Morgunblaðið - 17.03.1950, Side 6

Morgunblaðið - 17.03.1950, Side 6
6 MORGUNBLAtílÐ Föstudagur 17. mare 1950. Atvinnufraðsla er nauSsynleg í framhaldsskólnnum — segir Ólafur iónsson hjeraðsráðunaufur „Á FUNDUM RÆKTUNAR- FJELAGSIN3 á undanförnum árum hefi jeg vakið máls á því, hve nauðsynlegt bað er að koma einhverri atvinnufræðslu á í framhaldsskólunum“, sagði Ól- afur Jónsson fyrverandi fram kvæmdarstjóri Ræktunarfje- lags Norðurlands, er jeg hitti hann hjer á dögunum. Heimsótti f ramhaldsskólana Hann sagði ennfremur: ,,í vetur hefi jeg farið í nokkra framhaldsskóla í Norð- lendingafjórðungi, Laugaskóla og Reykjaskóla og eins hefi jeg heimsótt Menntaskólann og Gagnfræðaskólann á Akureyri og flutt þar búfræðileg erindi. Þessi fræðsla, sem jeg hefi getað látið í tje er þó hvorki íugl nje fiskur og engan veginn eins og jeg hefi hugsað mjer að hún eigi að vera. Slik búnaðarfræðsla á að vera fastur liður í starfsemi skólanna. Á hverju skólaári á að gefa nemendum framhalds- skplanna kost á vekjandi er- indum um landbúnaðarmál, sjávarútveg og iðnað, þar sem þeim sjeu kyntir þessir atvinnu vegir og bent á, hvaða skilyrði sjeu til þess að komast áfram í þessum höfuð atvinnuvegum þjóðarinnar. Þeir nemendur, er óska eftir frekari fræðslu í ein- hverri af þessum greinum, eiga að geta fengið hana í sambandi við skólanámið. Kennararnir í þessum grein- um gætu verið nokkurs konar farkennarar, þannig, að hver þeirra annaðist þessa fræðslu á nokkrum skólum. Þeir gætu verið ráðnir sem hverjir aðrir kennarar eða valdir af sam- tökum hlutaðeigandi atvinnu- ■ vega. Forustumenn framhaldsskól- anna, sem jeg hefi átt tal við um þessi efni, virðist skilja, að þetta sje nauðsynlegt, gagnlegt og gott og blessað. En sumir þeirra kvarta yfir því, að ekk- ert rúm. f ða enginn tími sje fyrir slíka fræðslu, innan þess ramma, sem kennslunni er markaður nú. Skólastarfseminni ábótavant Nú verða allir skólamir að leggja kapp á. að undirbúa nem endur sína undir allsherjar landspróf. Viðhorf mitt til þess- arar fræðslustarfsemi og skipu- lags, er víst íalsvert á öndverð- um meið við ríkjandi skipulag. Jeg álít, að ailtof mikið af skóla starfinu sie ítroðsla fróðleiks, sem kemur að tiltölulega litlu ©g hverfandi gagn í lífinu. Skólarnir eiga að leita eftir hneigð nemendanna, vekja þá til umhugsunar um það, hvern- ig þeir .eigi að haga lífi sínu eftir skélaveruna, hvað þeir eigi að leggja stund á, hvað mun henta þeim best, hverjum fyrir sig. Þarf m.a. að benda þeim á skilyrði landbúnaðarins, að hverju ieyti sá atvinnuvegur sje aðlaðandi fyrír ungt fólk.. Það hlýtur alltaf að fara svo, eins og mik'l brögð hafa orðið að upp á r.'ðkastið, að menn, sem aldir eru upp við land- búnaðinn, leiti til annara at- vinnuvega En, ef svo heldur áfram, og engir þeirra, sem eru aldir upp við aðra atvinnuvegi en landbúnað leita út í sveit- irnar, þá tæmist fólkið úr sveit- unum, svo að engir verða eftir til að stunda landbúnað, þegar tímar liða. Nauðsynlegt að fara inn á nýjar brautir Þess vegna tel jeg nauðsyn- legt, að hugum skólafólksins sje beint til landbúnaðarins, svo það komi í Ijós. hverjir sjeu best til þess fallnir, eða vilji fara inn á þær brautir. Jeg lít svo á, að fræðsla um líf þjóðarinnar sje miklu gagn- legri, heldur en að læra þulu upptalningar um ár og borgir. ártöl um stríð, nöfn konunga og keisara, meira og minna óþjált málfræðistagl og mörg tungu- mál, sem þeir ná engu valdi á. En mikið af þeirri fræðslu, sem útheimtist til landsprófsins, er slíkur stagllærdómur og upp- talningar. Svo fast er rekið eftir þeirri ítroðslu í nemendurna, að per- sónuleiki kennarans kemst ekki' að við kennsluna, nema þá að