Morgunblaðið - 17.03.1950, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.03.1950, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 17. mars 1950. Þóriur Bernharðsson frá t GlafsM — Minning ÞAÐ sorglega slys vildi til.þ. 7. janúar s.l. að vjelbáturinn „Helgi“ frá Vestmannaeyjum fórst við Faxasker og með honum 10 menn. Sjö skipverjar og þrír farþegar. — Meðal farþega var vinur minn, Þórður Bernharðs- son. — Er mjer barst þessi fregn, átti jeg bágt með að trúa þvi, að þessi góði og myndarlegi piltur væri horfinn úr vinahópnum á svo svip legan hátt, aðeins 16 ára. — Engin orð, aðeins hljóð andvörp stigu þá til hæða. JJrottinn minn! Því þurfti þetta að ske? „Ó Drottinn minn guð, æ verði þinn vilji, þú veist hvað er best, þótt enginn , þig skílji". Dáinn, horfinn. Jeg hygg, að syo sje fleirum farið en mjer, að ilfa gangi að skilja það að Doddi sje dáinn og að hann sje ekki lepgur á meðal okkar, brosandi og glaður í hinum stóra vinahóp. Af hverju var hann tekinn, augasteinn foreldra sirrná. Og sá, sem allir aðrir er þekktu, vildu eiga að vin. Var hann of góður fyrir þennan heim? Við mennirnir eigum svo bágt með að skilia hinn þunga dóm dauðans, er sviftir æskumanninn lífi svo sviplega. En öll skiljum við, að það er vald Drottins, er ræður, og í hans hendi er allt vort líf. Þegar sorgin knýr á dyr, þá vitum við að það er máttur og mildi Guðs, sem megnar að græða sorgir okkar. Þess vegna skulum við biðja Drottinn að veita okkur styrk og þrótt til að sigrast á öllum erf- iðleikum þessa lífs. Þegar vinir Þórðar heit. höfðu áttað sig á hvað skeð var, þá mun rriörgum hafa orðið það á, að flytja bænheita bæn til Drottins, fyrirbæn, fyrir hinum sorg- mæddu foreldrum og systkinum, sem syrgja látinn son og bróðir. Það mega hinir syrgjandi ástvinir Þórðar heitins vita, að hann átti marga og góða vini, sem votta þeim nú, á stundu sorgar og sakn aðar sína dýpstu samúð við hið sviplega fráfall hans. Foreldrar hans geta glaðst yfir því, að minningin um hann er björt og hrein. Enginn skuggi fellur á minningu hans. Þórður Bernharðsson var fædd- ur hjer í Ólafsfirði 11. maí 1933 Foreídrar hans eru Sigríður Guð- mundsdóttir og Bernharð Ólafs- son. Þórður ólst upp hjá foreldr- um sínum ásamt fimm svstkin- uih. Strax eftir fermingu fór hann að stunda sjóinn, eins og svo margir unglingar hjer I Ólafs- fifði. — Síðastliðið sumar var hánn í síldveiðum. En í vetur ætlaði hann að stunda vinnu í Vestmannaeyjum, en á leið sinni þángað fórst hann, eins og kunn ugt er. ■Þórður heit. var einhver mynd- arlegasti og efnilegasti unglingur hjer í þessum bæ. Framkoma háns öll og prúðmennska var eftirtektarverð. Hann var hægur og stilltur í.allri framkomu sinni, hvort heldur var á heimili hans eða utan. Allsstaðar kom hann sjer vel, þar sem hann var, allt af kátur og brosandi. Enda átti hann marga vini og fjelaga. Jeg, sgm þessar línur rita, átti því láni að fagna, að vera með og kynnast Þórði, meira en margur annar. Er mjer óhætt að sepja, að'þar var góður og sannur fjel. EJtki hafði hann lagt út á braut óreglu, eins og svo margur pilt- un, á þessum aldri. Þórður heit. var fjelagi i barnastúkunni Áróru og íþróttafjelaginu Sameining. Þar tók hann virkan