Morgunblaðið - 07.02.1950, Síða 8

Morgunblaðið - 07.02.1950, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 7. febrúar 1950. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Askxiftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók, kr. 15.00 utanlands. „Ábyrgðartilfinning“ Tímans S. L. LAUGARDAG vakti Morgunblaðið athygli á því að til þess bæri nú brýnni nauðsyn en oftast áður að íslensk- ir stjórnmálamenn ljetu gerðir sínar mótast af ábyrgðar- tilfinningu og skilningi á nauðsyn falslauss samstarfs um lausn þeirra vandamála, sem þjóðin horfist nú í augu við. Jafnhliða var dregin upp mynd af því ástandi, sem ríkir í efnahags- og atvinnumálum landsmanna. Þessi hógværa aðvörun blaðsins, sem alþjóð skilur að á við fyllstu rök að styðjast, hefur gefið Tímanum, blaði Framsóknarflokksins, tilefni til þess að ráðast heiftar- lega á Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkinn. í forystugrein Tímans s. 1. sunnudag er hvatningin um aukna ábyrgðar- tilfinningu, og samstarf lýðræðisflokkanna kölluð ,neyðar- kall“ og síðan ausið venjulegum svívirðingum yfir Sjálf- stæðismenn, sem Tíminn segir að 'eigi alla sök á erfiðleik- um þjóðarinnar nú. Þetta viðbragð Framsóknarblaðsins sýnir mjög greini- lega, hve mikils það metur viðleitni til þess að bera klæði á vopnin og laða til samvinnu um hin vandasömustu mál, sem þjóðin á mikið undir að leyst verði með festu og skyn- semi. Enda þótt nú sje ekki tími til endanlegs uppgjörs og um- læðna við Tímann um þátt Framsóknarflokksins í þeim erfiðleikum, sem íslendingar horfast nú í augu við, verður ekki hjá því komist að vekja athygli á því að sú mynd, sem brugðið var upp hjer í blaðinu af ástandinu í efnahags- og atvinnumálum okkar lýsir viðhorfunum eins og þau eru eftir 3ja ára stjórnarsetu Framsóknarflokksins með öll sín , bjargráð” og dýrtíðarspeki. Tíminn getur aldrei fegrað þá mynd með því að Framsókn hafi 1944 fordæmt þær kaup- hækkanir, sem hún horfði upp á verða á meðan hún sat í ríkisstjórn. En eins og kunnugt er hækkaði grunnkaup í tíð fyrrverandi stjórnar um 20—30% en vinna við ákvæðis- verk um 32—63%. Allt þetta og tilsvarandi hækkun inn- lendra afurða gerðist meðan að Framsókn sat í ríkisstjórn: Það er líka harla einkennileg röksemdafærsla hjá Tím- anum að telja rök Sjálfstæðismanna nú fyrir nauðsyn halla- lauss atvinnurekstrar, eftir að stórfelld verðlækkun hefur orðið á útflutningsafurðunum, sönnun þess, að Framsóknar- flokkurinn hafi haft rjett fyrir sjer 1944 þegar að hann í stjórnarandstöðu krafðist kauplækkunar meðan allur at- vinnurekstur var rekinn með hagnaði. Þessi röksemda- færsla Tímans er alveg jafn fráleit þó að hann krefðist þess- arar kauplækkunar til þess að tryggja afkomu atvinnu- tækja, sem fyrst áttu að koma í gagnið á árunum 1947, 1948 og 1949 og sem enginn vissi þá undir hvaða kaupgjaldi gætu risið. Skrif Framsóknarmanna um dýrtíðarmálin eru annars svo ósvífin, að líkast er að þeír álíti lesendur sína, annað tveggja, gjörsamlega minnislausa eða hreina fáráða. Allir vita að Framsókn þakkar sjer síhækkandi verðlag landbúnaðaraf- urða. Allir vita líka, að í stjórnartíð Framsóknarflokksins hefur kaupgjald stórhækkað. Ein meginorsök verðbólgunn- ar og erfiðleika íslensks atvinnulífs nú er einmitt þetta kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags. En Tíminn ber hausnum við steininn og tönnlast á því að Sjálfstæðisflokkurinn, sem hafði forystu um að þjóðin keypti glæsileg framleiðslutæki fyrir stríðgróða sinn, beri ieinn ábyrgðina á verðbólgunni rjett eins og nýir togarar, vjelskip, verksmiðjur og landbúnaðarvjelar sjeu aðalorsök dýrtíðarinnar og mesta ógæfa þjóðarinnar í dag!!! Það gefur einnig góða hugmynd um hugarfar og ábyrgð- artilfinningu Framsóknarþlaðsins að einmitt nú, þegar til- lögur ríkisstjórnarinnar um varanleg úrræði til eflingar at- vinnulífinu eru tilbúnar, og brýna nauðsyn ber til samstarfs um lögfestingu þeirra, þá skuli það hefja slíkar umræður. Það er óhætt að fullyrða að það eru ekki blöð og stjórn- rnálamenn með slíka „ábyrgðartilfinningu“, sem íslenska þjóðin getur treyst til þess að taka raunhæft á vahdamálum hennar og örðugleikum. 