Morgunblaðið - 07.02.1950, Page 11

Morgunblaðið - 07.02.1950, Page 11
Þriðjudagur 7. febrúar 1950. Hínnmo Elínar frá ákbrauf ÞEIR, sem hófu lífsstarf sitt ná- lægt síðustu aldamótum, hverfa nú hver af öðrum af sjónarsviði lífsins. Einn ágætur fulltrúi þess tíma, húsfrú Elín Pálsdóttir frá Akbraut á Eyrarbakka, verð ur kvödd þar eystra í dag. Hún fæddist 24. sept. 1872 á Eyrarbakka og var þar til dauðadags, hinn 28. jan. s.l. — Foreldrar hennar voru þau Páll Andrjesson Magnússonar frá Syðra-Langholti og Geirlaug Eiríkisdóttir, frá Húsatóptum á Skeiðum af Reykjaætt. Móðir Páls Andrjessonar var Ragn- hildur Pálsdóttir frá Haukadal. Eru þetta allt merkar ættir og vel þekktar. Elin bar svipmót settfólks síns og átti marga bestu kosti þess, enda kom það sjer vel í lífsbaráttu hennar. •— Hún ólst upp hjá foreldrum sín- um í Nýjabæ og fór þaðan ekki fyrr en 1897, að hún giftist Björgófli Ólafssyni, mest atorku- og dugnaðarmanni. Þau reistu bú að Litlu-Háeyri, en sambúð þeirra var skammvinn. 26 ára gömul missti Elín mann sinn frá tveggja ára barni og öðru ó- fæddu. Þá tók við erfiðasti kafl- inn í æfi Elínar, því að þá var minna gert en nú til þess að tryggja hag munaðarleysingja og lítilmagna. En kjarkur og dugnaður Elírjar var óbilandi. Eftir dauða manns síns bjó hún í bænum sínum í 7 ár, með litlu telpunum sínum, Pálínu og Björgu og vann fyrir þeim með högum hö'ndum, því að hún var afbragðsvel verki farin. Henni 3jet jafnvel að hugsa um skepn- tirnar sínar, vinna í görðunum og fást við hverskonar sauma- skap og hannyrðir. Það ljek allt í höndum hennar, enda skorti hana aldrei verkefni um dagana. En mikið þurfti hún að leggja á sig til að sigrast á fátækt og erfiðleikum þessi einstæðingsár sín. Nákunnugur maður hefur sagt þeim, er þetta ritar. að þrátt fyrir erfiðleikana hafi hún ai- drei tapað þeirri mýkt og hlýju, sem einkenndi hana alla æfi. — Svipur hennar var jafnan hreinn ög bjartur, hjartað viðkvæmt og næmleiki mikill fyrir öllu fögru og góðu. Verk hennar báru líka fagran vott um hagleik og snyrti mennsku og er heimili hennar fegurst vitni þar um og mun svo lengi verða. — Heimilinu unni hún líka og fann þar sína mestu hamingju, svo sem títt er um sannar húsfreyjur og mæður. — Aldrei fjell henni verk úr hendi ©g þótti oft undravert hve miklu hún afkastaði, jafnvel á elliár- um, og hvað hún var fjölhæf til verka og vann allt vel. Elín var prýðilega greind kona og minnug, svo sem hún átti kyn til. Ekki var hún til mennta sett. Til þess voru litlir möguleikar á hennar æskuárum, en mikilli þekkingu safnaði hún með lestri góðra bóka, því að fróðleiksþorsti hennar var ó- Blökkvandi til síðustu stundar. Árið 1904 giftist Elín eftirlif- andi manni sínum, Þorbirni Hjartarsyni frá Traðholtshjáleigu í Ölfusi, ágætum manni. Hjóna- band þeirra hefur verið hið far- sælasta. Þau eignuðust 4 börn: Hjört, er dó af slysförum, 26 ára gamall, mesti efnispiltur, Sigurður, verkstjóri á Selfossi, giftur Guðfinnu Jónsdóttur, Geir