litlu leyti. Þeir eru rígbundnir við undirbúninginn undir lands prófið. En mest af því, sem kennt er í skólunum, er sam- hengislaust við atvinnuvegi þjóðarinnar. Samkvæmt nýju fræðslulög- unum var það hugmyndin, að hafa verknámsdeild við skól- ana. En það hefur gengið illa að koma því í framkvæmd. — Þetta yrði mikið bákn ef það ætti að vera fullnægjandi og þetta getur aldrei náð nema til einhverskonar iðnaðarstarfa. •— Að sjálfsögðu yrði það hátíð fyrir ýmsa nemendur að kom- ast að einhverri iðnfræðslu í staðinn fyrir að eyða tíma og kröftum í að sitja yfir bókum, sem þeir hvorki geta eða vilja læra. Reynsla mín í þessu efni er að sjálfsögðu lítil enn. En flest- ir skólamenn, sem jeg hef átt tal við um þetta, líta svo á, að þessar tillögur mínar sjeu eft- irtektarverðar og í öllum skól- unum, þar sem j^g hef komið til að halda fyrirlestra, hefur mjer verið tekið einkar vel. Það er von mín og hugboð mitt, að fleiri taki upp þennan þráð og meira verði hirt um það en nú, að tengja skólanám almennings við atvinnuvegi þjóðarinnar. En takist þetta skólastarf vel, þá ætti það að stuðla að því, að verulegu leyti, að fleiri nýtir og duglegir ungir menn veljist 1 bændastöður, heldur en nú hefur verið um skeið að tiltölu við fólksfjöld- ann í landinu. Þetta skólastarf gæti verið nokkur þáttur í því, að stemma stigu við hinum ó- hugnanlega flótta unga fólksins úr sveitunum. Meiri mannrækt Vissulega mætti segja ótal- margt fleira um hina almennu fræðslu og framhaldsskólana, t. d. skólalífið, hlutdeild þess og þýðingu í náminu og þroska nemendanna. En mjer finnst sá þáttur sem er hin persónu- lega hlutdeild nemendanna sjálfra í skólastarfinu að ýmsu vanræktur. Þetta verður þó ekki rakið frekar að sinni. Að lokum vil jeg undirstrika þetta að skólarnir þurfa að leggja miklu meiri alúð við að rannsaka persónuleika nemend- anna heldur en nú er. Vera meira uppalandi og vekjandi. Bifreiðavjelar til sölu. — G M. C. — 14. — International. Chevrolet. — Jepp. Dödge. — Vauxhall Uppl. í Sölunefndarskemmunum við Njarðargötu. Sími 5948. Bifreiðahlutir Gírkassar i eftirtaldar bifreiðar til söln: G. M. C. 10 hjóla og 5 tonna. — Chevrolet. — In'ernational. — Dodge her- og vörubíla. — Ford vörub'la. — Jeppa. — Dodge 3ja gíra. Uppl. í Sölunefndarskemmunum við Njarðargötu. Sími 5948. Housingar til sölu í eftirtaldar bifreiðategundir: International 3—4 tonna fyrir tvöföld hjól. — International % tonns. — Ford % tonns. — Bcdford 2—4 tonna. —■ Chevrolet vörubíla. — G. M. C. 6 og 10 hjóla. Uppl. í Sölunefndarskemmunum við Njarðargötu. Sími 5948. Krassi — Litt iioftað matjurt TIL er lítil matjurt, sem er nefnd Karsi á Norðurlandamá)- unum, en á íslensku lægi beint við að nefna hana Krasa, sök- um þess hve bragðmikil og krassandi hún er. Hún heyrir til krassblómaættarinnar, er með öðrum orðum skyld gulróf um, næpum og káltegundum, en hún er svo fljótvaxin að það er víst engin matjurt til sem er fljótari að koma í gagnið en hún. Hún er nothæf þegar hún er liðlega þumlungshá og það eru aðeins fyrstu blöðin sem eru hagnýt, og þau geta verið nægi- lega stór liðlega viku eftir sán- ingu fræsins. Þetta er sú mat- jurt sem ræktuð hefir verið nyrst á okkar jörð, á sjálfum Norðurpólnum. Það gerðist hjer um árið þegar Papanini- leiðangurinn var þar á ferð og ljet sig reka á ísjaka yfir pól- inn. Þeir bjuggu þar í litlum kofa og þar sáðu þeir krassa- fræi í glugganum og notuðu svo blöðin sjer til heilsuverndar, til að verjast skyrbjúgi. í krassa- blöðum er mikið C-bætiefni, en það fyrirbyggir skyrbjúginn, sem áður var svo algengur hjer — og mun víða finnast enn, á lágu stigi að vísu, einkum þeg- ar líða fer á veturinn. Krassafræi