Morgunblaðið - 05.02.1950, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 5. febrúar 1950.
ÍÞBÓTTI
Skjaldarglíma Ármanns
Krisfmann Guðmundsson skrifar um
rjef og ritgerðir
HJER á eftir er frásögn af síð-
nsíu skjaldarglímu Armanns. —
Er. skýrt lítillega frá hverri ein-
stjkri glímu, byggt á frásögn
gamals glímumanns.
Ármann J. Lárusson
bar signr úr býtum
Eftir Stephan G. Step-
liansson_ I.—IV. með for
málum eftir Þorkel Jó-
hansson. — Þjóðvinaf je-
lagið.
1. Fyrst glímdu Kristján Sig-
urðsson og Anton Högnason. —
GJ^íman var frekar sein, og lauk
með sigri Kristjáns.
2. Ármann J. Lárusson og
Grjetar Sigurðsson: Sæmileg
glíma, sem Ármann vann.
3. Rúnar Guðmundsson og
Gftnnar Ólafsson: Rúnar vann,
en Gunnar átti mikið í glímunni.
4. Sigurjón Guðmundsson og-
Irvgólfur Guðnason: Sæmileg
glíma, sem Sigurjón vann.
•5. Þórður Jónsson og Kristján
Sigurðsson: Glíman gekk fljótt
og bar Kristján hærri hlut.
6. Anton og Ármann: Ármann
vann eftir stutta viðureign.
*7. Grjetar og Rúnar: Rúnar
vánn eftir góða glímu.
8. Sigurjón og Gunnar: Glím-
an var góð. Sigurjón vann.
’9. Ingólfur og Þórður: Þetta
var ekki falleg glíma. Ingólfi var
dæmdur sigurinn, þó hann ýtti
Þórði tvívegis úr handvörn.
10. Kristján og Ármann: All-
hörð glíma. Kristján þaulsótti á
Ármann, þar til hann kom hon-
um niður. Kristján tognaði lítið
eitt í þessari viðureign.
‘ll. Antor og Grjetar: Grjetar
vann eftir fjöruga, en þó ekki
góða glímu. Fóru þeir einu sinni
út af pallinum.
12. Sigurjón og Rúnar: Góð
glíma, sem stóð stutta stund. —
Sigurjón vann.
13. Gunnar og Ingólfur: Gunn-
ar vann eftir nokkuð langa glímu
og heldur góða.
14. Ármann og Þórður: Glím-
an var heldur dauf. Belti Þórðar
slitnaði. Þar sem töf varð á að
hann fengi nothæft belti, varð
þessi glíma að bíða þar til
seinna. Þá vann Ármann.
15. Grjetar og Kristján: Góð
glíma. Henni lauk þannig, að
Grjetar náði utanfótar hælkrók
á Kristjáni og lagði hann. Kom
greinilega fram í glímu Kristjáns
að hann hafði tognað, og gekk
hann úr leik eftir þessa glímu.
16. Anton og Sigurjón: Góð
glíma, sem Sigurjón vann.
17. Rúnar og Ingólfur: Ekki
svipmikil glíma, en lýtalaus. —
Rúnar vann.
18. Grjetar og Ingólfur: Stutt,
en góð glíma. Ingólfur vann.
19. Gunnar og Þórður: — Góð
glíma hjá báðum. Þeir glímdu
heila lotu án þess að úrslit fengj
ust. — Er þeir tóku saman síð-
ar, vann Þórður.
20. Ármann og Sigurjón: Ár-
mann lagði Sigurjón eftir frekar
stutta viðureign með fallegu háu
klofbragði.
21. Anton og Gunnar: Gunn-
ar vann á sniðglímu niðri, fallegt
bragð. — Anton hafði áður lagt
Gunnar, en það var dæmt ógilt.
22. Þórður og Sigurjón: Sigur-
jón vann eftir stutta viðureign.
Fylgdi hann Þórði fullfast eftir
og felldi hann úr handvörn.
23. Ármann og Rúnar: Rúnar
tók klofbragð. Ármann tók mót-
bragð, en missti af því og fjekk
veika afstöðu, sem Rúhar hag-
nýtti sjer og felldi Ármann.
