Morgunblaðið - 07.02.1950, Síða 6

Morgunblaðið - 07.02.1950, Síða 6
MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. febrúar 1950. : *6 Brfef: Hvert stefnir Tíminn ? koskinn bóndi úr Rangár- I þingi skrifar: Sú var tíðin, að við bænd- ur, jafnvel hvar sem við stóð- um í flokki, litum á Tímann sem bændablað fyrst og fremst énda þótt við sumir hverjir feld um okkur hvorki við stefnu hans, nje málflutning. Meðan þeir skrifuðu í hann að stað- aldri, Sigurður búnaðarmála- stjóri, Jón Árnason, Árni Ey- lahds, Tryggvi Þórhallsson og fléiri mætir menn, kom várla svo út blað af Tíman- um, að ekki væri meira eða minna um sjermál okkar og á- hugaefni. Nú er þetta mjög breytt. Nú líða stundum vikur, án þess að minnst sje á nokk- urt mál eða atriði, sem sveita- fólk hefir áhuga fyrir, eða snert ir- líf þess og baráttu, nema helst nokkrar dánarminningar. Sjaldan hefir þetta fyrir- brigði þó verið jafn áberandi og síðan leið á liðið ár og kosning- ar nálguðust. Áreiðanlega vakti það furðu. margra hjer um slóð i'r, jafnt Framsóknarmanna, sem annarra, hvernig Tíminn hagaði sjer í Alþingiskosning- unum í haust. Þegar kosningin í Strandasýslu er undanskilin, var varla hægt að segja, að blaðið minntist á kosningu í öðrum kjördæmum en Reykja- vík. Áður tíðkaðist það mjög hjá þessu blsði, að skrifa um málefni hjeraðanna, um fram- bjóðendur flokksins, kynna þá sem komu nýir og vekja á þeim athygli. Minnist jeg þess enn, þegar verið var að vinna þeim fylgi hjer í sýslu Helga og Svein birni og reyndar líka Klemensi Jónssyni á sínum tíma, að þá var talið, að skrif Tímans um, þá, og málefni hjeraðsins, hefðu haft úrslitaþýðingu. Hið sama hef jeg heyrt úr Skagafirði, Barðastrandarsýslu og víðar. En svo að jeg hverfi aftur að kosningunum í haust, þá þótti á reiðanlega öllum lesendum blaðsins utan Reykjavíkur meira en nóg um, hve einhliða blaðið var undirlagt af áróðri fyrir stúlkunni, sem þar var í boði, þó að fyrst kastaði tólf- unum, er farið var að senda út um alla landsbyggðina, blöðin með rauðu klessunum, þar sem heilar síður voru lítt læsilegar vegna upphrópana, sem prent- aðar voru yfir lesmálið með rauðu risaletri, þar sem skorað var á alla lesendur, að kjósa ein hverja Rannveigu. Jeg er nú fáfróður um prentun blaða, en einhvern veginn finnst mjer, að þó að mennina langaði til að sýna Reykvíkingum þetta rauða letur og hjeldu að það hefði ein hverja þýðingu þar, þá hefði mátt fella það niður af þeim meginhluta upplagsins, sem fer út um land, en láta það aðeins koma á þessum tólf eða fimmtán hundruðum blaðsins, sem þeir koma inn á Reykvíkinga. Þetta, þótt smátt sýnist, hef jeg orð- ið var við, að mörgum fram- sóknarmönnum í minni sveit þótti dæmalaus smekkleysa og voru argir yfir. Og þegar svo þar við bættist, að blaðið ljet eins og okkar sýsla, og svo marg ar aðrar, væru ekki til, þá get- um við ekki allir orða bundist. Þetta sama hefir endurtekið sig núna í ný afstaðnum bæj- arstjórnarkosníngum. Jeg var að fá Tíman til janúarloka og við það að líta yfir hann, verð- ur varla sagt, að hann hafi síð- an fyrir jól minnst á annað en kosningarnar í Reykjavík. Þó voru jafnframt í undirbúningi kosningar í fleiri tugum staða úti um land, sem flokkur blaðs ins tók þátt í, en á málefni þeirra staða lætur þetta „blað dreifbýlL>ins“, eins og það nafn ir sig stundum, ekki svo lítið að minnast. Jeg og fleiri hjer um slóðir höfum nú verið að velta því fyr ir okkur, hvernig standi á þess- ari miklu breytingu, sem orð- in er á nefndu blaði og nágranni minn, framsóknarmaður, sem talaði við mig í gær, held jeg að hafi komið með rjetta skýringu. Hann sagði á þessa leið: Jeg þekki þá nú flesta þarna við Tímann og þetta