er sáð svo þjett að þar liggur svo að segja fræ við fræ og það þarf ekki að þekja fræið með mold, en að- eins halda moldinni rakri sem það liggur á. Líka má rækta það alveg án moldar, með því að leggja ,,vatt“ á disk sem haldið er röku. Eftir fáa daga hefir svo myndast græn og þjett blaðabreiða, sem svo má skerá af og nota t. d. ofan á smurt brauð, til bragð- og heilsubæt- is, þeim, serh neytir þess. Er- lendis er mikið ræktað af Krassa til að nota að vetrinum og af honum selst mikið, þó smár sje hann, og er hann rækt aður í litlum grunnum kössum og seldur í þeim. Hjer hefir lítið verið gert að því að rækta þessa matjurt, en nú hefir Jóhann Jónsson garð- yrkjukandidat í Reykjahlíð í Mosfellssveit, hafist handa í þessu, í því skyni að reyna að koma Reykvíkingum á bragðið af þessari litlu nytsömu jurt, sem vissulega getur haft sína miklu þýðingu sem C-bætiefna gjafi í ávaxtalausu landi. Það er alkunnugt að vanti þetta bætiefni í líkama manna verða þeir næmari fyrir kvefi og háls bólgu o. fl., og með C.-bæti- efninu einu verður slíkt fyrir- byggt. Þessvegna ættu Reykvíking- ar að líta á þessa tilraun Jó- hanns Jónssonar með skilningi og kaupa framleiðsluna og nota — þó þetta sje að vísu jurt sem svo einfalt er ög auðvelt að rækta að hver og einn gæti gert það í sínum eigin stofu- glugga, og þá þarf ekki að leggja út fyrir öðru en fræinu, sem er ódýrt. Einhvern næstu daga kemúr þessi nýja vara væntanlega á markaðinn. Ragnar Ásgcirsson. ísland fyrr og nú ICELAND yesterday and Today, by Horace Leaf, F.R.G.S. FERÐAMAÐURINN og mið- illinn Horace Leaf ferðaðist hjer um landið fyrir nokkrum árum, eða nánar tiltekið árið 1946.NÚ heíur hann skrifað bók um þessa ferð sína, með mörg- um myndum. og tileinkar hana sínum íslensku vinum. I for- mála þakkar hann einkum þeim Snæbirni Jónssyni, Sigbirni Ármann og Nikulási heitnum Friðrikssyni fyrir ómetanlega aðstoð við ferðalögin og samn- ingu bókarinnar og enn fremur þakkar hann frú Sigríði Hol- beck, Matthíasi próf. Þórðar- syni og Guðmundi Hofdal fyr- ir ýmiskonar aðstoð. Herra Leaf hefur víða farið og hefur því margt til saman- burðar við íslenska staðhætti og ástand, og er oft i'aman að hugleiðingum hans um þau efni þvi að maðurinn er skynsamur og eftirtektarsamur, og glöggt er gestsaugað. Segir hann kost og löst á landi og þjóð, en þó ber miklu meira á kostunum í frásögn hans. því að hann er oss innilega velviljaður og vill gera hróður vorn sem mestan. Af innihaldi bókarinnar má nefna það, að þar eru kaflar um Reykjavík og Þingvelli, Jón Sigurðsson og stjórnarskrána, Reykholt og Snorra Sturluson, skógrækt, hveri og fossa o. s. frv. Einn kaflinn heitir „Reim- leikar á sveitabæ“, og segir frá dvöl höfundar í Viðfirði, og gleymir hann þar ekki að skýra frá því, að heimilisfólkið hafi verið manna kurteisast, eins og íslendingar sjeu yfirleitt. Eink- anlega rómar hann íslenska presta fyrir það, hvað þeir sjeu blátt áfram og yfirlætislausir —og frjálslyndir. Yfirleitt má segja, að í bók þessari sje greinileg og falleg lýsing á þessu „mesta litla landi í veröldinni“, eins og höfundur- inn kemst að orði. Frásagnir hans og lýsingar eru yfirleitt rjettar, þó að lítilsháttar mis- skilnings gæti á stöku stað. — Helst mætti finna það að bók- inni, að hún beri oflof á oss Islendinga. en það er líklega sá galli, sem vjer eigum auðveld- ast með að fyrirgefa. Eins og áður er sagt, hefur herra Leaf ferðast víða og ritað áður um ferðir sínar („Undir suðurkrossinum“). Ein bók eft- ir hann hefur komið út á ís- lensku, — Dulrænar gáfuy, þýdd af Jakobi Jóh. Smára, en höfundurinn er kunnur fyriy- Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.