24. Ármann og Ingólfur: Ár-
mann náði Ingólfi til falls og
íjekk hann byltu, sem þó var
dæmt ógild. Síðan vann svo Ár-
mann á mjaðmahnykk. Glíma
beggja var heldur ljót, því
Ingólfur byrjaði glímuna með
Ármann J. Lárusson
ljótri varnarstöðu, sem gerði Ár-
manni glímuna erfiða.
25. Grjetar og Gunnar: — At-
burðarásin var fljót. Þeir bár-
ust um í>allinn. Grjetar náði ut-
anfótarhælkrók á Gunnari (sem
sumir álitu utan markalínunnar),
en Gunnari var samt dæmd
bylta.
26. Þórður og Anton: Dauf
glíma, sem Anton vann.
27. Rúnar og Anton: Rúnar
vann á fyrsta bragði, hælkrók
aftur fyrir báða fætur.
28. Grjetar og Þórður: Nokk-
uð fjörug glíma. Þeir fjellu báð-
ir, en Grjetari var dæmdur sig-
urinn.
29. Gunnar og Ármann: Fal-
leg glíma, sem endaði með sigri
Ármanns.
30. Ingólfur og Anton: Frekar
bragðlítil glíma, en Anton sótti
sig og vann á góðu bragði.
31. Þórður og Rúnar: Þessi
glíma var nokkuð ljett. Rúnar
sigraði eftir að hafa lagt Þórð
nokkrum sinnum á pallinn, en
hann hafði komið fyrir sig vörn-
um.
32. Grjetar og Sigurjón: Góð
glíma. Sigurjón vann eftir vel
heppnað bragð.
Vinningarnir höfðu fallið þann
ig, að Ármann, Sigurjón og Rún-
ar voru jafnir með 6 vinninga
hver. Grjetar Sigurðsson var með
3 vinninga, Anton, Gunnar og
Ingólfur með 2 hver og Þórður
með einn vinning.
Þeir þrír efstu urðu nú að
glíma til úrslíta. Viðureignin fór
þannig: — Fyrst glímdu:
1. Rúnar og Sigurjón: Sigur-
jón vann á háu og góðu bragði
eftir skemmtilega glímu.
Næst glímdu Ármann og Sig-
urjón: Ármann vann eftir sæmi-
lega glímu, sem stóð þó stutt.
Að lokum glímdu Rúnar og
Ármann. Ármann vann hjer
einnig, á góðum mjaðmahnykk,
eftir stutta viðureign.
Ármann J. Lárusson vann því
Ármannsskjöldinn að þessu
sinni. Annar varð Sigurjón Guð-
mundsson og þriðji Rúnar Guð-
mundsson, sem vann fegurðar-
verðlaunin, og var hann vel að
þeim kominn.
Fyrsta sundmót
ársins næstkom-
andi (imtudag
FYRSTA sundmót ársins, sam-
úginlegt sundmót Ármanns og
Egis, fer fram í Sundhöllinni
fimmtudaginn 9_ þ.m.
í 300 m. skriðsundi karla
•?ru 8 keppendur, meðal þeirra
eru Ari Guðmundsson, Æ, og
Ólafur Diðriksson, Á. Einnig
bróðir Ólafs, Theodór. í þessu
sundi er keppt um bikar. Hand
hafi hans nú er Ólafur Dið-
"iksson.
í 100 m. bringusundi karla
°ru 11 keppendur. Meðal þeirra
eru Sigurður Jónsson, KR, og(
Atli Steinarsson, ÍR, og má
búast við harðri keppni á milli
beirra. Einnig keppa tveir
þektir utanbæjarmenn, þeir
Kristján Þórisson, UMFR og
Daníel Emilsson, UMFL.
í 100 m. bringusundi kvenna
eru 7 keppendur og þar mætast
einu sinni enn þær Þórdís
Árnadóttir og Anna Ólafsdótt-
ir úr Ármanni.
í 200 m. baksundi karla eru
5 keppendur, þar á meðal er
Hörður Jóhannesson, sem synd
ir nú 200 m baksund í fyrsta
sinn, en menn muna hann ef-
laust frá því í fyrra, er hann
kom á óvart á meistaramótinu
og setti metið í 400 m. bak-
sundi. í þessu sundi keppir
einnig Rúnar Hjartarson, Á.