þátt í starfi beggja f jelaganna. Hann var góð- ur skíðamaður og sundmaður ágætur. Get jeg fullyrt, að fáir sundmenn hjer stóðu honum á sporði í flestum greinum sund- íþróttarinnar. Eflaust hefur sund íþróttin verið hans uppáhalds í- þrótt, enda leiknastur í þeirri grein. — En svona fór það, og ekki gat sundkunnátta hans bjargað honum frá dauða. „Hvenær, sem kallið kemur, kaupir sig enginn frí“. Um leið og jeg rita þessi fáu minningarorð, vil jeg votta for- eldrum, bræðrum og fjarstödd- um systrum Þórðar heit. mína dýpustu samúð, vegna andláts hans. Guð styðji ykkur og styrki í sorgum ykkar um tíma og eilífð. Kæri vinur! Orð min eru of fátækleg, en jeg enda þau með þakklæti fyrir liðin ár, er við Vorum saman. Æfi þín var stutt en fögur. Sjálfur hefur þú reist þjer minnisvarða í hjörtum ætt- ingja þinna og vina, sem lengi mun standa. Vertu sæll, vinur minn, og hafðu þökk fyrír allt og allt. Við, sem eftir lifum söknum þín, en samt gleðjumst við yfir því, að vita þig sigldan á Guðs þíns fund. Ef við sem eftir lifum, reyn- umst jafn sönn og saklaus, sem þú, munum við sjást aftur. Verði líf þitt hjer, Ijósgeisli á vegi jafnaldra þinna og verði minning þeirra jafn björt og þín. Sigmundur Jónsson. Frjellabrjef frá Spurnlnf Húsavík VEÐURFAR hefir verið hjer líkt og annarsstaðar á landinu, mjög óstillt í vetur. Hafa sjó- sóknir því verið afar stopular, bæði á haustvertíðinni og nú eftir áramót. Hjeðan er nú 4 mótorbátum róið, 16—17 lesta bátum. Afli var fremur góður á haustvertíðinni, þegar gaf á sjóinn, en rýr eftir áramótin, einkum nú upp á síðkastið. — Aflahlutur hefir því orðið mjög lítill, og auk þess stafar af þessu atvinnuleysi í landi, sem töluvert hefir borið á hjer í vetur. Hinsvegar hefir verið góð tíð og hagfelld fyrir bænd- ur nú í vetur, snjóljett og yf- irleitt hlý veðrátta. Hefir því verið hægt að beita fje meira úti en oft áður. Af þessu hafa sparast mjög hey, og veitti ekki af eftir hinn harða vetur í fyrra. Mikla ánægju vakti það, að m.s. Dettifoss, eitt af hinum nvju og glæsilegu skipum Eim- skinafielagsins, kom hingað 17. febr. s. 1. Lagðist skipið tafar- ^aust að hafskginabrvggju hier, án nokkurra örðugleika, lá þar um 4 klst. og tók 2500 kassa af freðfiski. Gekk ágætlega að koma að og frá bryggjunni. — Vakti þetta einkum athvgli vegna þess, að m.s. Goðafoss hafði komið hingað og fór frá, án þess að hafa fengið nauð- svnlega afgreiðslu. í þessu sam- bandi bvkir rjett að taka fram, að mönnum hier þykir skip FimskiDafielagsins koma hing- að of sjaldan, hin síðari ár. HEFUR Arnarfjörður verið rannsakaður ítarlega með tilliti til væntanlegrar sementsfram- leiðslu? Jeg las nýlega grein i Morg- unblaðinu um sementsverk- smiðjuna fyrirhuguðu. Er þar tekið fram. að enn sjeu ekki rannsökuð að fullu þrjú mikil- væg atriði viðvíkjandi vænt- anlegri sementsverksmiðju á Akranesi. 1. Dýpt skeljasandsins á Sviðinu. 2. Magn liparitsins í Hval- firði. 3. Hvort vatnsleiðsla Akra- nessbúa muni geta látið sem- entsverksmiðjunni í tje nægi- legt vatn. Mun nú ekki mega bæta f jórða atriðinu við, sem sje því, hvort hyggilegt sje, að ætla Andakílsvirkjuninni að láta verksmiðjunni í tje raforku. — Ætli raforkuþörf þeirra hjer- aða, sem Andakílsvirkjuninni er ætlað að birgja upp með rafmagn. fari ekki svo ört vax- andi, í náinni framtíð, að virkj- unin verði ekki aflögu fær. I Borg í Arnarfirði er nægi- legt fallvr.tn til þess að fram- leiða 36 þúsund hestafla raf- orku. Þetta sagði mjer norsk- ur verkfræðingur, sem rannsak aði fallvötnin í Borg í tvö sum- ur, og ljet auk þess fara fram mælingar i vatnsmagninu í tvo vetur. — Virkjun fallvatnanna í Borg í Arnarfirði er eitt hið allra mesta framfaramál Vest- fjarða. Yrðu fallvötnin virkjuð þar, mundi nægileg raforka vera fyrir hendi, bæði handa sementsverksmiðju og til þess að fullnægja allri raforkuþörf Vestfjarða um mjög langt ára skeið. í Borg í Arnarfirði er ágæt höfn, mjög hentugt bryggju- stæði, öll aðstaða til bygginga góð og nægilegt vatn. Með fiörunum í Ketildölum er feikna gnægð af fvrirtaks sandi og í fiöllunum við Arnarfjörð 'er sumstaðar mikið af liparit. Væri nú ekki rjett, að rann saka aðstæðurnar í Arnarfirði ’ þessu tilliti. áður en -ráðist er í að setja sementsverksmiðiu á stofn, þar sem vafasöm skilyrði eru fyrir hendi. Böðvar Bjarnason. Bændur ættu að^ailau sjer ræktunaráætlana * 1 Svo nýræklm yrði öruggari i framkvæmd Olíufýring til sölu. Dinamor, blásari, : „karborator“ og skál. Uppl. í = sima 81498 milli kl. 4 og 8 e.h. i lón TJtrega peninga til stutts ti,na gegn tryggu veði. Tilboð send- ist afgr. Mbl. fyrir 20. þ m. merkt: „456“. ........ ••••••«>•*(< «••!»« llimilHIIIIHIIHntlHIINIHMi Sigurður Reynir Pjeturswnu málflutmngsskrifstofa í. augavegi íO. — Sími 80332. iiiiiiiimHMtttiiiiMiiiiiiitiiiiimiin IIIIIIMMIIIMIMMIMI P E L S A R Capes — Káuo«kÍTin KrUtinn Kristjánaton Leifsgotu 1U, aiiJU JO*t4. IIMIIUIIIIIIIIIHMII STÓRKOSTLEGUM fjárfúlg- um er varið til jarðabóta á hverju ári í sveitum landsins, eins og kunnugt er. Væntanlega aukast þær eftir því, sem tímar líða. Fleiri og fleiri bændur verða stórtækir í jarðabótum sínum. En mikið eiga þeir, hver ein- stakur og niðjar þeirra, eða þeir sem taka við af þeim, undir því, að vel favi um framkvæmdir þessar, engin mistök verði þar, sem kunni að draga stórkost- lega úr arðinum af því f je, sem í jarðabæturnar er lagt. Eins og kunnugt er hefur ekki verið eins mikið vandað til ýmissa jarðabóta hjer á landi eins og æskilegt hefði verið á undanförnum áratugum. Þetta verður að breytast. En þegar rætt er um þessi mistök, þá er því oftast kennt um, að leiðbeiningustarfsemin sje of ó- fullkomin, of fáir, sem hafa hana með höndum. Þeir kom- ist ekki yfir að heimsækja jarða bótamennina eins oft og vera sltyldi, eða gefa þeim eins glöggar og ákveðnar leiðbein- ingár í hvívetna og æskilegt væri. ★ Jeg tel, að hægt sje að ráða bót á þessu að miklu leyti, og það jafnvel með þeim mann- afla til leiðbeininganna, sem fyrir er. Áhugasamir jarðræktarmenn ættu að stefna að því, að þeir fengju, hver fyrir sig rækt- unaráætlanir fyrir jörð sína. Þeir fengju fyrst og fremst rannsókn á og því næst glöggar og skilmerKilegar leiðbeiningar um hvaða land innan landar- eignar þeirra sje að öllu leyti hentugast til jarðræktar yfir- leitt. Eins og kunnugt er, hafa margir af vanþekkingu ráðist í að taka lönd til ræktunar, sem eru mun óhentugri og dýr- ari að rækta. heldur en önnur, sem þeir þó hafa nærtæk. En þar sem þess háttar mis- tök hafa átt sjer stað, eða eiga sjer stað, getur kostnaðurinn við jarðræktina orðið mun meiri, en nauðsyn ber tíl, og ræktunin ekki eins örugg og hún hefði getað verið. ef rjett hefði verið valið landið til ræktunar. Bændur ættu að geta aflað sjer ræktunaráætlana á þenn- an hátt: Að einstök búnaðar- fjelög eða smærri hópar bænda fengju færustu menn. til þess að heimsækja hverja jörð af annari í sveit sinni og þeir ákveði hvar nýræktarlönd á hverju býli eigi helst að vera. Væri »agt fyrir um, hvernig ræktuninni yrði best hagað, gerðir uppdrættk að löndunum svo að ekki þyrfti um að villast, þegar til framkvæmdanna ætti að koma. Sagt væri í áætluninni hvern ig framræslu skuli haga og hve nær henni ætti að vera lokið, eða hve landið ætti að vera lengi framræst áður en tekið yrði að vinna það. Síðan yrðu skjalfestar leið- beiningar um hvernig ætti að vinna landið í öllum aðalat- riðum, hvernig ætti að plægja, hve oft, hvaða verkfæri helst eiga þar við, og hvernig yfir- leitt eigi að undirbúa landið svo, að það sje sem best und- irbúið undir sáningu. Ákveðið yrði hvaða fræ ætti helst að nota, hvaða forrækt ætti að vera, ef um slíkt væri að ræða. Best væri, að gerð yrði kostnaðaráætlun, eða yfir- lit um það hve mörg dagsverk þyrfti að leggja í landið, o. s. frv. ★ Jeg tel, að eins og jarðrækt og jarðræktarkunnáttu er hátt- að nú á landi voru, sje það mikill fengur fyrir hvern ein- stakan bónda að hafa slíkar glöggar leiðbeiningar, þar sem hin besta reynsla og fagþekk- ing kemur að notum. En þeir menn, sem gefa þessar leiðbein- ingar og gera þessar ræktunar- áætlanir, standa ábyrgir fyrir orðum sínum. Er þeir fá meiri reynslu, eða þekkingu á einhverju því atriði, sem þarna kemur til greina, þá vita þeir, að þetta þarf að leiðrjetta, hvar svo sem þéir hafa gefið út ræktunaráætlanir sínar, að þeirri reynslu sinni og þekkingu ófeneinni. Að sjálfsöPðu verða þessar ræktunaráætlanir miög svipað- ar, að minnsta kosti innan sama hjeraðs. En milli landsfjórð- unga verður meiri munur á, þar sem bæði Vemuc +il greina nokk ur tilbrigði í loftslagi. hita og úrkomu. Forustumenn búnaðarfjelag- anna gætu fært ræktunaráætl- anir jarðanna í srei-ðabækur, er vrðu þá einskonar leiðbeininga- bók fyrir viðkomandi sveit. — Þessar leiðbpinin^ar gætu sem sagt breyst og ættu að breyt- ast með aukinni bekkingu. En allt frá þvi að þessi háttur yrði upp tekinn. yr^í útilokað allt handahóf og vafi í framkvæmd- um. Jeg er ekki að segja, að ein- stakir bændur vrðu skyldaðir til þess að fylgja bókstaf þess- ara áætlana. ef einhver þeirra ’iti svo á, að hann vissi betur í einhver.i atH*i. Uann mvndi Þá breyta út af því. En reynslan síðan skera úr, hvort hann h°fði haft rjett fyrir sjer eða ekki. Aoalatriðið er, að dýrar og mikilsverðar ræktunarfram- kvæmdir sveitanna komist á fastari grundvöll en hingað til hefur oft átt sjer stað. V. St. Dughnots- vjel (kleinubringjavjel) til sölu. I il boð inerkt: ...Duehnots-viel —- 451“, serulist afgr. Mtl. 25. ’• r-t = iiiiiiiiunitiimfmttttti>rii(itniiiiiiitiiiiHiMfitiimmt»it» IMIlilMlfiill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.