laug og Anna, sem enn dvelja í foreldrahúsum. Naut Elín kær- leiksríkrar umhyggju þeirra síð- ustu æfiárin. — Pálína, dóttir Elínar af fyrra hjónabandi, gift- ist Kláusi Hannessyni, en missti hann eftir fárra ára hjónaband 1928. Hin dóttirin, Björg, giftist Gunnari Hjörleifssyni, en hann fórst af slysförum 1941 og ljet eftir sig mörg ung börn. Elín fór því ekki varhluta af sorg og andstreymi þessa heims, en hún tók því með óbilandi trúarþreki og óx í hverri raun. Hún naut aftur þeirrar ánægju að börn hennar og barnabörn eru öll mesta myndar- og dugnaðar- fólk, sem þegar skipar sumt sess meðal bestu borgara sam- tíðarinnar og hinir yngri eru líklegir til að ná því marki. — Hún reyndist þeim öllum elsku- leg móðir og amma. Einnig naut hún almennrar virðingar og vin- sælda meðal nágranna sinna, ættingja og vina. Þótti öllum gott að njóta greiðvikni hennar, gestrisni go giaðlyndis. Allir voru sammála um að það væri mannbætandi að vera í návist Elínar í Akbraut. Þeir verða því margir, sem kveðja hana í dag, þakka allt, sem hún var þeim og biðja henni blessunar guðs. I. J. — Meial annara oröa Frhh. af hls. 8. hnefana (er merkir ,,hefi“), snerta augun — er merkir lesa — og þá er breiddur út faðm- urinn eins og verið sje að opna blað. HÖGNI JÓNSSON málflutningsskrifstofa Tjamargötu 10 A. Simi 7739. BEST Atí 4T1GISS* • \ini*Giwni Samkvæmiskjólar Ódýrir samkvæmiskjólar. Verð frá kr 390.00. ^aamaóto^aa Uppóöiam Sími 2744. MORGUNBLAÐItí 11 k--------------------------------—. . — - Sfefáp Jómson: * Margt gétur skemmtilegt skeð Stefán Jónsson: Margt getur skemtilegt skeð. ísafoldarprentsm. h.f. í SKÁLDSÖGUM handa börn- um gætir iafnan tveggja sjón- armiða: hins listræna og hins siðfræðilega: Ekki einast þau altaf vel. Ósjaldan þokar listin fyrir siðfi æðilegri upplýsingu og jafnvel umvöndunum. Við þetta glatar sagan listagildi sínu, veiðui^ einskonar hrær- ingur úr betiunaráformum og ritskussahætti. Þó skiftir nokk- uru máli á hvaða stigi hnign- unar og þróunar siðgæðið er. Frumstæðar og heilsteyptar siðgæðishugmyndir samræmast frásagnarlistirmi betur en hin vafasömu sjónarmið hrörnandi siðgæðis, sem þurfa rökstuðn- ins og rjettlætingar við. — Gleggsta dæmið um þetta er gott ævintýr. Þegar það mótast um ákveðna siðgæðishugmynd, var hún , höfundi“ og samtíð sjálfsögð og óveiengjanleg. Um hana ljek enginn efi. Því var allur rökstuðningur óþarfur. Og í þessu andrúmslofti þróast listin, án þess það sje efnagreint og bætt Andstæðan eru barna- sögur fiá aldamótunum og fyrsta tug 20. aldar Með ákefð troða þæi hrapandi siðgæðishug myndum upp á lesandann. í stað listar bjóða þær oft upp á tilfinningavæmni og umvönd- unartón. I íslenskum barnabókmentum hefur þessum tveim sjónarmið- um oft vcrið hrært saman. — Sumir höfundar virðast ætla, að mórallinn sje aðalatriðið, hann tryggi sögunni listrænt gildi. Því eru sumar sögur raunar ekkert annað en dæmasafn um góða hegðun og slæma, listlaus — og fremur áhrifalítil — sýnikensla