eru ekkert ver gefnir drengir en gerist, þó að enginn þeirra beri neitt af. En það er annað verra: Enginn þeirra á neitt áhugamál, nema ef telja skyldi, að Halldór Kristj ánsson er á móti brennivíni. — Þeir eru nánast aktaskrifarar. Þegar flokksforustan segir: skrifið þið um þetta, eða hitt, þá geta þeir gert það skamm- lítið, en allt er það máttlaust og án sannfæringar-krafts, af því að neistann vantar. Og svo er botninn dottinn úr öllu næsta dag, af því málefna áhuginn er ekki til. Þegar svo líður að kosningum, sigar flokksforustan þessum þjónustumönnum sín- um eins og rökkum, eða spýtir í þá eins og þar til gerð ílát, því sem þeim er ætlað að segja og skrifa. Er þá stundum lagt fyrir þá eitt í dag og annað á morgun ,eftir því hvor armur flokksins gerir sig gildandi þann og þann daginn. Þetta var í stuttu máli skýr- ing nágranna míns, sem virtist þekkja heimilsástæður á Tíma- bænum allvel og hafa nokkrar áhyggjur af vinum síhum þar. Og þegar maður hugleiðír orð hans og ber saman við það, sem lesa má út úr blaðinu, sjer mað- ur, að þetta hlýtur að vera rjett athugað hjá honum. En hvar lendir það þlað, sem svona er á vegi statt?: Það er hætt að vera bændablað. Það er heldur ekki neitt fyrir þorp- in úti á landi. Og aldar þriðj- ungs reynsla sýnir að ekki sinn ir það málum Reykjavíkur, nema þá til óþurftar og aðeins í skyndi-upphlaupum fyrir kosningar. Er nú að undra, þótt spurt sje, af mörgum, til hvers er verið að senda okkur úti á landsbygðinni um 200 síð- ur á mánuði af svona fram- leiðslu. Jeg er áreiðanlega ekki einn um þá skoðun hjer í sveit, að það sje nánast móðgun við sveitafólkið, að senda því í þús- undum eintaka blöð eins og þau með rauðu klessunum bæði í haust og nú aftur í janúar, þeg- ar alt snerist um einhverja hjúkrunarkonu, sem sagðist vilja byggja spítala í Reykja- vík. Og heldur fannst okkur lít- ið til um allar braggamyndirn- ar, sem blaðið var fullt af dag eftir dag. En þó að jeg hafi ekki getað stillt mig um að benda á þetta fyrirbrigði. sem hjer var um rætt, er mjer vitanlega ósárt um, þó að blaðtetrið standi sig sem hraklegast. Því meiri sem niðurlæging Tímans verður og því lengur sem hún varir, hljóta augu fleiri manna að oþnast fyrir því, að úr þeirri átt er einskis gagnlegs stuðnings að vænta við góð málefni. Ekkja Syeinfajamar Sveinbjörnsson áitræð í dag FRÚ Eleanora Sveinbjörns- son, ekkja Sveinbjarnar Svein- björnsson tónskálds. á áttræðis- afmæli í dag. Hún er nú til heimilis hjá börnum sínum í Alberta í Kanada. Þar hefur hún verið búsett frá því stuttu eftir að maður hennar dó, 1927. Um tvítugsaldur giftist hún Sveinbimi Sveinbjörnsson. — Hann var þá búsettur í Edin- borg, og lengi síðan Þau fluttu hingað tiU Reykjavíkur árið 1921 og voru hjer búsett um þriggja áia skeið. En síðustu æviár hans voru þau í Kaup- mannahöfn. Frú Sveinbjörnsson er prests dóttir frá Edinborg. Hún er fjöl mentuð kona. Hún var manni sínum alla tíða stoð og stytta og var hjónaband þeirra hið besta. Utanáskrift hennar er nú, 514 First Street Avenua, West- Calgeri, Alberta Canada. Nehru vísar ásökun- um Pakislan á faug NÝJU DEHLI, 6 febr. — Nehru forsætisráðherra Indlands, hef- ur vikið að þeim fullyrðingum Pakistanmanna, að Indverjar hygðu á styrjöld til að útkljá Kashmirdeiluna. Sagði ráð- herrann, að allur hernaðarund- irhúningur. sem fram fáeri í landinu,' væri aðeins í varnar- skyni. Hinsvegar kæmi ekki til greina, að Indland útkljáði nokkra deilu með vopvnavaldi. . —Reuter. ivígméf K. R.: Ásgeir Eyjélfsson fyrstur í A-flokki og Inglbjörg Árnadóílir í A-flokki kverma SVIGMÓT KR fór fram í Hamragili við Kolviðarhól s. 1. sunudag. Þetta er fyrsta skíða- mót, sem haldið er hjer