaði pabbi.
Mamma huldi andlitið í höndum sjer og hrópaði: — Ó, hvað
eigum við að gera? Hvað eigum við að gera?
| Litla eplablóm var líka að því komin að fara að gráta,
en þá datt henni nokkuð í hug. Þegar pabbi og mamma
lögðu af stað út um skipið til þess að leita a ðmyndinni, þá
setti hún skóna á sig og gekk þangað sem hún sá langa
svarta prikið.
Hún tók það upp og það var sama reykjarpípan, sem hún
hafði sjeð skapvonda manninn með daginn áður, svo að
það hlaut að hafa verið hann sem tók myndina.
Ef hún gæti bara fundið hann, hún mátti samt ekki fara
út um skipið að leita að honum, því að þarna átti hún að
vera til þess að gæta að farangrinum. •
Þá datt henni annað í hug. Hún ætlaði að leggjast niður
og láta eins og hún væri sofandi, því þá gat verið að maður-
inn kæmi aftur. Og ef hún hefði pípuna hjá sjer en ljeti
aðeins endann á henni standa undan ábreiðunni. Ef til vill
myndi hann þá koma og ætla sjer að taka reykjarpípuna
sína.
Og nú lá Litla eplablóm undir ábreiðunni og ljet eins og
hún væri sofandi. Hún pírði með öðru auganu út í dimm-
una. Svo mikið langaði hana til að hjálpa pabba sínum að
finna myndina, að hún athugaði ekki, hvað það var dimmt
þarna og hún alein þarna hjá farangrinum.
Það leið ekki á löngu þar til hún heyrði fótatak nálgast.
Það var mjög mjúkt því að skórnir, sem Kínverjar ganga
á hafa baðmullar sóla. Hún þóttist vera sofandi, en gægðist
út í myrkrið. Hún sá, að það var ljóti skapvondi maðurinn,
sem læddist nær ennþá illilegri en hann hafði verið um
daginn.
QdRjLCF 'Hlöhjqjjisrdks, ff
'XU.
— Við aktilum sjá, símareikn-
ingur, kjötreikningur, reikningur
frá saumakonunni og — _______ raf-
magnsreikningur, sem |>ú hefir
gleyml að borga.
★
Ljót svik.
„Vesalings Lola. Hún var illa svik
in á að giftast Goldrox gamla.“
„Nú, átti hann enga peninga eftir
allt saman?"
„Jú, jú, fullt af peningum, en
hann er tíu árum yngri en hann
sagðist vera.“
★
„Hvað er að konunni þinni? Hún
er svo sorgmædd á svipinn.“
„Hún fjekk hræðilegt áfall.“
j „Hvernig þá?“
„Hún fór til að hjálpa til við basar,
sem var haldinn fyrir kirkjuna. tók
af sjer nýja hattinn, sem kostaði 200
krónur, og einhver seldi hann á tí-
kall.“
★
Simastúlka: „Það kostar 8 kr. að
tala við þetta þorp.“
Maður: „Er ekki hægt að fá sjer-
stök kjör fyrir bara að hlusta? Jeg
ætla að hringja til konunnar minn-
ar.“
„Hvaða afl í heimi gat fengið þig
til að fara aftur til konunnar þinnar,
þegar allir samþykktu, að hún hefði
haft rangt?“
„Vatnsafl."
„Vertu nú einu sinni alvarlegur.“
„Jeg meina það. Jeg þoldi ekki
hvemig hún grjet.“
Hann. „Þú getur ekki ásakað mig
fyrir forfeður mina.“
Hún: „Nei, jeg ásaka þá fyrir þig.“
★
Jeg virði hjónabandið mjög sem
stofnun. — Jeg hef alltaf haft þá
I skoðun, að allt kvenfólk ætti að gift-
jast, en enginn karlmaður.
Disraeli.
Við kaupum
Silfurgripi,
Listmuni,
Brotasilfur.
fiull
t!ón Sipunílsson
SkorUjripöverzlun
Laugaveg 8.
3
■tiuui
IIIIIIIIIIIIIIIMMI ■■111111 llltMIIIIIUIIIIIMIIIIMIMIIMIIIIIIIlP
PÚSNINGASANDUR
frá Hvaleyri.
Skeljasandur, rauðamöl
og steypusandur.
Simi 9199 og 9091.
GuSmundur Magnússon.
SliiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiuiiiiiuiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiMiiiiial