Morgunblaðið - 07.02.1950, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.02.1950, Qupperneq 1
16 síður 8'/, árgangur 31. tbl. — Þriðjudagur 7. febrúar 1930. PrentsmiSja MorgunblaSsins Sænskir sjómenn eru ekki óhultir í Póllnndi Ráðstafanir gerðar tii að sverta minningu Benesar Reglur sellsr í öryggisskyni. STOKKHÓLMI, 6. febrúar: — Það ber ósjaldan við, að sænskir sjómenn sjeu handteknir, er þeir koma í pólskar hafnir. Eru örlög fanganna ýmiskonar. Sumir sleppa eftir skamma raun, en aðrir sitja í fengelsum vikum saman áður en þeim er sleppt úr haldinu. Andmæli sænskra yfirvalda hafa oft og tíðum eng- an árangur borið, og telja sjómennirnir sig grátt leikna Vegna þessa hefir sænska ut- anríkisráðuneytið gefið út reglu gerð, sem á að vera sænskum sjómönnum, er sigla til hafna í ,,alþýðulýðveldunum“, til eftir breytni. Nýjar reglur Sjómönnunum er gert að virða þau rjettarákvæði, sem gilda í viðkomandi landi. Þeir mega ekki fara í land án sjer- staks leyfis, og eiga þá að hafa með sjer öll skilríki, sem skylt er að sýna, er þess er krafist. Þeir mega ekki kaupa gjaldeyri nemá á opinberum markaði og ekki versla neitt. Ekki má hleypa útlendingum um borð. Egyptsks bofnvörpungs saknað ALEXANDRIA, 6. febrúar. — Egypskar flugvjelar og strand- gæsluskip hafa nú hætt leit að togaranum Viktoria, sem leitað hefir verið seinasta dægur. — Týndist togarinn á austanverðu Miðjarðarhafi með 12 manna áhöfn. — Reuter. <í>------------------------- Nú er Robineau orðinn nógu meyr STETTIN 6. febr. —J dag hóf- ust hjer rjettarhöld yfir sendi- ráðsmanninum franska, Andre Robineau, sem tekinn var fast- ur í Póllandi í nóvember. Sagði Robineau, að hann hefði veitt forystu njósnafjelagsskap í Pól landi fyrir frönsku upplýsinga- þjónustuna. Viðurkenndi hann, að hann hefði reynt að afla upp lýsinga um hafnir, flugvelli og herfylki svo og um hernaðar- og þjóðfjelagsmál. Á morgun (þriðjudag) verða þeir, sem handteknir voru um sama leyti og Robineau, yfirheyrðir. Er þar um að ræða franskan raf- virkja og 4 Pólverja. — Reuter. Verkfallið breiðist út. NEW YORK, 6. febr. — Verkfall námumanna í Bandaríkjunum breiðist nú mjög út, og hefir Tru man afráðið að grípa til neyðar- ráðstafana. Ætla kommúnistar að taka Berlín herskildi? Einkaskeyti til Mbl. frá Reutcr. BERLÍN, 6. febrúar: — Frá því er skýrt í dag, að sjerstök nefnd kommúnista hafi verið sett á laggirnar til að skipuleggja „töku“ V.-Berlínar í október, er kosningar eiga að fara fram í A.-Berlín. Kom nefnd þessi saman til fundar í bækistöðvum éiningarflokks sósíalista (kommúnista), í Berlín í dag. Nær hámarki á hvítasunnu . Nefnd þessi mun hafa ráðið af, að baráttan fyrir því að vest urhluti borgarinnar vérði sam- einaður austurhlutanum, skuli pá hámarki á hvítasunnudag, hinn 28. maí. Er svo ráð fyrir gert, að þá skuli hálf milljón manna úr æskulýðsfjelagsskap, sem kommúnistar ráða yfir, ganga kröfugöngu gegnum borg ina. Aukin í 30.000 Þegar þessir atburðir gerast mun lögregla Austur-Berlínar hafa verið aukin úr 12,000 i 30 000. Þetta lögreglulið á að vera reiðubúið að fara inn í V.- Berlín til að „vernda“ æskuna á göngu hennar, ef nauðsyn krefur. Óráðið enn Starfsmenn Vesturveldanna í Berlín hafa vakandi auga með þessum málum. Telja ýms ir þeirra ólíklegt, að kommún- istar hafi gert endanlega áætl- un um atburði hvítasunnunn- ar. Þeir telja, að úr því verði ekki skorið fyrr en seint í maí, hvort gangan um Berlín eigi að bera á sjer friðarsvip eða reynt verði að ,,taka“ borgina, með valdi. Þetta verður komið und- ir aðstæðum í Þýskalandi svo og í alþjóðamálum, þegar þar að kemur. Thordi Smith kosinn íormaður Blaða- mannafjelagsins AÐALFUNDUR Blaðamanna- fjelags Islands var haldinn s. 1. sunnudag. F.