sunn- an lands á þessum vetri. Þátt- takendur voru rúmlega 70 frá fjórum íþróttafjelögum. Mót þetta var haldið til minn ingar um. Stefán heit Gísla- son, sem var ötull forvígismað- ur og fyrsti formaður Skíða- deildar KR. Helstu úrslit urðu sem hjer greinir: A-flokkur: 1. Ásgeir Eyjólfsson, Á, 113,0 2. Þórir Jónsson, KR 113,5 3. Víðis Finnbogason, Á 127,6 B-flokkur: 1. Óskar Guðmundss., KR 108,8 2. Kristinn Evjóifsson, Á 114,6 3. Bjarni Einarsson, Á 115,9 C-flokkur: 1. Kristinn Magnússon, KR 77,6 2. Gísli Jóhannsson, Á 79,2 3. Steinþór Guðmundss.,KR 83,0 4. Úlfar Skæringsson, KR 89,6 Drengjaflokkur: 1. Pjetur Antonsson, Val 47,6 2. Sæmundur Ingólfsson, Á 65,5 3. Snorri Welding, Á 79,4 A-flokkur kvenna: 7. Ingibjörg Árnadóttir, Á 67,7 2. Sólveig Jónsdóttir, Á 76,4 3. Sesselja Guðmundsd. Á 105,9 B-flokkur kvenna: 1. Unnur Sigþórsd . Á 93,4 2. Ólína Jónsdóttir, KR 99,3 3. Stella Hákonard , KR 105,9 C-flokkur kvenna: 1. Þórunn Björgúlfsd. KR 51,4 2. Ásthildur Eyjólfsd. Á 54,7 3. Þuríður Ái’nadóttir, Á 58,4 Landsliði Finna í handknattleik boðið hingað! ÁRSÞING handknattleiks- manna í Reykjavík var haldið s.l. sunnudag. Á þinginu var mikið rætt um væntanlega ut- anför handknattleiksmannanna. Samþykkt var að styrkja för- ina með 10 þús. króna fram- lagi. í ráði er að fá lendJið Finna hingað næsta sumar. Var al- mennur áhugi um þetta á þing- inu og samþykkt að mæla með því við ÍSÍ, að Ármanni yrði leyft að sjá um móttökur liðs- ins. Rætt var um það að skipta fjelögunum í deildir eftir getu, þannig að sex yrðu í 1. deild. Besta II. deildar liðið færist svo upp í I_ deild og lakasta I.- deildar-liðið niður í II. deild. Einnig var rætt um nauð- syn þess að endurskoða almenn ar reglur ÍSÍ um handknatt- leiksmót og starfreglur HKRR. Hafsteinn Guðmundsson var leiksmót og starfsreglur HKRR. en aðrir í stjórn voru kosnir: i Haukur Bjarnason, Ármanni, Jón Björnsson, ÍR, Hilmar Ól- afsson, Fram, Axel Einarsson, Víking, Valur Benediktssön, • Val og Frímann Gunnlaugsson, K.R. Slórhríðarmólið 1950, Akureyri AKUREYRI 6. febrúar. — Frá stórhríðarmótinu 1950. — Svig- keppni karla fór fram í Vaðla- heiði, ofan Fífilgerðis. Úrslit í A-fl. urðu þessi: 1. Magnús Brynjólfsson, KA, á 106,5 sek., 2. Birgir Sigurðsson, Þór, á 109,2 sek. — í B-fl. urðu úrslit þessi: 1. Hermann Hermanns- son, Þór, á 109,6 sek., 2. Berg- ^ur Eiríksson, KA, á 118,7 sek. 3. Flosi Ólafsson, MA á 142,8 sek. Úrslit í C-flokki urðu: 1. Sigtryggur Sigtryggsson, KA, á 64,2 sek., 2. Freyr Gestsson, KA, á 76,7 sek., 3. Guðmund- ur Guðmundsson, KA, á 79,8 sek. Færi var mjög hart, en veð ur ákjósanlegt. Áhorfendur voru allmargir. SÍÐASTLIÐINN surinudag fór fram keppni í ,,bowling“ hjer í Reykjavík. Var þetta tví- mennings-flokkakeppni og voru sveitirnar átta. Fyrstu verðlaun hlutu Jó- hann Eyjólfsson og Vagn Jó- hannsson. Höfðu þeir 1507 stig_ Aðrir í röðinni voru Guðni Jónsson og Sverrir Guðmunds- son með 1499 stig. Þriðji urðu Robert Gibbons og Elwer Jesse. Á hverjum föstudegi fer ann ars fram keppni í „bowling“- skálanum, sem nú hefir verið endurbættur og lagfærður. Er. öllum þá heímil þátttaka. Loftárás þjóðernis- sinna á Shanghai LONDON,, 6. febrúar. — í dag gerðu 14 sprengjuflugvjelar kínverskra þjóðernissinna loft- árásir á Shanghai. Að sögn þjóð ernissinnanna ollu þær spjöll- um í borginni. Sluppu þær all- ar óskaddaðar til Formósu, enda þótt að þeim væri veitst með harðri loftvarnaskothríð. —Reuter. Arabar vilja ekki skiffa Jerúsaiem GENF, 6. febrúar. — Fulltrúi íraqs í verndargæslunefnd SÞ lýsti því yfir í dag, að Araba- ríkin. geti ekki sætt sig við. að Jerúsalem yrði skipt í 3 svæði. — NTB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.