í siðfræði. Höfund- ar slíkra sagna eru oft því gjöf- ulli á siðapredikun sem lista- gyðjan vai naumari við þá. Á síðari árum hafa þó fjöl- margir barnabókahöfundar ís- lenskir tekið aora stefnu og leyft barnasögum að þróast samkvæmt listrænum lögmál- um. Glöggt dæmi um þennan sigur hins listræna sjónarmiðs er ný bók eftir Stefán Jónsson: Margt getur skemmtilegt skeð. Söguhctjan er afbrotadreng- ur úr Reykjavík. Barnavernd- arnefnd hefur ráðstafað honum í sveit. í höfuðstaðnum þykir hann óalandi. Viðfangsefnið gæti því verið hættulegt. Betrunarsaga. En Stefán kann önnur og listrænni tök. Drengurinn er raunar kominn í sveit, en þar er ekkert, sem heillar hann. hann er ósáttur við alla, fullur af hroka. Sljór og leiður röltir hann á eftir kúnum, sem hann á að reka í haga, en svo ákveður hann sig skyndilega og strokið til Reykja víkur hefst. Hvers vegna strýk- ur hann? Hann veit það ekki. Og flóttinn mistekst. Raunar gat hún Sigrún litla, glóhærða stúlkan fiá Lundi ekki hindrað strokumanninn. Til þess var Júlíus Bogason of slunginn. En tilviljunin snerist gegn honum. Læknirinn rekst á hann, tekur hann upp í bíl sinn og ekur honum aftur heim að Litla- Dal til Jósefs og Þóru. þaðan sem hann strauk. — Jæja, væni minn, sagði læknirinn, áttu foreldra í Reykjavík? — Nei, mamma er dáin og pabbi er alltaf á sjónum. Hann er skipstjóri. — Einmitt það, sagði lækn- irinn. Hjá hverjum varstu þá í Reykjavík? — Kerlingu. Þetta stutta svar segir langa og áhrifamikla sögu. Það er svo hnitmiðað, að því verður aðeins jafnað til hins besta í íslenskri frásagnarlist. Það minnir á svár Þórðar í Króki. (E. H. Kvaran: Þurrkur). Með þessum tveim atvikum, ákvörðun drengsins að strjúka og svari hans við spurningu læknisins, er lesandinn leidd- ur mitt inn í baráttu drengsins við sjálfan sig. Harðar and- stæður rísa í eðli hans. Hvar sem eðlileg viðleitni barnsins kemur fram, kæfir hana þurr hroki götudrengsins. Inn í þetta vonleysi drengs- ins fellur ljósgeisli. Að Litla- Dal kemur dráttarvjel. Júlíus Bogason fær viðfangsefni, sem heilla hann Hann er glaður. — Lífið er fagurt og bjart. Hið innra veiður hann sjálfstæðari og flýr sjaldnar á náðir hrok- ans. Sjaldnar og sjaldnar læð- ist hann inn í hjónaherbergið til að kyssa mynd Sigrúnar. Hann þarf þess ekki lengur. Hann er jafneki hennar eða get- ur að minsta kosti orðið það. Stórmenskuhrokann er að lægja. Framtíðardraurúar hans verða raunhæfari en áður. En þótt Jósef og Þóra vilji vera drengnum góð, vantar mikið á að þau skilji hann Með smá- munalegii góðgerðasemi hrinda þau honum á ný út í ógæfuna. Drengurinn strýkur á ný, villist, er nærri dauða af vos- búð og hungri, en skátar finna hann og flytja til Reykjavíkur. Við fáum að kynnast „kerling- unni“. Lýsingin á heimilinu er ægileg skýring á fortíð drengs- ins. Honum stendur engin leið opin, nema afbrotin. Hann lendir aftur í Litla-Dal. Jósef er jafn rindilslegur og áður, en Þóra vex að sama skapi sem móðurtilfinningin opnar