1Áhar ólripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Götur borgarinnar JEG hefi fengið langt brjef um göturnar í Reykjavík, og enda þótt Daglega lífið sje brjefrit- aranum að ýmsu leyti ósam- mála, þykir því rjett að birta meginefnið úr því, sem hann hefur að segja. En þar sem til- lögur hans hníga að því að leggja nýja skatta á borgarana — og þá fyrst og fremst hús- eigendur —- firtnst eflaust mörg um allt of langt gengið og þar á meðal þeim, sem þessa dálka ritar. En hvað um það, hjer er vissulega skoðanafrelsi og mál frelsi og því ekkert sjálfsagð- ara en að gefa manninum orðið. • Rúsínan í pylsucndanum HANN talar fyrst um það, að nýju bæjarhverfin sjeu „hin sóðalegustu“, það er að segja göturnar_ Hjer eigi margir hlut að máli, ekki síst hirðu- lausir húseigendur, sem láti „spýtnabrak, járnaafklippur og annað“ liggja í haugum á lóð- um sínum. Og þó væri „ekki dagsverk fyrir framtaksaman húseiganda að keyra þessu í burt og jafna þvínæst til á lóðarskömminni. . . . “ Og svo kemur brjefritarinn ,að rúsínunni í hinum marg- auglýsta pylsuenda. Hann segir: « Gatnagerðar- skattur „JEG vil aðeins geta þess, að nú sem stendur, þegar fólk virðist hafa efni á að byggja þessar líka litlu hallir, ef svo mætti að orði komast, mætti vel bæta úr þessu með gatna- gerðina, og þá á þann hátt, að bærinn reiknaði út á hvert hús kostnað götulagningarinnar og húseigendur borguðu svo t.d. helming af þeim kostnaði, þó með því skilyrði, að gatna- gerðin hæfist strax og húsin yrðu íbúðarhæf og gatnagerð- arskattur hvers húss hefði ver- ið greiddur. Þessi gatnagerð- arskattur mætti greiðast á svipaðan hátt og innlagningar- gjald Hitaveitunnar, en þó á skemri tíma“. • „Að hafa þann rrtetnað“ „MJER þætti ekki undarlegt“, heldur brjefritarinn áfram, „ef húseigendum þætti nóg um með svona ráðstöfunum, því nóg virðist vera fyrir þá að borga til hins opinbera, þótt ekki bætist það á, að þeir sjái einnig um gatnagerðarkostnað bæjarins. En jeg vil aðeins geta þess, að mjer finnst sem þeir menn, sem hafa orðið fyrir því láni að geta og mega byggja yfir sig og sína, ættu að hafa þann metnað að horfa ekki í þá peninga, sem þessi fegurðarframkvæmd mundi hafa í för með sjer. . . .“ • Hefur verið reynt I LOK brjefs síns skýrir höf- undurinn svo frá, að ofan- greind aðferð hafi verið reynd í Bandaríkjunum, meðal ann- ars í Los Angeles, og gefist vel. Virðist engin ástæða til að rengja þá frásögn. En um „gatnagerðarskattinn“ er það að segja, að líklegast er að hann ætti fleiri óvini en vini, og er það að vonum, frá þess- um bæjardyrum sjeð. En jeg vil taka það fram, að brjefið, sem hjer hefur nú komið fyrir lesendur, er í heild skrifað af miklum hlýhug í garð Reykjavíkur og Reykvík- inga. Það ber það með sjer, að brjefritarinn hefur oftar en einu sinni gefið sjer tíma til að hugsa um þau vandamál, sem vaxandi borgir eiga við að glíma, og það eitt er vissulega til fyrirmyndar. Og vel mættu menn hafa þessi lokaorð brjef- ritarans í huga: „Það er bær- inn okkar, sem á í hlut, og það, sem við gerum hans vegna, gerum við okkar vegna“, • Danslögin í útvarpinu AÐ lokum annað brjef um fjar skylt efni. Það er „Hlerandi“, sem skrifar um útvarpið bless- að. Hann segir: „Utvarpsstjóri hefur nú skýrt frá því, að það hafi' hvorki verið ríkisútvarpinu að þakka nje kenna, að útvarps- umræður um bæjarmál fóru fram víða út um land. —. Eru' þessar upplýsingar fram komn: ar vegna umræðna um dans-- lagaútvarp á miðbylgjum. Þetta er að sínu leyti gott og blessað, en í engu breytir það þeirri staðreynd, að hjer á landi er fjöldi hlustenda, sem er óánægður