í 50 m. skriðsundi kvenna
eru keppendur 4, meðal þeirra
íslandsmethafinn Kolbrún Ól-
afsdóttir, Á.
í 4x50 m. skriðsundi karla
má búast við skemmtilegri
kepphi, þar sem A-sveitir fje-
laganna eru taldar mjög jafn-
ar, en 'alls keppa 6 sveitir í
sundinu.
Auk þess er keppt í 3x50 m.
þrísundi kvenna og drengja,
100 m. baksundi drengja, 50
m. bringusundi drengja og 50
m. skriðsundi 'drengja, en þar
eigast við m.a_ hinir ungu og
bráðefnilegu drengir, Pjetur
Kristjánsson, Á, og Þórir Ar-
inbjarnarson, Æ.
| Kjólföt I
: s
i til sölu i Sigtúni 23 (kjallara). f
| {
iiiiiiiiMimmiiiiiiraniiNifmHitMiMimHiNiHnniniim
<iiiiliiiiiiiiiiiinriitiii«itHMIll«iiiiiiiiliilimililllllllllllll»
HÖGNI JÓNSSON
málflutningsskrifstofa
Tjarnargötu 10 A. Sími 7739.
aimiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiii,,,*ii,,,,i*,,i,,i*i'
Nýja Sendibílastöðin
Aðalstræti 16. — Sími 1393.
SAFNRIT þetta var tiu ár að
koma út, frá 1938 til 1948. —
Áður höfðu ljóð Stephans,
„Andvökur“ komið út í sex
bindum, en úrval í einu bindi,
gefið út af dr. Sigurði Nordal,
birtist 1939. Nú mun í ráði að
endurprenta „Andvökur“ og er
það vel, því þær eru í of fárra
eign.
Flestir Islendingar vita nú
orðið nokkur deili á þessu stór
skáldi, er dvaldi mestan hluta
starfsæfi sinnar vestan hafs og
orkti þar, í hjáverkum og við
vinnu sína þau kvæði, er
tryggðu honum um aldur sæti
í röð mestu skálda föðurlands
síns.
Hann fæddist árið 1853, 3.
október, á koti einu í Skaga-
firði. Hann var kominn af
góðu og greindu fólki í báðar
ættir, en foreldrar hans voru
fátækir. Þegar hann var sextán
,ára að aldri, brugðu þau búi og
fóru í vinnumennsku. Nokkru
síðar fór hann til Vesturheims,
(árið 1873) og stundaði þar
daglaunavinnu fyrsta árið. Síð-
an nam hann land, fyrst í Wis-
consin ,þá í Norður-Dakóta, en
síðast í Alberta í Canada,
rjett hjá Markervilli. Þar bjó
hann síðan, það sem eftir yar
æfinnar_
Talið er að hann hafi lítillar
kennslu notið í æsku, en lærði
þó snemma að lesa og skrifa
og las mikið. Nokkurrar ensku
kunnáttu mun hann og hafa
aflað sjer, áður en hann lagði
á hafið.
Ungur byrjaði hann að yrkja
og eru elstu vísur hans, sem
prentaðar eru í ,,Andvökum“
gerðar þá hann var aðeins
fjórtán—fimmtán ára. Nokkr-
um árum eftir að vestur kom,
tók hann að birta kvæði í ís-
lensku blöðunum fyrir vestan.
En árið 1894 kom fyrsta ljóða-
bókin hans út: „Úti á víða-
vangi“. Síðan komu: „Á ferð
og f lugi“, Reykjavík 1900;
„Andvökur“, I—III, Rvík 1909
—1910; „Kolbeinslag“, Winni-
peg 1914; „Heimleiðis“, Rvík
1917; „Vígslóði“, Rvík 1920;
„Andvökur“, IV—V, Winnipeg
1923; „Andvökur“, VI, Rvík
1938.