augu hennar fyrir innri baráttu drengsins í þorpsskólanum kemur Júlí- us aftur í hóp jafnaldra. En hann samlagast honum ekki. — Hann er vonsvikinn, af því að börnin dá hann ekki, afbrýðis- samur, af því að aðrir eru hon- um fremii. Hann skammast sín fyrir vankunnáttu sína í nám- inu, en vantar vilja til að leggja sig fram við það. Hroki hans stígur hærra en nokkru sinni fyrr. Loks leiðir hatrið hann til að fremja óþokkabragð á fjelaga sínum. En við þetta fantabriígð skiptir um örlög hans. Ekki af iðrun. Júlíus Bogason er leik- inn í að rjettlæta sig. En gegn um ískalda andúð hópsins finn ur hann ilinn af samúð tveggja barna leika um sig. Án þess a3 vita það sjálf berjast Sigrún; frá Lundi og Hlífar, sá senv ávallt skj^ggði á Júlíus i barna- hópnum, hlið við hlið um sálu hans. Bak við harðan dónx þeirra finnur hann næmarl skilning, og heitari samúð eri hanh þekkti fyrr. Fyrir þvi bráðnar klakinn um bjarta hans. Hann verður aftur barn, getur iðrast og grátið, noticJl vináttu annarra barna, fundit3 samúð með þeim, eru enra" þá umkomulausari en' hann sjálfur. Þessi breyting á hugár fari hans og ytri högum varð honum þá fyrst ljós, er hann óttaðist að verða rekinn úr skólanum og skilinn frá nýju fjelögunum_ Svipmót persónanna er skýrt. Að söguhetjunni frátal- inni finnst mjer höfundi þó hafa tekist best með Jósef, en yngri lesendum mun Sigrún verða ógleymanleg. Þorsteinn kaupfjelagsstjóri er vel gerður með sinu landsföðurlega yfir- læti og smámunalega valds- mannsbrag. En við Þorstein hættir höfundi til að tengja fjelagsfræðilegar hugleiðingar (bls. 296, 307), sem börn skilja ekki, en fullorðnir lesendur eru ofmataðir á. Þetta kemur þó svo sjaldan fyrir, að það nær varla að raska listrænum heiló arsvip bókarinnar. Bókin er ekki prentvillu- laus, en slæmar villur eru fá- ar. Á bls. 304 virðist krónu- talan misprentuð: þrjú hundr- uð fjörutíu og fimm (áður voru þær fjórtaldar 375) og bls. 312 stendur: fólið í Kambi, les: fólkið í Kambi. Bókin er ósvikinn skemmti- lestur, jafnt fyrir börn og full- orðna. Næmum lesanda opnúr hún sýn inn í sálræna baráttu: ósigra, örvæntingu og síðan grósku nýs lífs. Höfundur er flestum mönnum skyggnari á barnsálina_ Frásagnarlist hans er ljett og leikandi, samúðin innileg, en laus við alla væmni og tilgerð. Það eru ekki börnin ein, sem mega þakka höfundi þessa bók. Hún er okkur fullorðnum engu síður fengur. Matthías Jónasson. Baráttan gep kcm- múnismanum A.-Asíu SINGAPORE, 6. febrúar. — Sendiherra Bandaríkjanna, dr. Jessup, ljet svo um mælt í Singapore í dag, að það væfi alger misskilriingur að ætla, ífð öll ríki A-Así.u þyrftu að fylgja í kjölfarið, þótt eitt hefði fallió íyrir kommúnista-stefnunni. —- Hins vegar væri ekkert augna- gróm að eitthvað yrði að hafast að til að stemma stigu fyrir út- breiðslu kommúnismans, en ó- ráðið væri enn, hverjar þær rá3 stafanir yrði eða hvar og hve- nær þær yrðu gerðar. • J — Reuter. »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.