með frammistöðu útvarpsins á músíksviðinu. • Eina ,,aukastund“ tvisvar til þrisvar í viku „í EINU orði sagt: Hjer er fjöldi manns, sem árum saman hefur farið fram á að fá meiri og betri „ljetta músík“, en alls enga áheyrn fengið hjá ráða- mönnunum. Það má hiklaust segja, að á þessu sviði hafi út- varpinu ekkert farið fram síð- ustu tíu eða fimmtán árin, og má það furðulegt héita. Þó er það staðreynd, að með góðum vilja mætti að einhverju leyti verða við óskum „danslaga- unnendanna“, til dæmis með því að lengja útvarpstímann tvisvar til þrisvar í viku. Það þarf ekki mikinn mann- afla til þess að leika „Ijett lög“ eina „aukastund" á kvöldi og vissulega hefur útvarpið efni á þessu. Og því er skylt að hafa það hugfast, að sá hlustendahópur er ótrúlega stór, sem er sárgramur yfir sinnuleysinu á þessu sviði“. ........................................................................................................... MEÐAL ANNARA ORÐA .... | niiiiiiiiiiiiiiiiiminninriiRninimiimntmiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiMiiiHiiMiiiiiiiniiiiiMiiiiiiiiMitiuiiMiiiiiiiiiiimaMl i Tillögur um alþjóðlegt táknmál daufdumbra. Eftir frjettamann Reuters. MELBOURNE. — Fjelög dauf- dumbra í Ástralíu hafa lagt til við sams konar fjelög í Banda- ríkjunum og Svíþjóð, að skotið verði á alþjóðlegri ráðstefnu um táknmál. Markmið þeirra er, að merkjamálið verði hverj um heyrnar- og mállausum tiltækt. • • MISMUNANDI KERFI SÚ fyrirætlun, sem hjer er á ferðinni, mundi ekki verða fyrirhafnar- nje sársaukalaus í framkvæmd, einkum verður þetta Ijóst, er þess er gætt, að Ástralía, England, Skotland og Wales nota beggja handa kerfi. í Ameríku, Frakklandi og Spáni er notað annarrar hand- ar kerfi. í Þýskalandi og öðr- um löndum meginlandsins er þetta allt á reiki. Ný-Sjálendingar nota vara- lestur. Þar er tákn- og fingra- mál sjaldan kennt. Það kostar tíma, þolinmæði og fje að samræma öll þessi kerfi. • • MIKIÐ STARE í í ÁSTRALÍU hafa 3 ráðstefn- ur verið haldnar um þessi málj, á þeim hafa meir en 100 orð verið samræmd. Fulltrúarnir hafa og orðið á eitt sáttir um merki til að tákna tölur. • • TÁKNMÁL OG FINGRAMÁL ER SITT HVAÐ EKKI má blanda táknmáli og fingramáli saman. Munurinn er eins mikill og á venjulegri skrift og hraðritun. Með fingra máli verða ekki sögð nema 50 orð á mínútu. Með merkjamál- inu verða sögð 120 orð á mín- útu Merki, sem tákna verkn- að ,tilfinningar og hugmyndir, eru svo ljós, að viðvaningur- inn getur hæglega skilið þau. • • BÖRN ÆTTU AÐ NEMA UNDIRSTÖÐUATRIÐIN EINN forvígismaður dauf- dumbra í Ástralíu, Reynolds að nefni, er þeirrar skoðunar, að auk þess sem barnafræðsla um undirstöðuatriði táknmálsins mundi glæða hæfni þeirra til að nota hreyfingar í þágu og til áherslu hinu talaða ntáli, þá mundi.hún bjálpa þeim tjl að gera sig skiljanleg í ókunn- um löndum. • • HUGTÖK OG HLUTIR j MERKJÚM íákn málsins mþ skipta í tvo flokka. Sum tákná hugtök og hluti. Hins vegar eru svo smáatriðin, táknin, sem tengja hugmyndirnar saman. Hlutlægar jafnt og óhlut- lægar hugmyndir verða auð- veldlega látnar, í ljósi. „Drott- inn minn“ er til að mynda gef- ið til kynna með því að snerta lófa beggja handa til að minna á naglaförin á höndum Krists. ,,Sál“ er táknuð með því að fara með fingurna fyrir munn- inn — til að tákna öndun og líf —- og bera þá svo upp að enninu. „Jeg er hamingjusamur“ er sýnt með glaðlegum svip, tek- ið er lítið bakfall og höndun- um klappað saman. Ást er gef- in til kynna með því að kross- leggja hendurnar á brjóstinu — með viðeigandi svipbrigð- um. MEÐ því að beina fingrunum upp og hreyfa þá er táknaður logi. Með því að snerta ein- hvern hlut og blása svo á fing- urna er táknaður hiti. MYNDUN SETNINGA Setningar verða hæglega tengdar _saman_ „Jeg hefi lesið blaðið“ er sagt moð því að benda á sjálfah sig, krepþa Frh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.