Árið 1938 hóf Þjóðvinafje-
lagið að gefa út brjef Stephans
og ritgerðir. En dr. Rögnvaldur
Pjetursson hafði safnað þeim
og varðveitt flest það annað,
er í þessu safnriti birtist. Var
það samkvæmt ós'- Stephans
sjálfs, því hann arfleiddi dr.
Rögnvald að öllum ritum sín-
um og fal honum að ráðstafa
þeim á þann hátt er honum
sýndist best.
Nú er útgáfu þessari lokið
fyrir nokkru og er hún í fjór-
um stórun^ bindum. Þrjú þau
fyrstu eru brjef frá árunum
1889 til 1927, en fjórða bindið
nefnist: „Umhleypingar*^ Er
því skipt í fjóra kafla. Hinn
fyrsti nefnist: „Hripað í hjá-,
verkum“, og birtast þar ýms
skáldverk Stephans í óbundnu
máli, sem lítt voru kunn áður.
Annar kafli hefur inni að halda
endurminningar skáldsins o. fl.
— Þriðji kaflinn nefnist ádrep*
ur og erindi, en þar er margt
tínt til, svo sem tækifærisræð-
ur, fyrirlestrar, ávörp, ritgerð-
ir, frjettaþættir, ritdómar o.s.
frv. — Fjórði kaflinn inniheld- -
ur aðallega ádeilugreinar höf.
Eins og gefur að skilja er.
efni þessara ritsafns svo fjöl-'
þætt og margbrotið, að engin
leið er að gera því gagnleg skil
í stuttri blaðagrein! Um það
mætti rita margar og stórar
bækur, — enda verður það
vafalaust gert. Skálið og mað-
urinn Síephan G. Stephansson'
er svo furðulegt fyrirbæri í lífi
þjóðarinnar, — líf hans og
starf svo stórmerkur þáttur,
bæði í bókmenntum hennar og
menningarsögu, — að æfi hans
og þróun mun verða framtíð-
inni mikið rannsóknarefni. Því
verður naumast fullþakkað
þeim, er bjargað hafa í tíma
þessu mikla safni frá glötun.
Útkoma bókar þessarar hefur
enn ekki vakið þá athygli sem
skyldi, en verkið á fyrir sjer
langt líf og mun verða lesið af
ókomnum kynslóðum_
Skáldskapur Stephans er svo
mikill að vöxtum og gæðum,
að hann einn myndi þykja stór
merkt æfistarf, þó ekki kæmi
fleira til. En Stephan var
bóndi mestan hluta æfi sinnar
og enginn smákarl á þeim vett
vangi. Oftast mun hann hafa
unnið sleitulaust frá birtingu
til sólarlags, á búgarði sínum,
og var þá ekki annar tími til
skáldskapar, bókalesturs og
brjefaskrifta, en sá, er tekinn
varð af þeim stundum, er
venjulegir menn verja til hvíld
ar og svefns. Þrekmaður fá-
gætur hefur hann vafalaust
verið og heilsugóður. En hvern
ig sem á er litið, sæta afköst
hans undrun — og gleggri
sönnun um ágæti þeirrar menn
ingar, sem hann var runninn
úr, mun vandfundið.
Auk alls annars, hefur hann
svo skrifast á við fjölda fólks,
vestan hafs og austan — og
ekki kastað höndunum til
þeirra brjefaskrifta. Meginið
af þeim er nú komið á prent í
safni þessu og er stórkostlegur
fengur í því fyrir íslenskar bók
menntir. Þau lýsa miklum og
fágætum persónuleika, heil-
brygðum og heilsteyptum
manni, sem margt hefur reynt
og marga hildi háð, en vaxið
við hverja þraut. Mörg þeirra
eru bráðskemmtileg aflestrar,
en einkum girnileg til fróð-
leiks um ýmsa þá hluti, sem
örðugt er að kynnast á anrian
hátt. Menningarsögulegt gildi
þeirra verður ekki of hátt met
ið. Og það ætti að Vera sjálf-
sagður þáttur í ménntun hv.ers
íslendings að lesa þau.
VIIIIIIIII,,llllllll,IMI,,,,tlllll,IMIII*,ll,llllll,,llll,,,,,,,,W
LJÓSMYNDASTOFA
Emu & Eiríkt
er < Tnarólfeonóteki.