áfarandi formað- ur, Helgi Sæmundsson, skýrði frá starfsemi fjelagsins s. 1. ár, en hún hefir einkum beinst að ýmsum hagsmunamálum blaða manna. Thorolf Smith Þá skeði það á sta /fsárinu, að Blaðamannafjelagið fór að dæmi bluðamannafjelaganna á hinum Norðurlönaunum og sagði sig úr Alþjóðablaða- mannasambar.dinu, sem er að gliðna í sundur, en fjelagið er áfram í Norræna blaðamanna- sambandiiiu. Fultrúar íslands hjá því eru Valtýr Stefánsson, Bjarni Guðmundsson og Jón Magnússon. Verður næsta þing þess haldið í Osló á þessu ári. Sigurðui Bjarnason, formað- ur stjórnar Menningarsjóðs blaðamanna. skýrði frá störf- um sjóðsins s.l. ár, og hafa þau aldrei verið meiri en nú. Hagur sjóðsins batnaði einnig á árinu, en reikningar hans, á- samt reikningum f jelagsins, verða lagðir fyrir framhalds- aðalfund. Formaður Blaðamannafjelags- ins var kosinn Thorolf Smith, en aðrir í stjórn: Gisli J. Ást- þórsson, Guðni Þórðarson, Jón Bjarnason og Ingólfur Kristj- ánsson. Stjórn Menningarsjóðsins var enduikosin, en hana skipa: Sigurður Bjarpason, Hendrik Ottósson og Jón H. Guðmunds- son. V arúðarráðstöf un slökkviliðsstjórans. DORDRECHT, HOLLANDI. — Slökkviliðsstjórinn hjerna hefur beðið alla símeigendur, að koma fyrir sjerstöku merki utan húss, svo að sjeð verði, hvaðan hægt er að gera slökkviliðinu viðvart. Lriklegt að nánustu fylg- ismenn hans verði sak- aðir um samsæri Einkaskeyti til Mbl. frá Reutcr. PRAG, 6. febrúar: — Þær frjettir komust á kreik í Prag í kvöld, að tjekkneska stjórnin ætlaði mjög bráðlega að stefna fyrir rjett miklum fjölda þeirra manna, sem voru nánastir fylgis- menn Benesar heitins forseta. Mun þeim verða gefið að sök að hafa í hyggju að steypa af stóli núverandi stjórn landsins. Frjettin segir, að markmið þessara rjettarhalda verði það, að koma bletti á minningu hins ástsæla forseta Þessar ískyggilegu frjettir*................................... eru ekki staðfestar, en koma ist á henni skrá yfir menn, sem frá mönnum, sem hafa aðstöðu ættu að verða ráðherrar, þegar til að vita satt og rjett um þessi núverandi stjórn hefði verið m2l- komið á knje. Fyrrum flokksmenn Benéíiar í frjettinni segir, að þeir, sem stefnt verður fyrir rjett, sjeu allir fyrrverandi fjelagar úr flokki þjóðernisjafnaðarmanna á þingi, en Benes forseti var leiðtogi þess flokks, þar til hann varð forseti 1935, og hætti öllum afskiptum af flokkastarf- semi í landinu. Helgaði hann sig upp frá því þjóð sinni án til- lits til, hver með völdin fór. Yfirbugaður eftir stjórnlagarofið Kommúnistar bældu flokk þenna niður eftir stjórnlaga- rofið í febrúar 1948. Skrá yfir ,,svikarana“ í hópi sakborninganna verða Josef David fyrrum þingfor- seti og nokkrar konur, sem áð- ur áttu sæti á þingi, þar á með- al Milada Horakova. Heimildarmenn frjettarinnar segja, að saksóknarinn muni bera henni á brýn, að þegar hún hafi verið handtekin, hafi fund Margir handteknir Ekki verður með sanni sagt, hve margir verða kallaðir fyr- ir rjett í þessu sambandi, en áð- ur hafði verið frá því skýrt, að 15 háttsettir fjelagar þjóð- ernissinnaflokksins að minnsta kosti hafi verið teknir hönd- um. Sumir þeirra voru ritarar Benesar. Blöðunum geflnn laus tawnurínn ASMARA. 6. febrúar. — Bresku yfirvöldin í Eritreu hafa nú af- numið þær hömlur, sem í des- ember s.l. voru settar á útgáfu blaða í landinu. Var beim bann- að að birta nokkuð það, sem til þess væri fallið að spilla lög- um og góðri reglu. Eins og menn mun reka minni til, þá bar nokkuð á ókyrð í landinu um þær mundir, sem bann þetta var sett k. — Reuter. Frost og snjóar vió austanvert IMiðjarðarhaf HAIFA, 6. febr. — Snjór og ís hefir nú um helgina vald- ið tjóni á glóaldinuppsker- unni í ísrael, svo að nemur milljónum sterlingspunda. Á hálendi varð snjórinn þriggja feta djúpur og í Haifa varð hann eitt fet á dýpt. Allar samgöngur fjellu niður og lamaðist allt athafnalíf borg- arinnar. Skip bíða tugum saman úti fyrir höfninni, þar sem innsiglingin er ófær sök um brims. Höfnin í Alex- andríu var einnig lokuð í dag. í ísrael, þar sem þúsund- ir flóttamanna búa í tjöld- um, hafa að minsta kosti 4 manns látið lífið. Frost er víða á þessum slóðum, og er þetta einhver mesta harð- indahrota, sem rioið hefir yfir löndin f.vrir botni Mið- jarðarhafsins í manna minn- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.